Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 33 var hún við góða umönnun á Skjóli og þar andaðist hún. Bogg þótti gaman að segja frá og það var gaman að hlusta á hana. Hún kunni sögur um ættingjana í marga ættliði og er hrein eftirsjá núna að hafa ekki skráð eftir henni meðan minnið var enn óskeikult því hún hafði dvalið víða og tekið vel eftir þegar eldra fólk var að fræða hana. Einnig hafði hún ferðast víða um heim allt frá tvítugsaldri. Oft vildi hún leggja út af einhverju atviki og bera saman við annað sem komið hafði fyrir annað fólk og stundum hélt hún fram siðferðilegum atriðum við unga fólkið og fóru þá sumir að fussa. En henni fannst að sagan væri til að læra af henni, óþarfi að vera alltaf að gera sömu mistökin. Hún var einörð og sagði hug sinn hver sem í hlut átti, leyfði sér að hafa skýrar skoðanir á því sem gerðist í kringum hana. Eitt sinn gerðist það að Stefán Thorarensen reiddist eitthvað við apótekarann á Ísafirði og skrifaði honum í hasti langt og orðljótt bréf. Hann fékk Bogg það og hún vél- ritaði það snyrtilega og fékk honum. Hann las það yfir, leit upp og sagði: Finnst yður að ég ætti að senda hon- um þetta? Nei, svaraði Bogg, svona bréf skrifar maður en hendir svo í pappírskörfuna. Og það gerði hann. Í spjalli við hana mátti oft greina að hún var langrækin án þess að vera heiftrækin, til þess var hún of mikill guðspekingur. Hún trúði því að uppskeran yrði eftir sáningunni og að miklu gilti að skilja eftir sig gott orðspor, slíkt ætti að vera eft- irkomendum til eftirbreytni. Við tók- um okkur einu sinni saman þrjár frænkur og fengum hana til að segja okkur inn á band ýmislegt af for- feðrum okkar. Lengi staldraði hún við sögur af Þuríði ömmu sinni frá Svarfhóli sem hafði ráð undir rifi hverju, leysti hvers manns vanda og fékk úr öllum áttum hin bestu eft- irmæli. „Ég skal segja ykkur,“ sagði Bogg, „þetta kemur mér betur en ef ég hefði erft auðævi eftir hana, góð- ur orðstír er betri en peningar.“ Í mínum huga er hún keisaraynja fjöl- skyldunnar, stolt kona með sterkar meiningar og mikinn metnað fyrir hönd síns fólks en um leið hjartahlý og raungóð. Við leiðarlokin er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og vera henni handgengin um árabil. Þóra Elfa Björnsson. Mér er ljúft að minnast Ingi- bjargar Björnsson, sem ég var svo lánsamur að vinna með í 20 ár. Þeg- ar ég hóf starf hjá Stefáni Thoraren- sen árið 1955, nýskriðinn úr skóla, var hún búin að vinna hjá Stefáni í tvo áratugi. Ég átti eftir að vinna náið með Ingibjörgu næstu tvo ára- tugina en hún lét af störfum árið 1975. Mitt starf var að sjá um vöru- innkaupin og samskiptin við erlenda birgja og annaðist Ingibjörg allar bréfaskriftir í þessu sambandi. Á meðan hennar naut við skilaði ég uppköstum að öllum bréfum á ís- lensku en hún snéri þeim yfir á dönsku, ensku eða þýsku allt eftir því sem við átti hverju sinni. Ingi- björg færði inn í bækur allar pant- anir og aftur færði hún inn vörurnar í sömu bækurnar, er þær komu heim, hún útbjó allar tollskýrslur, annaðist verðútreikninga og skrifaði verðlista, sótti um innflutningsleyfi, gjaldeyrisleyfi og greiðsluheimildir. Allt þetta gerði Ingibjörg án þess að hafa til þess tölvu. Sá sem er að hefja störf í dag getur ekki gert sér í hugarlund hvílíkt starf þetta var. Hjálpartæki hennar var einföld reiknivél og ritvél sem hún vélritaði á með tveim fingrum með ótrúleg- um hraða. Ingibjörg var hamhleypa til vinnu, mikil skorpumanneskja, slappaði af stutta stund en tók svo aftur til starfa af fullum krafti. Auk þessa þurfti hún iðulega að sinna sérstökum verkefnum fyrir Stefán en hann mat hana afar