Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 49 FÁ garðtré í ræktun á Íslandi eru jafn glæsileg í blóma og gullregnið. Heiðgulir blómklasarnir lýsa upp umhverfið og geta jafnvel bætt garðeigendum upp sólarleysi þegar svo ber við. Gullregn eru af ertubauna- ættinni, Fabaceae og eru því skyld merkilegum plöntum eins og lúpínunni. Plöntur af þessari ætt eru með sambýli við niturbindandi bakteríur á rótinni en bakteríur þessar binda köfn- unarefni (N) úr andrúmsloftinu. Köfnunarefni er eitt af mikilvæg- ustu næringarefnum plantna og eru plöntur ertubaunaættarinnar því komnar vel á veg í sjálfsþurft- arbúskapnum. Bakteríurnar láta plöntunum köfnunarefni í té í skiptum fyrir sykrur og önnur næringarefni sem plönturnar taka annars vegar upp úr jarðvegi og framleiða hins vegar sjálfar með ljóstillífun. Innan Laburnum ættkvíslarinn- ar eru tvær tegundir sem þrífast villtar í náttúrunni. Þær eru fjallagullregn, Laburnum alpinum og strandgullregn, Laburnum anagyroides. Báðar þessar teg- undir eiga heimkynni sín í Mið- og Suður-Evrópu. Hér á landi hefur fjallagullregnið verið rækt- að um áratugaskeið og reynst harðgert og blómviljugt. Munur- inn milli þessara tegunda er eink- um fólginn í vaxtarlaginu. Fjalla- gullregnið getur orðið allt að 10 m hátt hérlendis en strandgullregnið, sem er nú sjaldséð á Íslandi, er mun minna, einungis 5-6 m á hæð. Blóm fjallagullregns eru minni og dekkri á lit en blóm strandgull- regns, en blómklas- ar fjallagullregnsins eru lengri. Aldin gullregna eru fræ- belgir sem innihalda dökk, nærri því svört fræ. Fjalla- gullregn er yfirleitt margstofna og getur króna trésins orðið mjög umfangsmikil. Gullregn vilja fremur sendinn jarðveg og er nauðsynlegt að gróðursetja þau á sólríkum stað í garðinum ef þau eiga að blómstra mikið og vel. Plöntur eiga ekki gott með að taka til fótanna ef voða ber að greinum. Þær hafa því þróað aðr- ar aðferðir til að bregðast við áreiti af ýmsum toga. Gullregn framleiðir annars stigs efni af flokki alkaloida og eru þessi efni eitruð. Efni þessi eru aðallega staðsett í berki og fræjum þótt öll plantan sé í raun eitruð. Af þess- um sökum er ekki talið mjög heppilegt að leggja sér gullregn til munns. Eitrun af völdum gull- regnsáts getur meðal annars kom- ið fram sem sviði í munni, upp- köst, niðurgangur, kaldur sviti, höfuðverkur, útvíkkuð sjáöldur, svimi og öndunarerfiðleikar. Í ná- grannalöndum okkar eru þekkt ýmis dæmi um eitrun í húsdýrum en sem betur fer er slíkt sjald- gæft. Börn eru oft spennt fyrir því að smakka það sem náttúran hefur upp á að bjóða og eru því í sérstökum áhættuflokki gagnvart gullregni. Það verður þó að segj- ast eins og er að börn í íslensku umbúðaþjóðfélagi eru ekki líkleg til að leggjast á beit í gullregnið, fræbelgirnir eru loðnir og lítt spennandi til átu. Þó er full ástæða til að vara börn við því að leggja sér fræin til munns, talið er að 2 fræ séu nóg til að fram- kalla eitrunareinkenni. Öllu er haganlega fyrir komið í nátt- úrunni, gullregnið passar upp á fræin sín með því að gera þau óæt og tryggir þannig afkomu tegund- arinnar. Önnur afleiðing eitur- efnaframleiðslunnar er sú að mjög lítið er um óboðna gesti á borð við skorkvikindi á gullregni. Til er blendingur milli strand- gullregns og fjallagullregns sem ýmist er kallaður garðagullregn eða blendingsgullregn, Laburnum x watereri. Blendingsgullregn sameinar helstu kosti beggja for- eldra sinna, blómklasarnir eru langir eins og hjá fjallagullregni og blómin stór eins og hjá strand- gullregni. Yrkið Laburnum x watereri ‘Vossi’, sem er upprunnið í Hollandi um 1875, er sérstaklega verðmæt garðplantna. Það er ágrætt og blómstrar því strax en fjallagullregn blómstrar ekki fyrr en það verður kynþroska allt að 15-20 ára