Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Verð frá kr. 140 þúsund, 4-8 manna. HEITIR POTTAR Á GÓÐU VERÐI! Skeifan 7, sími 525 0800 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Nýkomin í sölu glæsileg 3ja - 4ra herb. 87 fm íbúð á tveimur hæðum. Góð stofa, opið eldhús, 2 baðherb., sjónvarpshol og 2 góð svefnherbergi. Stórar suðaustursvalir með miklu útsýni. Þvottaaðst. í íb. Flísar á gólfum. Hús í góuð ástandi að utan. Verð 12,9 millj. Rekagrandi FRANSKIR rannsóknardómarar, sem eru að rannsaka meint fjármálaspillingarmál sem teng- ist Jacques Chirac Frakklandsforseta, færðu rannsóknina skrefi nær forsetanum í gær, er þeir kölluðu dóttur hans, Claude, til yfirheyrslu í málinu, sem snýst um dýrar orlofsferðir sem Chirac fór í ásamt sínum nánustu á tímabilinu 1992–1995, þegar hann var enn borgarstjóri Par- ísar, og greitt var fyrir með reiðufé. Þróun rannsóknarinnar hefur magnað upp þrýsting á forsetann, sem enn hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Setur þetta Chirac í klípu, svo skömmu áður en hann heldur Bastilludags- ávarp sitt til þjóðarinnar í beinni sjónvarps- útsendingu nú á laugardaginn, 14. júlí. Fram að þessu hafði enginn eins nákominn Chirac verið yfirheyrður við rannsókn málsins, en nú þegar búið er að kalla dóttur hans fyrir er talið mjög líklegt að forsetafrúin Bernadette Chirac verði einnig kölluð til að bera vitni. Par- ísarblaðið Le Monde hafði eftir heimildarmönn- um úr innsta samstarfsmannahring forsetans, að verði forsetafrúnni stefnt til yfirheyrslu yrði litið á það sem „stríðsyfirlýsingu“. „Flugmiðahneykslið“ er það nýjasta í röð spill- ingarásakana á hendur Chirac, en hann hefur ekki þurft að tjá sig formlega um neinar þeirra vegna stjórnarskrárvarinnar friðhelgi þjóðhöfð- ingjans. En rannsóknadómararnir vilja komast til botns í því hvaðan féð var upprunnið sem not- að var til að greiða fyrir ferðir borgarstjórans fyrrverandi. Fyrir 20 ferðir, sem Chirac og hans nánustu fóru meðal annars til Máritíus, New York og Japans á tímabilinu 1992–1995, voru greiddar sem svarar yfir 31 milljón króna í reiðufé. Rannsakendur málsins vilja fá úr því skorið hvort hér geti verið um fé að ræða sem byggingarfyrirtæki í París hafi greitt borgar- stjóranum þáverandi í því skyni að „liðka fyrir“ ábatasömum byggingasamningum við borgaryf- irvöld. Claude Chirac, sem vinnur sem ráðgjafi föður síns forsetans, var yfirheyrð í eina klukkustund í gærmorgun, eftir því sem forsetaskrifstofan greindi frá. Lögfræðingur var ekki í fylgd með henni. Samkvæmt heimildum útvarpsstöðvarinnar France Info var Claude Chirac sérstaklega spurð út í tvær ferðir, þar á meðal lúxusskreppi- ferð með Concorde-þotu frá París til New York sem kostaði 119.000 franka, andvirði yfir 1,5 milljóna króna. Talsmenn forsetans hafa sagt, að hluti fjárins sem notað var til að greiða fyrir ferðirnar kæmi úr löglegum „ráðherrabónussjóði“ sem Chirac hafi haft tilkall til er hann var forsætisráðherra á árunum 1986–1988. Dóttir Jacques Chirac yfirheyrð í tengslum við fjármálahneyksli Rannsóknin færist nær forsetanum Reuters Claude Chirac og móðir hennar, for- setafrúin Bernadette Chirac, tala við Jacques Chirac Frakklandsforseta á ferða- lagi á Indlandshafseynni Réunion fyrir fjórum árum. París. AP. LÖGREGLAN í Washington hóf húsleit hjá Gary Condit, sem á sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, seint í fyrrakvöld í tengslum við rannsókn á hvarfi lærlingsins Chandra Levy. Lögreglan segir enn of