Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 68
& " &       9: ; < '() *    !"#! TVEIR Íslendingar, sem saknað hafði verið í frumskógum Ekvadors í um tvo sólarhringa, eru komnir fram heilir á húfi. Íslendingarnir, par á þrítugsaldri, voru á ferð um Amazon-svæðið í norðausturhluta Ekvadors ásamt tveimur frönskum ferðamönnum og fjórum leiðsögu- mönnum þegar hópurinn virðist hafa villst í frumskóginum. Hópurinn kom fram árla morguns 9. júlí sl. Fólkið var svangt og að nið- urlotum komið af þreytu en að öðru leyti var það við ágæta heilsu, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Hópurinn kom fram á tjaldsvæði á svonefndu Pañacocha-svæði um 150 kílómetra austur af bænum Coca. Að sögn Julio Jarrín Nube, sem rekur ferðaskrifstofuna Ex- pediciones Jarrín, amaði ekkert að fólkinu þegar það kom fram. „Allir eru við ágæta heilsu. Hóp- urinn villtist í frumskóginum en á þessu svæði er hann gífurlega þétt- ur og ósnortinn með öllu,“ sagði Julio. Hann kvað hópinn vera á leið til Coca. Tilkynnt var um að hópsins væri saknað sl. laugardag en ekkert hafði heyrst frá honum frá miðvikudegin- um í síðustu viku þegar ferðin hófst. Átti hún upphaflega að taka fimm daga. Haldið var af stað á bátum frá bæ sem nefnist Baños og siglt eftir ánni Napo, sem rennur yfir í Perú og sameinast þar Amazon-fljótinu. Í beiðni þeirri sem ferðaskrif- stofan kom á framfæri við yfirvöld var farið fram á aðstoð hersins því hugsanlegt var talið að fólkinu hefði verið rænt. Komu fram heilir á húfi en svangir og þreyttir Tveir Íslendingar villtust í frumskógum Ekvadors MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. RANNVEIG Sigurðardóttir, hag- fræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs milli júní og júlí megi túlka hvort tveggja sem jákvæð tíð- indi og neikvæð. Jákvætt sé að hækkun milli mánaða sé minni en undanfarna þrjá mánuði, en hækkun húsnæðisverðs nú veki áhyggjur og spurningar. Þá hefur hagfræðingur ASÍ áhyggjur af því að útsölur versl- ana sem víða eru að hefjast kunni að lenda mitt á milli vísitölumælinga og nýtast þannig ekki sem skyldi í næstu mælingu til lækkunar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli júní og júlí og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði einnig um 0,8% frá júní en fjármála- fyrirtæki höfðu spáð 0,4–1% hækkun vísitölunnar. Þetta er minni hækkun en verið hefur undanfarna mánuði þegar vísitalan hefur hækkað um 1,2–1,5 milli mánaða. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7% og vísitala neyslu- verðs án húsnæðis um 7,3%. Und- anfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,7% en það jafngildir 15,8% árshækkun. Hækkunin milli mánaða nú svarar til 9,4% árshækk- unar. Vísitala neysluverðs hefur undan- farna þrjá mánuði hækkað um 1,2– 1,5% milli mánaða þannig að breyt- ingin nú er heldur minni. Að sögn Rannveigar gefur hækkunin nú vís- bendingar að um verðbólguskot kunni að vera að ræða, þar sem hækkunin sé ekki jafnmikil og áður. Henni sýnist að áhrif gengisbreyt- inga að undanförnu séu væntanlega að mestu komin fram. „Jákvæðasta breytingin um síð- ustu mánaðamót fólst í lækkun hús- næðisverðs,“ segir Rannveig. „Þess vegna finnst mér verulegt áhyggju- efni ef það er aftur á uppleið og hlýt að spyrja hvað veldur. Eru það breytingar á húsnæðis- og bruna- bótamati eða breyttar útlánareglur Íbúðalánasjóðs?“ Að auki segir hún mikla hækkun á verði raforku og hita nú sýna mik- ilvægi þess að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi. „Það kem- ur okkur öllum til góða að ekki sé farið af stað með óþarfa verðhækk- anir og hið opinbera er þar ekki und- anskilið.