Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI 16 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ VESTURLANDSDEILD Rauða kross Íslands og félag hjartasjúk- linga á Vesturlandi færðu Sjúkra- húsinu á Akranesi höfðinglega gjöf á dögunum er þau afhentu tækjabún- að til gjörgæslu hjartasjúklinga. Hér er um að ræða mjög þarfan búnað, en hliðstæður tækjabúnaður sjúkra- hússins var orðinn gamall og erfitt að viðhalda honum. Áætlað verð- mæti þessarar gjafar er röskar fjór- ar milljónir króna og er hér um að ræða eina stærstu gjöf sem félaga- samtök hafa fært Sjúkrahúsinu. Lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness hefur um áratuga skeið veitt viðtöku bráðveikum hjartasjúk- lingum. Þessir sjúklingar hafa eink- um komið af Vesturlandi og hafa í auknum mæli komið sjúklingar sem dveljast í sumarbústaðabyggðum í nærliggjandi héruðum. Með tilkomu Hvalfjarðarganga hefur ekki dregið úr aðsókn þessara sjúklinga nema síður sé. Flestir fá alla meðferð á sjúkrahúsinu þar sem kostur hefur verið að gefa nútíma meðferð. Sumir sjúklingar með bráðan kransæða- sjúkdóm þurfa skjótt eftir greiningu að fá sérstakar rannsóknir og með- ferð sem aðeins fara fram á Land- spítalanum við Hringbraut og hefur verið mjög góð samvinna við deildina þar og sjúklingar iðulega sendir þangað í framhaldsrannsókn þegar svo ber undir. Til þess að nútíma þekking í hjartalækningum komi að fullu gagni þarf nútímalegan tækjabúnað til gjörgæslu hjartasjúklinga. Bún- aður sá er nú var afhentur saman- stendur af hjartahágæslutæki og fjargæslubúnaði og er mikill fengur fyrir sjúkrahúsið. Á síðasta ári voru lagðir inn 209 sjúklingar með hjarta- sjúkdóm sem aðalsjúkdómsgrein- ingu á Sjúkrahús Akraness, sem er um 30% af þeim fjölda sem lagðir eru inn. Yfirlæknir lyflæknisdeildar er Þorkell Guðbrandsson og auk hans starfar Sigurpáll Scheving hjarta- sérfræðingur á deildinni. Frá afhendingu gjafarinnar. Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir lyflækn- ingadeildar veitir gjöfinni viðtöku. Með honum á myndinni eru Magnús Þorgrímsson formaður félags hjartasjúklinga á Vesturlandi og Arin- björn Kúld fulltrúi Vesturlandsdeildar Rauða Krossins. Sjúkrahúsi Akraness gefinn tækjabúnaður Akranes MALARVINNSLAN hf. á Egils- stöðum byggir nú brú yfir Jök- ulsá í Fljótsdal undan bænum Brekku. Smiðir steypa hér millistöpul en með endastöplum hvílir brúin á sjö, sem eru steypt- ir ofan á marga steypustaura sem reknir voru niður í árbotninn. Stöplarnir sem verið er að steypa nú eru undir vatnsborði og holum umhverfis haldið þurrum með því að dæla stöðugt með stórvirkum dælum, knúnum af traktorum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Steypa brúarstöpul Norður-Hérað Framkvæmdir við Jökulsá í Fljótsdal GRÍMUR Sæmundsen, stjórnarfor- maður Lyfjaverslunar Íslands, lítur á áskorun Sturlu Geirssonar, forstjóra fyrirtækisins, sem vangaveltur og tel- ur Sturlu draga upp of dökka mynd. Lárus L. Blöndal, stjórnarmaður í Lyfjaverslun Íslands, segir fulla ástæðu fyrir stjórn fyrirtækisins að taka mark á áskorun Sturlu, sem birt var í Morgunblaðinu á sunnudag. Í áskorun Sturlu kemur m.a. fram að svo gæti farið að verulega verði á brattann að sækja gagnvart mörgum af helstu viðskiptavinum Lyfjaversl- unar Íslands, nái samningurinn um kaup LÍ á Frumafli fram að ganga. Einnig að framundan geti verið stefn- ur og dómstólastríð, hverjar sem málalyktir verða. Grímur Sæmundsen, stjórnarfor- maður Lyfjaverslunar Íslands, segir tillögu Sturlu að lausn í málinu ólík- lega sáttaleið, þar sem með