Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í
gær komu Skógarfoss,
Laugarnes, Skeljungur
II og Goðafoss og út
fóru Gali, Guadelupe
og Selfoss. Í dag er
Arnarfell væntanlegt
og Discovery fer út.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
gær kom Selfoss og í
dag eru væntanleg
Gemini, Bootes og
Vieike.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstu-
daga: til Viðeyjar kl.
13, kl. 14 og kl. 15, frá
Viðey kl. 15.30 og kl.
16.30. Laugardaga og
sunnudaga: Fyrsta ferð
til Viðeyjar kl. 13 síðan
á klukkustundar fresti
til kl. 17, frá Viðey kl.
13.30 og síðan á
klukkustundar fresti til
kl. 17.30. Kvöldferðir
eru föstu- og laug-
ardaga: til Viðeyjar kl.
19, kl. 19.30 og kl. 20,
frá Viðey kl. 22, kl. 23
og kl. 24. Sérferðir fyr-
ir hópa eftir sam-
komulagi. Viðeyj-
arferjan sími 892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl.10.30 og
kl. 16.45, með viðkomu
í Viðey u.þ.b. 2 klst.
Sími 892 0099
Fréttir
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, opinn þriðjud.
og fimmtud. kl. 14-17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9-12
bókband og öskjugerð,
kl. 13-16.30 opin smíða-
stofa, kl. 10-16 pútt-
völlur opinn.
Aflagrandi 40. Gróð-
ursetningarferð í Álfa-
mörk í Hvammsvík 10.
júlí kl. 13 þar sem eldri
borgarar og unglingar
gróðursetja saman.
Þetta er í þriðja sinn
sem farið er, en til
gróðurreitsins var
stofnað á ári aldraðra
undir kjörorðinu
byggjum brýr og eru
allir eldri borgarar ein-
dregið hvattir til að
mæta og taka höndum
saman við ungmennin.
Ókeypis í rútuna, fólk
hafi með sér nesti og
góðan skófatnað,
skráning fyrir stór
Reykjavíkursvæðið í
Aflagranda 40, sími.
562-2571.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9-16 almenn
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 9.30 morg-
unkaffi/dagblöð, kl.
11.15 matur, kl. 15
kaffi.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Fótaaðgerðir
mánud. og fimmtud.
Uppl. í síma 565-6775.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 11.30 matur, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 15 kaffiveitingar.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Í
dag verður pútt á
Hrafnistuvelli kl. 14-16.
Orlofið að Hótel Reyk-
holti í Borgarfirði 26.-
31. ágúst nk. Skráning
og allar uppl. í símum
ferðanefndar 555-0416,
565-0941, 565-0005 og
555-1703. Panta þarf
fyrir 1. ágúst. Félags-
heimilið Hraunsel verð-
ur lokað vegna sumar-
leyfa frá 2. júlí til 12.
ágúst.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
er opin alla virka daga
frá kl. 10.00-13.00.
Matur í hádeginu.
Þriðjudagur dagsferð
Þórsmörk - Langidal-
ur. Brottför frá Ás-
garði Glæsibæ kl. 8.00.
Ferð í Álfamörk,
Hvammsvík í dag 10.
júlí kl. 13.00, þar sem
eldri borgarar og ung-
lingar gróðursetja
plöntur í reitinn sinn.
Ókeypis far en takið
með ykkur nesti.
Brottför frá Ásgarði,
Glæsibæ kl. 13.00. Vin-
samlegast tilkynnið
þátttöku. Miðviku-
dagur: Göngu-Hrólfar
fara í létta göngu frá
Ásgarði Glæsibæ kl.
10.00. Dagsferð 14. júlí
Gullfoss-Geysir-
Haukadalur. Fræða-
setrið skoðað. Leiðsögn
Sigurður Kristinsson
og Pálína Jónsdóttir.
Skráning hafin. Silf-
urlínan er opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10.00
til 12.00 f.h. í síma 588-
2111. Upplýsingar á
skrifstofu FEB kl.
10.00 til 16.00 í síma
588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 12.45
Bónusferð.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar á vegum ÍTR í
Breiðholtslaug á
þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 9.30.
Púttvöllurinn er opinn
virka daga kl. 9-18,
kylfur og boltar til
leigu í afgreiðslu sund-
laugarinnar. Allir vel-
komnir. Veitingabúð
Gerðubergs er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 10-16. Félagsstarfið
lokað vegna sumarleyfa
frá 2. júlí - 14 ágúst.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 handa-
vinnustofa opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9.30-12, þriðjudags-
ganga fer frá Gjábakka
kl. 14.
