Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 39
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 39 Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI Útsala Útsala v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Kringlunni, sími 588 1680 iðunn tískuverslun A-flokkur 1. Sölvi frá Gíslabæ, Snæfellingi, 10v. brúnn, eig.: Þyrí Sölva, kn.: Jón Gíslason, 8,36/8,47 2. Einir frá Gullberastöðum, Faxa, 8v. bleikálóttur, eig.: Kari Berg, kn.: Þorvaldur Á. Þorvaldsson, 8,33/8,42 3. Tindur frá Innri-Skeljabrekku, Faxa, 8v. jarpur, eig.: Þorvaldur Jónsson, kn.: Jóhann Þorsteinsson, 8,32/8,35 4. Birna frá Ketilsstöðum, Dreyra, 8v. brún, eig.: Jakob Sigurðsson, kn.: Jakob Sigurðs- son, 8,30/8,30 5. Kolskeggur frá Ósi, Dreyra, 7v. brúnn, eig.: Jón Helgason kn.: Vignir Jónasson, 8,28/8,29 6. Reynir frá Skáney, Faxa, 12v. dökkmós- óttur, eig.: Bjarni Marínósson, kn.: Haukur Bjarnason, 8,29/8,28 7. Hálfdán frá Vestri-Leirárgörðum, Dreyra, 8v. grár, eig.: Marteinn Njálsson, kn. í fork.: Jón Gíslason, kn. í úrsl.: Þórður Þorgeirsson, 8,26/8,19 8. Högni frá Gerði, Faxa, 9v. rauður, eig. og kn.: Reynir Aðalsteinsson, 8,39/7,98 B-flokkur 1. Bruni frá Hafsteinsstöðum, Dreyra, 7v. rauðtvístjörn., eig.: Jakob Sigurðsson og Sigurður V. Ragnarsson, kn.: Jakob Sig- urðsson, , 8,62/8,78 2. Kóla frá Laugabæ, Faxa, 9v. grá, eig.: Ólöf K. Guðbrandsdóttir, kn.: Róbert L. Jó- hannsson, 8,36/8,75 3. Sólon frá Stykkishólmi, Snæfellingi, 7v. rauðbles., eig.: Vignir Jónasson og Hörður Hermannsson, kn.: Vignir Jónasson, 8,48/ 8,75 4. Fannar frá Akranesi, Snæfellingi, 7v. grá- bles., eig. og kn.: Lárus Ástmar Hannesson, 8,35/8,59 5. Hreimur frá Hofsstöðum, Faxa, 8v. rauð- ur, eig. Einar Ö. Karelsson, kn.: Guðmar Þór Pétursson, 8,33/8,57 6. Dagrún frá Skjólbrekku, Faxa, 11v. jörp, eig.: Sigursteinn Sigursteinsson, kn.: Olil Amble, 8,35/8,54 7. Ögrun frá Útnyrðingsstöðum, Faxa, 10v. leirljósbles., eig.: Ragnheiður Samúelsdóttir og Gígja D. Einarsdóttir, kn.: Guðmar Þór Pétursson, 8,27/8,41 8. Geisa frá Kirkjuskógi, Dreyra, 7v., jörp, eig.: Stefán Skjaldarson og Ingibjörg Egg- ertsdóttir, kn.: Vignir Jónasson, 8,34/8,40 Ungmenni 1. Jóhann K. Ragnarsson, Snæfellingi, á Dögg frá Kverná, 7v. bleikálóttri, eig.: Jó- hann K. Ragnarsson, 8,22/8,39 2. Ásdís Kjartansdóttir, Glað, á Galsa frá Dunki, 9v. bleikálóttum, eig.: Jón A. Kjart- ansson, 8,13/8,26 3. Dóra E. Ásbjörnsdóttir, Faxa, á Aroni frá Ásbjarnarstöðum 9v. brúnum, eig.: Dóra E. Ásbjörnsdóttir, 8,10/8,25 4. Auður Guðbjörnsdóttir, Glað, á Kolskör frá Magnússkógum, 8v. brúnni, eig.: Guð- björn Guðmundsson, 7,91/8,20 5. Vilborg Bjarnadóttir, Faxa, á Andvari frá Skáney, 13v. rauðblesóttum, eig.: Bjarni Marinósson, 8,06/8,15 6. Brynjólfur Sæmundsson, Dreyra, á Gjöf frá Drumboddsstöðum, 7v. rauðblesóttri, eig.: Sæmundur Víglundsson, 7,74/8,04 7. Ingveldur L. Gestsdóttir, Snæfellingi, á Molda frá Kvíum, 9v. moldóttum, eig.: Bene- dikt Jónsson, 7,49/7,74 Unglingar 1. Gróa B. Baldvinsdóttir, Glað, á Yrpu frá Spágilsstöðum, 7v., jarpri, eig.: Eyþór Gísla- son, 8,30/8,45 2. Elísabet Fjeldsted, Faxa, á Mjöll frá Skáney, 7v. leirljósri, eig.: Heiða D. Fjeld- sted og Bjarni Marinóson, 8,15/8,35 3. Sjöfn Sæmundsdóttir, Glað, á Skjóna frá Selkoti, 6v., jörpum, eig.: Sjöfn Sæmunds- dóttir, 8,21/8,35 4. Guðmundur M. Skúlason, Snæfellingi, Snorra frá Borgarhóli, 8v. dökkjörpum, eig.: Guðmundur Margeir Skúlason, 8,20/8,33 5. Sóley B. Baldursdóttir, Faxa, á Kveðju frá Múlakoti, 7v. brúnni, eig.: Baldur