snemmt að segja til um hvort húsleitin muni gefa upplýsingar um hvarf konunnar. Tekin var ákvörðun um húsleit eftir að lögmaður Condit, Abbe Lowell, hét fullri samvinnu við lögregl- una varðandi rannsókn málsins. Þá mun lögreglan einnig taka DNA-sýni úr þingmanninum til rannsókn- ar en lögmaður hans heim- ilaði bæði húsleit og að hann myndi leggja fram DNA- sýni. Dularfullt hvarf Levy hef- ur vakið mikla athygli fjöl- miðla eftir að sá orðrómur komst á kreik að hún hefði átt í ást- arsambandi við Condit. Hann neitaði ástarsambandinu í upphafi rann- sóknarinnar og kvað þau Levy aðeins hafa verið „góða vini.“ Þingmaðurinn viðurkenndi síðar í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa átt í ástarsambandi við Levy allt fram að hvarfi hennar. Condit er þó ekki grunaður um sak- næmt athæfi. Íhugar að taka lygapróf Lögreglan hefur yfirheyrt Gary Condit þrisvar sinnum og vill nú að hann gangist undir lygapróf. Að sögn Charles Ramsey, lögreglustjóra í Washington, er farið fram á þetta til að hægt sé að staðfesta sannsögli Condits um hvarf stúlkunnar. „Við viljum vita í eitt skipti fyrir öll hvort það borgar sig fyrir okkur að halda rannsókn málsins áfram í þessa átt.“ Lowell sagði þingmanninn tilbúinn að íhuga það að gangast undir lyga- próf þrátt fyrir að lögmaðurinn hefði efasemdir um áreiðanleika slíkra prófa. Lögmaðurinn hvatti jafnframt til þess að fjölmiðlar létu Condit og fjölskyldu hans í friði og einbeittu sér þess í stað að vísbendingum sem gætu leitt til lausnar málsins. Gary Condit er 53 ára gamall og kvæntur en Levy er 24 ára og var lærlingur hjá fangelsismála- stofnun í Washington. Ekkert hefur til hennar spurst frá 30. apríl. Lögreglan í Washington hefur margendurtekið að hún hafi enga ákveðna kenningu um hvað orðið hafi af Levy. Condit sakaður um að hvetja til meinsæris En hvarf Levy er ekki eina vandamál Condits um þessar mundir. Flugfreyja að nafni Anne Marie Smith fullyrðir að þau Condit hafi átt ástarfundi skömmu eftir hvarf lærlingsins en að þingmaðurinn hafi beðið sig að und- irrita falska yfirlýsingu um að þau hafi ekki átt í ástarsambandi. Condit hefur neitað því að hann hafi beðið nokkurn um að veita misvísandi upp- lýsingar. Þá hefur einn lögmanna hans, Joe Cotchett, fullyrt að yfirlýs- ing, sem Smith hafi verið afhent, hafi einungis verið uppkast sem hún hafi verið hvött til að breyta ef hún sæi ástæðu til. Húsleit gerð hjá Gary Condit vegna hvarfs Chandra Levy Gengst undir lygapróf Washington, AFP. AP. The Washington Post. Chandra Levy Gary Condit SKÝRT var frá því í gær að þjóð- arframleiðsla í Singapore hefði enn minnkað á síðastliðnum ársfjórð- ungi, nú um 10,1%. Á fyrsta fjórð- ungi minnkaði hún um 11% og er því ljóst að samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum hagfræðinga ríkir nú samdráttur í Singapore en þar er einn af helstu verðbréfamörkuðum Asíu. Sumir sérfræðingar óttast að minnkandi hagvöxtur í Bandaríkjun- um og Evrópulöndum geti innan tíð- ar valdið sams konar þróun víðar í Asíu en aðrir draga þó úr óttanum. Nokkir segja að fari svo að tvö ríki sem eiga nú í miklum efnahagsvanda og skulda mikið, Argentína og Tyrk- land, geti ekki greitt afborganir af erlendum lánum sé hætta á ferð. Áhrifin gætu valdið ölduhreyfingu í efnahagskerfi heimsins. Dagblaðið International Herald Tribune hafði í gær eftir embættis- manni í bandaríska fjármálaráðu- neytinu, John Taylor, að hættan væri lítil á almennum samdrætti í heiminum og þar sæju menn ekki margar