mikils enda að verðleikum. Í minningunni er mér efst í huga hve Ingibjörg var af- kastamikil en jafnframt átti hún stóran þátt í því að gera þennan vinnustað svo góðan sem hann þá var. Því miður er mér ekki svo kunnugt um störf hennar utan fyr- irtækisins en þó veit ég að hún starf- aði mikið að félagsmálum innan Oddfellow-reglunnar. Það er fjarri mér að draga úr gildi menntunar til undirbúnings væntanlegu lífsstarfi en skóli lífsins er þó öllum skólum fremri, því miður stundum til ills en langoftast til góðs. Í skóla lífsins lærði ég mikið af Ingibjörgu og fyrir það er ég henni þakklátur. Ég, kona mín og samstarfsfólk hennar hjá Stefáni Thorarensen hf. og eigendur fyrirtækisins þökkum samstarfið og biðjum henni Guðs blessunar. Við vottum aldraðri systur hennar og aðstandendum öllum okkar innileg- ustu samúð. Sigurður Jörgensson. um sem fellur mér seint úr minni. En það var þegar þú sagðist alltaf spila billjard á kvöldin með gömlu köllun- um, en þú sem varst svo hress leist aldrei á þig sem gamlan mann, jafn- vel þótt þú værir á níræðisaldri. Ég var stödd í Bolungarvík á af- mælisdaginn þinn, 7. maí sl. og þá lékst þú við hvern þinn fingur. Mamma bauð þér í kaffi og þú varst hinn hressasti. Síðan skipaðir þú mér, mömmu og fleiri gestum að hringja í aðra og bjóða í kaffi. Við mamma höfðum mjög gaman af þessu. Það er ótrúlegt að einungis séu um tveir mánuðir síðan. Þegar ég svo hitti þig aftur í fermingar- veislu Ingibjargar Þórdísar, bróður- dóttur minnar, í byrjun júní var heilsunni greinilega farið að hraka. Þú varst svo ólíkur sjálfum þér og ég hafði einmitt orð á því við foreldra mína. Það var því mjög skrítið að koma til Bolungarvíkur fyrir rúmri viku og enginn til að heimsækja í Hvíta húsinu, eins og dvalarheimili aldraða í Bolungarvík er jafnan kall- að. Það var alltaf með því fyrsta sem ég og fjölskylda mín gerðum þegar við komum til Bolungarvíkur, að fara í Hvíta húsið að heimsækja þig og Tóta-afa sem lést í júlí fyrir tveimur árum. Það var svo ánægjulegt hvað þið Tóti-afi voruð góðir félagar og þú varst honum ætíð mikil lyftistöng. Þú spurðir alltaf þegar við komum til þín: „Eruð þið ekki búin að fara til Tóta?“ Þér var umhugað um hann og því varð það töluvert áfall fyrir þig þegar hann féll frá. Við áttum ein- mitt gott samtal eftir fráfall Tóta-afa sem ég þakka fyrir í dag. Elsku Hrólfur mig langar að enda þessa kveðju á eftirfarandi bæn og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu í gegn- um tíðina. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér; sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Guð blessi minningu þína. Hólmfríður Einarsdóttir og fjölskylda. Elsku Hrólli afi er dáinn. Það er sama hversu aldraðir einstakling- arnir verða, aldrei erum við tilbúin að kveðja. Hrólli afi var einstaklega þægilegur og góður maður. Það er reglulega sárt að þurfa að sætta sig við að fá hann ekki oftar í heimsókn. Við vorum farin að hlakka til að nú færi að líða að því að hann kæmi. Hann var vanur að koma að sum- arlagi og gista hjá okkur í einhvern tíma. Okkur þótti það tilheyra sumr- inu að fá að hafa hann hjá okkur. Það var svo notalegt að hafa hann. Það þurfti aldrei neitt tilstand. Hann var alltaf svo þakklátur fyrir það sem fyrir hann var gert og einstaklega þægilegur í allri umgengni. Hann var sérstaklega góður við allt sitt fólk og mjög frændrækinn. Hann hafði oft orð á því hvað við værum öll góð við hann, en ástæðan fyrir því var einfaldlega sú að hann var svo góður við okkur öll. Alltaf þurfti hann að passa upp á að muna eftir öllum afmælis- og jólagjöfum, svo ég tali nú ekki um allt annað. Honum þótti