Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 21
UM það bil 1.000 norður-írskir mótmælendur söfn-
uðust saman í gærmorgun við vegartálma sem
breskir hermenn reistu í Portadown, vestur af Bel-
fast, til að stöðva göngu Óraníureglunnar frá
Drumcree-kirkju til Garvaghy-vegar þar sem flestir
íbúanna eru kaþólskir. Mótmælendurnir köstuðu
nokkrum bensínsprengjum, púðurkerlingum og
flöskum að her- og lögreglumönnum sem stóðu við
vegartálmann. Daginn áður höfðu um 2.000
Óraníumenn tekið þátt í árlegri göngu frá Drum-
cree-kirkju að Garvaghy og fór hún friðsamlega
fram. Þúsundir her- og lögreglumanna voru á varð-
bergi við götuna þar sem óeirðir hafa blossað upp í
tengslum við gönguna á hverju ári frá 1995.
AP
Friðsamleg ganga í Portadown
ABDURRAHMAN Wahid, forseti
Indónesíu, hótaði í gær að lýsa yfir
neyðarástandi og leysa upp þingið ef
andstæðingar hans hættu ekki við að
höfða mál á hendur honum til emb-
ættismissis fyrir 20. þessa mánaðar.
Forsetinn setti andstæðingum sín-
um á þinginu þessa úrslitakosti eftir
að leiðtogar stjórnmálaflokkanna
auðmýktu hann með því að mæta
ekki á sáttafund sem hann hafði boð-
að í borginni Bogor í gær. Wahid hef-
ur verið sakaður um spillingu og van-
hæfni og andstæðingar hans ætla að
höfða mál á hendur honum á fundi á
þinginu sem á að hefjast 1. ágúst.
Nýtur ekki stuðnings
hersins
Þrátt fyrir hótun Wahids komu
leiðtogar stjórnmálaflokkanna sam-
an fyrir luktum dyrum í Jakarta í
gær til að ræða hvort flýta ætti þing-
fundinum.
Eftir að Wahid varð að aflýsa
sáttafundinum boðaði hann til blaða-
mannafundar þar sem hann hvatti til
þess að samið yrði um málamiðlun.
Hann sagði að ef samkomulag næðist
ekki fyrir 20. júlí myndi hann lýsa yf-
ir neyðarástandi til að geta stjórnað
með tilskipunum, rjúfa þing og boða
til kosninga eftir ár.
Yfirmenn hersins og lögreglunnar
hafa sagt að þeir myndu ekki fram-
fylgja tilskipunum forsetans ef hann
lýsti yfir neyðarástandi þótt hann sé
æðsti yfirmaður hersins samkvæmt
stjórnarskránni. Wahid var spurður
hvort hótun hans væri ekki innantóm
úr því hann nyti ekki stuðnings hers-
ins en hann neitaði því. Hann sagði
að aðeins nokkrir hershöfðingjar
hefðu hótað að óhlýðnast honum.
„Jafnvel þótt þeir geri það mun fólkið
grípa til aðgerða, hver getur haldið
því í skefjum?“
Þingið kaus Wahid forseta í októ-
ber 1999 og hann er fyrsti lýðræð-
islega kjörni þjóðhöfðingi landsins í
rúma fjóra áratugi. Þótt hann sé nær
blindur og veikburða eftir að hafa
fengið heilablóðfall kveðst hann vera
staðráðinn í að gegna embættinu út
allt kjörtímabilið, eða til ársins 2004.
Forseti Indónesíu setur þinginu úrslitakosti
Hótar að leysa upp
þingið eftir 20. júlí
Bogor. AP, AFP.
AP
Abdurrahman Wahid
BANDARÍSKI fulltrúadeildar-
þingmaðurinn Gary Condit hefur
viðurkennt að hafa átt í ástarsam-
bandi við 24 ára gamlan lærling,
Chandra Levy, sem hvarf spor-
laust fyrir tíu vikum. Málið hefur
vakið mikla at-
hygli í Bandaríkj-
unum og gríðar-
leg pressa er á
Condit að gera
hreint fyrir sín-
um dyrum.
Chandra Levy,
sem var lærling-
ur hjá fangelsis-
málastofnuninni í
Washington, sást
síðast 30. apríl sl. þegar hún sagði
upp korti sínu í líkamsræktarstöð
í borginni. Deginum áður hafði
hún rætt við foreldra sína í síma
og sagst vera á leið heim til Mo-
desto í Kaliforníu, en þegar þeir
höfðu ekki heyrt frá henni í sex
daga létu þeir lögregluna vita.
