Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sirrý frænka okkar er á leiðinni upp bratt- ann, leiðin er erfið en hún gefur sér tíma til að huga að því sem er nær, bæði blómum og mannfólkinu. Hún lýtur niður og hvíslar „Drekktu ekki svona mikið vatn. Þú missir kraftinn.“ Hópur úr Ferðafélagi Íslands er á leið á Hornbjarg á sjóðheitum júlídegi sumarið 1967. Sirrý er lengst af á hælum fararstjórans, Einars Guð- johnsens, efst í einstiginu og hreyf- ingarnar bera vott um óþolinmæði þegar staldrað er við. Vatnsdrykkj- an hefndi sín og Sirrý beið þess að ég jafnaði mig. Skömmu seinna var hún aftur í fararbroddi og nálgaðist bjargbrúnina en hafði þó gefið sér tíma til að láta foreldrana vita hvað 16 ára unglingnum leið. Á fjalls- toppi biðu systurnar þrjár Sirrý, Lillý og Stína ásamt Haraldi Matthíassyni, föður mínum og hug- hreystu þau stelpuna sem staulað- ist lokaskrefin. Líkt og í þetta sinn lagði Sirrý oft lykkju á leið sína við að aðstoða aðra og var næm á líðan samferðamanna sinna hvar sem hún fór. Á hálfsmánaðar göngu um Horn- strandir sá ég hliðar á Sirrý móð- ursystur minni sem ég hafði heyrt af en ekki reynt sjálf. Ég þekkti frá SIGRÍÐUR ELÍN ÓLAFSDÓTTIR ✝ Sigríður ElínÓlafsdóttir fædd- ist í Reykjavík hinn 1. febrúar 1911. Hún lést í Sjúkrahúsi Suð- urlands 25. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 3. júlí. barnæsku fínlegu kon- una, ávallt glaða og glæsilega búna í fjöl- skylduveislum, sem færði með sér ein- staka hógværð en jafnframt reisn. Heima fyrir mætti hún sínu fólki með hlýju og fágætri um- hyggjusemi. Í óbyggðinni birtist ný Sirrý hlaðin enda- lausri orku og frelsi sem fjallablærinn veitti henni og sú kona gat verið hörð af sér og metnaðarfull. Hún var þögulli en endranær undir lok strangrar fjórtán tíma dagleiðar upp og niður fjöllin en þegar fegurð Aðalvíkur birtist böðuð í kvöldsólinni fyrir neðan okkar, ljómaði hún í kapp við sólina. Um það leyti sem við hin skriðum í pokana baðaði hún sig í sjónum eftir að hafa hugað sam- viskusamlega að farangrinum. Þar eins og heima fyrir var snyrti- mennskan í fyrirrúni. Ég skildi í þessari ferð, hvaðan Sirrý kom þrautseigjan að búa í stríðshrjáðu Englandi með nýfæddan son til þess að gera hitt mann sinn Maur- ice í þeim stuttu leyfum sem hann fékk úr stríðinu sem geisaði. Og kjarkinn skorti Sirrý ekki til að sigla með fiskiskipum sem þræddu á milli tundurdufla ljóslaus á leið- inni frá Englandi til Íslands. Þetta var eina leiðin til að komast undan sprengjum Þjóðverja. Sirrý þurfti á öllum þessum eiginleikum að halda til að standa af sér élin og ekki síst þegar leið að hjónaskiln- aði hennar og Maurice og síðar þegar Davíð, einkasonur hennar og augasteinn, lá á mörkum lífs og dauða eftir umferðarslys. Vönduð skapgerðin bar hana yfir þá hjalla eins og aðra. Sumir kynntust Sirrý sem hóg- værri, kurteisri og glaðværri konu sem aldrei vildi nokkurn mann styggja. Það kom ósjaldan fyrir að ég bauð henni að sitja í bíl með okkur Steinunni inn í Laugardal á leið okkar á Rauðalækinn. Hún þáði það örsjaldan og síðar skildi ég að það var af kurteisi við mig. Hún kaus að ganga hversu vott eða napurt sem veðrið var og alltaf létt og frískleg í fasi. Þeir sem nutu sambýlis og skyldleika við Sirrý nutu einnig hlýju hennar, fróðleiks og háttvísi. Fjölskylda Davíðs naut þessa eðlilega umfram aðra og hún kynntist jafnframt örlæti Sirrýar sem átti sér fáar hliðstæður. En öll þekktum við að hún hafði til að bera bæði einurð og festu til að fylgja málum til loka. Allir sem vildu gátu séð, að hún breytti ekki háttum sínum vegna