Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 22
LISTIR
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FLUTNINGUR hljómsveitarstjór-
ans Daniels Barenboim á Tristan og
Ísold, verki þýska 19. aldar tón-
skáldsins Richards Wagners, í Jerú-
salem nú um helgina hefur vakið
umtalsverða gagnrýni í Ísrael, sem
og umtal, en tónsmíðar Wagners
voru í miklu uppáhaldi hjá Adolf
Hitler.
Barenboim, sem er gyðingur,
hafði upphaflega valið Valkyrjur
Wagners til flutnings fyrir þýsku
hljómsveitina Berlin Staatskapelle á
ísraelsku tónlistarhátíðinni, en síðan
samþykkt að falla frá flutningnum í
kjölfar endurvakningar á áratuga-
gömlum deilum um það hvort verk
Wagners skyldu flutt í Ísrael. Til
hafði staðið að tenórinn Placido
Domingo tæki þátt í flutningi verks-
ins en óformlegt bann gegn tónlist
Wagners hefur verið í gildi frá stofn-
un Ísraelsríkis 1948 þar sem tónlist
hans var notuð sem áróðursefni
meðal nasista í heimsstyrjöldinni
síðari.
Að loknum tónleikunum á laug-
ardag ákvað Barenboim þó að bjóða
áhorfendum upp á aukanúmer –
brot úr Tristan og Ísold eftir þýska
tónskáldið. „Ef þið viljið það ekki þá
förum við í rólegheitum,“ sagði Bar-
enboim og fögnuðu flestir áheyr-
enda boði stjórnandans um auka-
númer. Nokkur hópur manna hóf þó
hróp að Barenboim. „Þið getið verið
mér reið, en ekki láta það bitna á
hljómsveitinni eða stjórnendum há-
tíðarinnar,“ sagði Barenboim og
ítrekaði að hugmyndin væri alfarið
sín. Hann hvatti því næst þá sem
mótfallnir væru flutningnum til að
yfirgefa salinn og leyfa öðrum að
hlusta í friði og yfirgaf hluti áheyr-
enda við það salinn á meðan nokkrir
aðrir kölluðu „fasisti“ og „útrým-
ingabúðatónlist“. Fyrstu tónar
óperunnar mættu síðan stuttum
mótmælum utan salarins en flestir
hinna 2.000 tónleikagesta fögnuðu
flutningi Barenboims ákaflega að
tónleikum loknum.
Sýndi hroka og
ónærgætni
Töluverð gagnrýni hefur heyrst á
flutning Barenboims frá ísraelskum
ráðamönnum og er Ariel Sharon,
forsætisráðherra ríkisins, í þeirra
hópi. „Ég kysi frekar að verkið hefði
ekki verið leikið,“ sagði Sharon á
fundi ásamt Moshe Katsav, forseta
landsins. „Margir íbúar landsins
eiga erfitt með að sætta sig við þetta
og því var þetta kannski of snemmt.“
Ehud Olmert, borgarstjóri í Jerú-
salem, var öllu dómharðari. „Bar-
enboim sýndi óskammfeilni, hroka,
ókurteisi og ónærgætni,“ sagði Ol-
mert í útvarpsviðtali og kvaðst þurfa
að taka öll frekari samskipti borg-
arinnar við hljómsveitarstjórann til
nánari athugunar. Ephraim Zuroff
hjá Simon Wiesenthal-miðstöðinni í
Ísrael hefur sagt samtökin munu
hvetja allar ísraelskar hljómsveitir
til að sniðganga Barenboim, en við-
brögð áhorfenda hafa að sögn AP-
fréttastofunnar verið öllu blendnari.
„Wagner var mikill andstæðingur
gyðinga en einnig merkt tónskáld,“
sagði Michael Avram sem lifði af
dvöl í útrýmingarbúðunum. Auðvit-
að er ég andsnúinn skoðunum hans
en það gerir mig ekki mótfallinn tón-
list hans.“
Umdeildur flutningur á Tristan og Ísold á ísraelskri tónlistarhátíð
Barenboim
gagnrýndur
fyrir flutning
á Wagner
Jerúsalem. AP.
AP
Daniel Barenboim sést hér stjórna þýsku hljómsveitinni Staatskapelle
Berlin, en flutningur Barenboims og sveitarinnar á Tristan og Ísold eft-
ir Wagner í Ísrael nú um helgina hefur vakið nokkra gagnrýni.
Í LINCOLN Center í New York
stendur nú yfir árleg hátíð, Lincoln
Center Festival 2001. Í kvöld verður
frumsýnt á hátíðinni verkið „Edda:
sögur víkinga af losta, hefnd og fjöl-
skylduböndum.“ Höfundur verksins
er Benjamin Bagby, og byggir hann
það á völdum köflum úr Eddu.