Gullsmári Gullsmára
13. handavinnustofan
opin kl. 13-16, leiðbein-
andi á staðnum.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 böðun, fótaaðgerðir
og leikfimi, kl. 9.45
bankaþjónusta, kl. 13
handavinna og hár-
greiðsla.
Hraunbær 105. Kl. 9-
17 fótaaðgerðir, kl. 9.45
boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 12.15 verslunarferð
í Bónus, kl. 13-17 hár-
greiðsla
Norðurbrún 1. Hár-
greiðslustofan verður
lokuð frá 10. júlí til 14.
ágúst. Fótaaðgerð-
arstofan verður lokuð
16. júlí og 20. júlí. Kl.
10-11 ganga.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, dagblöð og
kaffi, kl. 9.15-15.30 al-
menn handavinna, kl.
11 leikfimi, kl. 11.45
matur, kl. 13 frjáls
spilamennska, kl. 14.30
kaffi.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund og almenn
handmennt, kl. 10 fóta-
aðgerðir og almenn
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 11.45 matur, kl. 14
félagsvist, kl. 14.30
kaffi.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað í kvöld
kl. 19. Allir eldri borg-
arar velkomnir.
Félag ábyrgra feðra
heldur fund í Shell-
húsinu, Skerjafirði, á
miðvikudögum kl. 20,
svarað í síma 552 6644
á fundartíma.
Eineltissamtökin halda
fundi að Túngötu 7 á
þriðjudögum kl. 20.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Nánari uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Brúðubíllinn
Brúðubíllinn, verður í
dag kl. 10 við Barðavog
og kl. 14 við Kjalarnes
og á morgun kl. 14 við
Austurbæjarskóla.
Minningarkort
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar, minn-
ingaspjöld seld hjá
kirkjuverði.
Minningarkort Breið-
firðingafélagsins, eru
til sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s. 555-0383
eða 899-1161.
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar
eru afgreidd á bæj-
arskrifstofu Seltjarn-
arness hjá Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort, þeir
sem hafa áhuga á að
kaupa minningarkort
vinsamlegast hringi í
síma 552-4994 eða síma
553-6697, minning-
arkortin fást líka í Há-
teigskirkju við Há-
teigsveg.
Minningarkort Kven-
félags Langholts-
sóknar fást í Lang-
holtskirkju s. 520-1300
og í blómabúðinni
Holtablómið, Lang-
holtsvegi 126. Gíró-
þjónusta er í kirkj-
unni.
Í dag er þriðjudagur 10. júlí, 191.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Guð sendi ekki soninn í heiminn til
að dæma heiminn, heldur að heim-
urinn skyldi frelsast fyrir hann.
Jóh. 3.17.
ÉG er algjörlega sammála
SOS, sem skrifaði í Velvak-
anda 5. júlí sl. að illa sé stað-
ið að málum, þegar um
nauðganir er að ræða. Dóm-
urinn í þessu máli er fyrir
neðan allar hellur. Fyrir að
ræna söluturn fær maður
tvö ár, en einungis þrjú ár
fyrir þennan hræðilega
verknað, þar sem líf þessar-
ar ungu stúlku hefur verið
eyðilagt fyrir lífstíð. Hvern-
ig stendur á því að þegar
konur og börn eru fórnar-
lömb, er litið á það sem
minniháttar mál, sem er al-
gjört virðingarleysi. Stúlk-
unni var ekki aðeins nauðg-
að af manninum, heldur
einnig af hinu íslenska rétt-
arkerfi.Hvað þessi mál
varðar, verður að gera ein-
hverjar breytingar, þetta
getur ekki gengið svona
lengur.
Sigríður Sigurðardóttir.
Fyrirspurn til dóm-
aranna í nauðg-
unarmálinu
Á hverju byggið þið dóminn
og hver er hámarksrefsing
fyrir svona glæp ? Það eru
14-16 ár fyrir morð, en hver
er hámarksrefsingin fyrir
svona sálarmorð, þar sem
lífi 17 ára gamallar stúlku er
rústað og allri hennar fram-
tíð. Þessi unga stúlka er al-
gjör hetja að vera á lífi. Mig
langar mest til þess að
faðma hana.
Berglind.