því að falla frá samningi um kaup á Frum- afli sé aðeins gengið að kröfum ann- ars aðilans. „Sú ábending Sturlu um að stefnur og dómstólastríð séu fram- undan, er að mínu mati mikilvægust af því sem fram kemur í bréfi hans og gerir mjög ríka kröfu til málsaðila að leita ítrustu leiða til sátta,“ segir Grímur. Ágreiningurinn að komast á nýtt stig Grímur segir að sér sýnist að ágreiningurinn um Frumafl sé að komast á nýtt stig. „Allt þar til á síð- ustu dögum hefur ágreiningurinn verið um það að Frumafl væri of dýrt en ekki að menn hefðu ekki áhuga á að þróa starfsemi Lyfjaverslunar inn á ný svið. Það kemur mér á óvart ef viðhorf manna hafa breyst í þessu efni. Sturla virðist telja að gangi þessi gjörningur eftir, hrynji fyrirtækið. Hann tók þátt í þeirri stefnumótun að fyrirtæk- ið víkkaði út starfsemi sína inn á þjónustusviðið fyrir mörgum mánuð- um.“ Í áskorun Sturlu kem- ur fram að ef kaupin á Frumafli ganga eftir geti svo farið að heilbrigðis- stofnanir muni líta á Lyfjaverslun sem keppinaut og leita leiða til að beina viðskiptum sínum annað. Grímur segir þetta nýtt við- horf af hálfu Sturlu. Hann segir að áð- ur hafi verið komist að þeirri niður- stöðu að það myndi ekki ógna rekstri Lyfjaverslunar að þróa starfsemina inn á ný svið. „Í áskoruninni er Sturla fyrst og fremst að lýsa áhyggjum sínum og velta vöngum yfir ástandinu. Sturla segist skrifa bréfið með hagsmuni félagsins í huga. Því miður finnst mér bréfið vera mjög neikvætt fyrir félag- ið og það kemur mjög á óvart svona rétt fyrir hluthafafund. Ég hefði hald- ið að Sturla myndi vanda betur til ábendinga sinna en hann gerir í þessu bréfi en að mínu mati málar hann þetta allt of dökkum litum. Um leið skil ég að Sturla og starfsmenn fyr- irtækisins hafa verið uggandi og gíf- urlegt álag hefur verið á öllum hlut- aðeigandi.“ Dómstólaleiðin skoðuð „Það eru þeir sem reka fyrirtækið sem skora þarna á stjórnina og það er vissulega ástæða til að hlusta á það sem þeir segja og taka það alvarlega,“ segir Lárus L. Blön- dal um áskorun Sturlu. Í áskoruninni kem- ur m.a. fram að um- rædd kaup á Frumafli séu mjög illa séð af stjórnvöldum. „Það hefur komið fram að heilbrigðisráðherra ætlar sér ekki að einkavæða meira á þessu kjörtímabili, stjórnarandstaðan hefur sett fram sínar skoðanir á þessu máli og þetta virðist allt á sömu bók- ina lagt. Ég held að mönnum finnist það mjög sérkennilegt ef hægt er að selja þennan samning fyrir einn millj- arð. Það hefur auðvitað áhrif á hvern- ig stjórnvöld koma til með að halda áfram með einkavæðingaráform sín,“ segir Lárus. Í áskoruninni kemur einnig fram að stefnur og dómstólastríð virðast vera framundan, hvort sem samningi verður rift eða ekki. Lárus segir ljóst að ef hópurinn sem tilheyrir minni- hluta stjórnarinnar, þ.e. Lárusi og Erni Andréssyni, nái ekki þeim ár- angri á hluthafafundi eða í framhaldi hans að kaupin verði ógild, verði skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi, m.a. dómstólaleiðin. Lárus leggur áherslu á að staða Lyfjaverslunar sé sterk. „Lyfjaversl- un stendur vel og það sem fram kem- ur í áskorun Sturlu er ekki til þess fallið að draga úr þeirri trú minni. Þar er því eingöngu lýst hvaða áhrif það hefði á fyrirtækið ef Frumaflssamn- ingurinn verður keyptur eins og nú- verandi stjórn hefur lagt alla áherslu á.