Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 45
DAGBÓK
Árnað heilla
HVERNIG á að komast hjá
því að gefa vörninni slag á
tígul? Það er í stórum
dráttum verkefni sagnhafa
í fjórum hjörtum eftir held-
ur óheppilega þróun í byrj-
un.
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ ÁD10
♥ 765
♦ D85
♣ Á752
Vestur Austur
♠ 92 ♠ KG754
♥ D83 ♥ G
♦ 9762 ♦ K104
♣KG94 ♣D1083
Suður
♠ 863
♥ ÁK10942
♦ ÁG3
♣6
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Allir pass
Fyrstu slagirnir renna
sjálfkrafa í gegn: Spaði út á
tíu og gosa, og trompgosi til
baka. Suður tekur á ásinn,
svo kónginn og spilar þriðja
hjartanu til vesturs. Og aft-
ur spaði. Vörnin hefur feng-
ið tvo slagi og á heimtingu á
þeim þriðja á spaða. Þar
með má engan gefa á tígul.
Sagnhafi drepur á spaða-
ás og svínar tígulgosa. Þeg-
ar gosinn heldur er spilið í
raun unnið, að því gefnu að
sagnhafi „lesi“ rétt í afköst-
in. Hann tekur tvisvar
tromp og þjarmar að austri:
Norður
♠ D
♥ --
♦ D8
♣ Á7
Vestur Austur
♠ -- ♠ K
♥ -- ♥ --
♦ 976 ♦ K10
♣KG ♣D10
Suður
♠ 8
♥ 9
♦ Á3
♣6
Hér hefur austur farið
niður á tvö lauf, sem er eðli-
legast. Þá tekur sagnhafi
laufás og trompar lauf og
lokar þar með útgönguleið
austurs í þeim lit. Nú á bara
eftir að senda austur inn á
spaðakónginn til að láta
hann spila tígli frá kóngn-
um.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hugulsamur og
hrekklaus og þótt þú sért
hlédrægur, kanntu vel við
sviðsljósið öðru hvoru.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Kátínan hefur ráðið ríkjum
hjá þér um tíma og engin
ástæða til annars en að halda
henni við. Broslegu hliðarn-
ar og hláturinn lengja lífið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að vera í toppformi
og njóta þess að vera til. Það
ætti ekki að vera þér erfitt
þar sem allt hefur gengið
þér í haginn að undanförnu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefur einbeitt þér að and-
legri líðan þinni og um leið
vanrækt líkama þinn. Sinntu
þörfum hans, því heilbrigð
sál þarf hraustan líkama.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er kominn tími til að
leysa frá skjóðunni og opin-
bera leyndarmálin fyrir vin-
um sínum. Þeir munu launa
þér traustið með stuðningi
sínum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú færð óvænt tækifæri til
að sanna hæfileika þína.
Gríptu það og leyfðu því að
gefa þér byr undir báða
vængi og aukið sjálfstraust.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Fólk gerir miklar kröfur til
þín og þú þarft að gæta þess
að fá tíma fyrir sjálfan þig.
Gerðu það upp við þig með
hverjum þú vilt verja tíman-
um.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það reynir á þig í samstarfi
við vinnufélagana. Sýndu
þolinmæði og þá mun allt
leysast farsællega. Sinntu
hjálparbeiðni sem berst frá
gömlum vini.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það ríður á að þú talir skýrt
og skorinort þannig að sam-
starfsmenn þínir þurfi ekki
að velkjast í vafa um fyrir-
ætlanir þínar. Sýndu tillits-
semi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ættir að láta þér nægja
að einbeita þér að eigin verk-
efnum. Aðrir sjá um sig en
þín verk vinnur enginn fyrir
þig. Vertu ljúfur og lipur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér gengur allt í haginn og
aðrir undrast þessa vel-
gengni þína. Njóttu hennar
en vertu meðvitaður um að
lánið getur verið fallvalt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ef þú vilt styrkja vináttu-
böndin skaltu muna að góðir
vinir geta verið saman bæði í
sorg og gleði. Leyfðu vinum
þínum að umvefja þig kær-
leika.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nú verður þú að hrökkva
eða stökkva því ef þú tekur
ekki af skarið hið snarasta
mun allt fara úr böndunum
og síga á ógæfuhliðina.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
TÍMINN OG VATNIÐ
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
– – –
Vatn, sem rennur
um rauðanótt
út í hyldjúpt haf.