sérstaklega vænt um öll börnin og vildi allt fyrir þau gera. Sérstakt vinasamband var á milli sonar míns, Arnars Birkis og Hrólla afa og vil ég þakka honum fyrir alla þá hlýju og væntumþykju sem hann sýndi hon- um. Margar myndir á ég af þeim þar sem þeir halda hvor um annan og finnst mér það lýsa sambandi þeirra best. Ég vil þakka Hrólla afa allt það góða í minn garð og allar samveru- stundirnar og símtölin sem því mið- ur verða ekki fleiri. Guð blessi minningu hans. Kristín. Elsku Hrólli afi. Við getum engan veginn lýst þeirri miklu sorg sem fylgir því að þurfa að kveðja svona yndislegan mann eins og þig. Þú varst okkur alltaf svo góður og vildir öllum vel. Það finnast því miður ekki margir slíkir sómamenn. Við þökk- um Guði fyrir þá stóru gjöf, að leyfa okkur að kynnast þér og fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Vonandi ert þú nú kominn á betri stað og þarft ekki að kveljast eins og þú hefur þurft síðustu vikur. Við kveðjum þig með trega og þökk- um tryggð þína og vináttu sem var í svo ríkum mæli af þinni hálfu. Guð blessi minningu Hrólla afa okkar. Guðrún Þóra og Arnar Birkir. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Krossar á leiði Ryðfrítt stál - varanlegt efni Krossarnir eru framleiddir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáli. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sólkross (táknar eilíft líf). Hæð 100 sm frá jörðu. Hefðbundinn kross m/munstruðum endum. Hæð 100 sm frá jörðu. Hringið í síma 431 1075 og fáið litabækling. Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 1076 BLIKKVERKSF. ✝ Stefán ArnþórPálsson fæddist á Grund á Jökuldal 3. desember 1923. Hann lést á sjúkra- húsinu á Egilsstöðum 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Vigfússon bóndi og kona hans María Stefánsdóttir frá Möðrudal. Börn þeirra eru Agnar, Arnfríður, látin, Ragnheiður, látin, Stefán, látinn, Gestur og Þórólfur. María lést frá ungum börnum þeirra Páls, en með seinni konu sinni, Margréti Benediktsdóttur, eign- aðist hann Huldu, látin, Erlu, Unni, látin, Garðar, látinn, Sævar og Öldu. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Gunnþórunn Hvönn Einarsdóttir frá Hvanná, Jökul- dal. Þau giftust 31. ágúst 1957 og bjuggu alla tíð á Eg- ilsstöðum. Þeirra börn eru: 1) Þröstur, kona hans er Guðný Margrét Hjaltadótt- ir, börn þeirra eru Kristjana Hvönn, Fjölnir, Signý og Einar Páll. Fyrir átti Þröstur Gunnar Frey. 2) Börkur, hans dóttir er Freyja. 3) Sif, henn- ar maður er Jón Þór Brandsson, synir þeirra eru Þorgeir Arnar og Stefán Þór. Stefán stundaði landbúnaðar- störf á yngri árum en lærði síðan húsamálun hjá Hauki Stefánssyni móðurbróður sínum og vann við það mestan hluta ævi sinnar. Útför Stefáns fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst klukkan 14. Það gerist í lífinu að inn á leiksvið lífsins koma menn sem breyta and- artakinu og samveru í gimstein minn- inganna. Slíkur maður var Stefán Pálsson; hann kastaði birtu á allt svið- ið hverja samverustund, svo hún varð önnur og betri en stundin sem var lið- in, og sannaði um leið í hverju lífsins spori að maður getur verið manns gaman en samt notið alvöru lífsins. Slíkir eru einherjar; þeir bæta og blíðka og gera okkur hinum kleift að þola andstreymi í tonnavís og forðast lífsháskann. Stebbi er nú farinn á burt að skeiðvöllum himnasala en minningarnar geymast gulli betri. Sönn auðæfi voru mér gefin að hafa fengið að njóta samverustunda með Stefáni Pálssyni. Stundirnar liðu bara of hratt, já alltof hratt. Stefán var tryggur öllu sem hann tók, hvort sem það var verkefni eða vinátta – ekki sauðtryggur, fjarri því, heldur sannur og