Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ DIABOLUS, risastór hljóðpípu- gangur Finnboga Péturssonar, vakti verðskuldaða athygli í Kastalagörð- unum í Feneyjum þar sem þjóðaskál- arnir á Tvíæringnum eru staðsettir. Löngu fyrir opinbera opnun þessarar elstu myndlistarvöku heims hafði myndast biðröð af forvitnum gestum framan við íslenska skálann og vildi hver sem vettlingi gat valdið ganga inn í þetta dularfulla smíðisverk, sem virkar sem risastór orgelpípa, til að kanna leyndardóma þess. Sextán metra langur, ferhyrndur gangurinn sem mjókkar eftir því sem innar dregur fylltist af fólki sem lét það ekki á sig fá þótt að því væri þrengt innst í þessari risastóru hljóðveitu. Diabolus in musica er latneskt heiti yfir djöfullegan hljóm, sem svo var kallaður af því hann þótti of stríð- ur og erfiður til að vera kirkjunni þóknanlegur. Það er reyndar merki- legt að lýsingarorðið djöfullegur á ís- lensku þýðir jafnframt erfiður. Um er að ræða tónbil þriggja heiltóna sem jafnan kallast tritonus, eða stækkuð ferund – stökk frá f til h, eða h til f – sem kirkjunnar menn á mið- öldum töldu einkenna söngstíl heið- ingja og fengu þar af leiðandi bann- aðan í hinum kristna heimi sem skollabragð. Þennan hljóm lætur Finnbogi óma í viðargöngum sínum með tveim ólíkum tónum sem tvinn- ast saman. Annar er 61,8 hz og kem- ur úr hátalara sem falinn er undir ganginum. Hinn tónninn er 44,8 hz og stafar af brigðulum loftblæstri eftir ganginum. Saman mynda tónarnir þrúgandi 17 hz skruðningsbylgju sem virðist magnast, þyngjast eftir því sem innar kemur. Hugmyndin að verkinu hittir ná- kvæmar í mark en virðist við fyrstu sýn. Finnbogi finnur Diabolus sínum ekki einungis verðugan stað í heima- landi kaþólsku kirkjunnar sem bann- aði hann í öndverðu heldur jafnframt í heimaborg óperunnar, þar sem bel canto – hinn fagri söngur – á uppruna sinn að rekja til feneyskrar barokk- óperu Monteverdis, Cavallis og Vi- valdis. Andstætt mjúkum hljómum hins ítalska söngstíls minna drunga- legar drunurnar í göngum Finnboga á fimmundarbassa íslensks tvísöngs; hið heiðna söngform sem varðveittist í íslenskum sveitum þótt því væri út- hýst úr evrópskri sönglist nær allt síðasta árþúsundið. Sem listaverk fellur Diabolus af- arvel inn í heildarsamhengið í Kast- alagörðunum og sver sig í ætt við ýmsar aðrar tilraunir á svæðinu. Til dæmis nemur og endurvarpar hljóð- verk Svíanna Leif Elggren og Carl Mikael von Hausswolff í norræna skálanum samsafni af öllum útvarps- bylgjum á svæðinu, og verk lista- mannahópsins Granular=Synthesis í austurríska skálanum tekur skilning- arvit gesta með trompi, meðal annars með mjög ágengu hljóð- og litvarpi. Verk Finnboga er þó mun áþreifan- legra og atkvæðameira sem mynd- listarverk því það er listilega smíðað úr bráðfallegum og áferðarríkum panelviði. Við uppsetningu þessa sextán metra langa rana sem gengur eins og vélinda inn í Íslenska skálann og byrgir fyrir innganginn inn í hann – tveggja metra hár og tveggja og hálfs metra breiður yst, en aðeins hálfs metra breiður innst – naut Finnbogi dyggrar aðstoðar kollega sinna, þeirra Þórs Vigfússonar og Daníels Magnússonar. Frágangurinn, sem skiptir svo miklu máli, ber tíu daga þrotlausri vinnu þremenninganna fagurt vitni. Hverri plötu og hverri skrúfu er fyrir komið með slíkri natni að ekki minnir á annað meir en risa- stórt hljóðfæri, sem Diabolus er í reynd. Það var því ekki furða þótt raðir af forvitnum gestum mynduð- ust framan við verkið áður en það var opinberlega opnað. Upplifunin var ekki ósvipuð því að standa í fornum bæjargöngum og horfa á ljósið koma, eins og það hét í húsganginum gamla. Munurinn er þó sá að í Diabolus Finnboga Péturssonar er það hljóðið sem kemur langt og mjótt. En hvernig skyldi svo hafa tekist til með kynningu á þessu glæsilega verki? Það