Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                         NEMENDURNIR í fyrsta til sjö- unda bekk Öskjuhlíðaskóla þurfa ekki að láta sér leiðast þó að sum- arið sé komið og enginn skóli að sækja. Í Vesturhlíð starfrækir Íþrótta- og tómstundaráð nefni- lega sumarleikjanámskeið sem sérstaklega eru ætluð þessum hópi og eins og á öðrum leikja- námskeiðum ÍTR er deginum eytt við ærsl og leik og spennandi vett- vangsferðir. Sigurður Fjalar Jónsson er um- sjónarmaður námskeiðanna og segir hann slík námskeið hafa ver- ið starfrækt í nokkur ár. „Það kom í ljós að hefðbundin leikja- námskeið hjá íþrótta- og tóm- stundaráði hentuðu ekki þessum krökkum. Því var brugðið á það ráð að búa til námskeið sem kæmi betur til móts við þeirra þarfir,“ segir hann. Minni hraði á hlutunum Sem dæmi um þetta er að tíu starfsmenn eru á námskeiðunum en að meðaltali eru um 20 krakkar á hverju námskeiði. Hvert nám- skeið stendur yfir í eina viku og byrjar skipulögð dagskrá klukkan níu á morgnana og stendur til klukkan fjögur en boðið er upp á gæslu frá kortér í átta og einnig er gæsla fram til klukkan fimm. „Hugmyndin er sú að hafa þetta í sama stíl og hefðbundin leikja- námskeið ÍTR með skipulagðri dagskrá og vettvangsferðum. Við förum til dæmis í heimsóknir í varðskip, í Elliðaárdalinn, Hall- grímskirkju, Ásmundarsafn, Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn og svo mætti lengi telja. En þetta er dempað aðeins niður þannig að það er aðeins minni hraði á hlut- unum. Það eru helmingi færri vettvangferðir og gæslan er miklu, miklu meiri. Til dæmis er einn starfsmaður á hverja tvo krakka að meðaltali og eins og á öðrum námskeiðum hjá ÍTR er ofuráhersla lögð á öryggisþátt- inn,“ segir Sigurður Fjalar. Hann segir námskeiðin vel sótt og aukning hafi verið ár frá ári þannig að hann er ekki í vafa um að þörfin fyrir þau sé mikil enda komi margir krakkarnir aftur og aftur. Vikunámskeið kostar það sama og önnur leikjanámskeið ÍTR að sögn Sigurðar Fjalars eða 3.400 krónur. Sá Jesú í kirkjunni Hörpu Maríu Ívarsdóttur, 10 ára, og Jóni Margeir Sverrissyni, 8 ára, finnst báðum mjög gaman. Skemmtilegast sé að róla hratt en þau vegi líka salt og fari í fótbolta. Daginn áður hafði verið mjög gaman. „Við fórum í báta eða varðskip, er það ekki?“ spyr Harpa Fjalar og í ljós kemur að henni líkar greinilega betur að spyrja spurninga en að svara þeim. Jón Margeir lætur hins veg- ar ekki alveg skilið við varðskips- ferðina. „Við sáum fullt af byssum,“ segir hann með stór augu og það er greinilegt að þetta hefur verið tilkomumikil sjón. „Hvað gerðum við á mánudag- inn?“ spyr Harpa og Fjalar upp- lýsir að þá hafi hópurinn hennar farið í Hallgrímskirkju en hópur Jóns Margeirs hafi farið í Elliða- árdalinn. „Við vorum bara í labbi- túr,“ segir Jón Margeir en Harpa upplýsir að hún hafi séð Jesú í kirkjunni. „Ég fór upp á topp,“ segir hún og bætir því við að hún hafi séð alla borgina en ekki húsið sem hún býr í. „En ég sá Landspít- alann.“ „Eigum við að fara í kapp?“ spyr Jón Margeir og er greinilega með keppnisskapið í lagi því reglulega ítrekar hann þessa spurningu sína. Bæði segjast þau ætla að fara aftur á leikjanámskeið og í beinu framhaldi af því kemur Jón Mar- geir með mikilvægar upplýsingar. „Ég á hlaupahjól,“ segir hann og Harpa hefur sömu sögu að segja. „Fjalar ætlar líka að kaupa sér hlaupahjól,“ heldur Jón Margeir áfram og kemur þannig kaupand- anum á óvart sem kannast ekkert við fyrirætlanirnar. Þessu fylgir skæðadrífa af spurningum frá Hörpu sem vill fá nákvæma áætl- un vikunnar útlistaða og þar með tekur hún yfir viðtalið, greinilega gott efni í forvitinn blaðamann. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hörpu Maríu og Jóni Margeiri finnst langskemmtilegast að róla hratt. Sigurður Fjalar hjálpar stundum til. Leikjanámskeið ÍTR fyrir börn í Öskjuhlíðarskóla vel sótt „Eigum við að koma í kapp?