Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MYNDVARPI TIL SÖLU Mjög öflugur – dregur 35-40 metra Allar upplýsingar gefur Vilhelm í síma 892 0413 FRAMKVÆMDIR við jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hófust í byrjun vikunnar þegar hafist var handa við að leggja veg út í ósinn í Ólafsfirði, en sá vegur verður not- aður til að hægt verði að undirbúa smíði brúarinnar yfir ósinn. Starfs- menn Vegagerðarinnar komu svo í kjölfarið til að hefja rannsóknarvinn- una við ósinn. Þetta er fyrsti sýnilegi vottur þess að jarðgöngin verði að veruleika. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Starfsmenn Vegagerðarinnar hófust handa við að leggja veg yfir ósinn í vikunni, en þar með hófust framkvæmdir vegna fyrirhugaðra jarð- ganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Vegur lagður út í ósinn í Ólafsfirði Vottur um að göng verði að veruleika REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að kaupa tvær slökkvibif- reiðar af MT-bílum í Ólafsfirði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Kaupverðið er um 39 milljónir króna. MT-bílar áttu lægsta tilboðið í smíði slökkvibifreiðanna. Tvö önnur tilboð bárust. Þar var um innflutta bíla að ræða en þeir hafa verið nánast einráðir á markaðnum þar til nú. Bílana á að afhenda árið 2002 og 2003. Sigurjón Magnússon hjá MT-bílum segir ánægjulegt og jákvætt að Reykjavíkurborg skuli hafa ákveðið að taka tilboði frá innlendu félagi. Þetta verkefni renni styrkari stoðum undir starfsemi fyrirtækisins því smíði hvors bíls taki 6–7 mánuði. Nú er verið að leggja lokahönd á smíði stórrar slökkvibifreiðar fyrir slökkviliðið í Grundarfirði og verður hún afhent um næstu helgi. Næst á dagskránni er smíði slökkvibifreiða fyrir slökkviliðið á Akranesi og í Ólafsfirði. Þá segir Sigurjón að verið sé að smíða sýningarbíl til að fara með um landið. Sigurjón gerir ekki ráð fyrir að þurfa að fjölga starfsmönnum þrátt fyrir aukin verkefni en hjá fyr- irtækinu starfa sjö manns. Hins veg- ar segir hann að smíði heitra potta og báta úr trefjaplasti, sem fyrirtækið var byrjað á, verði slegið á frest, og starfsmenn einbeiti sér að smíði slökkvibifreiðanna á næstu mánuð- um, hvað sem síðar kunni að verða. Smíðin tekur um 7 mánuði og kaup- verð er 39 milljónir Ólafsfjörður Reykjavíkurborg kaupir tvo slökkvibíla frá MT-bílum MIKLIR fagnaðarfundir urðu þeg- ar dísarfuglinn Dísa komst aftur heim til sín eftir að hafa verið týnd- ur í fimm sólarhringa. Fuglinn, sem er 14 ára gamall, hefur verið í eigu Brynhildar Egg- ertsdóttur í 11 ár, en hefur verið í fóstri hjá afa hennar og ömmu þar sem hún býr nú í Danmörku. Bróðir hennar, Einar Már, sem er jafnaldri fuglsins, hefur einnig verið tryggur vinur Dísu og tók hann hvarf henn- ar í síðustu viku nærri sér. Dísa flaug frá heimili sínu í Skarðshlíð á miðvikudag í síðustu viku og sást hún síðar í Kotárgerði, en það var svo um helgina sem íbú- ar hússins við Aðalstræti 66 urðu fuglsins varir í garði sínum og héldu fyrst að þar væri svala á ferð. Lögðu þeir mikið á sig við að hand- sama fuglinn, en án árangurs fyrr en þeir fóru með lítinn páfagauk í búri út í garð að þá lét Dísa lokkast og kom að búrinu. Greinilegt var að hún var mjög þyrst en að öðru leyti þokkalega á sig komin eftir margra kílómetra ferðalög um bæinn síð- ustu daga. „Ég er mjög