skoðana ann- arra kysi hún að hafa þann háttinn á og hún hafði þor og sjálfstæði til að leyfa sér að vera náttúrubarn í borg. Sigríður Elín hafði skap og upp- eldi til að taka lífinu eins og það bar að og væri það strangt hafði hún lag á að leiða talið að hugð- arefnum sem færðu henni gleði eða daglegum atvikum sem vöktu hlát- ur. Við Jóhanna systir kynntumst því árin okkar á Njálsgötunni að hið sama gilti um þær Líllý og Sirrý og um Stínu móður okkar, að þau örfáu skipti sem erfiðir tímar voru færðir í tal var það einungis til að við gætum af því skilið og lært. Við þökkum Sirrý móðursystur okkar samfylgd og hlýhug sem við ásamt fjölskyldum okkar nutum ríkulega. Hvort heldur ferðinni er heitið í gullna Aðalvík eða á snjó- bjartar breiður, þá farðu heil. Þrúður og Jóhanna Haraldsdætur. Elskuleg systir mín, hún Inga, er látin. Langar mig til að minn- ast hennar í fáeinum orðum. Andlát Ingu bar brátt að og kom öllum á óvart, jafn- vel þótt hún hefði ekki gengið heil til skógar síðastliðin tólf ár. Inga var þakklát fyrir hvern dag sem hún gat verið með fjölskyldu sinni frá því að veikindin settu mark sitt á lífshlaup hennar. Góðar minningar og myndir sreyma fram í hugann frá æskuárum okkar. Inga fæddist í Hafnarfirði og var sú þriðja í röð sex systkina. Móð- ir okkar var heilsulítil og þurfti oft að fara á sjúkrahús. Þá þurfti að koma stórum barnahópi fyrir hjá góðu fólki hér og þar. Inga fór einatt til ömmu og afa í Miðtúni 17 og svo varð úr að hún ólst þar upp frá sjö ára aldri og gekk í Laugarnesskóla. Það var tilhlökkun hjá mér í hvert sinn sem ég fékk að fara í heimsókn til Ingu hjá ömmu og afa og gista hjá þeim. Þá sungum við Inga saman fyrir ömmu og afa og Inga spilaði undir á gítar. Uppáhaldslagið henn- ar ömmu var „Blátt lítið blóm eitt er“. Það voru líka sett á svið mörg INGVELDUR GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR ✝ Ingveldur Guð-rún Finnboga- dóttir fæddist 6. apríl 1936 í Hafnarfirði. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Núpa- lind 2, hinn 1. júlí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Bú- staðakirkju 6. júlí. leikritin með frænd- systkinum okkar á efri hæðinni. Amma og afi bjuggu í húsi sonar síns, Eyjólfs frænda. Inga kom líka oft til okkar systkinanna í firðinum. Þessara sam- verustunda er ljúft að minnast og margt skemmtilegt sem kem- ur upp í hugann. Inga giftit ung Pálma Viðari frá Akur- eyri og eignuðust þau saman þrjú börn með stuttu millibili. Þá var nóg að gera. Inga var sterk og dug- leg kona og vann utan heimilis eftir að börnin urðu sjálfbjarga. Vinnu- dagurinn var þá oft langur og í mörg horn að líta. Fyrir um tólf árum veiktist Inga alvarlega, en engu að síður hélt hún áfram að taka fullan þátt í heimilishaldinu með eigin- manni, börnum og barnabörnum og sýndi þar bæði kjark og viljastyrk. Inga og Viðar bjuggu mestan hluta ævi sinnar í Reynihvammi í Kópavoginum, en fluttust í nýja íbúð í Núpalind 2 í nóvember 1999. Nýja íbúðin þeirra bar skýrt vitni um snyrtimennsku þeirra hjóna. Þessa síðustu mánuði undu þau sér þar vel og voru sérlega samhent og glöð saman. Við Birgir sendum Viðari og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ingu systur og þökkum við henni fyrir allt og allt. Auður Hanna. Elsku mamma. Mig langar í nokkrum orð- um að minnast minnar ástkæru móður sem fallin er frá eftir 14 ára erfið veikindi. 