Benjamin Bagby er einn af stofn-
endum tónlistarhópsins Sequentia
sem hefur sérhæft sig í flutningi
miðaldatónlistar og verða það félag-
ar hópsins sem kveða og syngja text-
ann á því forníslenska máli sem hann
er varðveittur á í handritum en það
er Heimir Pálsson cand. mag. sem
hefur aðstoðað hópinn við að leita að
upprunalegum framburði kvæðanna,
svo langt sem það er mögulegt.
Dagblaðið New York Times
fjallaði um uppfærslu Bagbys í grein
sl. sunnudag. Þar segir að norrænir
þjóðflokkar hafi fyrst sest að á Ís-
landi um árið 700 og vegna land-
fræðilegrar einangrunar hafi menn-
ing hér verið einsleit. Þannig hafi
íslenska Eddan varðveist án áhrifa
frá annarri menningu, og án áhrifa
frá innreið kristindóms í Norður-
Evrópu. Því gefi Edda fágæta inn-
sýn í menningu norður-evrópskrar
fornþjóðar.
Guðrún Gjúkadóttir
í aðalhlutverki
Í frétt New York Times segir enn-
fremur að á sínum tíma hafi Eddu-
kvæðin verið sungin; textarnir hafi
varðveist, en erfitt sé að henda
reiður á hvernig tónlistin hafi verið.
Erfitt sé að geta sér til um hvers
konar laglínur hafi verið notaðar og
hvaða hljóðfæri hafi verið notuð með
söngnum.
Benjamin Bagby er miðaldafræð-
ingur og hefur í um áratug rannsak-
að Eddu; bæði sagnfræðilegar heim-
ildir og það sem nýtt er í
Eddufræðum. Fyrir nokkrum árum
gaf hann og Sequentia ásamt Sverri
Guðjónssyni kontratenór út geisla-
disk með Eddukvæðum í flutningi
hópsins, og var flutningur þeirra
óspart lofaður af tónlistargagnrýn-
endum í erlendum tónlistartímarit-
um. Þar voru sögur af Ásum kjarni
efnisins; Þrymskviða, Hávamál og
Völuspá. Í samtali við Morgunblaðið
í gær sagði Benjamin Bagby að það
verk sem nú verður flutt í Lincoln
Center sé byggt á allt öðrum hluta
Eddukvæða. Þar verður Völuspá
sem fyrr í stóru hlutverki, en að öðru
leyti er verkið byggt á sögum af Sig-
urði Fáfnisbana og Guðrúnu Gjúka-
dóttur og persónum Reginsmála,
Guðrúnarkviðu, Grógaldurs, Helga
kviðu Hundingsbana og Atlakviðu. Í
upphafi og endi verks kemur völvan
fram með spádóm sinn um upphaf og
endalok heimsins, og myndar spá
hennar umgjörð eða hring utan um
verkið.
Um tónlistina segir Bagby að hún
sé byggð á tveggja ára rannsóknum
hans á rímnakveðskap. Hún sé ekki
samin af honum, en þó heldur ekki
tekin beint úr stemmum rímnanna.
Greindi rímnalögin
niður í frumþætti
„Ég hlustaði á mörg hundruð
klukkustundir af gömlum upptökum
af rímnakveðskap hjá Rósu Þor-
steinsdóttur í hljóðdeild Árnastofn-
unar. Ég greindi rímnalögin niður í
frumþætti sína til að reyna að finna
melódísk einkenni og gat greint
þannig mótív eða stefbrot sem voru
dæmigerð fyrir ákveðnar tegundir af
stemmum og skilið yngri rímur frá
þeim eldri. Ég gerði mér eins konar
orðabók með þessum melódísku
mótívum og á þeim er verkið byggt.
Þetta er svolítið eins og að taka
DNA-erfðaefnið úr rímunum og
setja saman nýtt efni úr því. Þeir
sem þekkja rímur munu kannast við
þetta sem rímur en þótt þeir geti
ekki borið kennsl á rímnalögin sem
þeir heyra í sýningunni, þá hafa þau
sama DNA og þau gömlu.“ Þótt
langmest sé leitað í sjóð rímnalag-
anna er tónlistin í verkinu ekki ein-
göngu bundin við þær, heldur leitar
Bagby á fleiri mið fornar tónlistar-
menningar, meðal annars til Svíþjóð-
ar, Færeyja og Eystarsaltslanda.
Þýsk lýra og flauta
úr svansbeini
Sequentia hefur starfað í um ald-
arfjórðung og er Bagby einn af
stofnendum flokksins. Hópurinn sér-
hæfir sig í flutningi miðaldatónlistar,
og í flutningi Eddu er notast við eft-
irgerð lýru sem fannst í gröf frá 7.
öld í Þýskalandi. Einnig er leikið á
eftirgerð fiðlu frá 11. öld og á flautu
gerða úr svansbeini.