Björnsson, 8,11/8,32 6. Emil F. Emilsson, Skugga, á Aski frá Ólafsvík, 9v. bleikálóttum, eig.: Emil F. Em- ilsson, 8,09/8,29 7. Ólafur A. Guðmundsson, Glað, Óðni frá Skógskoti, 9v. móvind., glófext, stjörnóttum, eig.: Ólafur A. Guðmundsson, 8,09/8,23 8. Auður Ingimarsdóttir, Glað, á Mána frá Álfheimum, 9v. brúnstjörnóttum, eig.: Auð- ur Ingimarsdóttir, 8,08/8,13 Börn 1. Eva K. Kristjánsdóttir, Snæfellingi, á Pjakki frá Hvoli, 14. v., bleikblesóttum, eig.: Kolbrún Grétarsdóttir, 8,36/8,57 2. Björgvin Fjeldsted, Faxa, á Stjörnu frá Þorkelshóli, 10v., rauð, eig.: Sigurður O. Ragnarsson, 8,18/8,42 3. Sigurborg H Sigurðardóttir, Faxa, á Stjörnu frá Þorkelshóli, 10v rauðri, eig.: Heiða D. Fjeldsted, 8,38/8,27 4. Ástríður Ólafsdóttir, Glað, á Surti frá Magnússkógum, 14v., brúnum, eig.: Björk Guðbjörnsdóttir, 8,13/8,24 5. Sigrún S. Ámundadóttir, Skugga, á Fann- ari frá Hofsstöðum, 16v., hvítum, eig.: Sig- rún S. Ámundadóttir, 8,10/8,19 6. Sandra Jóhannsdóttir, Skugga, á Snillingi frá Ferjukoti, 7v., jarpur, eig.: Ásdís Sigurð- ardóttir, 8,12/8,14 7. Ástrós Eiðsdóttir, Snæfellingi, á Nasa, 13v., brúnstjörnóttum, eig.:Ástrós Eiðsdótt- ir, 8,12/8,11 8. Ingólfur Ö. Kristjánsson, Snæfellingi, á Mími frá Syðra-Kolugili, 5v. mósóttur, eig.: Kolbrún Grétarsdóttir, 8,25/stökk út úr braut í úrsl. A-flokkur stóðhesta 1. Ás frá Breiðholti, 7v. brúnskjóttur, eig.: Baldur Geirsson, kn.: Leifur Helgason, 8,40 2. Eitill frá Hala, 8v. bleikálóttur, eig.: Sig- urður Ó. Kristinsson, kn.: Jón Karlsson, 8,40 3. Prins frá Syðra-Skörðugili, 9v. bleikálu- stjörnóttur, eig.: Einar Gíslason, kn.: Eyþór Einarsson, 8,25 4. Sorti frá Akureyri, 8v. brúnn, eig.: Holtsmúlabúið, kn.: Agnar Þ. Magnússon, 7,55 B-flokkur stóðhesta 1. Huginn frá Bæ, 8v. rauður, eig.: Páll Egg- ertsson, kn.: Atli Guðmundsson, 8,68 2. Askur frá Kanastöðum, 6v. brúnn, eig. Björn og Snorri Kristjánsson, kn.: Þórður Þorgeirsson, 8,58 3. Þjótandi frá Svignaskarði, 6v. jarpstjörn- óttur, eig. Skúli Kristjánsson, kn.: Svanhvít Kristjánsdóttir, 8,48 4. Faldur frá Syðri-Gróf, 7v. moldóttur, eig.: Björn H. Eiríksson, kn. í úrsl.: Einar Ö. Magnússon kn. í fork.: Svanhvít Kristjáns- dóttir, 8,41 5. Hegri frá Glæsibæ, 9v. móálóttur, eig.: Gunnlaugur Jónsson og Jón Gunnlaugsson, kn.: Gunnlaugur Jónsson, hætti keppni í úr- slitum og fékk ekki einkunn. Tölt 1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Núma frá Miðsitju, 9v. brúnum, 7,56 2. Sævar Haraldsson, Herði, á Glóð frá Hömluholtum, 11v. rauðglófextri, 7,38 3. Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla, á Orion frá Litla Bergi, 16v. bleikálóttum, 7,18 4. Lárus Á. Hannesson, Snæfellingi, á Fann- ari frá Akranesi, 7v. gráblesóttum, 6,96 5. Vignir Jónasson, Snæfellingi á Sólon frá Stykkishólmi, 7v. rauðblesóttum, 6,95 6. Eyþór Einarsson, Stíganda, á Prins frá Syðra-Skörðugili, 6,62 7. Mette Mannseth, Stíganda, á Glæsi frá Stóradal, 10v. brúnskjóttum, 6,80 8. Barbara Meyer, Herði, á Streng frá Hrafnkelsstöðum, 8v. gráskjóttum, 6,79 9. Guðmar Þ. Pétursson, Herði, á Ými frá Feti, 8v. gráskjóttum, 6,69 10. Elsa Albertsdóttir, Karki frá Syðstu- Fossum, 7v. svartur, 6,43 Um niðpurstöður úr kynbótadómum fjórð- ungsmótsins vísast á vef bændasamtakanna bondi.