Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKLAR sviptingar hafaverið á gjaldeyris-markaði að undan-förnu. Gengi krónunn- ar hefur fallið verulega frá áramótum. Í lok mars var tilkynnt um afnám vikmarka krónunnar og nýtt verðbólgumarkmið Seðlabank- ans. Krónan var sett á flot og hefur lækkað mikið síðan. Íslensk fyrir- tæki, sveitarfélög og opinberar stofnanir hafa síðustu ár tekið er- lend lán til að fjármagna rekstur og fjárfestingar. Ekki er laust við að titrings hafi gætt í íslensku at- vinnulífi vegna gengisfalls krón- unnar enda gengistap vegna er- lendra lána á tíðum umtalsvert. Mörg fyrirtæki hafa birt afkomu- viðvaranir vegna þessa liðar í rekstri. En hvers vegna hafa ís- lensk fyrirtæki kosið að taka er- lend lán fremur en innlend? Meg- inröksemdin fyrir því hefur verið hagstæður vaxtamunur þar sem ódýrara hefur verið að taka lán í erlendri mynt en í krónum. Önnur röksemd hefur verið tiltölulega stöðugt gengi, en gengi krónunnar hefur haldist nokkuð stöðugt síð- ustu ár, þrátt fyrir þær hremm- ingar sem gengið hafa yfir að und- anförnu. Sú spurning brennur því á mörgum hvort erlend lántaka sé réttlætanleg. Erlend og innlend fjármögnun Til þess að svara því hvort óráð hafi verið að taka erlend lán fremur en innlend, þarf að hafa í huga hvernig fjármagnskostnaður fyrir- tækja er samsettur. Í fyrsta lagi ræðst hann af beinum vöxtum í er- lendri mynt eða krónum og í öðru lagi hefur gengismunur og verð- bólga áhrif til hækkunar eða lækk- unar á fjármagnskostnaði. Okkar röksemd er sú að á meðan vaxta- munurinn er meiri en gengis- munurinn (lækkun krónunnar) til langs tíma þá er réttlætanlegt að taka erlend lán. Til þess að auð- velda þennan samanburð er tekið einfalt dæmi. Gert er ráð fyrir að tekið sé 10 ára langtímalán. Lánið er greitt í lok lánstímans en vextir greiddir árlega. Annars vegar er miðað við innlent verðtryggt lán til 10 ára og hins vegar 10 ára erlent lán í sömu hlutföllum og gengisvog Seðlabankans. Þetta eru í reynd þeir valkostir sem íslenskum fyr- irtækjum standa til boða varðandi lánsfjármögnun. Íslenskir langtímavextir og verðbætur Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið ýkja mikil frá 1991, að með- altali 2,60% á ári. Verðbólgan fór hæst árið 1999 er hún nam 5,10%. Tólf mánaða verðbólga er nú í kringum 7%. Þessi verðbólga hefur hækkað íslensk langtímalán tölu- vert á tímabilinu. Verðbólguáhætta er því sem fyrr raunverulegur áhættuþáttur í rekstri íslenskra fyrirtækja. Þrátt fyrir að íslenskir langtímavextir hafi farið niður í 7% árið 1994 og verið á bilinu 7–10% allt til ársins 2000, þá hafa vextirnir hækkað síðustu tvö ár. Seðlabank- inn hefur brugðist við aukinni þenslu með hækkun stýrivaxta sem m.a. hefur valdið hækkun lang- tímavaxta. Í töflunni má sjá að meðalvextir að teknu tilliti til verð- bólgu, af 10 ára láni í í krónum, hafa verið tæp 11 Erlendir skammtímave undanfarin ár verið miklu íslenskir langtímavextir. breytingar hafa þó oft nærri þessum vaxtamun hækkun þeirra mynta sem gengisvog krónunnar er frá 1991. Gengi krónunnar um 7,5% í júní 1993 og hækkaði erlendur fjármag aður töluvert. Gengislækk Meginröksemdin fyrir því hvers vegna íslensk fyrirtæki hafa kosið að taka er- lend lán fremur en innlend hefur verið, skrifa þeir Arnar Jónsson og Ísak S. Hauksson, hagstæður vaxtamunur þar sem ódýrara hefur verið að taka lán í er- lendri mynt en í krónum. Ísak S. Hauksson / 1 2 : 8 +/ +1 +2 +: +8   '  @(( +. .