Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. TÓMAS Guðbjartsson, sérfræðing- ur í skurðlækningum á Háskóla- sjúkrahúsinu í Lundi, bendir á í grein í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins að enn hafi ekki tekist að sýna fram á með sannfærandi hætti að botnlangataka með kviðsjá í stað opinnar aðgerðar leiði til þess að sjúklingar séu komnir fyrr til vinnu eftir aðgerð eða útskrifist fyrr af sjúkrahúsi. Botnlangataka með kviðsjá er aðferð sem hefur þekkst frá árinu 1983 og síðan þá hafa birst á annað hundrað rannsóknir þar sem kviðsjáraðgerð er borin saman við hefðbundna botnlangatöku og eru þær fæstar gerðar með tilviljunar- úrtaki. Langflestar þessara rannsókna hafa verið kviðsjáraðgerðum í hag, þar sem sýnt er fram á styttri sjúkrahúslegu, minni verki, ör og fylgikvilla en eftir opna aðgerð. Í grein sinni segir Tómas að nýrri rannsóknir hafi þó ekki getað stað- fest yfirburði kviðsjáraðgerða og því vakni eðlilega sú spurning hvor að- gerðin sé betri. Hann bendir á að í greinum sem nýlega hafa birst, þar sem farið er kerfisbundið yfir rann- sóknir sem gerðar hafa verið með til- viljunarúrtaki til að mæla mun á kviðsjáraðgerðum og opnum botn- langatökum, hafi niðurstaða höfunda verið sú að ekki sé hægt að sýna fram á umtalsverða yfirburði kvið- sjáraðgerðar. Í rannsóknunum hefur komið í ljós að verkir voru minni eft- ir kviðsjáraðgerð og í flestum þeirra voru sjúklingarnir fljótari að ná fullri færni eftir aðgerð. Lengd sjúkrahúsdvalar og fylgikvillar hafi hins vegar reynst sambærilegir í báðum hópunum. Kviðsjáraðgerðir dýrari Tómas segir í grein sinni að þegar niðurstöður rannsóknanna séu hafð- ar til hliðsjónar megi fullyrða að munur á botnlangatöku með kviðsjá og opinni aðgerð sé ekki eins mikill og oft hafi verið haldið fram. Hann segir kviðsjáraðgerð hafa ákveðna kosti umfram botnlangatöku, sér- staklega hvað snerti verki og færni sjúklinga eftir aðgerð, en hafa beri í huga að kviðsjáraðgerð sé tímafrek- ari og dýrari en opin aðgerð. Tómas telur að síðasta orðið í þessari um- ræðu hafi ekki verið sagt, en eins og staðan sé í dag virðist hin aldar- gamla opna botnlangataka standa vel fyrir sínu. Læknablaðið fjallar um ólíkar aðferðir við botnlangatöku Yfirburðir kviðsjárað- gerða ekki staðfestir SÓLIN lét aðeins sjá sig í Reykjavík í gær. Glöddust margir yfir því að sjá til sólar, enda búnir að fá nóg af rign- ingu undanfarið og nutu veð- urblíðunnar á sumarklæðum. Þeirra á meðal var þessi kona sem sat í sólinni í Nauthóls- vík. Morgunblaðið/Jim Smart Loksins sólarglæta EVRÓPSKI kvikmyndasjóðurinn Eurimages hefur ákveðið að veita Fálkum, næstu kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, framleiðslustyrk að jafnvirði 31 milljónar króna, en samkvæmt upplýsingum frá íslensku kvikmyndasamsteypunni er þetta hæsti styrkur sem sjóðurinn hefur veitt íslenskri kvikmynd til þessa. Handritið að Fálkum skrifa Einar Kárason og Friðrik Þór Friðriksson og framleiðendur myndarinnar eru auk íslensku kvikmyndasamsteyp- unnar, Film and Music entertainment í Englandi, Filmhuset í Noregi og Peter Rommel productions í Þýska- landi. Áætlað er að tökur hefjist síðla sumars og fari fram hérlendis og í