samkvæmur sjálfum sér. Hollusta og heiðarleiki voru hans aðalsmerki. Það hafa aldrei komið nein smámenni af Jökuldal eða Möðrudal. Náin kynni af bæði blíðri og óblíðri náttúrunni gera mennina þaðan að einherjum, eða að minnsta kosti að góðum skáld- um, og þeir skilja fyrr en aðrir þá staðreynd að alls staðar er kartaflan soðin í vatni og lífsstritið það sama. Þessi reynsla bægir í burt öllum minnimáttarórum gagnvart erlend- um mönnum sem lengi hefur þjáð landann annars staðar á Fróni. „ – Gáfunnar ársal Æsir bjartir lýsa. Einherjar djúpt í sálu falla og rísa.“ Segir skáldið Jóhannes úr Kötl- um í „Eigi skal höggva“. En kannski er það landið sjálft sem gefur og hvet- ur, eins og fram kemur í Landið fær mál, eftir þann sama. „-og mitt land varð ein hvíslandi rödd, og það spurði mig lágt: Heyrðu, sonur minn sæll! Ertu samur í ósk þinni og dáð? Ertu herra þíns lífs eða hégómans þræll? Ertu hetja af sannleikans náð?“ Ég tel að Stefán hafi verið samur í ósk sinni og dáð, og um leið hetja af sann- leikans náð. Minningarnar flæða fram, þér synir, dóttir, niðjar og ynd- isleg vinkona okkar Jóhönnu, kæra Gunnþórunn, Stefán kunni að finna til og gráta hvert blóm sem dó. Og hon- um hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló og börnin mín sögðu hann barnavin. Það sá ég líka. Hann kunni að finna til með þeim sem andstreymi mættu. Hann bar ekki virðingu fyrir valdafýsn eða öðru brölti á kostnað náungans. Hann kann að hafa sært einhvern en það var ekki hans háttur; hann vildi gleðja á sinn kostnað en ekki annarra. Hann bar virðingu fyrir mannkostum en krafðist þeirra ekki. Úr íslenskri reisn og bókmenntaarfi kom hans kraftur. Hann kom, sá og sigraði svo oft og elskaði sjálfstætt fólk og var sjálfstæður maður en þurfti líka að lúta, finna til og gráta gengin spor. Hann gekk ekki um torg og syrgði í annarra áheyrn en var fyrstur til að taka þátt í raunum annarra. Við átt- um saman töluvert mörg spor og marga sagnastund, byggðum skíða- miðstöð og gerðum börnin í okkar litla samfélagi að góðum skíðamönn- um og svo margt annað, en hestamað- ur varð ég aldrei þótt hann þráði og reyndi mikið. Stefán og Gunnþórunn voru meðal frumbýlinga Egilsstaða- kauptúns og lögðu bæði margt fram til velferðar þess. Þau byggðu sitt heimili í skjóli Gálgakletts og sköp- uðu þar innan veggja pláss fyrir sagnaarf, hlýju og einstaka gestrisni. Stærsta framlag þeirra til samfélags- ins eru börnin Þröstur, Börkur og Sif sem einnig hafa lagt mikið til kaup- staðarins við fljótið af einstökum dugnaði og ástundun. Þau hjón upp- skáru kærleika og mikið barnalán. Ein sagnastund var nokkuð ríkari en hinar og stendur svo skýrt í minni núna. Það var langa nóttin með prest- inum okkar góða og góðum vini, sr. Rögnvaldi heitnum Finnbogasyni, og kirkjuferðin í barnaskólann morgun- inn eftir. Þar nutum við utanbókar eldmessu sr. Rögga, svo augu og eyru stóðu nánast á stilkum. Þú sofnaðir loks undir lokasálmi þótt heitstreng- ingar væru um annað og svafst með- an ég var kosinn í sóknarnefnd til að byggja kirkjuhús. Vonandi fæ ég tækifæri til að sitja hljóður hjá þér aftur á kveðjustund í þessari KIRKJU okkar, Egilsstaðakirkju. Fyrir þá stund og allar fyrri samveru- og sagnastundir vil ég þakka nú þeg- ar baráttu þinni, vinur, er lokið með reisn og fullnaðarsigri á sársaukan- um. Kveðjan sem ég sendi er til Orm- ars, kæri vinur. Guð blessi látinn vin og gefi hinum líkn sem lifa. Gunnþór- unni, börnum og öðrum aðstandend- um sendum við Jóhanna hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Erling Garðar Jónasson. STEFÁN ARNÞÓR PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.