Hneyksluð
á dómnum
INGIBJÖRG hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi taka undir skrif SOS í
Velvakanda 5. júlí sl. Við
eigum heimtingu á að fá
mynd af þessum manni á
hvern staur, svo við getum
varað okkur og börnin okk-
ar við. Ég er stórhneyksluð
á þessum dómi.
Sammála SOS
ÉG er sammála skrifum
SOS í Velvakanda 5. júlí sl.
Þessi maður á engan rétt á
persónuleynd. Helst ætti að
setja hann nakinn í búr á
Lækjartorgi og lofa ís-
lensku kvenfólki að með-
höndla hann. Hann er búinn
að eyðileggja líf ungu stúlk-
unnar.
Guðrún Jóhannsdóttir.
Hverjir eru allir
þessir milliliðir ?
IVAR Ivanovitc hafði sam-
band við Velvakanda og
langaði að koma eftirfarandi
á framfæri.
Hann hefur búið hér á Ís-
landi í 21 ár og er háskóla-
menntaður. Hann fór í
heimsókn til Slóveníu og þar
er grænmeti og ávextir á
miklu lægra verði en tíðkast
hér. Þar getur maður fengið
paprikuna á 30 kr. kg.
Á Íslandi kostar hún 800
kr. kg. 310 kr. fara beint til
ríkisins áður en á markað er
komið. Vatnsmelónur eru á
2 kr. kg. og kartöflur á 2. kr.
kg. en kosta hér út úr búð
310 kr. kg. Ivar fór að kanna
möguleikann á því að flytja
grænmeti og ávexti inn
sjálfur, en það er illmögu-
legt.
Allt grænmeti og ávextir
koma í gegnum Holland frá
Spáni, Ítalíu, Frakklandi og
víðar og þar er því safnað
saman og það keypt á 80. kr.
kg.
Það eru margir sem taka
sinn toll. Hverjir eru allir
þessir milliliðir og af hverju
tekur ríkið svona mikinn
hluta ?
Kúnst-
stopp
VEIT einhver hver gerir við
fatnað með kúnststoppi?
Tapað/fundið
Slæða og hjól
í óskilum
KVENSLÆÐA, stór og lit-
skrúðug fannst í Elliðaár-
dalnum, Breiðholtsmegin. Á
sama staða er Mongoose-
hjól í óskilum.
Upplýsingar í síma 557-
3549.
Nokia sími í óskilum
NOKIA GSM sími fannst
við gatnamót Lindarsmára
og Dalssmára fyrir um það
bil viku. Upplýsingar í síma
564-4081.
Dýrahald
Brandur hvarf
að heiman
SMÁR gulbröndóttur högni
er týndur. Gegnir nafninu
Brandur. Þeir sem kynnu
að hafa séð hann eru vin-
samlegast beðnir að hringja
í síma 899-1218 eða 894-
8272.
Kittý er týnd
KITTÝ, sem er hvít með
ljósbrúnum og svörtum
flekkjum, týndist föstudag-
inn fyrir rúmri viku frá
Reykjafold. Hún er ómerkt
og ólarlaus. Fólk í Grafar-
vogi er beðið að athuga
geymslur og bílskúra og
þeir sem hafa orðið hennar
varir, vinsamlegast hafið
samband í síma 567-8539
eða 896-5263.
Brandur er
týndur
BRANDUR er dökkbrönd-
óttur högni, 5 ára gamall,
eyrnamerktur og geltur.
Hann hvarf frá heimili sínu í
júni og er hans sárt saknað.
Nánari upplýsingar í síma
587-0823 og 863-7234.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Tvöföld nauðgun
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI leggur oftar en ekkivið eyrun þegar hann hlustar
á Ellert B. Schram hugsa upphátt í
pistli sínum í sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins og svo var einnig um ný-
liðna helgi. Þar segir Ellert m.a. frá
draumi sínum um að flest hús í
Reykjavík stæðu í björtu báli og
enginn virtist gera neitt. Víkverji
vill leyfa sér að ráða draum Ellerts
á þann veg að um sé að ræða ómeð-
vitaðar áhyggjur af hinu nýja
brunabótamati sem kynnt hefur
verið landsmönnum. Það virðist
nefnilega vera svo í flestum tilvik-
um að brenni húseign manns fyrir
næsta haust, þegar hið nýja bruna-
bótamat tekur gildi, þá fæst líklega
keypt álíka eign fyrir tryggingaféð,
en gerist það eftir það verður mað-
ur væntanlega að sætta sig við mun
minni eign fyrir það sem fæst úr
tryggingunum. Þessi tilhugsun út af
fyrir sig getur vel verið ástæðan
fyrir erfiðum draumförum margra
um þessar mundir.
