Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NAFNIÐ eitt fær mann til að brosa. Jack Lemmon, sem féll frá fyrir rúmri viku, var einn af sannkölluðum gleðigjöfum kvikmyndanna. Oftar en ekki færði hann með sér sól og yl, var einstaklega geðfelldur leikari sem kom fram í einum 100 kvikmyndum. Bestur var hann þegar persónurnar voru tregablandnar, líkt og í The Odd Couple, eða öðrum þræði drama- tískar, eins og í Lyklinum undir mott- unni – The Apartment og Some like it hot, verkunum sem öðrum fremur munu halda nafni hans á lofti um ókomin ár. Við minnumst hans gjarn- an sem óborganlegs hrakfallabálks, með einstaka hæfileika til að koma sér í hinar vandræðalegustu kring- umstæður. Hraðmæltur, ör í hreyf- ingum, oftar en ekki sem á barmi minniháttar taugaáfalls. Lemmon var firnasterkur persónuleiki á tjald- inu, senuþjófur með einstaklega geð- þekka útgeislun og það hefur örugg- lega verið notalegt að vera í návist hans. Leiklistin framar kleinubakstri Lemmon fæddist 1925, í Boston, þar sem faðir hans stjórnaði kleinu- hringjaframleiðslu. Einkasonurinn var ekki á því að taka við kleinu- bakstri fjölskyldunnar, var kallaður til að þjóna landi sínu á ofanverðum stríðsárunum síðari og hóf, að þeirri reynslu fenginni, nám í herstjórnar- fræðum við Harvard. Þar kynntist Lemmon leiklistinni sem tók hug hans allan; flutti til New York og stundaði leiklistarnám hjá Utu Hag- en. Greiddi fyrir skólavistina með því að spila undir gömlum, þöglum stutt- myndum í einu af kvikmyndahúsum borgarinnar. Síðan hófst þessi venjubundni slagur í sumarleikhúsum, aukahlut- verkum á Broadway og sjónvarpi í beinni útsendingu. Lemmon fór með aðalhlutverk ásamt Cynthiu Stone, fyrri eiginkonu sinni, í tveimur sjón- varpsþáttum. Allt varð þetta til þess að Columbia bauð honum samning árið 1954. Billys þáttur Wilder Leikarinn stóð nú á þrítugu og hjólin tóku að snúast. Hann var lán- aður til Warner og hlaut óskarsverð- launin fyrir bestan leik í aukahlut- verki í Mister Roberts, 1955. Nýr, athyglisverður gamanleikari hafði kvatt sér hljóðs og leiðin framundan var greið. Þáttaskil urðu á ferli leikarans 1959 er samvinna hans og leikstjór- ans Billys Wilder hófst með klassík- inni Some like it hot. Hún skilaði af sér 7 myndum, þ.á m. nokkrum bestu verkum beggja. Sú næsta, Lykillinn undir mottunni, kom tveimur árum síðar og er að margra mati besta verk þeirra Wilders. Lemmon var aðeins tilnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir ógleymanlega frammistöðu sína í báðum myndunum en fékk sárabót í verðlaunum Bresku kvikmyndaaka- demíunnar og samtaka kvikmynda- gagnrýnenda í New York, fyrir bæði hlutverkin. Sjöundi áratugurinn var einkar glæsilegur á ferli Lemmons. 1962 var hann enn og aftur tilnefndur til ósk- ars, að þessu sinni fyrir trúverðuga frammistöðu sem drykkjusjúklingur í Dögum víns og rósa – Days of Wine and Roses. Hann hafði betur en Cliff Robertson (sem hafði farið eftir- minnilega vel með hlutverkið í beinni útsendingu í sjónvarpi) í keppninni um kvikmyndahlutverkið en Robert- son hafði af honum konuna. Ári síðar áttu þeir Wilder skínandi endurkomu með gamanmyndinni Irma La Douche. Ekki spillti Shirley Mclaine fyrir í titilhlutverki gleðikonunnar frönsku sem heillar breyskan lag- anna vörð (Lemmon). Myndin var óhemjuvinsæl, ekki síst í Tónabíói sáluga. Vinir til æviloka 1966 verða enn tímamót í lífi leik- arans þegar Wider leiðir þá Walter Matthau saman í fyrsta sinn, í The Fortune Cookie, með svo mögnuðum árangri að þeir félagar áttu eftir að leika saman í 12 myndum til viðbótar næstu 32 árin, og verða eitt lífseig- asta og vinsælasta teymi gaman- myndanna. Þeir Matthau gerðu jafn- vel enn betur tveimur árum síðar í The Odd Couple, sem var tvímæla- laust toppurinn á þeirra minnisstæðu samvinnu. Áttundi áratugurinn hófst með Kotch, enn einu samstarfsverkefni þeirra Matthaus. Að þessu sinni leik- stýrði Lemmon, sem var jafnframt í eina skiptið sem hann var í því hlut- verki. Myndin fékk góða dóma, ekki síst túlkun Matthaus á gamalmenni sem neitar að hlýða afkomendunum. 