Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isSkíðalandsliðið í alpagreinum í óvissuferð/B1 Skagfirðingar ætla sér sigur á landsmóti UMFÍ/B4 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM SKIPSTJÓRUM norsku loðnuskipanna þriggja, sem varðskipið Ægir fylgdi til hafnar á Seyðis- firði á mánudag, var birt ákæra fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær. Skipstjórarnir eru ákærðir fyrir að hafa veitt loðnu innan íslenskrar land- helgi, þegar þeir höfðu tilkynnt að veiðin hafi far- ið fram í grænlensku landhelginni. Þeir kváðust vera saklausir af ákæruatriðum, sögðu að þeirra staðsetningartæki hefðu gefið til kynna að þeir væru innan grænlenskrar landhelgi. Fyrr um daginn var kyrrsetningu skipanna þriggja aflétt, gegn 31,5 milljóna króna tryggingu fyrir sekt, sakarkostnaði og upptöku afla. Eftir að bankatrygging hafði verið afhent lögreglu sigldu skipin áleiðis til Noregs. Útgerð Torsons greiddi tæpar 12 milljónir í tryggingu, útgerð Troms- øybuen tæpar 11 milljónir og útgerð Inger Hildar tæpar 9 milljónir. Í gær fór dómskvaddur matsmaður um borð í skipin til að meta verðmæti aflans, sem var met- inn á 7.500 kr. tonnið. Samtals voru 2.600 tonn af loðnu í skipunum þremur og er verðmæti aflans því um 20 milljónir króna. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið að rannsókn málsins væri lokið. Teldist málið upplýst af hálfu sýslumannsembættisins og væri það dómstóla að ákvarða hvernig því myndi lykta. Í ákæruskjölum segir að skipin hafi verið frá þremur til níu sjómílum innan íslensku landhelg- innar, þótt aflinn hafi verði skráður í þeirri græn- lensku. Gerð er krafa um að þeir verði dæmdir til að þola upptöku andvirði aflans og dæmdir til sekta og greiðslu sakarkostnaðar, að sögn Jón- asar A. Þ. Jónssonar, lögmanns norsku útgerð- anna. Jónas segir að um prófmál sé að ræða, ekki hafi áður verið dæmt í staðsetningarmáli hér á landi og að í ljós eigi eftir að koma hvort ákæruvaldið geti sannað að mælitæki Landhelgisgæslunnar séu réttari en mælitæki norsku skipanna. Fjareftirlit á tölvutæku formi Landhelgisgæslan fylgdist með ferðum skip- anna með fjareftirliti. Einnig voru afladagbækur, leiðabækur og önnur gögn borin saman, að sögn Halldórs Nellett, skipherra og yfirmanns gæslu- framkvæmda Landhelgisgæslunnar. Hann segir að gögn um ferðir skipanna séu til á tölvutæku formi. Einnig segir hann tækin mjög nákvæm og að ekki eigi að vera nein skekkja í þeim. Halldór segir að skipstjóri á Torson, þó ekki sá sami og hefur nú verið ákærður, hafi áður fengið á sig dóm í Noregi og þá hafi fjareftirlit Norðmanna verið notað til að færa sönnur á sekt hans. Jónas segir að þar sé ekki um sambærilegt mál að ræða, þá hafi ferill skipsins á rúmsjó ekki verið rakinn, þar sem skipið hafi aldrei farið úr höfn. Skipstjórinn hafi aftur á móti fullyrt að skipið hafi farið á miðin. Milliþinghald í málinu, sem er þinghald til und- irbúnings aðalmeðferðar, hefst 11. ágúst. Jónas segist búast við því að aðalmeðferð málsins hefjist í september. Hann segir óvíst hvort skipstjór- arnir sjálfir mæti fyrir dómara þegar málið verð- ur dómtekið. Það verði ákveðið í haust og sé ómögulegt að segja til um það á þessu stigi. Tekin hafi verið af þeim ítarleg skýrsla hjá lögreglu og þeir hafi lýst yfir sakleysi við þingfestingu. Skipstjórarnir sögðu í samtali við Morgunblað- ið að þeir teldu að rannsókn málsins hafi tekið alltof langan tíma og engan veginn væri verið að hugsa um þau aflaverðmæti sem í húfi væru. „Vonandi er ekki verið að hefna gamalla harma úr Smugudeilunni,“ sagði Holgeir Angell, skipstjóri Tromsøybuen. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að sjáv- arútvegsráðherra Noregs, Otto Gregussen, sé vonsvikinn yfir því að norsk hringanótaskip hafi verið tekin fyrir brot á veiðireglum í íslenskri landhelgi og að hann telji fulla ástæðu til að reið- ast útgerðarmönnunum. Skipstjórarnir vildu ekki tjá sig sérstaklega um ummæli ráðherrans. „Hann verður að sjálfsögðu að gera það sem hon- um þykir réttast,“ sagði Angell. „Það veldur okk- ur þó vissulega vonbrigðum að hann skuli ekki standa við bakið á okkur.