Morgunblaðið - 10.07.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.07.2001, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingur Laus er til umsóknar 80% staða sérfræðings á endurhæfingarsviði LSH. Umsækjendur skulu hafa sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum. Þeir þurfa m.a. að hafa reynslu í taugaendur- hæfingu og af endurhæfingu sjúklinga með fjöláverka og missi útlima. Einnig reynslu af vinnu í þverfaglegum teymum. Í starfinu felst jafnframt vinna á göngudeild og dagdeild og mat á sjúklingum á öðrum deildum. Sérfræðingurinn tekur þátt í kennslu og vísindavinnu og er því æskilegt að hann hafi reynslu á því sviði. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2001, en starfið veitist frá 1. nóvember 2001. Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum eyðublöðum og nálgast má á heimasíðu heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins eða landlæknisembættisins, fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknar- gögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Umsóknargögn sendist í tvíriti til Stefáns Yngvasonar sviðsstjóra lækninga, Landspítala Grensási, 108 Reykjavík, sem jafnframt veitir upplýsingar í síma 525 1650, netfang stefanyn@landspitali.is Ljósmóðir Staða ljósmóður í MFS-einingunni í Hreiðrinu á kvennasviði er laus til umsóknar. Í MFS einingunni vinna saman 6 ljósmæður sem veita samfellda þjónustu á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu. Starfið er fjölbreytt og góður starfsandi er í teyminu. Sóst er eftir áhugasamri og metnaðarfullri ljósmóður með reynslu í meðgöngueftirliti, fæðingum og sængurleguþjónustu. Starfshlutfall 60-70%, vaktavinna. Ráðning frá 1. sept. n.k. Upplýsingar veitir Margrét I. Hallgrímsson sviðsstjóri/yfirljósmóðir í síma 560 1134, netfang margriha@landspitali.is Deildarritari óskast á 21A kvenlækningdeild frá 15. ágúst n.k. Starf deildarritara felst aðallega í umsjón með innskriftum og útskriftum á sjúklingum auk ýmissa uppgjöra. Góður starfsandi er á deildinni. Starfshlutfall 80%. Upplýsingar veitir Brynja Björk Gunnarsdóttir deildarstjóri í síma 560 1110, netfang brynjagu@landspitali.is Sjúkraþjálfari óskast á krabbameinseiningu frá 1.ágúst n.k. eða eftir samkomulagi, til að taka þátt í spennandi uppbyggingarstarfi á nýrri dag- og göngudeild. Einnig eru lausar 2 stöður sjúkraþjálfara frá sama tíma vegna afleysinga í u.þ.b. eitt ár. Möguleiki á áframhaldandi ráðningu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi að afleysingu lokinni. Starfssvið er fjölfötlunareining og göngudeild. Möguleikar á hlutastarfi. Upplýsingar veitir Guðný Jónsdóttir yfirsjúkraþjálfari í síma 560 2703, netfang gudnyj@landspitali.is Hjúkrunarfræðingur - afleysing Vegna forfalla óskum við eftir hjúkrunarfræðingi í 60% starf frá kl. 08:00-13:00 virka daga á móttöku- og endurkomudeild öldrunarsviðs á Landakoti frá 13. júlí til og með 3. ágúst n.k. Upplýsingar gefa Erla K. Sigurgeirsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 525 1914, netfang erlaks@landspitali.is og Bjarney Tryggvadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 525 1985, netfang bjarneyt@landspitali.is Sérhæfðir aðstoðarmenn sjúkraþjálfara Óskum eftir að ráða aðstoðarfólk í sjúkraþjálfun og sundlaug frá og með 1. ágúst n.k. Reynsla af vinnu með fötluðum æskileg. Hlutastarf getur komið til greina. Upplýsingar veitir Guðný Jónsdóttir yfirsjúkraþjálfari í síma 560 2703, netfang gudnyj@landspitali.is Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til 23. júlí n.k., nema annað sé tilgreint. AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Ferskar kjötvörur Óskum eftir kjötiðnaðarmönnum og vönu fólki í kjötskurð og framleiðslustörf. Góð laun fyrir gott fólk. Áhugasamir hafi samband við Hilmar í síma 588 7580. Reykir í Hrútafirði Skólabúðastjóri Staða skólabúðastjóra við Skólabúðir á Reykj- um, Hrútafirði. Æskileg menntun á rekstrar- og uppeldissviði — marktæk stjórnunarr- eynsla. Kennari við Skólabúðir á Reykjum. 3 stöður kennara við Skólabúðir á Reykjum, Hrútafirði. Meðal annars íþróttir og líffræði. Æskileg menntun á uppeldissviði, marktæk reynsla af starfi með unglingum. Nánari upplýsingar um störf við Skólabúðir á Reykjum veitir skrifstofustjóri í síma 451 2353, gudrun@hunathing.is . Umsóknir um ofangreind störf skulu berast eigi síðar 16. júlí nk. Ráðið er í störfin frá 1. ágúst nk. Laun samkvæmt kjarasamningi launa- nefndar sveitarfélaga. Skólabúðir á Reykjum hafa starfað í rúman ára- tug. Nemendur 6. bekkjar grunnskóla, víðs veg- ar af landinu koma þar til vikudvalar í senn á starfstíma grunnskóla. Alls sækja um 2.000 nemar skólabúðirnar á hverju skólaári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.