Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 13 HÖNNUN á nýju heimavistarhúsi við Menntaskólann á Akureyri er lokið en um er að ræða nemenda- garða fyrir báða framhaldsskólana á Akureyri, MA og Verkmennta- skólann á Akureyri. Til stóð að hefja framkvæmdir í sumar en í ljós kom að bjóða verður smíði hússins út á Evrópska efna- hagssvæðinu. Við það tefst smíði hússins um eitt ár og lýkur því ekki fyrr en árið 2003 í stað þess að því átti að vera lokið á næsta sumri. Nýju nemendagarðarnir eru fyrstu nemendagarðar fyrir fram- haldsskólanemendur sem reknir verða af sjálfstæðu rekstarfélagi, sjálfseignarstofnuninni Lundi. Í kjölfar þess að nýju nemenda- garðarnir rísa verður unnt að bjóða fólki af höfuðborgarsvæðinu og raunar landinu öllu að stunda nám á Akureyri. Húsið mun rísa austan við núver- andi heimavistarhús, í Stefáns- lundi. Það er 4.800 fermetrar að stærð og að mestu fimm hæðir en að nokkrum hluta verður það á sex hæðum. Alls verða þar 123 her- bergi, flest tveggja manna, um 30 fermetrar með baði og eldunarað- stöðu, síma, sjónvarpi og tenging- um fyrir fjölmiðlun og upplýsinga- tækni. Dvalarrými verður fyrir 330 manns í þessum nýju nemenda- görðum. Íbúðalánasjóður lánar 90% af byggingarkostnaði en menntamála- ráðuneytið og Akureyrarbær leggja fram 10% kostnaðar. Aðalhönnuður nemendagarðanna er Fanney Hauksdóttir arkitekt. Hönnun nemendagarða fyrir Menntaskólann og Verkmenntaskólann lokið Verkið tefst um eitt ár vegna útboðs á EES-svæðinu Tölvugerð þrívíddarmynd af nemendagörðunum, núverandi vist og ný- byggingunni, eins og séð væri úr norðaustri. Nemendagarðarnir, núverandi vist (til vinstri) og nýbyggingin, eins og séð væri úr suðri. Þar myndast þetta torg og nýr inngangur. SVIPAÐUR fjöldi nemenda sótti um námsvist á fyrsta ári í Menntaskól- anum á Akureyri á næsta skólaári og var í fyrra, eða um 190 nemendur. Tryggvi Gíslason skólameistari sagði að færri nemendur hefðu horfið frá námi í kjölfar verkfallsins síðasta vetur en búist hefði verið við, þannig að ásókn þeirra væri ekki eins mikil og menn hefðu talið að yrði þá. Hann sagði árganginn sem nú kæmi inn í framhaldsskólana óvenju lítinn og svo yrði einnig á þarnæsta skólaári. Heimavist skólans er fullsetin og þar komust færri að en vildu. Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði að nemendur yrðu álíka margir á næsta skólaári og var á því síðasta eða á ellefta hundrað talsins. Nýnem- ar væru eitthvað færri en á síðasta ári vegna þess hve fámennur árgang- urinn væri en á móti kæmi að nem- endur, sem hætt hefðu námi í verk- fallinu í fyrra, kæmu inn í skólann á ný. Framhaldsskólarnir á Akureyri Svipaður fjöldi nýnema og í fyrra Í FEÐRANNA slóð er vinnuheiti á heimildakvikmynd um búferlaflutn- inga fólks úr Svarfaðardal yfir í Skagafjörð fyrir einni öld. Það er Jón Garðarsson bóndi á Neðra-Ási í Skagafirði sem á hugmyndina. Jón segir að á næsta ári verði lið- in um 100 ár síðan langafi hans og langamma Jón Zophoníasson og Svanhildur Björnsdóttir fluttu frá Bakka í Svarfaðardal að Neðra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði, og á þeim tíma hafi fólk ekki haft önnur ráð en fara stystu leið með pjönkur sín- ar og búsmala og í þeirra tilfelli hafi verið yfir Heljardalsheiði að fara, og það var raunar leið margra fleiri. Jón segir að sér hafi fyrir löngu dottið í hug að minnast þess- ara 100 ára búferlaflutninga á ein- hvern hátt, t.d. með því að fara með afkomendur þeirra Jóns og Svan- hildar þessa sömu leið og sjá hvern- ig til tækist. Sl. vetur sótti hann nám við ferðamálabraut Hólaskóla, þar sem hann varpaði þessari hug- mynd fram, hún hafi fallið í góðan jarðveg. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að kanna hvort mögulegt væri að kvikmynda slíka för, sem menningarsögulega heimild um þessar ferðir. Um er að ræða sam- starfsverkefni Jóns, Ferða- málabrautar Hólaskóla, Byggða- safnsins á Glaumbæ og félagsskapar sem kallar sig Búálfa auk þess sem verkefnið er stutt af Hestamiðstöð Íslands. Í vikunni var svo lagt upp í eins- konar tilraunaferð, til að skoða hvort unnt væri að gera slíka ferð þannig úr garði að hægt væri að kvikmynda hana. Allt var sviðsett á sem nákvæm- astan hátt. Jón bóndi rölti af stað frá Koti í Svarfaðardal með 2 trúss- hesta og kvígu í taumi, áleiðis yfir Helju. Upphaf ferðarinnar var kvik- myndað, og síðan átti að kvikmynda er hann kæmi niður að vestanverðu. Í vetur verður unnið