1973 fékk Lemmon hin eftirsóttu óskarsverðlaun fyrir bestan leik í að- alhlutverki Save the Tiger, hádrama- tísku og tæpast einu af hans bestu. Áratugnum lauk hann með drama- tísku hlutverki í The China Syndr- ome (’79), ádeilu á beislun kjarnork- unnar og hættunum sem eru þeirri orkulind samfara. Buddy, Buddy (’81), enn eitt sam- starfsverkefni þremenninganna, Lemmons, Matthaus og Wilders, var lítið eftirtektarvert og hádramatískt hlutverk í Missing, ári síðar, gerði mun meira fyrir feril Lemmons sem nú var farinn að nálgast sextugt og hlutverkunum farið að fækka. Safarík smáhlutverk Tíundi áratugurinn gekk í garð með þremur leikafrekum; í JFK (’91), fór nettum höndum um píanóið í The Player, góðri mynd eftir Robert Alt- man, og var enn betri í Short Cuts, annarri mynd leikstjórans, tveimur árum síðar. Langbesta túlkunin var þó í háalvarlegu hlutverki útbrunnins fasteignasala í The Glengarry Glen Ross, vel skrifaðri kvikmyndagerð Davids Mamet á eigin leikhúsverki. Heimurinn var ekki búinn að gleyma Lemmon og Matthau. Þeir voru komnir undir sjötugt er Grumpy Old Men, enn einn smellur- inn, fæddist. Gamla formúlan dugði enn, og í nokkrar myndir til viðbótar. Lemmon kveinkaði sér en Matthau var rustinn í þessari ágætu gaman- mynd og Grumpier Old Men (’95), My Fellow American (’96), og enn fóru þeir á kostum í Out to Sea (’97). Svanasöngur þessa einstaka tvíeykis, The Odd Couple II (’97), hefði hins- vegar mátt missa sín. Langur og bjartur dagur sólskinsdrengja kvik- myndanna var að kvöldi kominn. Lemmon var ýmis sómi sýndur á lífsleiðinni, var m.a. gerður heiðurs- meðlimur Bandarísku kvikmynda- stofnunarinnar (American Film Institute), árið 1988. Hann var tví- giftur og eignaðist tvo syni og dóttur. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson JACK LEMMON Reuters Enginn er fullkominn: Skutlurnar Jack Lemmon, Tony Curtis og Marilyn Monroe í Some Like It Hot. Reuters Jack Lemmon LYKILLINN UNDIR MOTT- UNNI – THE APARTMENT (1960) Ungur starfsmaður (Jack Lemm- on) lánar forstjóranum (Fred McMurray) íbúðina sína svo hann geti gamnað sér með einkaritaran- um (Shirley McLaine) sem smám saman heillar blókina upp úr skón- um. Unaðsleg mynd í alla staði, gædd hinum bestu „sjaplínsku“ eig- inleikum; mannleg, hlý, bráðfyndin og lýkur á farsælan hátt. Listilega gerð í alla staði, handritið ósvikin perla, sérstaklega í kaldhæðnislegri lýsingu á stéttasamfélaginu og af- vegaleiddu siðferði, jafnframt bráð- fyndið og skiptir um gír gjörsam- lega áreynslulaust. Lemmon og McLaine óaðfinnanleg og myndin hlaut verðskuldað Óskarinn sem besta mynd ársins, fyrir leikstjórn og handrit. Ómissandi. SOME LIKE IT HOT (1959) Eitt af meistaraverkum gaman- myndanna gerist á bannárunum vestra. Tveir atvinnulausir tónlist- armenn (Tony Curtis og Jack Lemmon) verða óvart vitni að morðunum á degi heilags Valent- ínusar og fá Mafíuna á hælana. Þeir dulbúast sem meðlimir í kvenna- hljómsveit þar sem Marilyn Monroe er aðalsöngkonan. Ekki eitt, dautt augnablik. Wilder og handritshöf- undurinn I.A.L. Diamond, dæla frá sér hverri drepfyndinni uppákom- unni afannarri sem þremenningarn- ir túlka ógleymanlega. Ómissandi. THE ODD COUPLE (1968) Bráðskemmtileg gamanmynd, byggð á feikivinsælu leikriti Neils Simons um stirða sambúð Jacks Lemmon, sem er nýfráskilinn í sjálfsmorðshugleiðingum og sest upp á vin sinn, og Walters Matthau. Samvistirnar eru hinar spaugileg- ustu og gerast ekki illskeyttari milli karls og konu þar sem Lemmon er kveinandi og kvartandi yfir sóðan- um Matthau. Myndin státar af fjöl- mörgum, óborganlegum atriðum. Eitt það besta er þegar Lemmon tekst að rústa kvennafar þeirra Matthaus með óborganlegu sífri. NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Dundee-leikur á vísi.is Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. Vit nr. 250 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 249 Hann heyrði að það væri villt í LA. hann vissi ekki hversu villt! Hann heyrði að það væri villt í LA. hann vissi ekki hversu villt! Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters! Sýnd kl. 6, 8 og 9.30. Vit 235. B.i. 12. PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. Dundee er mættur aftur, sprækari en nokkru sinni fyrr í þessari sprenghlægilegu gamanmynd um ævintýri Krókódíla Dundee. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 242.  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Spot Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr. 236. Nýi Stíllinn Keisarans Sýnd kl. 3.45. Vit nr. 213. The Mummy returns Sýnd kl. 3.45, 5.30 og 8. Vit 234 Valetine Sýnd kl. 10.20. B. i. 16. Vit nr. 238 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 6 og 10. B. i. 16. Keanu Reeves og James Spader eru fantagóðir í þessum frábæra spennutrylli í anda Seven Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið Loksins ný mynd frá leikstjóra Fucking Ámal. Sænsk snilld og óborganlegur húmor sem kemur öllum í gott skap. Tékkið á þessari. TILLSAMMANS betra er að borða grautinn saman en steikina einn Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 12 ára. 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 Kínversk kvikmyndahátíð 5.-10. júlí Vegurinn Heim kl. 8 Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 8. ÓHT Rás 2 RIEN SUR ROBERT  SV Mbl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.