Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                         !   "      !    $       &       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HAGMÆLTIR og bragfærir Ís- lendingar skipta ugglaust þúsund- um og vísnavinir tugþúsundum. Húsfyllir er á öllum hagyrðingasam- komum og ekki er til svo aumt hér- aðsfréttablað að það haldi ekki úti vísnaþætti og hann jafnan vinsæl- astur efnis. Um þetta get ég borið enda haft töluverð afskipti af slíkum skrifum í vestfirskum blöðum. Því undrast ég að hið þjóðlega Mbl. – blað allra landsmanna – skuli ekki sinna þess- um vinsæla þætti menningararfsins meira en raun ber vitni. Ég þakka lesendum fyrir fram- úrskarandi uppörvandi viðbrögð vegna „Vísnabréfs að vestan“ frá 11. febrúar í vetur. Enn er verið að hringja og hvetja mig til framhalds og er sem fyrr illt að eggja óbil- gjarnan. Enn skal róa á Moggamið mæra garpa snjalla, einnig hrella við og við valdadellukalla. Aðalsteinn Valdimarsson á Stand- seljum við Djúp horfði á Ólympíu- leikana í Melbourne. Víst það bætir basl og vos breyskri þjóð til sóma, þetta Völu bjarta bros bronspenings í ljóma. Kristnihátíð taldi út um páskana og var vegin og metin af spekingum þar á meðal Aðalsteini. Kristnihátíð bágt var brall, biskup flaut í tárum. Mátti þola messufall, mest á þúsund árum. Og þessi heilræði eru Aðalsteins. Láttu hljótt þó lifir dátt. Lít ei fljótt á matið grátt. Veittu þrótt til minni mátt. Mættu drótt með sinnið kátt. Megas fékk móðurmálsverðlaun kennd við Jónas Hallgrímsson. Ein hefur nefnd á ísafold öðlast stimpil sóða. Lítilsvirt er, lágt í mold listaskáldið góða. Hæstiréttur er stöðugt umræðu- efni. Forðum hlífði Hæstarétti heillrar þjóðar fylgd og trú. Að lýðhyllinni lúa setti. Lægstiréttur kallast nú. Útskýringabréf og símtöl vegna dóma eru varasöm hjá slíkri stofnun sem Hæstarétti. Það er meira en meðaltjón, marga hljóða setti, ef er bæði fól og flón að finna í Hæstarétti. Ekki var það fagurt sem lesa mátti milli línanna hjá Steingrími Hermannssyni um eftirmann hans hjá Framsókn. Ættarkvóta kreistir fast, knúinn ágrind nægri. Þolir betur lof en last. Leitar stíft til hægri. Lítið hefur mörgum þótt leggjast fyrir sama kappa í þjóðhagsstofu- málinu. Halldór er til fremdar fús, feginn vildi líkjast kletti. Er sem lafhrædd, örsmá mús undir Davíðs fjalaketti. Kristjáni Árnasyni á Skála fannst þjóðhagsstofumálið athyglisvert, enda fyrrverandi framsóknarmaður. Dabbi kóngur byrsti sig og rak þá alla út, þar megið þið sitja í þjóðhagslegum hnút. Ég get stjórnað sjálfur og spáð með spekingum. Spyrjið bara hann Dóra? Og Dóri sagði: Humm. Pétur Blöndal er salt Alþingis, svo sem í Öryrkjamálinu. Að öryrkjarnir eigi bágt er alger haugalygi. Á okkar kostnað liggja lágt í leti og fylliríi. Svo kom vorið og ráðherraskipti. Í nótt kom vorið og guðaði á gluggann minn um garðinn hoppa þrestir léttir á fæti. Og Framsókn gömlu eykst líka ásmegin, því Austfjarðaþokan er komin í ráðherrasæti. Og ekki má Ingibjörg liggja óbætt hjá garði. Ingibjörg var ósköp góð að annast veika og sára og þetta litla þolinmóð að þjóna undir Kára. Í vor átti landsfaðirinn áratugs valdaafmæli. Ríkir Davíðs ógnaröld, alltaf harðnar glíman. Þó er víst að karlsins kvöld kemur, einhverntíman. Og alltaf er Davíð að koma þjóð- inni í opna skjöldu svo sem með skipan í Seðlabankaráð. Davíð heiðrar héppann sinn. Hann má það með sanni. Þetta er mesta þægðarskinn og þýlyndari en Tanni. Framsóknarmenn á flokksþingi brýndu róminn gegn Vinstri græn- um. Hér er andsvar. Menguð er orðin og mosagræn, markvisst stefnir að eigin bana. Hvorki elskuð né umhverfisvæn, ástæðulaut að friða hana. Veiðar smábáta hafa verið mjög í brennidepli hér á Vestfjörðum und- anfarið. Hér er barnagæla frá of- anverðri síðustu öld. Ýtum hverri fleytu á flot, feðra rækjum vana. Og svo hausum eins og skot alla sægreifana. Rímsins vegna má alveg eins setja ráðherrana í endi fjórðu hend- ingar. Og svo slæ ég botninn í með þessu almenna viðhorfi Vestfirðinga. Ríkisstjórnar sveltisið seint til laga metum og því róum út á mið eins og framast getum. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, Skjaldfönn v/Djúp. Vísnabréf að vestan II. Frá Indriða Aðalsteinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.