“ Rannveig bætir því við að haldi þessi þróun áfram, þ.e. að dragi úr hækkun neysluvísitölu og komi jafn- vel til lækkunar í næstu mælingum eins og jafnan gerist síðsumars og á haustin með útsölum, geti það leitt til jákvæðari verðbólguþróunar með haustinu og staðfest þær skoðanir margra að aðeins sé um verðbólgu- skot að ræða. „Það er þó ástæða til að hafa áhyggjur af því að útsölurnar hafi ekki jafnmikil áhrif til lækkunar við næstu mælingu og vænta mætti. Tímasetningin nú virðist verða óheppileg hvað varðar tímasetningu mælinganna í upphafi hvers mánað- ar,“ segir Rannveig en útsölurnar í ár eru fyrr á ferð en oftast áður. Hún bætir því við að ýmsir þættir geti einnig haft áhrif til hækkunar til mótvægis við áhrif af útsölum. Þann- ig hefjist skólastarf mun fyrr í haust en áður og því geti áhrif ýmissa skólavara og vetrarfatnaðar orðið meiri en ella. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% á milli júní- og júlímánaða Útsölur geta fallið á milli vísitölumælinga MIKIÐ var um að vera á Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík í gær þegar miðasala hófst á þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. „Það hefur verið röð út úr dyrum síðan salan hófst klukkan þrjú,“ sagði Ey- þór Guðjónsson, starfsmaður Ferða- skrifstofu BSÍ. Knútur Óskarsson, framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu BSÍ, sagði að enn hefði verið röð um kvöldmatar- leytið og því var ákveðið að hafa miðasöluna opna til klukkan tíu. Knútur sagði afgreiðslu hvers far- þega taka lengri tíma en áður. „Núna þurfum við að skila far- þegalistum fyrir ferjuna þar sem fram kemur nafn, fæðingardagur og ár farþega,“ sagði hann og bætti við að hann teldi þennan hátt ekki hafa verið hafðan á áður. „Salan tekur þess vegna lengri tíma og er fyrir- hafnarmeiri en áður,“ sagði hann. Beðið eftir þjóðhátíð Morgunblaðið/Jim Smart Einkavæðing Landsbanka Íslands First Union fylgist með af áhuga FIRST Union-bankasamstæð- an fylgist grannt með áformum um einkavæðingu Landsbanka Íslands hf., en samstæðan er næst stærsti hluthafinn í Landsbankanum, með 4,25% hlut. Að sögn James Pope, for- stjóra hjá First Union og stjórnarmanns í Heritable and General-fjárfestingarbankan- um, sem Landsbankinn á 70% hlut í, er of snemmt að segja til um hvort First Union sýni áhuga á að kaupa stóran hlut í Landsbankanum. Ekki liggi endanlega fyrir hversu stór hluti verður seldur til kjölfestu- fjárfestis né heldur verðmat á bankanum. Hann segist fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að einkavæða bankann og hún eigi eftir að verða honum til góðs. Að sögn Pope mun hann koma fljótlega til Íslands og nota tækifærið til þess að ræða við forráðamenn Landsbank- ans um fyrirhugaða sölu á bankanum. Auglýst eftir ráðgjöfum Í ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um sölu á Landsbankanum kemur fram að með umtals- verðum hlut til kjölfestufjár- festis sé átt við að minnsta kosti þriðjung hlutafjár í félaginu. Ráðgert er að salan fari fram fyrir árslok 2001. Nú þegar hefur verið auglýst eftir ráðgjöfum til að vinna að undirbúningi sölunnar með ís- lenskum stjórnvöldum. Verk- efni ráðgjafans er m.a. að gera tillögu um hverjir eigi að taka þátt í lokuðu útboði, semja skil- mála og vinnureglur vegna lok- aðs útboðs, veita ráðgjöf um lágmarksverð og gera tillögur um hvaða tilboði skuli tekið. LANDSMÓT UMFÍ verður sett á Egilsstöðum í kvöld, en keppendur mættu flestir í gær. Þeir Heiðar Róbert Hallgrímsson, José Henriksen og Guðjón Ólafsson frá Ungmennafélaginu Óðni í Vestmannaeyjum voru með þeim fyrstu á tjaldbúðasvæði keppenda í gærkvöldi og sneru sér að matseld, eftir að hafa komið upp tjaldinu. Morgunblaðið/Steinunn Landsmót UMFÍ sett í dag  Lyftistöng/34  Hækkun/C16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.