verður að segjast að líkt og fyrri daginn var illa staðið að opn- un og almennri kynningu í Feneyj- um. Ekki er beinlínis við neinn ákveð- inn framkvæmdaraðila að sakast heldur verður að skrifa vandræða- ganginn og skortinn á fagmennsku á íslenska listkerfið í heild. Eins og margoft hefur verið getið er mynd- listarkerfi okkar komið að fótum fram vegna dæmalauss upplýsinga- skorts, áhugaleysis hlutaðeigandi framkvæmdaraðila á samtímalist, og þekkingarleysis þeirra á vestrænu listkerfi í stóru og smáu. Miðað við fagmennsku þá sem hvarvetna blasti við í opnunar- og kynningarstarfi þjóðaskálanna í Kastalagörðum – mun fátækari þjóð- ir, svo sem þær austurevrópsku, stóðu sig snöggtum betur en við – skortir okkur Íslendinga allt sam- ræmt átak. Það er greinilegt að ein- hæft val á sýningastjórum – einungis tvö söfn, Listasafn Reykjavík og Listasafn Íslands, hafa af einhverjum óskiljanlegum ástæðum getað einok- að málefni Feneyjabíennalsins frá upphafi vega – gerir allt skipulag þessa merka viðburðar að þurr- pumpulegri og staðlaðri rútínu. Eng- in önnur þjóð skipar málum sínum með svo forpokuðum hætti. Allar ráða þær nýjan og óháðan sýningar- stjóra í hvert eitt sinn, enda er ekkert eins hættulegt framgangi samtíma- listar og embættiskennd, ábyrgðar- lítil sjálfvirkni á borð við þá sem hing- að til hefur hrjáð þetta mikilvæga listkynningarstarf. Við megum ekki gleyma að þjóða- skálarnir í Kastalagörðunum sæta nú vaxandi gagnrýni af hálfu þeirra þjóða sem ekki komast þar að. Þær líta á skálana þrjátíu sem leifar af úr- eltu og óafsakanlegu herraþjóðakerfi sem verði að afnema hið fyrsta. Það hlýtur að vera vatn á myllu gagnrýni þeirra hve slælega við Íslendingar stöndum okkur sem ein af þessum meintu forréttindaþjóðum. Og samt þarf svo sáralítið til að hafa enda- skipti á hlutunum. Opin og hispurslaus umræða um veilur íslenska listkerfisins, og átak í upplýsingastreymi um samtímalist – meðal annars til að útrýma landlæg- um fordómum gagnvart henni – mundu strax hreinsa andrúmsloftið og veita opinberum aðilum mun skil- merkilegri yfirsýn yfir þróun og stöðu samtímalistar á Vesturlöndum. En án hreinskiptinnar þátttöku lista- manna og listfrömuða af öllum toga í slíkri gagnrýni á úreltum starfshátt- um og afturhaldssamri afstöðu, eig- um við enga möguleika á að skipa okkur á bekk með öðrum Evrópu- þjóðum. Hversu góða listamenn sem við eignumst – og þeir eru þegar ófáir eins og dæmin sanna – þá kemur það fyrir lítið ef við erum ófærir um að meta þá að verðleikum eða koma list þeirra sómasamlega á framfæri. MYNDLIST Í s l a n d s s k á l i n n í F e n e y j u m Til 4. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10 - 18, en laug- ardaga frá kl. 10 - 22. HLJÓÐVERK/TRÉVERK FINNBOGI PÉTURSSON Þar sem hljóðið kemur langt og mjótt Halldór Björn Runólfsson Ljósmynd/Jón Óskar Finnski galleristinn og listfrömuðurinn Krista Mikkola innst í Diabolus Finnboga Péturssonar í Feneyjum. Ljósmynd/Jón Óskar Blómarósirnar Eva og Adele voru frá sér numdar yfir Diabolus Finnboga. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Ónefnd listakona reynir að gera sér mat úr bláhvítum Íslands- skálanum í Feneyjum. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Hin lýtalækningaglaða Orlan lét sig ekki vanta með hornin sín. Á FYRRI öldum voru hljóðfæri tengd ákveðnum athöfnum manna og voru lúðrar tákn fyrir hernað og dómsdag, tréblásturshljóðfæri fyrir undirheima, orgel fyrir trúarathafn- ir og strengjahljóðfæri, ásamt síðar tréblásturshljóðfærum, fyrir dans. Ekki þótti framan af viðeigandi að kórar syngju annað en trúarlega tónlist og að því leyti til var madri- galinn brot á þeirri reglu, því við- fangsefnið var nær ávallt ástin. Þessi viðmið eru í raun enn í gildi, þó með margvíslegum víxlunum sem m.a. koma oft fram á kirkjutónleik- um