“ Stjórnarformaður og stjórnarmaður í LÍ um áskorun forstjóra Vangaveltur eða umhugsunar- verðar ábendingar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær að Lyfjaverslun Íslands og Jóhanni Óla Guðmunds- syni bæri að taka þátt í að greiða málskostnað vegna málareksturs hluthafa í Lyfjaversluninni sem freistuðu þess að fá lögbann sett á kaup fyrirtækisins á hlutabréfum í Frumafli ehf. Jóhann Óli og LÍ skulu greiða sóknaraðilum, Lárusi L. Blöndal, Aðalsteini Karlssyni og Guðmundi A. Birgissyni málskostnað að fjár- hæð 200 þúsund krónur. Upphaflegar kröfur sóknaraðila, Lárusar L. Blöndal, Aðalsteins Karlssonar og Guðmundar A. Birgissonar, voru á þá leið að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumanns- ins í Reykjavík frá 20. júní um að synja um lögbann á samning um kaup Lyfjaverslunar á Frumafli. Samdægurs komst á endanlegur samningur á milli Lyfjaverslunar Íslands og Jóhanns Óla Guð- mundssonar um kaup LÍ á Frum- afli. Í kjölfarið var fallið frá kröfunni um að felld yrði úr gildi synjun sýslumanns á lögbannsbeiðninni en eftir stóð krafan um að Lyfja- verslun og Jóhann Óli greiddu málskostnað og úrskurðaði héraðs- dómur á þann veg. Lögmaður sóknaraðila, Lárusar L. Blöndal, Aðalsteins Karlssonar og Guðmundar A. Birgissonar, lýsti því yfir hjá sýslumanni 20. júní sl. í viðurvist lögmanna varn- araðila, að málinu væri skotið til héraðsdóms. Að mati dómsins hefði sú yfirlýsing átt að vekja varnaraðila; Jóhann Óla, fulltrúa Lyfjaverslunar Íslands og lög- menn þeirra, til vitundar um að óheimilt kynni að vera að ljúka við gerð þess samnings, sem lögbann- ið átti að afstýra að gerður yrði. „Þótt ekki sé bann lagt við til- teknum verknaði í lögum, þarf það ekki ávallt að leiða til lögmætis hans. Slíkt ræðst af aðstæðum hverju sinni,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Á móti kæmi að hluthafarnir gerðu Lyfjaversluninni og Jóhanni Óla ekki grein fyrir því að þeir hygðust falla frá öllum kröfum í málinu, að málskostnaðarkröfunni undanskilinni, fyrr en í þinghaldi í málinu 29. júní sl. Þá hefðu lög- menn varnaraðila unnið að gerð greinargerða og gagnaöflunar og varið til þess dýrmætum tíma. LÍ og Jóhann Óli greiði málskostnað MIKIL viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Lyfjaverslun Íslands á Verðbréfaþingi í gær. Gengi bréf- anna hækkaði um 14,8% í 46 við- skiptum. Heildarviðskipti námu tæpum 40 milljónum króna. Lokagengi hlutabréfa LÍ var 6,20. Hlutabréf Lyfjaverslunar hækka um 14,8% HORFUR eru á því að afkoma Tangahf. verði undir væntingum fyrstu sex mánuði ársins. Í tilkynningu til Verð- bréfaþings segir að lakari afkomu megi fyrst og fremst rekja til geng- islækkunar íslensku krónunnar á árinu og sjómannaverkfalls í vor. Afkomuviðvör- un frá Tanga hf. Í TILEFNI af því sem fram hefur komið í fréttum Bylgjunnar að samningi á milli Íslandsbanka og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. hafi verið rift, vill Íslandsbanki koma eftirfarandi á framfæri: „Markmið hlutafjáraukningar Íslenska sjón- varpsfélagsins var að laga stöðu skammtímaskulda hjá félaginu. Við upphaf verksins komu aðilar sér saman um ákveðin tímamörk. Á þeim tíma sem gefinn var til verks- ins tókst að ljúka sem nemur 65% af áætlaðri endurfjármögnunarþörf félagsins. Var það sameiginlegt mat Íslandsbanka og forsvarsmanna Ís- lenska sjónvarpsfélagsins á þeim tíma, að eðlilegast væri að leita annarra leiða við öflun frekara fjár- magns og því er aðkoma bankans ekki lengur talin þörf. Í kjölfar þess komust aðilar að samkomulagi um samningslok. Það er því alrangt sem komið hefur fram í fjölmiðlum að umræddum samningi hafi verið rift.“ Hlutafjárútboð Íslenska sjónvarpsfélagsins Samningi við Íslandsbanka ekki rift ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.