úr myndefninu og þá skýrist hvort af gerð kvik- myndarinnar verður á næsta sumri. Jón sagði að hvort sem af kvik- myndagerð yrði eður ei, myndi hann setja upp ferð fyrir afkom- endur Jóns og Svanhildar í júlí 2002 þar sem reynt yrði að hafa allt sem líkast því og var fyrir 100 árum. Mynd um búferlaflutn- inga úr Svarfaðardal Ljósmynd/Helgi Jónsson Ólafsfjörður HÁANNATÍMI er nú hjá fóður- verksmiðjunni Laxá á Akureyri og fóður framleitt frá morgni til kvölds. Fyrirtækið átti tíu ára afmæli nú fyrir skömmu og var haldið upp á það að viðstöddu fjölmenni. Meðal þeirra sem þar komu voru fulltrúar frá Danafeed í Dan- mörku, en þeir hafa sýnt kaupum á verksmiðjunni áhuga að sögn Val- gerðar Kristjánsdóttur fram- kvæmdastjóra. Verksmiðjan er að mestu leyti í eigu KEA og Akureyrarbæjar. Fulltrúar Dana- feed voru á ferð á Akureyri fyrir síðustu jól og föluðust eftir kaup- um á verksmiðjunni en þá var KEA ekki tilbúið að selja sinn hlut. Val- gerður sagði að hjá Danafeed væri framleitt fóður fyrir ýmsar tegund- ir fiska, m.a. lúðu, en þeir væru ekki sterkir í laxafóðri. Aukin umsvif framundan Laxá hefur gert samning um sölu á 1.500 tonnum af fóðri til Færeyja og hefur þegar afhent 600 tonn upp í samninginn. Valgerður taldi nokkuð víst að hægt yrði að selja meira fóður til Færeyja en samningurinn segir til um. „Ég hef trú á því að þeir kaupi meira af okkur, mér sýnist þeir vera tilbún- ir til þess,“ sagði hún. Þá er hún einnig bjartýn á fram- tíð fyrirtækisins á þessum tíma- mótum, enda væri fiskeldi að aukast á Íslandi og því fylgdu auk- in umsvif fyrir verksmiðjuna. „Fyrirtækið hefur gengið vel og við erum bjartsýn á framhaldið. Enda höfum við á að skipa góðu starfsfólki, en það er fyrirtækinu mikilvægt,“ sagði Valgerður. Morgunblaðið/Rúnar Þór Valgerður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Þuríður Vilhjálmsdótt- ir skrifstofustjóri Laxár ánægðar á tímamótum fyrirtækisins. Danir sýna verk- smiðjunni áhuga Fóðurverksmiðjan Laxá 10 ára DAGSKRÁIN „Á slaginu sex“ sem stendur yfir á vinnustofum Aðalheið- ar S. Eysteinsdóttur og Jóns Lax- dals Halldórssonar í Kaupvangs- stræti 24 á Akureyri heldur áfram fram í næstu viku. Heimir Hlöðversson sér um dag- skrána í dag, þriðjudag, Sigurður Jónsson á morgun, Stefán Vilhjálms- son á fimmtudag, Sigurður Ólafsson á föstudag, Jan Voss á laugardag, Valgerður Jónsdóttir á sunnudag og Jón Laxdal Halldórsson næstkom- andi mánudag. Á slaginu sex FYRIRTÆKIÐ VSÓ Ráðgjöf Akureyri ehf. hefur skipt um nafn og heitir nú Rekstrarráðgjöf Norð- urlands ehf. Ákveðið var að breyta nafni fyr- irtækisins þegar breytingar urðu á eignarhaldi þess. Engar breytingar verða á starfsemi félagsins og það hefur sömu kennitölu, símanúmer og heimilisfang og áður en það er til húsa að Glerárgötu 28 á Ak- ureyri. Rekstrarráðgjöf Norðurlands vinnur að alhliða rekstrarráðgjöf, s.s. endurskipulagningu, stefnu- mótum, verkefnastjórnun, hagræð- ingu í rekstri og gerð viðskipta- áætlana. Einnig hefur félagið unnið að ýmsum úttektum, bæði fyrir hið opinbera og félagasamtök, s.s. samanburð á kostnaði og árangur í leikskóla og grunnskóla og úttekt og stefnumótun á sviði umhverf- ismála fyrir Landssamband ís- lenskra útvegsmanna. Þá hefur fyrirtækið einnig unnið talsvert fyrir erlenda aðila á sviði sjávar- útvegs. Rekstrarráðgjöf Norðurlands er í samstarfi við Arkitekta- og verk- fræðiskrifstofu Hauks og Endur- skoðun Norðurlands hf. á Akureri og í Reykjavík við Deloitte & Touche og VSÓ Ráðgjöf. Samstarfið gerir félaginu kleift að bjóða þjónustu á breiðu sviði og einnig gerir þetta samstarf félag- inu fært að taka að sér stór verk- efni sem krefjast samstarfs sér- fræðinga á ýmsum sviðum. VSÓ Ráðgjöf verð- ur Rekstrarráðgjöf Norðurlands ehf. FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dalbæ mæla með því að fólk taki eftir veðrinu næsta föstu- dag, 13. júlí, en þá byrja hunda- dagar og eins er Margrét- armessa hin fyrri þann dag. Verði veður gott þann dag má gera ráð fyrir að svo verði um hundadagana alla. Veður þann dag þykir líka geta skipt sköp- um hvað haustið varðar, en ef rignir umræddan dag boðar það vott haust. Jakobsmessa er 25. júlí og ef þá verður þurrt og bjart boðar það að góð nýting verði á heyjum. En ef bjart sól- skin er allan daginn verður næsti vetur harður og kaldur. Veðurklúbburinn á Dalbæ Gott veður á föstudag boðar góða hundadaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.