Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 11 2001Ríkisbréf Útboð miðvikudaginn 11. júlí Á morgun, miðvikudaginn 11. júlí, kl. 14:00, fer fram útboð á ríkisbréfum hjá Lánasýslu ríkisins. Í boði verður eftirfarandi markflokkur: Ríkisbréf í flokki RIKB 07 0209 eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfa- skráningu Íslands hf. og er lágmarkseining ein króna þ.e. nafnverð er það sama og fjöldi eininga. Ríkisbréf eru skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Sölufyrirkomulag: Ríkisbréf verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 11. júlí 2001. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 540 7500. Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 540 7500 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is Áætlað hámark Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* tekinna tilboða** *Milljónir króna að nafnverði **Milljónir króna að söluverði RIKB 07 0209 9. feb. 2007 Nú 5,6 ár 7.665 500- STEFÁN Carlsson, formaður Félags íslenskra bæklunarlækna, undrast að ákveðið hafi verið að leggja niður pró- fessorsstöðu og dósentsstöðu í slysa- lækningum við læknadeild Háskóla Íslands og taka upp kennslu í bráða- lækningum í staðinn. Hann segist telja að læknanemar eigi eftir að líða fyrir breytinguna, sérstaklega þeir sem ætli í framhaldsnám í bæklunar- lækningum. Reynir Tómas Geirsson, forseti læknadeildar, segir að þessi breyting hafi um nokkurn tíma verið rædd í kennsluráði læknadeildar sem og stjórn deildarinnar, samfara öðrum breytingum í kennslu læknanema. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin á grundvelli greinargerða sem sérfræðingar í slysa-, bæklunar- og bráðalækningum, sem kenna á veg- um deildarinnar, tóku saman um hvert þessar fræðigreinar stefni. Reynir Tómas segir að bráðalækn- ingarnar séu víðtækari grein en slysalækningar. Þar sé tekið á öllu sem komi inn á borð lækna á bráða- móttöku, öllu frá beinbrotum til eitr- ana, svo dæmi séu tekin. Á bráða- deildum sé öllu bráðaástandi sinnt, byrjað að meðhöndla sjúklingana og þeir síðan sendir til þeirra sérfræð- inga sem við eigi hverju sinni, t.d. hjartalækna eða bæklunarlækna. „Starfsvettvangur á bráðamóttökum er að breytast og við viljum laga kennsluna að þessum veruleika,“ seg- ir Reynir Tómas. Þess vegna hafi þær stöður sem byggðust eingöngu á bráðum stoðkerfisvandamálum ekki átt lengur við. Stefán Carlsson bendir á að milli 60 og 70% þeirra sjúklinga sem leiti á slysadeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss eigi við stoðkerfisvanda- mál að stríða og að margir hverjir þurfi þeir á meðhöndlun bæklunar- lækna að halda. „Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti bráðalækningum, en þetta er bara pínulítil grein innan læknisfræðinnar og tiltölulega ung,“ segir Stefán. „Það er ekki, að mér vitandi, neinn læknaháskóli sem ekki hefur prófess- orsstöðu í bæklunarlækningum. Nú á að leggja niður þá stöðu sem var þó að hluta til staða í bæklunarlækning- um og taka upp stöðu í bráðalækn- ingum sem er lítið svið. Bæklunar- lækningasviðið verður útundan og er látið líða fyrir þessa litlu grein,“ segir hann. Prófessorsstaða í burðarliðnum Stefán segir að þetta horfi undar- lega við og bendir á að aðeins ein bæklunardeild sé starfandi á Land- spítalanum-háskólasjúkrahúsi á höf- uðborgarsvæðinu, sem hann segir alltof litla. Heimildir Morgunblaðsins herma að læknar deildarinnar séu nú að undirbúa aðgerðir til að koma mót- mælum á framfæri við forseta lækna- deildar. Reynir Tómas segir að þessi breyt- ing sé að ryðja sér til rúms bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. „Slysa- lækningar byggðar á bæklunarlækn- ingum er eitthvað sem við viljum breyta núna. Ég er ekki að segja að þær séu úreltar, þær eru bara einn þáttur af því sem fellur undir