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI fjórð- ungsmótsins á Kaldármelum Bjarni Jónasson sagði á fyrstu dögum þess að þetta mót yrði prófsteinn á það hvort fleiri slík yrðu haldin á Vest- urlandi. Og það er skemmst frá því að segja að við fyrstu sýn virðist nið- urstaðan jákvæð; mótið tókst prýði- lega þrátt fyrir að skipst hafi á skin og skúrir og hestafjöldinn hafi verið í lágmarki. En gæði þeirra var vel innan skikkanlegra marka og þótt mótið skilji eftir ýmsar áleitnar spurningar um hrossarækt og hestamennsku á Vesturlandi má ætla að flestir mótsgesta hafi átt þarna góðar stundir. „Hví gerir þú mér þetta“ Líklega hafa það verið B-flokks- gæðingarnir sem stóðu upp úr og af átta góðum hestum sem þátt tóku í úrslitum bar af Bruni frá Hafsteins- stöðum sem Jakob Sigurðsson sýndi með glæsibrag, voru þeir efstir eftir forkeppnina og sigldu af öryggi í gegnum í úrslitin. Kola frá Laugabæ og Róbert Logi veittu þeim góða keppni, tilbúin að taka yfir ef eitt- hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim fyrrnefndu. A-flokksúrslitin verða Reyni Að- alsteinssyni, sem var með Högna frá Gerði í efsta sæti eftir forkeppnina, vafalaust minnisstæð. Mætti Reynir galvaskur til leiks ákveðinn í bæta við enn einni sigurstundinni á Kald- ármelum. Voru þeir félagar í góðum málum þegar kom að skeiðinu en þá brást sá rauði hirði sínum og þjálf- ara illilega og mátti heyra Reyni segja þegar sá rauði var kominn á stökk í seinni umferð skeiðsins „Hví gerir þú mér þetta klár“ og áttunda sætið var þeirra. En það voru Sölvi frá Gíslabæ og Jón Gíslason sem hirtu sigurinn enda er þar á ferðinni fjallmyndarlegur gæðingur sem vafalítið á fyrir sér bjarta framtíð þrátt fyrir að vera kominn á miðjan aldur. Óheyrilegur kostnaður Kynbótahrossin voru skelfilega fá að þessu sinni á Kaldármelum og eru spurningarnar af þeim sökum kannski áleitnastar. Heyra mátti á fólki að þetta væri vissulega ekki gott og oftar en ekki gefin sú skýr- inga að kostnaður við að koma kyn- bótahrossum á framfæri væri orðinn svo óheyrilegur að menn hreinlega guggnuðu á því að standa í þessu. Ekki vildu menn viðurkenna að sú staðreynd að landsmótið verði hald- ið á tveggja ára fresti eigi hér sök að máli. En þessi fáu hross voru flest hver prýðileg og engum vorkunn að horfa á þau í brautinni. Oddur frá Selfossi hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á mótinu og er hann þar með kom- inn sterklega inn í baráttuna um Sleipnisbikarinn á landsmótinu á næsta ári. Framkvæmd mótsins gekk þokkalega fyrir sig þar til á sunnu- deginum enda dagskráin létt alla dagana. Á sunnudag var dagskrá komin á aðra klukkustund fram úr áætlun en vel viðraði þann daginn og móts- gestir því rólegir í brekkunni. Kæti hjá Kolfinnsaðdáendum Að lokinni keppni var bætt inn dagskrárlið þar sem sýnd voru nokkur afkvæmi Kolfinns frá Kjarn- holtum, sem er óumdeilanlega flagg- skipið í stóðhestaflota Vestlendinga um þessar mundir. Var það vel lukk- uð sýning og greinilegt að hvorki knapar né áhorfendur fá leið á því að njóta ávaxtanna af innistæðu Kolfinns í „Rýmisbankanum“. Fjórðungsmót- in halda velli Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Oddur frá Selfossi er nú kominn í raðir heiðursverðlaunahesta og horfa eigendur hans nú sjálfsagt von- araugum til Sleipnisbikarsins sem verður afhentur á næsta ári á landsmóti. Bruni og Jakob mættu grimmir til leiks í úrslitum B-flokksgæðinga og héldu efsta sætinu þótt hart væri að því sótt. Fjórðungsmót á Vesturlandi virðast ætla að halda velli eftir eitt slíkt vel heppnað á Kaldármelum um helgina. Valdimar Kristinsson fór aldrei þessu vant ríðandi á fjórðungsmót og átti þar góðar stundir í hópi þrettán hundruð hestamanna. Úrslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.