gamalt. Blómklasar ‘Vossii’ yrkisins geta orðið allt að 50 cm langir. Einn af aðalkostum blendingsgullregns er sá að það myndar örsjaldan fræ og þá ein- ungis örfá í einu en fræin eru ein- mitt eitraðasti hluti gullregna. Nokkuð hefur borið á því að gullregn lifna seint og illa á vorin, sum bæra jafnvel ekki á sér fyrr en langt er liðið á sumar. Svo virðist sem kuldakast á þeim tíma þegar brumin eru að byrja að þrútna, frá miðjum maí fram í byrjun júní, hreki plönturnar aftur í vetrardvala og tekur það þær nokkrar vikur að hrista af sér dvalaslenið. Plöntur sem lifna svona seint geta vissulega orðið fyrir haustkali en það virðist ekki vera alvarlegt. Gullregn eru stórglæsileg tré og ættu vera í sem flestum görð- um. Óþolinmóðir garðeigendur á barneignaraldri geta valið sér blendingsgullregn sem blómstrar strax og er ófrjótt en þeir sem vilja taka lífinu með ró geta setið í skugga fjallagullregnsins og beðið eftir blómunum. Guðríður Helgadóttir. Blendingsgullregn, Laburnum x watereri ‘Vossi’. GULLREGN VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 444. þáttur LABURNUM DONNIE Swaggart frá Jimmy Swaggart Ministries er væntanleg- ur til landsins í vikunni. Jimmy Swaggart Ministries er með trú- boðsstarf í meira en þrjátíu þjóð- löndum. Trúboðsstarfið er þekkt- ast fyrir sjónvarpsþátt sem það framleiðir og sýndur er vikulega víða um heim. Þátturinn hefur ver- ið sýndur á sjónvarpsstöðinni Omega um eins árs skeið. Donnie Swaggart mun predika á samkom- um í Krossinum í Kópavogi á föstu- dagskvöld kl. 20.30, laugardags- kvöld kl. 20.30 og á sunnudaginn kl. 16.30. Safnaðarstarf Áskirkja Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Söngstund kl. 14-15 í neðri safnaðarsal. Kristján Sig- tryggsson organisti leiðbeinir og stýrir hópnum. Allir hjartanlega velkomnir til að syngja eða hlusta. Boðið upp á kaffi á eftir. Mikið spjallað og stundum tekið í spil. Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12-12.30. Hlín Pétursdóttir sópran og Kári Þormar orgel. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur and- artak frá til þess að eiga stund með guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkominn. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. All- ir velkomnir. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr- ir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Von- arhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstund- irnar verða áfram í sumar kl. 22 í Vídalínskirkju. Hressing á eftir. Samkomur í Krossinum með Donnie Swaggart FRÉTTIR um stuðning frá kirkjunni til að ráða mann í eitt ár til að vera fram- kvæmdastjóri yfir endurskoðuninni með nefndinni og jafnframt skóla- stjóri skólans,“ segir Hörður. Til stendur að skoða mögulega þró- un eða breytingu á starfi söngmála- stjóra næsta árið, meðal annars með tilliti til þess að nú er að taka til starfa tónlistardeild við Listaháskóla Ís- lands og þess að mikil eftirspurn hef- ur verið eftir námskeiðum og fjar- kennslu fyrir organista sem starfa úti á landi. Einnig þarf að skoða hvað kirkjan vill og getur látið renna til þessa málaflokks. STJÓRN Tónskóla þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að fresta því að auglýsa embætti söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar laust til umsóknar, en Haukur Guðlaugsson, núverandi söngmála- stjóri, lætur af störfum í sumar eftir 27 ára starf. Kristinn Örn Kristins- son, píanóleikari og tónlistarkennari, hefur verið ráðinn til að sinna starfi skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar sem söngmálastjóri hefur gegnt, og vinna auk þess ásamt stjórn skólans að endurskoðun á stöðunni. Kirkjuráð skipaði fyrir skömmu nýja stjórn skólans samkvæmt nýjum starfsreglum um söngmál og