bráða- lækningar,“ segir Reynir Tómas. Nú er ein dósentsstaða í bæklunarlækn- ingum við læknadeild og segir Reynir að unnið sé að því að breyta þeirri stöðu í prófessorsstöðu til að auka vegsemd greinarinnar innan lækna- deildar. Hugsanlegt sé að dósentinn sem kennir bæklunarlækningar geti fengið framgang um prófessorsstöðu. Stefán segir Félag íslenskra bækl- unarlækna vera mótfallið því að pró- fessorsstaðan verði ekki auglýst. „Þetta er ný staða, það hefur aldrei fyrr verið prófessor í bæklunarlækn- ingum og er þess vegna óeðlilegt að staðan skuli ekki vera auglýst,“ segir Stefán. Hann segir að engin sérgrein innan læknisfræðinnar hafi jafn hátt hlutfall lækna sem hafa unnið dokt- orsverkefni, en 40% bæklunarskurð- lækna eru með doktorsnafnbót. Þetta segir Stefán styðja enn frekar að staðan verði auglýst. „Það er með öllu óásættanlegt að Háskólinn samþykki átölulaust að Landspítalinn-Háskólasjúkrahús noti prófessorsstöður sem skiptimynt við hrossakaup innan spítalans eins og virðist hafa verið markmiðið með umræddum breytingum. Því mót- mælir stjórn Félags íslenskra bækl- unarlækna umræddum áformum Há- skólans harðlega,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Kennt í bráðalækningum í stað slysalækninga Kennslan aðlöguð að breyttu starfi VEITINGASKIPIÐ Thor hefur nú verið opnað á ný eftir flutning frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Að sögn Þórsteins Þórs yfirþjóns fannst skipverjum heldur lítið um mannaferðir í Sundahöfninni í Hafnarfirði. Varðskipið Thor var smíðað árið 1951 í Danmörku. Skipið vann við landhelgisgæslu, björgunarstörf, fiskirannsóknir og fleiri störf á vegum Landhelgisgæslunnar. Thor tók einnig þátt í öllum þorskastríð- um Íslendinga. Skipið gekkst undir nokkrar breytingar áður en það var opnað á ný og miðuðu þær flestar að því að gera umgang um skipið þægilegri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Veitinga- skipið Thor opnað á nýj- an leik EFNAHAGS- og orkumálaráðherra Ungverjalands, dr. Matolcsy Gy- örgy, er staddur hér á landi í op- inberri heimsókn ásamt hópi emb- ættismanna, en tilgangur heim- sóknarinnar er að kynna sér jarðhitanýtingu á Íslandi til raforku- framleiðslu, húshitunar, jarðhita- ræktunar og til annarra nota eins og heilsubaða. György er hér í boði iðnaðar- og viðskiptaráðherra og mun dvöl hans standa fram á fimmtudag. Munu hin- ir ungversku gestir skoða helstu jarðhitamannvirki hér á landi og ræða við forráðamenn þessara fyr- irtækja og auk þess munu þeir skoða Garðyrkjuskólann að Reykjum og Heilsustofnun Náttúrulækninga- félagsins í Hveragerði. Ungverjaland er eitt helsta jarð- hitasvæði á meginlandi Evrópu og þar hefur jarðhiti verið nýttur um langa hríð en þó mest til baða og heilsuræktar. Hafa Ungverjar áhuga á að efla samstarf við Íslend- inga á þessu sviði á næstu árum, en fyrir 11 árum unnu íslensk fyrirtæki í samstarfið við ungverskt fyrirtæki að hagkvæmnisathugun á gerð hita- veitu í sjö bæjum í Ungverjalandi, en sú áætlun hefur ekki enn komið til framkvæmda. Orkumálaráðherra Ungverjalands í opinberri heimsókn Kynnir sér jarðhita- nýtingu á Íslandi TVEIR komust lífs af þegar slys átti sér stað við lendingu eins hreyfils Cessna vélar í Narsarsuaq á Græn- landi á laugardag, en fyrirstaða á flugbrautinni varð til þess að vélin valt á hliðina í lendingu. Vélin, sem skráð er í Bandaríkj- unum, var á leið frá Keflavík til Narsarsuaq þegar slysið varð, og var ferð hennar heitið áfram til Nuuk. Mennirnir tveir um borð í vélinni sem báðir eru bandarískir og sjötug- ir að aldri slösuðust nokkuð og voru fluttir á sjúkrahús í Narsarsuaq, og þaðan stóð til að flytja þá á sjúkra- hús í Nuuk. Ekki kviknaði í vélinni við slysið en hún er þó talin gjörónýt. Fórst á leið frá Keflavík til Nuuk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.