Í dul þína risti
mín dökkbrýnda gleði
sinn ókunna upphafsstaf.
Og sorg mín glitraði
á grunnsævi þínu
eins og gult raf.
– – –
Steinn Steinarr.
70 ÁRA afmæli. Í dag10. júlí er sjötug Sig-
ríður Theodóra Sæmunds-
dóttir, húsfrú, Skarði,
Holta- og Landsveit. Hún
verður heima á afmælis-
kvöldið með kaffi á könn-
unni og þætti gaman að fá að
sjá ættingja og vini.
Hlutavelta
Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr. 4.756 til styrktar
Rauða krossi Íslands. Í efri röð eru María Rut Hinriksdóttir
og Laufey Benediktsdóttir og í neðri röð eru Sóley Bene-
diktsdóttir og Bjarni Pétur Hinriksson.
Morgunblaðið/Ingibjörg
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
STAÐAN kom upp á EM
einstaklinga er lauk í Ohrid í
Makedóníu. Ein skærasta
stjarna mótsins var Judit
Polgar (2678). Hún stóð
undir væntingum þrátt fyrir
skakkaföll í upphafi og lenti
í 3.-4. sæti. Andstæðingur
hennar í skákinni var Karen
Asrian frá Armeníu, er
þurfti að bíta í það súra epli
að lúta í lægra haldi fyrir
ungversku skákdrottning-
unni. 33.Rxg7!
Dæmigerð flétta hjá
Judit. Svartur getur
engum vörnum kom-
ið við. Hann reyndi
33…Rf4 þar sem eft-
ir 33...Kxg7 34.
Dh6+ Kg8 35.Hh3
Rf8 36. g6! He7 37.
gxf7+ Kh8
(37...Hxf7 38.Hg3+
og hvítur vinnur)
38.Hg3 og hvítur
vinnur. Framhaldið
var einfalt fyrir
hvítan: 34.Rxe8
Hxe8 35.Dh6 Dd7
36.Hg1 Rxd5 37.g6! Rxc3+
38.bxc3 Dd3+ 39.Kb2 og
svartur gafst upp saddur líf-
daga. Skákin tefldist í heild
sinni: 1.e4 c6 2.d4 d5 3.f3 e6
4.Rc3 Bb4 5.Bf4 Rf6 6.Dd3
b6 7.Rge2 O-O 8.O-O-O c5
9.a3 c4 10.De3 Be7 11.g4
Bb7 12.Rg3 dxe4 13.g5 Rd5
14.Rxd5 Dxd5 15.fxe4 Db5
16.d5 Rd7 17.Dc3 Hfc8
18.Rh5 Bf8 19.Bd6 e5
20.Bxf8 Hxf8 21.Bh3 Hfe8
22.Hhg1 Rf8 23.Hdf1 Rg6
24.Bf5 Dc5 25.Df3 Hf8 26.c3
Had8 27.Dg3 Bc8 28.Dh3
Kh8 29.Hg4 Bxf5 30.Hxf5
Kg8 31.Kb1 Hfe8 32.Hg3
Dd6 o.s.frv.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
H
la
u
p
a
h
jó
l
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
0
6.
2
00
0
/
M
00
7
Ármúla 40• Sími: 553 5320
H
la
u
p
a
h
jó
lSumar-
smellurinn
Hlaupahjól
Samanbrjótanleg.
Fyrir börn og fullorðna.
Stillanleg hæð á stýri.
Mjúk hjól, góðar legur.
Sumartilboð kr: 6.900.-
Verð áður kr: 11.500.-