“ Á leikvellinum nýttu krakkarnir sér leiktækin til hins ýtrasta. Suðurhlíðar NÝ fræðsluskilti, sem sett hafa ver- ið upp við merka staði og við göngu- og reiðstíga í Mosfellsbæ, verða vígð í dag. Alls hafa verið sett upp 13 fræðsluskilti auk útsýnismyndar á Lágafellsklifi þar sem vel sést til allra átta. Fyrir eru sjö skilti sem vígð voru í desember síðastliðnum. Flest skiltanna eru staðsett með- fram fræðslustíg sem liggur frá Úlf- arsá með ströndinni upp að Reykj- um. Það var Árni Tryggvason sem hannaði skiltin en Bjarni Bjarnason sá um textagerð og valdi mynd- irnar. Vígsluathöfnin verður á Lága- fellsklifi og hefst klukkan 20. Í tengslum við vígsluna verður efnt til skiltagöngu og verður safnast saman við Skiphól neðan við hest- húsahverfið klukkan 20:30. Þrettán ný fræðslu- skilti vígð Mosfellsbær BÆJARVERKFRÆÐINGUR hef- ur kynnt niðurstöður útreikninga á umferðarhávaða meðfram helstu um- ferðargötum í Garðabæ. Samkvæmt niðurstöðunum er aðgerða þörf við um 40 hús í bænum vegna umferð- arhávaða en í flestum tilvikum má bæta ástandið með jarðvegsmönum eða skermveggjum. Þá er lagt til að sérstaklega verði hugað að leikskól- um og skólum við Vífilsstaðaveg. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa fjallað um málið og hefur því verið vís- að aftur í bæjarráð þar sem lagt er til að frekari hávaðamælingar verði gerðar, sem bornar verði saman við fyrri mælingar. Þá er lagt til að bær- inn taki upp viðræður við Vegagerð- ina um úrbætur vegna hávaðameng- unar. Óskir um hljóð- einangrun ítrekaðar Í greinargerðinni segir að markmið athugananna hafi verið að leita að íbúðarhúsum þar sem jafngildishljóð- stig fyrir sólarhring sé um eða yfir 65 dB. Við útreikningana er tekið tillit til fjölda bíla á sólarhring, hlutfall þungra bíla, hámarkshraða, halla gatna ásamt vegalengd, lögun og gerð milli hljóðgjafa og húshliða. Í mælingum á hávaða frá Hafnar- fjarðarvegi milli Arnarnesvegar og Vífilsstaðavegar kemur fram að jafn- gildishljóðstig sé um og yfir 65 dB á vesturhliðum allra húsa meðfram Silfurtúni en mest 63 dB við norður- og suðurhliðar húsanna. Hávaði við önnur hús í Túnunum er lægri.Við Sjávargrund reyndist háv- aði mestur 64 dB. Hávaði frá Hafn- arfjarðarvegi milli Vífilsstaðavegar og Álftanesvegar reyndist 63 til 69 dB en fram kemur að hljóðstig við mörg húsanna í grennd, meðal annars við Löngufit, muni lækka þegar göngu- brú verður byggð yfir Hafnarfjarðar- veg með tilheyrandi jarðvegsfyll- ingum og enn frekar þegar Hafnarfjarðarvegur verður grafinn niður í framtíðinni. Íbúar við Löngufit hafa ítrekað óskir sínar við bæjarráð um að hljóð- einangrun verði sett upp milli Hafn- arfjarðavegar og Löngufitjar. Sam- þykkt var á bæjarráðsfundi að kynna niðurstöður athugananna fyrir íbúum við Silfurtún og Löngufit. Hávaði of mikill við skólahúsnæði Hávaði var mældur frá Vífilsstaða- vegi og Bæjarbraut. Við Sveinatungu, þar sem rekin er skólagæsla fyrir 1. til 6. bekk og æfingaaðstaða fyrir hljómsveitir, reyndist hljóðstig vera á bilinu 65 til 66dB, við Garðaskóla voru gildin nálægt 63dB og við Flataskóla 61 til 62dB. Bent er á að í reglugerð um hávaða nr. 933 sé kveðið á um að jafngildishljóðstig megi ekki fara upp fyrir 60dB fyrir utan glugga á kennslu- og sjúkrastofum. Segir að ástæða sé til að skoða þetta nánar. Eiríkur Bjarnason bæjarverkfræð- ingur sagði í samtali við Morgunblað- ið, að fáir gluggar í kennslustofum skólanna vísuðu út á umferðargötur og að aðallega væri um að ræða ganga skólanna. Á öðrum stöðum meðfram Vífilsstaðavegi og Bæjarbraut reynd- ist hávaði minni. Hávaði frá Reykja- nesbraut milli Arnarnesvegar og Víf- ilsstaðavegar reyndist mestur vera við vesturhliðar húsa í Eskiholti næst Reykjanesbraut eða um 63dB. Bent er á að leita þurfi lausna fyrir þessi hús þegar hugað verður að tvö- földun Reykjanesbrautar. Þá var háv- aði mældur frá Arnarnesvegi milli Bæjarbrautar og Reykjanesbrautar og munu nokkur hús við Nónhæð væntanlega verða skoðuð nánar í tengslum við mislæg gatnamót Arn- arnesvegar og Reykjanesbrautar. Aðgerða þörf við 40 hús í bænum Garðabær Niðurstöður útreikninga á hávaða meðfram helstu umferðargötum UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt tillög- ur gatnamálastjóra og Heilbrigðis- eftirlitsins um aðgerðir til að minnka neikvæð áhrif svifryksmengunar. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá gera tillögurnar ráð fyrir því að tekið verið upp gjald fyrir notkun nagladekka auk þess sem hugað verði að því hvort steypt slit- lag geti dregið úr svifryksmengun. Þá er lagt til að rannsóknir á svif- ryksmengun verði efldar, meðal ann- ars með auknum loftmælingum. Í kjölfar samþykktar umhverfis- og heilbrigðisnefndar mun borgar- ráð fjalla um málið og taka afstöðu til tillagnanna. Nagladekkja- gjald sam- þykkt í um- hverfisnefnd Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.