Í íbúð Levy í Washington fannst
hálffull ferðataska, veski hennar,
farsími, kreditkort og reiðufé og
svo virtist sem hún hefði ætlað að
snúa aftur í íbúðina. Ekkert hefur
spurst til hennar síðan.
Lögreglan segir Condit
ekki liggja undir grun
Málið vakti athygli fjölmiðla um
miðjan maí eftir að fjölskylda
Levy fullyrti að hún hefði átt í ást-
arsambandi við Gary Condit, 53
ára gamlan kvæntan fulltrúadeild-
arþingmann demókrata frá Kali-
forníu. Condit sendi skömmu síðar
frá sér yfirlýsingu þar sem hann
vísar þessu á bug og segir þau
Levy aðeins hafa verið „góða vini“.
Bandarískir fjölmiðlar greindu
hins vegar frá því um helgina að
hann hefði viðurkennt fyrir lög-
reglu á föstudag að hafa átt í ást-
arsambandi við Levy.
The Washington Post hefur eft-
ir Terrance W. Gainer, lögreglu-
foringja í Washington, að Condit
hafi svarað öllum spurningum
skilmerkilega og að hann sé ekki
grunaður um saknæmt athæfi.
Lögreglan vill ekki gefa upp
hvað hafi komið fram í samtölum
við Condit en samkvæmt heimild-
um The Washington Post mun
hann hafa viðurkennt að ástar-
samband hans við Levy hafi staðið
ennþá þegar hún hvarf. Kvaðst
hann ekki búa yfir neinni vitn-
eskju sem skýrt gæti hvarf henn-
ar.
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum
hafa sýnt málinu mikinn áhuga,
enda útlit fyrir að nýtt kynlífs-
hneyksli á æðstu stöðum í Wash-
ington sé í uppsiglingu. Slúður-
blöðin hafa boðið stórar fjárfúlgur
fyrir upplýsingar
og sjónvarps-
fréttamenn hafa
setið um heimili
málsaðilanna,
bæði í höfuð-
borginni og í
Kaliforníu.
Fjölmiðlarnir
komust í feitt á
föstudag, þegar
frænka Levy,
Linda Zamsky, greindi frá því sem
Chandra hefði sagt henni um ást-
mann sinn.
Zamsky segir frænku sína hafa
hrifist af eldri mönnum. Hún hafi
verið mjög ástfangin af Condit og
gert sér vonir um að hann segði
skilið við eiginkonu sína þegar
kjörtímabilið væri á enda. Hún
fullyrðir að Condit hafi brýnt fyrir
Levy að halda sambandi þeirra
leyndu og lýsir því hvernig þau
hafi varið samverustundum sínum
í leyni í íbúð þingmannsins í Wash-
ington. Zamsky segir einnig að
Condit hafi hvatt Levy til að hitta
aðra karlmenn, en hún hafi ekki
tekið það í mál.
Að sögn Zamsky hringdi Levy
síðast í hana 29. apríl, degi áður en
hún sást síðast, og skildi þessi
skilaboð eftir á símsvaranum: „Ég
hef miklar fréttir ... Hringdu í
mig.“ Zamsky segir röddina ekki
hafa verið áhyggjufulla.
Gagnrýndi Clinton fyrir
sambandið við Lewinsky
Málið er allt hið vandræðaleg-
asta fyrir Condit, sem auk þess að
vera kvæntur var einn þeirra
demókrata sem gagnrýndu Bill
Clinton, fyrrverandi forseta, sem
harðast fyrir samband hans við
Monicu Lewinsky. Þingmaðurinn
hefur ráðið þekkta lögfræðinga í
sína þjónustu og meira að segja
fengið almannatengslafulltrúa til
að lappa upp á ímynd sína.
Fjölskylda Levy hefur verið
harðorð í garð Condits og gagn-
rýnt hann fyrir að hafa ekki strax
viðurkennt sambandið við
Chandra. Hafa foreldrar hennar
nú farið fram á að Condit verði lát-
inn gangast undir próf í lygamæli,
til að ganga úr skugga um að hann
hafi skýrt satt og rétt frá.
Viðurkennir
samband við
horfinn lærling
The Washington Post.
Gary
Condit
Chandra
Levy