+             ; +. .1 +. .3 +. .2 Erlendar lá áhættunna ALLIR eru sammála um,að stofnun Efnahags- ogmyntbandalags Evrópu(EMU) í ársbyrjun 1999 hafi verið stór áfangi í þá átt að skapa sameiginlegan evrópskan fjármálamarkað, en þróunin á því sviði hefur að margra mati verið á eftir hinum þremur þáttum „fjór- frelsisins“ svokallaða á innri mark- aði Evrópu – þ.e. frjálsu flæði vinnuafls, vöru og þjónustu. „Sameiginleg mynt þýðir að sameiginlegur evrópskur fjármála- markaður getur þróazt,“ sagði Ernst Welteke, seðlabankastjóri Þýzkalands, á ráðstefnu sem félag- ið Finanzplatz Deutschland og þýzku blaðamennskusamtökin IJP stóðu fyrir í Frankfurt am Main fyrir skemmstu. Að sögn Weltekes ber mynt- bandalagið með sér meira gegnsæi, meiri samkeppni og aukna reiðu- fjárhæfni aðila fjármálamarkaðar- ins í Evrópu. Þýzkaland geti með þessu styrkt stöðu sína sem alþjóð- leg fjármálamiðstöð. En spurningunni hvort mynt- bandalagið hafi í raun alið af sér sameinaðan fjármálamarkað í Evr- ópu segir Welteke nauðsynlegt að svara í fleiri liðum. Peningamark- aðir aðildarríkjanna hafa tengzt saman í einn evru-markað. Fjár- málamarkaðurinn hins vegar hafi tekið hægari breytingum. Sú stað- reynd, að ekki er til neinn einn út- gefandi verðbréfa á Evrópumark- aði, fjöldi kauphalla og verðbréfasýslukerfa er mikill og mörg mismunandi kerfi greiðslu- miðlunar og verðbréfasamninga- gerðar eru starfandi leggst allt á eitt um að kljúfa markaðinn upp í aðskildar einingar. „En hinir stöku verðbréfamarkaðir munu smátt og smátt nálgast hver annan,“ segir þýzki seðlabankastjórinn. Welteke segir þýzku kauphöllina í Frankfurt vera í góðri stöðu í þessari þróun. Og Werner G. Sei- fert, forstjóri kauphallarinnar Deutsche Börse, tekur í sama streng. „Fjármálamiðstöðvar sem eiga sér framtíð opna sífellt ný við- skiptatækifæri fyrir fjármálaþjón- ustuaðila og viðskiptavini þeirra með því að bjóða upp á skilyrði og samþjöppu starfsfólks í greininni stað.“ Til dæmis sé nýja- deild kauphallarinnar í F Neuer Markt, í forystuhlu meðal evrópskra hraðvax aða. Lamfalussy-tillög mikilvægur áfan Yfirtaka brezka farsí Vodafone á þýzka fjarski tækinu Mannesmann fyrir varð að veruleika gegn vilj enda þýzka fyrirtækisins hafar þess samþykktu, oll titringi í þýzku atvinnulíf aðsrýnar túlkuðu þessi Evrópsku markaðu Í kjölfar Lamfalussy-skýrslunnar svo koma á raunverulega sameiginlegum sat á dögunum ráðstefnu í Frankfur AUKNAR KRÖFUR UM UPPLÝSINGAGJÖF BJARTARA FRAMUNDAN? Svartsýni hefur verið ríkjandi íalþjóðlegum efnahagsmálumundanfarna mánuði. Dregið hefur úr hagvexti og neyslu í flest- um helstu iðnríkjum heims á sama tíma og atvinnuleysi og verðbólga hafa verið á uppleið. Ekki síst hef- ur ástandið í stærstu iðnríkjunum, s.s. Bandaríkjunum, Þýskalandi og Japan, ekki gefið tilefni til bjart- sýni. Sá jákvæði tónn er einkenndi yfirlýsingar fjármálaráðherra G7- ríkjanna, er hittust á fundi í Róm um helgina, vekur því athygli. Ráðherrarnir sögðu í yfirlýsingu að loknum fundinum að undirstöð- ur efnahagslífsins væru víðast hvar traustar og að með öflugri al- þjóðlegri samvinnu ætti að vera hægt að koma alþjóðlegri efna- hagsþróun á skrið á nýjan leik. Vissulega breytir þetta ekki því að þróun síðustu mánaða hefur verið dapurleg. Hins vegar vekur þetta vonir um að niðursveiflan kunni að verða skemmri en margir höfðu óttast. Ekki síst vekja athygli yfirlýs- ingar bandaríska fjármálaráðherr- ans Paul O’Neill. Hann sagði að fundinum loknum að margt benti til þess að nýtt hagvaxtarskeið væri að hefjast í Bandaríkjunum og benti í því sambandi á fjölda ný- bygginga og metsölu á bifreiðum. O’Neill telur líklegt að bandaríska hagkerfið muni byrja að vaxa hraðar þegar