Benjamin Bagby hefur fengið til
liðs við sig kunnan leikstjóra, Ping
Chong, sem sviðsetur sýninguna.
Hans hlutverk er að draga fram
dramatíkina í kvæðunum og skapa
leikræna umgjörð. Í viðtali við New
York Times leggur Chong áherslu á
hlutverk völvunnar í Völuspá, en hún
markar bæði upphaf og endalok sýn-
ingarinnar. Í tónlist fyrir völvuna
leitar Bagby þó til Svíþjóðar, því
söngur hennar verður eins og hjarð-
söngur smalastúlkna þar var fyrr á
öldum; mjög hár og bjartur og til
þess ætlaður að gefa öðrum smala-
stúlkum merki um hvert hjörðin
stefndi. Ping Chong segir að með því
að nota völvuna til að marka upphaf
og lok sýningarinnar sé reynt að
draga fram hringstefið, ekki ósvipað
því sem Wagner gerði í Niflunga-
hringnum sem einnig er að hluta
byggður á Eddukvæðum og sömu
persónum. „Þetta verður bara annað
andlit sömu sögu,“ segir Ping
Chong.
Eddukvæði í nýrri leikgerð í Lincoln Center í New York í kvöld
„Þetta er eins og að taka
DNA-erfðaefnið úr rímunum“
Benjamin Bagby og Ping Chong setja Eddukvæði upp í Lincoln Center.
GÍTARLEIKARARNIR Símon H.
Ívarsson og Jörgen Brilling frá
Þýskalandi eru um þessar mundir að
leggja í tónleikaferð um Norðurland
en þeir spiluðu saman víða um
Þýskaland á síðastliðnum vetri. Á
efnisskránni eru verk frá ólíkum
tímabilum, m.a. eftir Mozart,
Beethoven, Gunnar Reyni Sveinsson
og Jón Ásgeirsson. Í ár fagna þeir
Símon og Gunnar Reynir tíu ára far-
sælu samstarfi, en í samvinnu þeirra
hafa orðið til mörg verk fyrir ein-
leiksgítar sem munu verða hljóðrituð
á næstunni. Á tónleikum þeirra Sím-
onar og Jörgens verða leikin tvö
verk eftir Gunnar Reyni sem hafa
orðið til í þessu samstarfi.
Fyrst heimsækja þeir félagar
Hvammstanga og spila á Hótel Seli
þriðjudagskvöldið 10. júlí kl. 21. Á
miðvikudag halda þeir til Akureyrar
og spila í Deiglunni kl. 20.30 og eru
þeir tónleikar í samvinnu við Lista-
sumar á Akureyri. Laugardaginn 14.
júlí spila þeir Símon og Jörgen í
Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit
kl. 21. Sunnudaginn 15. júlí leika þeir
félagar í sal Borgarhólsskóla á
Húsavík kl. 20.30. Að lokum munu
þeir Símon H. Ívarsson og Jörgen
Brilling leika á Sumartónleikum í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Morgunblaðið/Þorkell
Gítarleikararnir Jörgen Brilling
og Símon H. Ívarsson.
Tveir gít-
arar á ferð
Þriðjudagur 10. júlí
Setningartónleikar í Siglufjarðar-
kirkju kl. 20.30. Þjóðlagaflokkurinn
Embla: Bára Grímsdóttir, Diddi
fiðla, KK og Kristín Ólafsdóttir.
Miðvikudagur 11. júlí
Bræðsluminja-
safnið Grána kl. 20.
Lygavaka. Kvöld-
vaka með lygasög-
um, fjöldasöng og
vísnakveðskap. All-
ir viðstaddir taka
þátt.
Fimmtudagur
12. júlí
Siglufjarðar-
kirkja kl. 20. Kindur
og ókindur – þjóð-
lög í sparifötum. Þjóðlagaútsetning-
ar eftir Jórunni Viðar og fleiri. Flytj-
endur: Sláttukvintettinn: Þórunn
Guðmundsdóttir, sópran, Hallfríður
Ólafsdóttir, flauta, Ármann Helga-
son, klarinett, Lovísa Fjeldsted,
selló og Örn Magnússon, píanó.
Fimmtudagur 12. júlí
Nýja bíó kl. 21.30. Djasstríóið Flís
og Hildur Halldóra Bjarnadóttir,
söngkona.
Föstudagur 13. júlí.
Bræðsluminjasafnið Grána kl. 21.
Norrænar ballöður og miðalda-
söngvar. Flytjendur: ALBA, Dan-
mörku; Poul Høxbro, flautur og
trommur, Miriam Andersen, söngur
og harpa.
Dagskrá hátíðarinnar á laugardag
og sunnudag verður kynnt síðar.
Dagskrá
Þjóðlaga-
hátíðar