Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingiríður M.Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 29. júlí 1908. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 7. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét Vigfúsdótt- ir húsmóðir, og Björn Jóhannsson, verkamaður í Reykjavík. Systkini Ingiríðar voru Jó- hann Þorsteinn Kristinn, f. 24.7. 1901, d. 22.8. 1994, Ingimar Magn- ús, f. 5.7. 1904, d. 14.2. 1967, Rannveig, f. 21.11. 1910, d. 20.5. 2001, Marbjörn, f. 11.7. 1913, d. 1985, Guðrún Dagbjört, f. 19.2. 1916, búsett í Reykjavík, Guðjón Hugberg, f. 19.12.1919, d. 1.8. Rúdólf Grétar, f. 29.11. 1966, ókvæntur en á eina dóttur. 2) Jó- hann, f. 20.7. 1936, maki Jóna Björg Georgsdóttir. Börn þeirra eru: Guðbjörg Lilja Jónsdóttir, f. 18.4. 1965, maki Sigurður Ás- grímsson, þau eiga þrjú börn; Kristján, f. 15.1. 1968, maki Svan- hildur Eiríksdóttir, þau eiga eina dóttur; Rut Jónsdóttir, f. 3.8. 1968, maki Þórarinn Sveinn Jón- asson, þau eiga þrjár dætur. 3) Rúdólf, f. 2.7. 1938, maki Guðrún Bjarnadóttir, d. 1997. Börn þeirra eru: Inga Rannveig, f. 12.7. 1976, og Ólafur Þór, f. 9.6. 1979. Sam- býliskona Rúdólfs er Olga Thor- arensen. 4) Ásgeir, f. 2.7. 1938, maki Helga Óskarsdóttir, þau slitu samvistir, börn þeirra eru: Ágúst, f. 29.8. 1964, hann son með Kristjönu Jónsdóttur; Óskar, f. 19.5. 1969, sambýliskona hans er Hafdís Björg Sigurðardóttir og á hún eina dóttur; Benedikt Ingi, f. 24.12. 1973, hann er í sambúð með Önnu Lilju Sigfúsdóttur. Útför Ingiríðar fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1997, Guðmundur Þorkell, f. 11.7. 1922, búsettur í Reykjavík, og Sigurður Aðal- steinn, f. 14.10. 1927, búsettur í Reykjavík. Eiginmaður Ingiríðar var Ólafur Þórður Þórberg Benedikts- son Ágústsson, f. 27.6. 1909 í Reykjavík, d. 17.9. 1965. Þau giftu sig 22.12. 1932 og eignuðust fjóra syni: 1) Björn Grétar, f. 23.1.1934, d. 8.9. 1981, maki Þóra Sig- ríður Jónsdóttir, búsett í Reykja- vík. Börn þeirra eru: Jón Magnús, f. 15.6. 1955, maki Guðrún Þóra Ásmundsdóttir, þau eiga þrjú börn; Ólafur, f. 19.11. 1956, maki Jónína Ingibjörg Árnadóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn; Það var milt laugardagskvöld, skúrir í lofti, þegar amma mín, Ingi- ríður Björnsdóttir, kvaddi þessa jarðvist og hélt yfir í aðra veröld sem hún trúði á og vafalaust var far- in að þrá. Svo skrítið sem það er, sama hversu vel undirbúinn maður telur sig vera, þá kemur dauðinn alltaf sem kaldur gustur í tilveruna. Amma var orðin gömul og södd líf- daga, 93 ára, og hafði því miður ekki verið á meðal okkar í andlegum skilningi í mörg ár. Líkaminn lét ekki að sér hæða en hugurinn var víðs fjarri. Að vera í návist ömmu fyrir ungan dreng var einn af hápunktum tilver- unnar. Þegar amma bjó í stóra hús- inu við Njarðvíkurbraut 4 var gott að koma til hennar og ég tala nú ekki um ef um næturgistingu var að ræða. Seinna, þegar amma flutti enn nær okkur, að Hæðarenda í Njarð- vík til Ellu frænku, fjölgaði ferðun- um enn frekar. Þangað var gott að koma eftir skóla eða í frímínútum og rabba um daginn og veginn eða spila marías. Hvað við gátum spilað heilu dagana. Svo fengum við okkur að drekka og spiluðum meira. Það var yndislegt að heyra ömmu segja frá lífi sínu; æsku sinni í Reykjavík, síldarævintýrinu og ár- unum á Siglufirði, stríðsárunum í Reykjavík og hún sagði mér frá afa mínum sem ég aldrei þekkti. Hún talaði alltaf svo fallega um afa, sagði sögur af honum og strákunum, son- um sínum. Þegar amma varð sjötug gáfu syn- ir hennar og fjölskyldurnar henni litasjónvarpstæki, ekki fækkaði heimsóknunum við það. Það var ómögulegt að horfa á sjónvarp í sauðalitunum þegar maður gat horft á í lit hjá ömmu. Oft þakkaði ég for- sjóninni fyrir að amma byggi rétt hjá okkur í þá daga. Einu sinni spurði ég ömmu hvað hana langaði að læra á sínum yngri árum og svarið var fornleifafræði. Ekki var svigrúm, fjárráð né aðstæð- ur í hennar ungdæmi til að fara í svo- leiðis nám en amma var ekki að súta það, enda tók hún alltaf fram að þetta hafi verið draumur sinn og aðeins