Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 27 KAUPÞINGbirtir í dagá vefsíðumsínum ítar- lega skýrslu sem tekur til skoðunar lagaregl- ur um takmarkanir á fjárfestingu og eignar- haldi í lánastofnunum í 20 þjóðlöndum. Nánar tiltekið er um að ræða öll Evrópusambands- löndin auk Íslands, Noregs, Kanada, Bandaríkjanna, Sviss og Japans. Í skýrsl- unni eru þær lagaregl- ur sem gilda annars staðar á Norðurlönd- um skoðaðar sérstaklega. Talsvert hefur verið fjallað um þessi atriði í tengslum við einkavæð- ingu fjármálastofnana hérlendis, oftast vegna áhuga á að tryggja dreifða eignaraðild að lánastofnun- unum með takmarkandi lagasetn- ingu. Í þeim umræðum komu m.a. fram fullyrðingar um að verulegar takmarkanir væru á þessu sviði í a.m.k. 14 viðskiptalöndum Íslend- inga. Kaupþingi þótti áhugavert að ganga úr skugga um það með ítar- legri könnun hvernig þessum mál- um væri í raun háttað annars staðar til þess að skapa traustan grunn undir umræðuna. Traust bankans aðalatriði Könnunin er unnin af Logos Lög- mannsþjónustu og er stuðst við skýrslu frá Bankaeftirliti Banda- ríkjanna, norræn lög og reglur og umfjöllun fræðimanna um aðra bankatilskipun Evrópusambands- ins nr. 89/646/EB. Við vinnslu grein- argerðar hefur Logos notið aðstoð- ar nokkurra virtra lögmannsstofa á Norðurlöndum sem látið hafa í té umsagnir um gildandi rétt í þessum efnum. Íslensk lög eru í samræmi við aðra bankatilskipun ESB en hún mælir almennt ekki fyrir um tak- markanir á fjárfestingum eða eign- arhaldi í lánastofnunum. Langflest ríki, sem könnunin tekur til, eru ekki með sérstakar takmarkanir á slíkum fjárfestingum. Sé um tak- markandi reglur að ræða snúast þær fyrst og fremst um tryggingu fyrir því að fjárfestar hafi nægilega sterka fjárhagsstöðu til þess að standa við skuldbindingar sínar og treysta hag viðkomandi banka. Löggjöf nokkurra landa mælir fyrir um takmarkanir á fjárfesting- um með skilyrðum um að fjárfest- ingin sé ekki yfir ákveðnu eiginfjár- hlutfalli viðkomandi fjárfestis. Á þetta einkum við fjárfestingar lána- stofnana í öðrum lánastofnunum. Það eru ekki beinar takmarkanir heldur takmörkun á áhættu fjár- festis. Þá er atkvæðisréttur sem fylgt getur eignarhlut takmarkaður í nokkrum tilvikum. Algengt er að fjármálaeftirlit hafi heimild til þess að takmarka fjárfestingar eða setja skilyrði sé fjárfestir ekki hæfur eða nægilega traustur. Mismunandi er eftir löndum hvort leita þarf eftir samþykki á fjárfestingu fyrirfram eða hvort til- kynning til fjármálaeftirlits nægir. Í Evrópulöndum eru hins vegar svip- aðar reglur um íhlutunarrétt og fylgja þær fyrirmælum annarrar bankatilskipunar ESB. Í raun er um sambærilegan íhlutunarrétt að ræða hvort sem krafa er gerð um samþykki eða tilkynningu. Engar takmarkanir í 15 löndum Í 15 af þeim 20 löndum sem fjallað er um eru engar takmarkanir á fjár- festingum annarra fyrirtækja í lánastofnunum og er þá Spánn talinn með í þeim hópi, enda gildir takmörkun á eignar- hlutdeild þar aðeins fyrstu fimm starfsár viðkomandi stofnunar. Í einungis 5 löndum af þessum 20 eru tak- markanir á beinum fjárfestingum. Þau lönd eru Japan, Kan- ada, Bandaríkin, Nor- egur og Ítalía. Í Nor- egi og á Ítalíu eru hinsvegar engar tak- markanir á fjárfest- ingum lánastofnana í öðrum lánastofnun- um. Af því leiðir að í 17 löndum af 20 er lánastofnunum heimilt að fjár- festa í öðrum lánastofnunum. Í einu landi, Portúgal, til viðbótar þeim 5 sem setja takmarkanir á fjárfest- ingar, eru takmarkanir heimilaðar á atkvæðisrétti þegar ein lánastofnun fjárfestir