líða tekur á árið og að hagvöxtur þar geti orðið um þrjú prósent á næsta ári. Á þessu ári er talið að hagvöxtur verði í kringum 1,8%. Slíkt myndi hafa mikil áhrif um allan heim og ýta undir hagvöxt og eftirspurn. Auðvitað verður að hafa í huga að yfirlýsingum ráðherranna er að hluta til ætlað að sefa ótta mark- aðanna vegna efnahagsástandsins. Það breytir þó ekki því að ýmis já- kvæð teikn eru á lofti. Þannig greindu þýsk stjórnvöld frá því í gær að iðnaðarframleiðsla hefði óvænt aukist um 0,9% í maí en margir höfðu óttast að hún myndi standa í stað eða jafnvel dragast saman. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort þessi óvænta aukning sé vegna sérstakra aðstæðna eða þró- un er halda mun áfram. Margir sérfræðingar telja einnig að hið háa gengi dollars gagnvart jeni og evru, þrátt fyrir að banda- ríski seðlabankinn hafi lækkað vexti sex sinnum með stuttu milli- bili, muni draga úr vaxtarhraða í bandarísku efnahagslífi. Frá því var greint í New York Times á sunnudag að hið háa gengi dollars sé farið að há mörgum bandarísk- um fyrirtækjum sem missa út- flutningstekjur af þessum sökum og sjá því fram á mun minni hagn- að en þau höfðu gert ráð fyrir. Og þrátt fyrir bjartsýni O’Neill verð- ur ekki horft fram hjá því að at- vinnuleysi heldur áfram að aukast í Bandaríkjunum, samkvæmt töl- um er birtar voru í síðustu viku. Íslenskt efnahagslíf er mjög háð því sem gerist í kringum okkur enda fá hagkerfi jafnopin og háð viðskiptum við önnur ríki og hið ís- lenska. Það er því vonandi að fjár- málaráðherrar G7-ríkjanna hafi rétt fyrir sér, er þeir spá því að bjartara sé framundan. Í hringborðsumræðum, sem Morg-unblaðið efndi til með nokkrum úr vinnuhópi Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og sagt var frá í Morgunblaðinu á laugardag, kom fram sú skoðun sérfræðinga, sem starfa við greiningu á fjármálamark- aðnum, að enn væri kominn tími til að gera kröfur um aukna upplýsinga- gjöf til fyrirtækja, sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands. Gífurlegar breytingar hafa orðið á þeim reglum, sem gilda um upplýs- ingagjöf skráðra fyrirtækja á aðeins einum og hálfum áratug, en kröfurn- ar til fyrirtækjanna hafa vaxið um leið og íslenzki verðbréfamarkaður- inn hefur stækkað og þroskazt. Um- ræður blaðamanns Morgunblaðsins og sérfræðinga um fjármálamarkað- inn leiða í ljós að þeim, sem stunda viðskipti með hlutabréf, þykir enn ekki nóg að gert. M.a. er nefnt að fyrirtæki þurfi að gera meira af því að birta rekstraráætlanir, sem er e.t.v. eðlilegt næsta skref. Hins veg- ar ber á það að líta að á verðbréfa- mörkuðum erlendis, t.d. í Bandaríkj- unum, er gerð krafa um miklu nánari og ýtarlegri upplýsingar um rekstur fyrirtækja, sem skráð eru í kauphöll- um, t.d. um laun og kjör stjórnenda upp á krónu. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Búnaðar- bankans, hittir auðvitað naglann á höfuðið þegar hún segir að aðhald markaðarins og krafa um upplýsing- ar séu ómissandi þáttur í eðlilegri neytendavernd, því að fyrirtæki sem skráð séu á Verðbréfaþingi geti nú sótt peninga til almennings í stað þess að fá lánað í bönkum. Hitt er ekki síður mikilvægt, sem fleiri þátttakendur í umræðunum urðu til að benda á, að til þess að fá erlenda fjárfesta inn í íslenzk fyrir- tæki er nauðsynlegt að á okkar verð- bréfamarkaði séu gerðar sambæri- legar kröfur og á mörkuðum erlendis. Bætt upplýsingagjöf er því ein forsenda þess að hægt sé að auka erlenda fjárfestingu hér, sem öllum ber saman um að brýn þörf sé nú á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.