draumur. Að segja sögur og ævintýri fórst ömmu allra best. Oft las hún sög- urnar í dönsku blöðunum og endur- sagði þær svo, því ekki skildi hún né las dönsku, en nægilega mikið til að stauta sig áfram í þeim. Jól og áramót voru óhugsandi án hennar og oft dvaldi hún hjá okkur á aðfangadagskvöld og yfir áramót en gætti þess þó að skipta sér á milli sona sinna og barnabarna. Svo fór heilsu hennar að hraka. Hún varð gleymin og stundum rugl- aði hún hlutum saman. Svo fór að hún gat ekki búið ein. Hún flutti að elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík og bjó þar til dauðadags. Minni hennar dó hægt og bítandi út, uns bernskuminningarnar einar voru eftir og hún dvaldi löngum við minn- ingar um látin systkini sín. Svo hætti hún að þekkja okkur, fjölskyldu sína og þar á meðal mig. Mér fannst það gerast hratt, of hratt. Er ég kveð ömmu mína hinstu kveðju er ég þakklátur fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman. Minning hennar lifir áfram í huga mínum og í hvert sinn sem ég hugsa um hana minnist ég hlýjunnar og góðmennskunnar í andliti hennar og öllum athöfnum. Minning þín lifir, amma mín. Hvíl í friði. Kristján Jóhannsson. Hún bar ljósker lífsgleðinnar inn í hvern íverustað tilverunnar. Ljós- brotið í gleri kersins var skautað af jákvæðni og glaðværð. Frá henni fóru allir fullvissir um að tilveran væri eftirsóknarverð og gjöful þeim sem bæta heiminn. Um skamma tíð bjó hún hjá for- eldrum mínum í Innri-Njarðvík. Þetta var í eitt skiptið af nokkrum þar sem hún var að bíða eftir því að flytjast annað. Annað í annarra manna hús. Á hverjum morgni var sest og drukkið morgunkaffi. Fasta- gestir voru Inga amma, mamma og ég. Ég beið forvitinn og spenntur því ömmu hafði á hverri nóttu dreymt nýtt ævintýri. Í kátlegri frásögn hennar urðu draumar næturinnar að miklum sagnadansi. Hún steig þenn- an dans af nákvæmni og mikilli gleði. Við hin hlógum og skemmtum okkur. Ingiríður drottning, eins og hún sagði stundum sjálf, lauk morgun- verðinum með því að spá í bolla og við tóku draumar dagsins. Ég hef aldrei skilið hvernig unnt er að segja fyrir öll ævintýri allra með fáeinum þornuðum kaffitárum. Inga amma gat það hins vegar, en við erum held- ur ekki af sömu kynslóð, við gengum ekki sömu strætin í borg hinnar ver- aldlegu fátæktar. Mér er sem ég heyri hana segja mér frá fögrum konum, löngum ferðalögum, háum fjöllum, grösugum dölum og tignum gestum í stórum höllum. En eins og draumar næturinnar eiga sjálfstæði sitt tilvistarleysinu að þakka, þá eru dagdraumarnir verk- efni framtíðarinnar. Inga amma var óþreytandi við að styrkja hvern og einn í verkefnum sínum. Ljósberi lífsgleðinnar; það var hennar ævi- verk. Hún var trúuð, svo viss um hí- býli Guðs að þangað mun hún flytja í hinsta sinn. Við sem kveðjum hana vitum að þótt enginn hafi heyrt hana segja ævintýri í langan tíma, þá er nýtt að hefjast og hver veit nema draumar næturinnar verði að verk- efnum morgundagsins. Ágúst Ásgeirsson. INGIRÍÐUR M. BJÖRNSDÓTTIR ✝ Guðlaugur Valdi-mar Helgason fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1930. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 8. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Helgi Jóhannesson og Stef- anía Guðlaugsdóttir, þau eru bæði látin. Guðlaugur ólst upp á Norðfirði til sex ára aldurs er foreldrar hans fluttu til Akra- ness og bjó hann þar þangað til hann lést. Árið 1959 giftist Guðlaugur Lilju Lárusdóttur og eignuðust þau fimm börn, það elsta dó í frum- bernsku en hin eru: 1) Helgi Lárus, f. 1962, sam- býliskona Anna Þórðardóttir; 2) Stefanía Þórey, f. 1964, maki Magnús Óttarsson; 3) Inga Jóna, f. 1966, maki Jón Einarsson; 4) Arnar, f. 1968, sam- býliskona Eygló B. Jónsdóttir. Barna- börn eru fjórtán talsins. Guðlaugur lærði bifvélavirkjun og vann hann alla tíð við vinnu tengda vélaviðgerðum, síð- ast hjá Áhaldahúsi Akraness. Guðlaugur var jarðsunginn í kyrrþey frá Akraneskirkju 15. júní síðastliðinn. Elsku pabbi, hér sit ég og reyni að skrifa kveðjuorð til þín. Minningarn- ar um þig hafa streymt um huga minn