tónlist- arfræðslu á vegum þjóðkirkjunnar. Hörður Áskelsson, formaður stjórnarinnar, segir að hlutverk söng- málastjóra þjóðkirkjunnar sé að vera samræmingaraðili fyrir organista í landinu og veita þeim upplýsingar og uppörvun en söngmálastjóri hefur jafnframt verið skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem verðandi organistar fá menntun. Stofnanir kirkjunnar í endurskoðun Að sögn Harðar fer nú fram endur- skoðun á stofnunum kirkjunnar og því hafi verið ákveðið að nota tæki- færið við mannaskipti nú til að endur- skoða stöðu söngmálastjóra og verð- ur það í verkhring stjórnar skólans að vinna að henni. Auk Harðar sitja í stjórninni þau Kristján Valur Ingólfs- son og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Stjórnin hóf störf í mars og fékk það hlutverk að velja eftirmann Hauks. „Hins vegar sáum við strax að nokkurn tíma þyrfti til að sinna þeirri skoðun á stöðunni sem okkur var ætl- að að gera. Því lögðum við til, og feng- Tónskóli þjóðkirkjunnar Nýr skólastjóri ráð- inn til skemmri tíma SKÓLASLIT Rafiðnaðarskólans og útskrift nemenda fór fram 15. júní s.l. Að þessu sinni voru út- skrifaðir 136 nemendur. Athöfnin fór fram í Salnum í Kópavogi. Útskrifaðir voru nemendur af eftirtöldum brautum: Tölvu- og rekstrarnám 25 nemendur, „Ertu kennari og viltu verða tölvukenn- ari?" 12 nemendur, MCP braut 65 nemendur, Umsjón og rekstur tölvukerfa 15 nemendur, Tölvu- og kerfisfræði 19 nemendur. Þessar námsbrautir eru frá því að taka eina önn og upp í það að standa yfir í tvö ár eins og Tölvu- og kerfisfræðin. Þrjár síðasttöldu námsbrautirnar eru til undirbún- ings alþjóðlegum prófgráðum frá Microsoft og CompTIA s.s. A+, Network+, MCP eða MCSE. „Hér voru í fyrsta skipti útskrif- aðir nemendur af MCP braut en það er ein af nýjum námsbrautum við skólann sem sett var upp eftir að Rafiðnaðarskólinn fékk vottun frá Microsoft s.l. haust sem CTEC tæknikennslusetur. Næsta skólaár verður MCP braut ásamt fleiri námsbrautum sem leiða til al- þjóðlegra viðurkenninga kennd undir nafni CTEC á Íslandi. Sá skóli verður starfræktur í glæsi- legu húsnæði í Faxafeni 10 og er í eigu Rafiðnaðarskólans. CTEC á Íslandi er eini skólinn hér á landi með vottun frá Microsoft en einn- ig er skólinn í samstarfi við CISCO systems auk þess að vera Prometric prófamiðstöð. Við athöfnina spiluðu flautu- leikararnir Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau nokkur lög. Athöfnin var bæði í senn hátíðleg og glaðleg þar sem nemendur voru að uppskera laun erfiðis síns. Margir hafa þó ekki sagt skilið við skólann heldur munu sækja nám á framhaldsnámsbrautum að loknu sumarfríi. Á þessu skólaári höfðu einnig um 50 nemendur lokið námi af námsbrautunum Tölvur og vinnu- umhverfi 1 og 2. Auk þess stund- uðu fjölmargir nemendur nám á styttri námskeiðum skólans,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá Rafiðn- aðarskólanum. Skólaslit Rafiðnaðarskólans Útskriftarnemar í tölvu- og kerfisfræði, sem er tveggja ára nám. Í fimmtudagskvöldgöngunni 12. júlí á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum mun Skúli Skúlason skólastjóri Hólaskóla fjalla um lífríki Þingvalla- vatns. Skúli ásamt öðrum hefur um langt árabil stundað rannsóknir á líf- ríki Þingvallavatns þar sem sýnt hef- ur verið fram á hversu fjölbreytt líf- ríki vatnsins er og hvað það er sem greinir Þingvallavatn frá öðrum stöðuvötnum í veröldinni. Farið verður frá bílastæði í Vatns- viki í norðausturhorni Þingvalla- vatns og gengið með vatninu. Gang- an hefst kl. 20:00 og tekur um eina og hálfa klukkustund og er ókeypis að- gangur. Nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustumiðstöð Þjóð- garðsins. Fræðst um lífríki Þing- vallavatns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.