Þýskalandi. Evrópski kvikmynda- sjóðurinn Fálkunum veitt 31 millj- ón í styrk VARÐSKIPIN Óðinn og Ægir færðu fjögur norsk loðnuskip til hafnar í gær og fyrrakvöld vegna meintra ólöglegra veiða innan íslensku land- helginnar. Óðinn kom með skipið Magnarson til Ísafjarðar á sunnu- dagskvöld þar sem í ljós kom marg- faldur munur milli aflatölu í dagbók skipsins og þeirrar tölu sem gefin var upp til stjórnstöðvar Landhelgisgæsl- unnar. Sýslumaðurinn á Ísafirði mun væntanlega gefa út ákæru á hendur norska skipstjóranum í dag. Ægir kom með loðnuskipin Inger Hildi, Tromsøybuen og Torson til hafnar á Seyðisfirði síðdegis í gær vegna meintra brota á lögum um veið- ar erlendra skipa í íslenskri lögsögu. Skýrslutökur eiga að hefjast hjá emb- ætti sýslumanns á Seyðisfirði í dag að fengnum vitnisburði frá varðskips- mönnum. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Varðskipið Ægir, sem sést í bakgrunni, sigldi á eftir þremur norskum loðnuskipum til hafnar á Seyðisfirði í gær. Fjögur norsk skip tekin  Margfaldur/6 VON er á björgunarbátnum Hannesi Þ. Hafstein frá Sandgerði til hafnar um hádegisbilið í dag með vélarvana færeyskan bát. Hannes fór út um miðjan dag í gær að sækja bátinn sem, að sögn Tilkynn- ingaskyldu SVFÍ, var staddur um 100 mílur vest-suð-vestur út af Reykja- nesi þegar upp kom í honum vélabilun og óskað var eftir aðstoð. Í gærkvöldi var björgunarbáturinn á leið með bátinn til hafnar í Sand- gerði og bjóst Guðmundur Ólafsson, formaður Björgunarsveitarinnar Sig- urvonar, við að landi yrði náð um há- degi í dag. „Þetta er 200 tonna bátur frá Fær- eyjum sem heitir Fuglfirðingur. Þeir voru svona átta tíma að ná til bátsins þannig að þeir ættu að ná landi um há- degisbil, það er góður dráttarkraftur í Hannesi,“ sagði Guðmundur. Með vél- arvana bát á leið til landsRÍKISSAKSÓKNARI hefur ákærthálffertugan mann fyrir tilraun til manndráps, en honum er gefið að sök að hafa stungið jafnaldra sinn tvisvar með hnífi þannig að hann hlaut djúp stungusár aftan og neðan við vinstra eyra og sár á vinstri síðu. Til vara er ákært fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Árásin var framin við veitingastað í Fákafeni í Reykjavík 5. janúar sl. Að auki er maðurinn ákærður fyrir að hafa skömmu eftir árásina kastað hnífnum í átt að manni sem elti hann uppi eftir árásina og þannig stofnað honum „í augljósan háska á ófyrirleit- inn hátt“, eins og segir í ákærunni. Maðurinn var handtekinn um hálf- tíma eftir árásina og var síðan úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar. Hann hefur síðan sætt far- banni. Ákærður fyrir til- raun til manndráps ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MAÐUR á fertugsaldri slasaðist lít- illega þegar hann datt á reiðhjóli eftir að hafa hjólað á gangstéttarbrún við Njálsgötu í Reykjavík snemma í gær- kvöldi. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítala – Háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi hlaut maðurinn skurð á enni en hann mun hafa verið nokkuð við skál þegar óhappið átti sér stað. Maðurinn fékk svo að fara heim þegar gert hafði verið að sárum hans. Hífaður hjól- reiðamaður slasaðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.