Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 41 Í KJÖLFAR hins hörmulega flugslyss í Skerjafirði í fyrrasum- ar hafa augu almenn- ings, óhjákvæmilega, beinst að öryggismál- um í rekstri minni far- þegaflugvéla hérlendis. Aðstandendur þeirra er lentu í slysinu hafa lagt mikla vinnu í að skoða þau mál með það að leiðarljósi að minnka líkur á því að annað líkt slys verði. Að því er best verður séð hafa vinnubrögð þessara einstaklinga verið hlutlæg og óhlut- dræg í takt við áðurgreind markmið, enda hafa þeir notið faglegrar ráð- gjafar. Hafa þeir fundið og bent á ýmsa vankanta við skráningu vélarinnar sem fórst, TF-GTI, viðhald á henni, rekstur hennar og eftirlit með þessu. Þeir hafa bent á að einn og sami að- ili, Guðjón V. Sigurgeirsson (GVS), hafi, í raun, einkaleyfi til að skoða minni atvinnuflugvélar og annast eftirlit með viðhaldi þeirra. GVS rekur flugvélaverkstæði sem situr nánast eitt að viðhaldsmarkaði slíkra véla. Aðstandendurnir hafa einnig bent á að verkstæði þetta hafi fleiri verkefni á sinni könnu en það getur, með góðu móti, annað. – Nokkuð sem ekki ýtir undir áreið- anlegt viðhald. Jafnframt er GVS tæknistjóri Leiguflugs Ísleifs Ottesens (LÍO) er átti viðkomandi vél og einnig tækni- stjóri fleiri flugfélaga. Hann er því í þeirri sérkennilegu stöðu að vera í mörgum lykilstörfum er koma að viðhaldi minni flugvéla. Í þessu felst að hann er opinber eftirlitsaðili með eigin vinnu sem verktaki í einkageir- anum. Að ýmsu leyti eftirsóknarvert hlutskipti, en augljóslega afleit stjórnsýsla samkvæmt þeim hefðum og lögum er gilda í okkar heims- hluta. Einnig hafa þeir bent á ýmsa handvömm við rannsókn slyssins, t.a.m. þá að viðhaldsaðili hreyfilsins (GVS) hafði frjálsan, eftirlitslausan aðgang að honum eftir slysið. Einnig hafa þeir vakið athygli á því að frum- skýrsla rannsóknarnefndar flug- slysa (RNF) var mun ýtarlegri og gagnrýnni en lokaskýrslan. Þegar frumskýrslan var fengin þeim aðil- um er hún gagnrýndi hvað mest til umfjöllunar var hún stytt mjög af þeim. Hér er átt við LÍO og Flug- málastjórn (FMS). Þannig fer end- anleg gerð skýrslunnar mun mildari höndum um þá en frumútgáfan. Fengu þessir aðiljar þannig að „skammta“ sér gagn- rýni. Nokkuð sem ekki bendir til áhuga þeirra á að læra af mistökum og koma úrbótum í kring. Einnig kom í ljós að 7 launaðir starfsmenn, sem sendir voru á veg- um FMS til eftirlits- starfa á Vestmanna- eyjaflugvelli, voru ekki til staðar er til átti að taka og hvergi sér þess stað í skýrslum að þeir hafi framkvæmt nokk- urt eftirlit. Þó má ljóst vera að sitt- hvað var ekki samkvæmt gildandi reglum þarna. T.d. má benda á skort á farþegalistum og hleðsluskrám, flug með of marga farþega o.fl. Hér hefur aðeins verið talið upp fátt eitt af því sem þessir aðstand- endur hafa dregið fram í dagsljósið og er augljóslega ekki eins og best verður á kosið. Þótt ekki væri fleira dugar þetta til þess að traust al- mennings á viðkomandi stofnunum bíður hnekki. Við sem erum hugs- anlegir farþegar með minni flugvél- um, við sem erum flughrædd og við sem borgum skattana okkar, eigum einfaldlega heimtingu á því að skráning, viðhald og rekstur minni farþegaflugvéla og eftirlit Flugmála- stjórnar sé með þeim hætti að það standist ströngustu skoðun þar til bærra eftirlitsaðilja. Í öðrum vestrænum löndum er ákaflega mikill metnaður lagður í þennan málaflokk