í annarri. Af Norðurlöndunum er það ein- ungis í Noregi sem gengið hefur verið lengra en bankatilskipun ESB mælir fyrir um og settar frekari takmarkanir. Mikilvægt er þó að hafa í huga að engar takmarkanir eru á fjárfestingum og eignarhaldi lánastofnana í öðrum lánastofnun- um þar í landi. Afnumið í Svíþjóð og Finnlandi Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þarf samþykki fjármálaeftirlits til þess að unnt sé að öðlast virkan eignarhlut í bönkum. Í Finnlandi og á Íslandi er á hinn bóginn skylt að tilkynna fjármálaeftirliti þegar aðili eignast hlut í banka eða eignarhlut- ur fer yfir ákveðin mörk. Ekki er unnt að líta svo á að reglur, sem mæla fyrir um samþykki eftirlits- aðila, teljist til beinna takmarkana fyrir eignarhaldi. Hér er einfaldlega á ferðinni aðferðir við útfærslu bankatilskipunar ESB en ekki efn- isskilyrði fyrir fjárfestingu eða eignarhaldi. Efnislegu skilyrðin fyr- ir slíku samþykki eru hin sömu og gilda á Íslandi og í Finnlandi, það er aðallega að ekki sé hætta á að eðli- legur og traustur rekstur lánastofn- unar raskist. Það er því í raun eng- inn munur á þessum reglum, það er hvort afla þurfi samþykkis eða hvort senda beri inn tilkynningu fyrirfram um fjárfestingu, enda eru skilyrðin fyrir synjun leyfis og ráð- stöfunum í kjölfar tilkynningar hin sömu alls staðar á Norðurlöndum. Það má því flokka þessar reglur undir flöggunarreglur. Með flöggun er átt við skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna verðbréfaþingum, þar sem viðkomandi félög eru skráð, um viðskipti yfir ákveðinni stærð. Í Noregi eru í gildi reglur sem ætlað er að takmarka möguleika hluthafa til að hafa áhrif innan banka og mælt er fyrir um takmark- anir á beitingu atkvæðisréttar. At- hygli vekur hins vegar að í Finn- landi voru reglur um þetta afnumdar 1. janúar 1998 en fram að þeim tíma mátti aðili ekki nota nema 5% af heildaratkvæðisrétti á aðalfundi. Reglur um takmarkanir hafa einnig verið afnumdar í Sví- þjóð. Af þessari samantekt er ljóst að almennt eru ekki fyrir hendi tak- markanir á fjárfestingum í lána- stofnunum í þeim 20 löndum sem skoðuð voru í könnuninni og flest til- heyra okkar heimshluta. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar og líta á margvíslegt töfluefni er bent á Net- fangið kaupthing.net. Flöggun en ekki takmörk Almennt eru ekki fyrir hendi takmark- anir á fjárfestingum í lánastofnunum, segir Sigurður Einarsson, í þeim 20 löndum sem skoðuð voru. Sigurður Einarsson Höfundur er forstjóri Kaupþings slenskum 1%. extir hafa u lægri en Gengis- höggvið n. Meðal- m mynda tæp 40% r var fellt g við það gnskostn- kunin frá því í júlí á síðasta ári hefur gert meira en að eyða vaxtamun síðustu tveggja ára. Í töflunni kemur fram að meðalvaxta- kostnaður, að teknu tilliti til gengisbreyt- inga, af 10 ára er- lendu láni hefur numið 9,70%. Það er áhugavert að bera saman þau tvö tíma- bil sem valdið hafa stökki í erlendum fjármagnskostnaði en það eru árin 1992- 1993 (gengisfelling) og nú síðast 2000- 2001 (gengisfall og breyting á gengis- og peningamálastefnu). Gengisfelling 1993 og gengisfall 2001 Hægt er að tala um tvö meiri- háttar áföll á þessu 10 ára tímabili. Í júní 1993 var gengið fellt um 7,5%. Niðurfelling vikmarka krón- unnar í lok mars á þessu ári var „defacto“ gengisfelling sem nemur til þessa dags tæpum 15%. Í ljósi þess að krónan er komin á flot, þá er ekki hægt að tala um formlega gengisfellingu héðan í frá, en sú ákvörðun að gera grundvallar- breytingu á gengisfyrirkomulaginu er ígildi