2. júlí 1987 mun ég seint gleyma því að þann dag var ég stadd- ur erlendis og þú fórst í erfiða að- gerð til að láta fjarlægja æxli í höfð- inu. Sama dag kynntist ég konunni minni Guðrúnu. Það fannst þér alltaf svolítið sniðugt að ég skildi ná mér í konu sem heitir Guðrún þá voru komin Gústi og Gunna yngri. GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR ✝ Guðrún Kjart-ansdóttir fædd- ist í Hafnarfirði hinn 1. febrúar 1943. Hún lést 3. júlí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 6. júlí. Minning mín frá æsku árunum mun allt- af standa upp úr, þar sem þú varst alltaf heima og alltaf var hægt að leita til þín, þegar þú eltir mig út um allar trissur og tróðst mér í hlý föt sem ég var alltaf fljótur að rífa utan af mér. Einnig er mér mjög minnistætt þegar Kjartan og Birna bjuggu í bílskúrnum á Smáraflötinni og áttu von á þínu fyrsta barna- barni þú beiðst spennt og loksins fæddist stúlka og ekki minnkaði stoltið þegar hún var skýrð Guðrún og var hún því alnafna þín, síðan liðu nokkur ár og fæddust ömmustelpurnar þá hver af annarri og þegar þú kvaddir þennan heim voru þær orðnar sex (eins og þú þráðir að eignast stelpu sjálf). Þú sást um að koma okkur strákunum í heiminn en við færðum þér stelpurn- ar. Elsku mamma þú hefur staðið þig eins og hetja öll þessi ár og ekki má gleyma pabba sem hefur staðið þér við hlið eins og klettur og á hann heiður skilið, það hefðu ekki allir þol- að það álag. Elsku mamma, amma og tengdamamma, sporin sem þú tekur nú á himnum eru létt enda orðin eng- ill eins og Karen og María segja. Við kveðjum þig með miklum söknuði og þökkum fyrir þann tíma sem þú gafst okkur með þér. Minningin lifir í hjörtum okkar. Þín ástkæru, Gústav, Guðrún, Karen og María. Vinkona okkar, Guðrún Kjartans- dóttir, er látin. Hún sofnaði svefn- inum langa 3. júlí eftir baráttu við sjúkdóm sem er búinn að marka spor á líkama og sál hennar í tæp fimmtán ár. Sárt er þegar fólk á besta aldri fellur í valinn, fullt af lífsvilja, en ekkert er við ráðið. Við hjónin kynntumst Gunnu og Gústa fyrst er þau komu á reiðnám- skeið til okkar með hagaljómana sína þá Faxa og Fífil sumarið 1975. Úr því varð vinátta við þessi elskulegu hjón, með sína glaðværð og „húmor“, og þar með órofa tryggð í gegnum árin. Margar ánægjustundir áttum við saman en eftir að Guðrún veiktist urðu þáttaskil en vináttan hélst eftir sem áður og færðist yfir í, jafnvel, dagleg símtöl og skrafað um heima og geyma. Það var fastur liður í vin- áttu síðustu ár og viss söknuður er þegar þau eru ekki lengur til staðar. Guðrún átti og rak Snyrtihöllina í Garðabæ ásamt manni sínum um árabil. Hún var sannkallaður fagur- keri. Það sem einkenndi hana var smekkvísi og hennar létta lund, glað- værð og glettni. Hún var alltaf tilbú- in að leita að hinu góða og jákvæða í öllu. Bjartsýni á bata hafði hún lengst af eða allt þar til yfir lauk. Elsku Gústi, megi góður guð styðja þig og fjölskyldu þína í sorginni. Við hjónin sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Rosemarie og Sigfús. ,'            *      (:.5(, (:.5( /0:0 4(# #/8#"$DE        9         5      ./   .//0 =)         #    #      !   4  ! !   & !  "' 3 " 27 35' #4"" $    3  #4"" "23& " "$ #4"" *)##" " 7# #4"  $ %#" #4<  #4"" $ %#%# " ""#  #4"     " ! !&  ! ! !& '                    !"  #!$           !! "#     $    $     % &   &&   '  ( %)  '    &   % & #!!  "$' ($$ )&!* !$ +', !        !    & $'   !! &   !  !-. !/ $' 0' !!  $' 1!! .2(  !! , !,# !2 3    #       #   %       #        )   ) ) "  '  *:-(2*,(((.+,, * 8 #;B! ( $7    "     6          >"          A' 3 "  "$ ')#"" ( <' 4 " #%  #$"   (' "$ " #  2'23 " <$7"' "$ " )# ' "$ ""  !3&*'( " 5 *'( "  ! '( "  3 )30#4""  8# '+" "  4   4 "" )# )3"    "$ " " $  ' Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.