vísbendingar um að erfið- leikarnir myndu breiðast út með sjálfvirkum hætti. Deilt um gengi dollara og evru Eitt af því sem veldur áhyggjum er að evran, sem féll hratt fyrst eftir að hún var tekin í notkun í janúar 1999, hefur enn látið undan síga í samanburði við Bandaríkjadollara. Ósamkomulag virðist ríkja um mat á gengismálum meðal helstu stjórn- enda í bankamálum. Eddie George, seðlabankastjóri Bretlands, sagði nýlega að staða dollarans gerði bandarískum útflutningsfyrirtækj- um erfitt fyrir en drægi samtímis úr neyslu í evrulöndunum tólf. Dagblaðið Financial Times full- yrðir að margir af helstu ráðamönn- um í seðlabönkum Evrópu og Banda- ríkjanna séu sama sinnis og George. En yfirmaður seðlabanka Evrópu (ECB), Hollendingurinn Wim Duis- enberg var, að sögn Financial Times, ósammála. „Evran er ekki veik, hún er mjög stöðug,“ sagði Duisenberg. Evran hækkaði á mörkuðum á þriðjudag en lækkaði síðan aftur, að sögn vegna orða Duisenbergs. Skýrt frá minnkandi þjóðarframleiðslu í Singapore Uggur vegna efnahags- samdráttar víða um heim BRETINN Brian Milton, sem fyrir þremur árum átti viðkomu á Íslandi undir lok hnattferðar sinnar á fisi, brotlenti fisi sínu rétt eftir flugtak á Nýfundnalandi um helgina, þaðan sem hann ætlaði sér að fljúga í einum áfanga yfir Atlantshafið til Írlands. Kanadísk stjórnvöld höfðu neitað Milton um leyfi til að reyna flugtak á fisinu en hann hafði bætt stórum eldsneytisgeymi á fjaðurvigtarflug- vélina. Viðbótarþyngdin varð til þess að Milton tókst ekki að ná nægilegri flughæð eftir flugtakið sl. laugardag til að komast hjá því að rekast á tré sem urðu í vegi hans. Fisið er mikið skemmt eftir brotlendinguna en Milton sjálfur komst svo gott sem ómeiddur frá henni, eftir því sem brezka blaðið The Times greinir frá. Ætlun Miltons var að leika eftir flug brezku frumherjanna Johns Al- cock og Arhuts Brown, sem flugu frá sama stað á Nýfundnalandi til Ír- lands árið 1919. Hafði hann safnað sem svarar yfir tíu milljónum króna í áheit og reyndi að stelast til að kom- ast undan flugtaksbanninu með því að hella í skjóli myrkurs 416 lítrum af eldsneyti á tanka flygildisins á Exploits-flugvelli við Botwood á Ný- fundnalandi. Reyndi Atl- antshafs- flug á fisi ♦ ♦ ♦ HUGMYNDIR um tveggja mánaða ferð norsku seglskútunnar Pauline til Hvítahafsins virðast nú vera runnar út í sandinn, því ráðuneyti efnahags- mála í Moskvu hefur skyndilega neit- að henni um leyfi til að koma að höfn í Arkangelsk. Skútan var smíðuð árið 1897 og siglingin, sem átti að ljúka við Hvíta- haf, hófst í lok júní í Þrándheimi. Markmiðið með ferð Pauline var að vekja athygli á árangri sem náðst hef- ur í umhverfismálum með samstarfi landa sem liggja að Norður-Íshafinu. Rússneskir embættismenn hafa verið með í ráðum við undirbúninginn, sem staðið hefur í tvo mánuði, en umhverf- isráðuneytið í Ósló skipulagði ferðina. Um 30 blaðamenn áttu að fara með. Talsmaður norska umhverfisráðu- neytisins í Ósló tjáði Aftenposten að Rússar væru andvígir því að blaða- menn væru um borð. Norskum ráða- mönnum er sagt á bak við tjöldin að raunverulega ástæðan fyrir banninu sé að verið er að hefja aðgerðir til að lyfta flaki kjarnorkukafbátsins Kúrsk af botni Barentshafs og svæðið sé því lokað. „En við vitum að skemmti- ferðaskip hafa fengið leyfi til að sigla um þessar slóðir svo að það hljóta að vera aðrar ástæður fyrir því að okkur er hafnað,“ segir talsmaðurinn. Rússar stöðva för seglskútu Ósló. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.