þar sem veraldleg tónlist hefur fengið aðgang, án þess að hneyksla. Á Sumartónleikunum við orgelið sem haldnir voru í Hallgrímskirkju s.l. sunnudagskvöld var efnisskránni skipt á milli tveggja kirkjulegra org- elverka og tveggja veraldlegra verka en þar kom fram ungur org- elleikari, Iain Farrington, sem óhætt ar að fullyrða að eigi eftir að láta heyra til sín svo um munar. Tónleikarnir hófust á tveimur verkhlutum úr orgelsinfóníunum eftir franska orgelsnillinginn Charl- es-Marie-Jean-Albert Widor, sá fyrri Allegro úr 6. orgelsinfóníunni og sá síðari Andante sostenuto úr gotnesku orgelsinfóníunni. Allegro- kaflinn er reisuleg tónlist, gegnum- samið tilbrigðaverk er var leikið með miklum tilþrifum og strax ljóst að Iain Farrington er hörkugóður orgelleikari. Seinni kaflinn, Andante Sostenuto, var einhvern veginn ut- angátta og ekki í samhengi við það sem á undan var, að ekki sé talað um þriðja verkið á tónleikunum, sem var Passakaglia úr óperunni Lafði Makbeð frá Minsk eftir Shostako- vitsj er fjallar um angist lafðinnar, eftir að hafa myrt tengdaföður sinn, frekar ókirkjulegt efni. Tónverkið hefst á stórbrotnum angistarfullum ómstreitum en við tekur hefðbundin kynning á bassastefinu og þar eftir fylgja tilbrigðin, margbrotin að gerð, er voru einstaklega vel leikin með margvíslegum litbrigðum org- elsins. Annar fíngerður milliþáttur, Lied, úr 24 þátta smáverkasafni eftir Lou- is Voerne kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, því meginstef þessa þáttar er hvað tónskipan snertir eins og upphafið að lagi Páls Ísólfs- sonar um litlu Gunnu og litla Jón. Eftir þetta fallega smáverk Viernes voru Myndir á sýningu eftir Mus- sorgskí lokaviðfangsefni tón- leikanna. Myndir á sýningu er samið fyrir píanó svo að ekki er fjarri að útfæra það fyrir orgel, sem í þessu tilfelli átti margt skylt með hljóm- sveitarútfærslu Ravels, hvað snertir raddskipan, sem var sérlega skemmtilega útfærð. Göngustefið sem tengir saman nokkra mynd- kafla verksins var í upphafi helst til of hratt. Fyrsta myndin, dvergurinn Gnomus, gaf tóninn um hversu vel má ná fram margvíslegum blæbrigð- um, sem hér voru notuð til að túlka sérkennilegar hreyfingar hins haltr- andi dvergs. Gamla höllin var fallega mótuð og í kaflanum um Krakkana á götunni sýndi orgelleikarinn „pían- istísk“ tilþrif en strax á eftir fylgdi Bydlo, einhver undarlegasta tón- túlkun Mussorgskís, þar sem uxa- kerran með hinum undarlega vagn- stjóra ekur fram hjá og hverfur á bak við hæðirnar. Þarna var orgelið áhrifamikið í hljóman. Ballett hænu- unganna í eggjunum var skemmti- lega útfærður en myndin af auð- manninum Samuel Goldenberg og smjaðraranum Schmuyle var ekki eins sannfærandi og í hljómsveitar- útfærslunni, þar sem smjaðurs-tafs- ið hjá Schmuyle var túlkað með trompettleik. Á markaðstorginu í Limoges var merkilegt hversu píanóstíll verksins hljómaði vel og auðheyrt að Iain Farrington er leik- inn hljómborðsleikari. Lýsingin á katakombunum og hvernig Mus- sorgskí tengir göngustefin við þenn- an drungalega kafla er gott dæmi um dramatíska tilfinningu þessa sérstæða listamanns. Einn viða- mesti kafli verksins er tónlýsingin á kofa galdranornarinnar Baba-Yaga en verkinu lýkur á myndinni af stóru hliðunum að Kænugarði, með stóru hljómdimmu klukkunum sem borgin var fræg fyrir á fyrri tíð. það þarf fátt eitt að segja annað en að leik- urinn hjá Iain Farrington var hreint út sagt frábær. Tækni hans sem orgelleikara er óumdeilanleg og túlkun hans og útfærsla á meistara- verki Mussorgskís var ótrúlega glæsileg. TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Iain Farrington lék verk eftir Widor, Shostakovitsj, Vierne og Mussorgskí. Sunnudagurinn 8. júlí, 2001. ORGELTÓNLEIKAR Ótrúlega glæsilegur Mussorgskí Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.