“ Kyrrsetningu norsku loðnuskipanna aflétt gegn rúmlega 30 millj. tryggingu Skipstjórarnir neituðu sök RÚMLEGA tvítugur Fáskrúðs- firðingur, Sigurður Ægir Ægis- son, komst í hann krappann á þriðjudagskvöld þegar sendiferða- bíll sem hann ók rann um 20 metra leið niður snarbratta hlíðina við Vattarnesskriður milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar. Tildrög slyssins voru þau að grjót hrundi á veginn fyrir framan bílinn og aftan. Sigurður Ægir náði ekki að beygja frá og ók á grjótið þannig að sprakk á fram- dekki. Fyrst í stað náði hann að halda bílnum meðfram veginum, utan vegar, en til að bíllinn ylti ekki tók hann stefnuna beint niður skriðurnar. Þarna er mjög stór- grýtt, en honum tókst að halda bílnum á öllum hjólum. Sigurður Ægir var einn í bílnum og slapp án nokkurrar skrámu. Hann segir bíl- inn vera ótrúlega lítið skemmdan. Lögreglan á Fáskrúðsfirði telur það kraftaverk að Sigurði Ægi hafi tekist að koma í veg fyrir að bíllinn ylti. „Ég hlýt að hafa fengið ein- hverja hjálp við þetta,“ segir Sig- urður Ægir. Hann segist ekki hafa verið hræddur, en hafi þó fengið svolítið áfall eftir á. „Ég var bara feginn að sleppa heill,“ sagði hann. Sigurður Ægir er atvinnubíl- stjóri og ekur fyrir Samskip. Þeg- ar Morgunblaðið náði tali af hon- um var hann kominn aftur undir stýri og segist hann ekkert vera smeykur við að fara skriðurnar þrátt fyrir óhappið. Hann segir skriðurnar þó vera leiðinlegar, þar sé mikið grjóthrun og á veturna falli þar oft snjóflóð. Til stendur að gera göng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, en Sigurði Ægi finnast göngin ekki koma nógu snemma. „Ég veit ekki eftir hverju þeir eru að bíða. Það á bara að fara af stað með borinn, það hafa nokkur banaslys orðið þarna,“ segir hann. Lögreglan segir að mikið hafi verið um grjóthrun úr klettunum fyrir ofan veginn á þessum kafla nú í vor og í sumar. Sendiferðabíll rann um 20 metra leið niður snarbrattar skriður Kraftaverk að bíllinn valt ekki                                              INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir segir til greina koma að skoða flutn- ing hinnar staðbundnu löggæslu frá ríkinu til borgarinnar. Í nýútkominni skýrslu samstarfs- hóps um miðborgarmál kemur fram að ofbeldisverkum í borginni hafi fjölgað verulega á undanförnum ár- um og sérstaklega þeim sem eru al- varlegs eðlis. Ingibjörg bendir í þessu sambandi á samþykkt borgar- ráðs um að þjónustuþörf borgarbúa fyrir löggæslu verði metin. Í skýrslunni er sett fram sú hug- mynd að það verði tekið til athug- unar hvort löggæsla í Reykjavík flytjist frá ríki til borgar ef lögreglan getur ekki veitt þá þjónustu sem borgaryfirvöld telja nauðsynlega til að unnt sé að tryggja öryggi borg- aranna. Ingibjörg segir athugandi að skoða þessa hugmynd nánar. „Árið 1995 óskuðum við eftir viðræðum við dómsmálaráðuneytið um að flytja hina staðbundnu lögreglu til borg- arinnar og vildum gera það sem lið í verkefni reynslusveitarfélaga,“ segir hún. „Því var reyndar hafnað á þeim tíma en ég tel að það komi alveg til álita að skoða það aftur vegna þess að ég tel að það sé orðin uppsöfnuð óánægja hjá borgarbúum og raunar borgaryfirvöldum með löggæslumál- efni í borginni því lögreglan hefur ekki nægan styrk til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem hún þarf að sinna. Það þarf einfaldlega að efla löggæsluna.“ Ekki samboðið neinu samfélagi Í skýrslunni er nokkuð komið inn á þau vandræði sem stafa af geðfötl- uðum einstaklingum og ógæfumönn- um sem eiga ekki í nein hús að venda. Í ályktun sem Geðhjálp hefur sent frá sér segir að sumarlokanir geðdeilda komi hart niður á geðsjúk- um og aðstandendum þeirra. „Ef um er að ræða geðfatlaða ein- staklinga þá er það ekki samboðið neinu samfélagi að það fólk sé á göt- unni,“ segir Ingibjörg um þetta. „Heilbrigðis- og félagsþjónustan verða að taka sameiginlega á því máli.“ Borgarstjóri um löggæslumál í borginni Má skoða hvort lög- gæslumál yrðu á forræði borgarinnar  Grófum líkamsmeiðingum/14 Á SUÐURLANDI vinna bændur hörðum höndum við heyskap þessa dagana, enda brakandi þurrkur. Á flestum bæjum voru bændur og búalið úti við í gær og nýttu góða heyskapartíð en myndin er tekin við Hlíðarenda í Ölfusi. Næsta sólarhringinn segir Veð- urstofa Íslands að gera megi ráð fyrir skúrum á Suðurlandi og setur það vonandi ekki of mikið strik í reikninginn hjá bændum, enda hafa þeir örugglega nýtt vel blíðuna undanfarið. Veðurstofan gerir ráð fyrir vætu eftir helgi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brakandi þurrkur á Suðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.