gengisfellingar, ekki síst vegna þess hve nálægt eldri vik- mörkum gengi krónunnar var kom- ið. Gengislækkunin í ár veldur miklu stökki í erlendum fjármagns- kostnaði. Miðað við núverandi gengisfyrirkomulag heyra formleg- ar gengisfellingar, eðli máls sam- kvæmt, sögunni til. Það verður einnig að teljast ólíklegt að önnur breyting verði gerð á fyrirkomulagi gengis- og peningamála næstu ár. Vaxtamunur 1991–2001 Ef innlend og erlend lántaka er borin saman þarf að hafa í huga a.m.k. tvennt: Áhrif verðbólgu á innlend lán. Áhrif gengisbreytinga á erlend lán. Þegar tillit hefur verið tekið til vaxta, verðbólgu og gengismunar, og lánasöfnin aðlöguð að þessum þremur breytum, þá er niðurstaðan sú að síðustu 10 ár hefur erlend fjármögnun haft nokkra yfirburði yfir þá innlendu. Vaxtamunur eins og hann er skilgreindur hér er munurinn á heildarvaxtakostnaði í innlendri mynt þ.e. beinir vextir og verðbætur og heildarvaxtakostnaði í erlendri mynt þ.e. beinir vextir og gengismunur. Af þessu sést að gengismunur (lækkun krónunnar) mun að öðru jöfnu valda hækkun á verðbólgu með ákveðinni töf. Verði verðbólga áfram há hér á landi mun áhættuálag á krónunna hækka og innlent vaxtastig haldast áfram hátt samanborið við erlenda vexti. Taflan sýnir samanburð á 10 ára verðtryggðu innlendu láni og óverðtryggðu erlendu láni til 10 ára. Tölur fyrir 2001 gera ráð fyrir að gengisvísitala krónu endi í 142,50 og vextir verði óbreyttir út árið. Fyrir árin 2002 til 2004 er gert ráð fyrir óbreyttu gengi og að innlendir vextir lækki um 1% ár- lega. Ekki er verið að spá óbreyttu gengi næstu ár, þessar forsendur eru gerðar til einföldunar. Sam- kvæmt töflunni hér að ofan var vaxtahagræðið verulegt á hverju ári á tímabilinu 1995 til ársloka 1999. Á árunum 1992 til 1994 kom erlend lántaka verr út en innlend og hafði gengisfellingin 1993 þar mikil áhrif. Þrátt fyrir þær geng- ishræringar sem dunið hafa yfir frá því á miðju síðasta ári er meðalvaxtamunurinn þó enn um- talsverður og ávallt erlendum lána- söfnum í hag. Miðað við ofan- greindar forsendur nær vaxtamunurinn að rétta af áfallið sem íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir á þessu og síðasta ári. Niðurstöður Samkvæmt þessari athugun er það mat okkar að réttlætanlegt sé að halda áfram að miða langtíma- fjármögnun íslenskra fyrirtækja við erlendar myntir. Reynsla síð- ustu ára bendir ekki til þess að gengi krónunnar falli um vaxtamun milli íslensku krónunnar og mynt- vogar á hverju ári. Líkurnar á því að það gerist til framtíðar eru held- ur ekki miklar, þó svo að ekki sé hægt að útiloka að yfir styttra tímabil falli gengi krónunnar um vaxtamuninn. Reiknaðar líkur á því að vaxtamunurinn hverfi á hverju ári næstu 5 ár eru 5% og líkurnar á því að gengið falli stöðugt næstu 10 árin eru hverfandi. Þannig fáum við að í slæmu tilfelli gæti gengisþróun nánast eytt upp vaxtamun næstu 5 ára. Til skamms tíma gæti verið verulegt óhagræði af erlendri lán- töku. Til lengri tíma litið er það hins vegar okkar mat að réttlæta megi erlendar lántökur íslenskra fyrirtækja þar sem vaxtahagræðið er ótvírætt, þrátt fyrir að einstaka áföll í gengi krónunnar geti valdið tímabundinni hækkun á erlendum fjármagnskostnaði. Samkvæmt of- ansögðu er það okkar mat að ákvarðanir íslenskra fyrirtækja um erlendar lántökur vegna fjárfest- inga hafi verið rétt stefna síðastlið- inn áratug. Okkar niðurstaða bend- ir til þess að fjármagnskostnaður sé 1–3% lægri með erlendri fjár- mögnun samanborið við innlenda. Á móti þessu hagræði er tekin gengisáhætta sem er talsvert meiri en verðbólguáhættan og geta geng- issveiflur haft mikil áhrif á efna- hagsreikning viðkomandi fyrirtæk- is. Til þess að geta nýtt sér hagræði af erlendri lántöku þurfa fyrirtæki að hafa fjárhagslegan styrk til að þola neikvæð áhrif gengissveiflna á rekstur og efnahag. Arnar Jónsson  ?  "&   9 "&   ( ' "5  " "& "' "        '             +. .4 +. .: +. ., +. .8 +. .. 1/ // 1/ /+ 1/ /1 1/ /3 1/ /2 ántökur – ar virði? Heimildir: OECD, Seðlabanki Ís- lands, Þjóðhagsstofnun, Hagstofa Íslands. Skoðanir eru alfarið höf- unda. Höfundar eru Arnar Jónsson McS. í fjármálum og Ísak S. Hauksson, PhD. í eðlisfræði, og starfa við rannsóknir og afleiðuviðskipti hjá Landsbanka Íslands hf. – Fjárfest- ingabanka. hagstæð un hæfs á einum -markaðs rankfurt, utverki á xtarmark- gur ngi marisans iptafyrir- r ári, sem ja stjórn- en hlut- li miklum fi. Mark- málalok sem sigur fyrir hluthafana og að þau boðuðu betri tíð fyrir fyrir- tækjarekstur í Evrópu með auknu samstarfi og samruna fyrirtækja yfir landamæri; raunverulega sam- eiginlegur evrópskur hlutabréfa- markaður væri að verða að veru- leika. Nú þykir ýmsum þó sem þessi bjartsýni hafi verið ótímabær. Vissulega hafi mörg fyrirtæki sam- einast í Evrópu, en fyrir- tækjasamrunar yfir landamæri séu enn undantekning. „Þeir einu sem njóta góðs af hömlum við því að markaðslögmálin fái að ráða á sviði yfirráða yfir fyrirtækjum eru fyrirtækjastjórnendur, [ekki hluthafar],“ segir í leiðara brezka tímaritsins Economist í maí sl. Aðalmarkmiðið með Evróputil- skipuninni um fyrirtækjasamruna er einmitt að vinna að því að skapa sameiginlegan evrópskan verð- bréfamarkað. Hún hefur verið um áratug í smíðum og hefur þurft að yfirvinna margar hindranir. Nýj- asta hindrunin bættist við er Evr- ópuþingið greiddi atkvæði um til- búna tilskipunina nú í byrjun júlí. Var hún felld á jöfnum atkvæðum, sem veldur því að hún þarf nú að fara aftur í gegn um löggjafarferli ESB áður en hún getur loks, þá í breyttri mynd, tekið gildi. Að smíði Evrópulöggjafar af þessu tagi skuli taka svona langan tíma var einn helzti hvatinn að til- lögum sérskipaðrar ráðgjafar- nefndar undir forsæti Alexandres Lamfalussy baróns, fyrrverandi seðlabankastjóra Belgíu, sem kynnt var í febrúar og hverrar nið- urstöður ríkisstjórnir ESB-land- anna 15 gerðu að sínum á aukaleið- togafundinum í Stokkhólmi í marz sl. Þar var mælzt til þess að ESB tæki upp hraðvirkara ferli ákvarð- anatöku við lagagerð á sviði fjár- málaþjónustu og verðbréfamark- aðsmála. Viðbrögð verðbréfamiðlara m.a. í London og Frankfurt við tveimur reglugerðatillögum sem hefur ver- ið komið í gang á grundvelli nýju hraðsamþykktarheimildanna eru þó blendin. Sumir miðlararnir segja að framkvæmdastjórnin hafi ekki haft þá nægilega vel með í ráð- um er tillögurnar voru mótaðar – en þær snúa að hömlum við inn- herjaviðskiptum og brögðum sem beitt er til að reyna að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn annars vegar og hins vegar að hlutafjárútboðslýs- ingum. Það var eitt aðalatriðið í Lamfalussy-tillögunum, að hags- munaaðilar – sem síðan ættu að fara eftir reglunum – væru hafði betur með í ráðum við gerð þeirra. En þessar nýju reglugerðatillög- ur eru aðeins lítið skref í átt að því að brjóta niður uppskiptingu fjár- málamarkaðarins í Evrópu eftir landamærum. ur fjármála- r færist nær okölluðu eru nú í gangi markvissar tilraunir til að m fjármálamarkaði í Evrópu. Auðunn Arnórsson rt, þar sem þessi þróun var meðal umræðuefna. auar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.