feginn að hún er fundin, mér fannst óþægilegt að vita af henni úti og fullt af köttum út um allt,“ sagði Einar Már. Dísa fannst eftir fimm sólarhringa Morgunblaðið/Rúnar Þór Páfagaukurinn Dísa kominn aft- ur heim. Hér er hann með glöð- um jafnaldra sínum, Einari Má. FJÖGUR tilboð bárust í nýja stóla- lyftu í Hlíðarfjalli, en bæjarráð sam- þykkti fyrir nokkru að leita tilboða í nýja lyftu. Bæjarráð mun í dag, fimmtudag taka ákvörðun um hvort ráðist verði í að setja upp nýja lyftu í stað þeirrar sem fyrir er, en hún er 34 ára gömull og hennar tími liðinn að sögn Guðmundar Karls Jónsson- ar forstöðumanns í Hlíðarfjalli. Leitner á Ítalíu átti lægsta tilboði, um 87 milljónir króna, þá bauð Doppelmayr í Austurríki 92 milljónir króna, tilboð frá Poma Galski hljóð- aði upp á 99 milljónir króna og Gara Venta í Sviss átti hæsta tilboðið, 133 milljónir króna. Guðmundur sagði þetta öll helstu fyrirtækin á þessu sviði, allt traust fyrirtæki með góðar lyftur. Tilboðin hafa verið yfirfarin og er nú verið að skoða tvö þau lægstu, frá Leitner og Doppelmayr, en Guðmundur Karl sagði að verð á lyftunum væri eitt og flutningsgetan annað. Þannig annaði stólalyftan frá Leitner 1800 manns á klukkustund en lyfta Doppelmayr flytur 2216 manns á klukkustund. Vetraríþrótta- miðstöðin á Akureyri Leitner átti lægsta tilboð í stólalyftu TRÍÓ Reynis Sigurðssonar leikur í Deiglunni í kvöld, kl. 21.30. Reynir er slagverksleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og leikur jöfnum hönd- um klassíska tónlist, djass og dæg- urlög. Hann lék á víbrafón á Hótel KEA á 6. áratugnum við góðan orðs- tír og leikur á hann á tónleikunum. Með Reyni leika þeir Eðvarð Lár- usson á gítar og Birgir Bragason á kontrabassa en báðir eru hagvanir á djassvangi Akureyrar og léku á síð- asta listasumri. Tríóið hefur aflað sér vinsælda með leik sínum við ýmis tækifæri, s.s. á tónleikum, í afmæl- um, í brúðkaupum, á kynningum hjá fyrirtækjum og við ráðstefnuhald. Á efnisskránni eru lögin af stofni blúsins, ballöðunnar, bossanova og bebops í bland við norrænar alþýðu- perlur. Aðgangseyrir er 500 kr. Tríó Reynis Sigurðssonar leikur ♦ ♦ ♦ UMSE, Ungmennasamband Eyjafjarðar, sendir 75 keppend- ur til leiks á Landsmót UMFÍ sem stendur yfir á Egilsstöðum fram á sunnudag, 15. júlí. Auk þess taka 16 börn á aldrinum 11 til 14 ára þátt í „æskuhlaupi“ sem fram fer í tengslum við landsmótið. Mikill meirihluti keppenda UMSE á mótinu er úr Dalvík- urbyggð, og má þar nefna körfuboltalið, blaklið, sundlið, skákmenn og keppendur í hestaíþróttum. Þá eru nokkrir frjálsíþróttamenn héðan sem og keppendur í starfsíþróttunum sívinsælu. Meðal keppenda er Friðgeir Jóhannsson sem nú er á 81. aldursári, en hann keppir í hestadómum. Reyndar keppa fjórir ættliðir á mótinu; Frið- geir, börn hans Stefán og Ragnheiður, Ómar sonur Ragn- heiðar og dóttursonur Stefáns, Eyþór, sem er 12 ára gamall. Milli Friðgeirs og langafa- barnsins Eyþórs eru því tæp 70 ár, og mjög til efs að önnur íþróttafélög geti státað af ann- arri eins breidd í keppnishópum sínum. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Stefán, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Friðgeir, Ómar Sævarsson, Sævar Ingason og Ragnheiður sem öll taka þátt í landsmótinu. Fimm ættliðir á Landsmót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.