og allri málefna- legri gagnrýni er tekið alvarlega. Hér hafa flugmálastjóri, formaður RNF og samgönguráðherra hins vegar tekið þann pól í hæðina að ásaka aðstandendur um að hafa í frammi „neikvæða tilfinninga- þrungna umræðu er hefur rýrt traust almennings á yfirstjórn flug- mála í landinu“, svo vitnað sé í sam- gönguráðherra. Það er ljóst að þessir ábyrgðar- aðilar skjóta sig í fótinn með þessu, því þótt aðstæður hafi vissulega ver- ið tilfinningaþrungnar hefur vakið athygli (og aðdáun) hve málflutning- ur aðstandendanna hefur verið hlut- lægur og málefnalegur. Málflutning- ur embættismannanna í fjölmiðlum hefur, aftur á móti, verið sýnu „til- finningaþrungnari“. Hefur þetta gengið svo langt að þeir hafa virst líta á sig sjálfa sem fórnarlömb í þessu slysi. Nokkuð sem er e.k. slys í sjálfu sér og ekki fallið til að auka trú manna á að tekið verði á þessum málum af einurð. Hafa ábyrgðar- aðiljar þessir greinilega ekki áttað sig á því að þessi umræða fjallar orð- ið um annað og meira en þetta til- tekna flugslys. Hún fjallar orðið um grundvallaratriði. Það er engin önnur leið til að end- urvekja traust almennings en sú að fá viðurkennda, óháða rannsóknar- aðilja til að fara vandlega yfir alla þætti er um ræðir og birta niður- stöður sínar óstyttar. Mér skilst að þaulvanir menn frá Cranfield Uni- versity í Bretlandi séu þegar byrj- aðir að rannsaka aðdraganda flug- slyssins umrædda og aðstæður allar. Þessir aðiljar munu vera meðal þeirra fremstu í heiminum á sviði flugslysarannsókna og hafa, ólíkt al- þjóða flugmálastofnuninni sem sam- gönguráðuneytið fékk til að rann- saka þátt RNF í þessu slysi, enga skuldbindingu gagnvart FMS og hafa því einskis heiðurs eða hags- muna að gæta í málinu. – Nema að verða dæmdir fyrir eigin vinnu- brögð. Þeir eru sem sé óháðir. Allir ættu að geta sætt sig við nið- urstöður Cranfield-manna og við- komandi embættismenn yrðu menn að meiri við að þora að horfast í augu við slíka úttekt og standa eða falla með niðurstöðunum. Síðast en ekki síst; niðurstöður slíkrar rannsóknar nýttust til að bæta flugöryggi og rannsóknir flugslysa hérlendis í framtíðinni, en það hlýtur þó, þegar öllu er á botninn hvolft, að vera sam- eiginlegt markmið okkar allra. Þess vegna finnst mér ósann- gjarnt að samgönguráðherra ætlist til þess að aðstandendurnir greiði fyrir rannsókn Cranfield-manna, enda þeirra hagsmunir ekkert frek- ar í húfi en okkar hinna úr þessu. Þeir ýttu boltanum af stað fyrir okk- ur öll og við njótum öll góðs af þeim umbótum sem af því leiða. En það hlýtur þó að vera hlutverk sam- gönguráðuneytis að stuðla að auknu umferðaröryggi í lofti, á láði og legi. Því á ráðuneytið að grípa svona tækifæri fegins hendi. Vonandi átta ráðuneytismenn sig á þessu áður en traustið gufar alveg upp. Óháð úttekt –eina leiðin Gunnar Rósarsson Flugslysarannsókn Eina leiðin til að end- urvekja traust almenn- ings, segir Gunnar Rósarsson, er að fá óháða rannsóknaraðila til að fara vandlega yfir alla þætti og birta nið- urstöður sínar óstyttar. Höfundur er tannlæknir í Reykjavík og áhugamaður um bætt öryggi í samgöngum í lofti, á láði og á legi. Útileiktæki H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M yn d sk re yt in g: K ár iG un na rs so n / 06 .2 00 1 Frábæ rt verð! Rólur -margar gerðir Rennibrautir Buslulaugar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.