Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 19
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 19 Munið söfnunarreikninginn vegna hæstaréttardóms nr. 286/1999 og kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu 4 4 4 4 4 í SPRON á Skólavörðustíg. Nokkur frábær fyrirtæki 1. Þekkt bakarí með tveimur sölustöðum og mörgum föstum, stórum og öruggum viðskiptavinum. Stöðug söluaukning er og ávallt hagnaður af rekstri. Góður tækjakostur. 2. Skemmtileg atvinna. Nú eru allir alltaf að ljósmynda út og suður og nóg að gera hjá framköllunarfyrirtækjunum. Góð og þekkt fram- köllunarstofa með öllum tækifærum fyrir áhugamenn um ljósmyndir. Skemmtilegt sjálfstætt fyrirtæki með endalausa möguleika. 3. Ein fallegasta og þekktasta gjafa- og húsbúnaðarverslun borgar- innar. Flytja inn allar vörur sjálfir. Góð velta sem skilar góðum hagnaði. Mjög sanngjarnt verð. 4. Blómabúð á frábærum stað í höfuðborginni. Vaxandi velta. Búð sem gefur af sér góðar og öruggar tekjur. Skemmtileg og litrík vinna. 5. Lítil hársnyrtistofa með fjórum stólum sem á að seljast ódýrt því eigandinn er að fara að eiga barn. Nú er rétta tækifærið að kaupa góða stofu fyrir lítinn pening. 6. Vantar þig aukavinnu? Leikjakassar sem bjóða upp á 70 nýja og skemmtilega leiki og eru dreifðir víðsvegar um borgina. Góðar tekjur og hægt að vinna þetta auðveldlega eftir venjulegan vinnu- dag, bara til að raka saman peningum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         MJÖG góð loðnuveiði var á miðunum norður af Halamiðum um helgina og fylltu skipin sig þar í fáum köstum. Veiðisvæði íslensku loðnuskipanna undanfarna daga hefur verið 70–75 mílur norðnorðaustur af Straumnesi og hafa skipin verið að veiða alveg við ísröndina, sem liggur um sex mílur frá landhelgislínunni milli Íslands og Grænlands. Leiðindaveður hamlaði hinsvegar veiðum í gær og voru því fá skip á miðunum og nokkur á landleið. Þannig var Sigurður VE á leið til Vestmannaeyja í gær með um 800 tonn. Samkvæmt löndunartölum Samtaka fiskvinnslustöðva hafa nú borist rúm 67 þúsund tonn af loðnu til íslensku fiskimjölsverksmiðjanna, þarf af um 54 þúsund tonn frá íslensk- um skipum. Loðnan nánast í túnfætinum Frá loðnumiðunum við Halann er styst til löndunar hjá fiskimjölsverk- smiðju Gnáar hf. í Bolungarvík, en þar er nú búið að landa um 3.500 tonn- um af loðnu að sögn Einars Jónatans- sonar, framkvæmdastjóra. Afkasta- geta verksmiðjunnar er um 700–800 tonn á sólarhring en alls vinna um 15 manns við bræðsluna. Einar segir að verksmiðjan sé keyrð á fullum afköst- um þessa dagana. „Segja má að sumar- og haustver- tíðin sé okkar tími en við fengum einnig töluvert af loðnu á síðustu vetr- arvertíð en þá gekk loðnan vestur fyr- ir landið öllum að óvörum. Við liggj- um vel við miðunum á sumrin, enda er loðnan nánast í túnfætinum hjá okk- ur. Það er hinsvegar ekki á vísan að róa þegar sumarloðnan er annarsveg- ar. Sumarvertíðin hefur verið fremur stutt undanfarin ár en vonandi verður hún ekki eins endasleppt og oft áður. Við reynum því að bræða eins mikið og kostur er, loðnan er ágætis hrá- efni, þótt hún sé ekki eins feit og hún var fyrir austan. Það leggur samt sem áður ekki hina svokölluðu „peninga- lykt“ yfir bæinn, enda er verksmiðjan vel tækjum búin,“ segir Einar. Norsk og færeysk skip hafa einnig verið að loðnuveiðum á miðunum norðvestur af landinu undanfarnar vikur. Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 46.054 tonn af loðnu í efnahagslögsögu Íslands á vertíðinni og eru þau langt komin með kvótann. Norsku skipunum er aðeins heimilt að stunda veiðarnar til 15. febrúar 2002 og norðan við 64°30’N. Allar veiðar eru bannaðar í fiskveiðiland- helgi Íslands tímabilið 16. ágúst–15. september 2001. Mokveiði var á loðnumiðunum Bræla hamlaði veiðum í gær Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Það gefur hressilega yfir loðnuskipin þegar þau sigla á „nösunum“ til hafnar, eins og sést á þessari mynd sem tekin var um borð í Hörpu VE . Loðnu dælt um borð í loðnuskipið Hörpu VE frá Vestmannaeyjum á Halamiðum um helgina. =  "5'" " ""8/"   " '">                                % %         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.