x x x
FJÖLDI Íslendinga ver sum-arfríinu sínu í að keyra um
sveitir Evrópu, en þar er yfirleitt
auðvelt að finna gott gistirými sem
er bæði ódýrt og hreinlegt á okkar
mælikvarða. Þennan ferðamáta hef-
ur vinkona Víkverja tamið sér und-
anfarin ár og alltaf hefur hún komið
heim dolfallin yfir fínheitum bónda-
bæjanna sem hún hefur gist og
snyrtimennsku fallegu þorpanna
sem hún hefur heimsótt. Helst kýs
hún að ferðast um svæði sem eru
utan alfaraleiðar en ef þörf er á að
komast fljótt á milli áfangastaða er
ævinlega hraðbraut innan seilingar
sem hægt er að skjótast inn á og
stytta sér þannig leiðina. Ef svo er
áhugi á að skoða stærri borgir eða
bæi þá er ætíð auðvelt að rata og
finna út úr hlutunum. Þetta á til
dæmis við um Norðurlöndin, Hol-
land, Austurríki, Sviss, Frakkland
og vesturhluta Þýskalands.
Nú í sumar lá leið vinkonu Vík-
verja hins vegar í fyrsta skipti inn á
svæði sem á sínum tíma tilheyrðu
austurblokkinni svokölluðu. Ekið
var um A-Þýskaland og voru um-
skiptin mikil að koma þangað eftir
að hafa ferðast fyrst um snyrtilegar
og fallegar sveitir Austurríkis. Hin
rómaða snyrtimennska Evrópu-
landanna var ekki jafn sýnileg
þarna og alls staðar báru íbúðar-
húsin merki mikillar vanhirðu. Þau
höfðu annað hvort aldrei verið mál-
uð eða þá fyrir svo löngu að aðeins
grillti í slitrur af ævagamalli máln-
ingunni. Rúður voru víða brotnar
og sums staðar gaf að líta heilu göt-
urnar með ónotuðum húskumböld-
um sem voru að hruni komnir.
Sagði vinkonan það hafa komið sér
í opna skjöldu hve allt var ömurlega
niðurnítt og lasburða að sjá í þess-
um hluta Þýskalands og jafnvel
landslagið hefði verið öðruvísi að
sjá en annars staðar í Evrópu. Þeg-
ar ekið var inn í bæi og borgir var
svo oftar en ekki ekið um niðurnídd
verksmiðju- og íbúðahverfi og það
hefði reyndar minnt á þá amerísku
höfuðborg Washington, sem hefði
komið svipað fyrir sjónir úr flugrút-
unni frá Baltimore fyrir réttu ári.
En aðallega var það þó hugsunin
um að það kostar peninga að hafa
snyrtilegt í kringum sig sem gerði
vart við sig hjá vinkonu Víkverja.
Sennilega væri það ekki oft sem
fólk leiddi hugann að því hvað
hreinlæti og snyrtimennska kostar,
svo sjálfsögð sem okkur flestum
þætti hún.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 sori, 4 hætta, 7 erfið, 8
meðvindur, 9 gljúfur, 11
hetju, 13 stakur, 14 tryllt-
ur, 15 málmur, 17 tóbak,
20 augnhár, 22 hund, 23
talan, 24 svelginn, 25
híma.
LÓÐRÉTT:
1 skarpskyggn, 2 minnist
á, 3 mann, 4 sleipur, 5 far-
kosti, 6 duglegur,
10 angan, 12 skaut, 13
bókstafur, 15 ómerkileg
manneskja, 16 hamingju,
18 ysta brún, 19 koma
skapi við, 20 vísa, 21
tímabilin.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 framlágur, 8 lofar, 9 annar, 10 iðn, 11 týran, 13
gærur, 15 skran, 18 hagur, 21 err, 22 gefin, 23 eldur, 24
hamingjan.
Lóðrétt: 2 ráfar, 3 mærin, 4 ágang, 5 unnur, 6 flot, 7
frúr, 12 ana, 14 æfa,
15 segl, 16 rofna, 17 nenni, 18 hregg, 19 gedda, 20 rýrt.