undanfarna daga. Mikið er ég rík að eiga svo margar fallegar og góðar minningar um þig. En sú minning sem kemur oftast upp í huga minn er sú þegar við sátum öll systkinin, þú og Alli yfir mömmu síðustu dagana sem hún átti eftir hér hjá okkur. Þá varst það þú sem stóðst mér næst og hjálp- aðir mér í gegnum þá erfiðu tíma. Á þeim tíma urðum við svo náin og virð- ing mín og ást á þér jókst mikið. Mik- ið á ég eftir að sakna þín. Ég á eftir að sakna þess að þegar við förum í ferða- lag að þú komir ekki í heimsókn eins og þú hefur gert undanfarin ár. Þig munaði ekkert um það að koma til okkar hvar sem við vorum á landinu. Ég saknaði þess í fyrra þegar við ferðuðumst á Skagaströnd að þú kæmist ekki til okkar vegna veikinda þinna. Hver hringir í mig eftir suð- urferð til að vita hvort ég sé komin heim og hvort allt hafi ekki gengið vel. Elsku pabbi, ég gat aldrei þakkað þér nógu mikið fyrir það hvað þú varst góður við Gunnar Inga. Hann var alltaf velkominn til þín hvenær sem hann vildi. Sorg hans var mikil þegar þú veiktist. Hann var alltaf ákveðinn að klára skólann hér heima og flytja svo til þín, vinna með þér og stunda skólann. En vegna veikinda þinna gat hann einungis búið hjá þér í nokkrar vikur áður en þú fórst á Dvalarheimilið Höfða en það var hon- um mikils virði. Elsku pabbi, minningum mínum ætla ég að deila með börnum mínum þeim Gunnari, Sædísi, Alberti og Lilju, og hjálpa þeim að muna eftir þér. Hvíl í friði, elsku pabbi, og vonandi getur þú sent mér styrk að ofan til að komast í gegnum þessa miklu sorg. Guð blessi þig. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þín dóttir, Inga Jóna. Elsku afi minn, ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þakka þér fyrir það hvað þú tókst alltaf vel á móti mér. Ég var alltaf velkominn á heimili þitt. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og allt sem þú hefur gefið mér. Elsku afi, ég þakka þér fyrir það að hafa leyft mér að búa hjá þér í haust þótt þú hafir verið orðinn veik- ur. Það verður aldrei fullþakkað allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Ég sakna þín gífurlega mikið og þótti af- ar sárt að missa þig. Ég veit að ég mun sakna þín mikið um ókomin ár en ég mun reyna að hugsa til þess að nú líður þér vel og þú munir vaka yfir mér og leiða mig á rétta braut í lífinu. Minning þín er ljós í lífi mínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gunnar Ingi Gunnarsson. Elsku afi, nú ert þú farinn frá okk- ur eftir mikil veikindi. Þú gafst okkur svo mikla ást og mikla hlýju. Við eig- um svo sannarlega eftir að sakna þess að þú komir ekki í heimsókn til okkar hvort sem við erum heima eða á ferðalagi. Við vorum alltaf svo spennt yfir komu þinni til okkar. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið en það hjálpar okkur vonandi að nú líður þér vel og þú verður ávallt í huga okkar. Við eigum eftir að hjálpa litlu systur okkar, henni Lilju Sæbjörgu, að muna eftir þér. Hvíl í friði, elsku afi. Þín afabörn, Sædís Anna, Albert Fannar og Lilja Sæbjörg. Afi er dáinn. Hann afi bjó til besta grjónagraut í heimi. Þegar ég var fjögurra ára átti ég tréstól sem brotn- aði og ég sendi hann til afa á Akranesi og hann lagaði hann. Afi gat lagað allt. Bless afi. Silja Rán. GUÐLAUGUR VALDIMAR HELGASON Mig langar að minn- ast Þorsteins Hraun- dal. Kynni okkar voru stutt. Hitti hann stundum í boðum hjá dóttur minni og tengdasyni. Það sem ég dáðist að hjá þessum aldraða manni var atorka hans og lífsþróttur. Þegar tölvuöldin byrjaði fyrir al- vöru fékk hann sér tölvu og var fljótur að ná tökum á þeirri tækni, hóf að rekja ættfræði sem hann var búinn að gera mjög góð skil. Bílinn sinn keyrði hann mánuði ÞORSTEINN Á. HRAUNDAL ✝ Þorsteinn Á.Hraundal fædd- ist í Gröf á Vatns- nesi, V-Húnavatns- sýslu, 12. júlí 1913. Hann lést 1. júní síð- astliðinn. Útför Þor- steins fór fram frá Grensáskirkju 8. júní sl. áður en hann lést 87 ára. Hann hafði yndi af músík, spilaði á harm- oniku, keypti nýja í fyrra, spilaði oft á hana á dvalarheimilinu sér og öðrum til ánægju. Það er mikil gæfa að fá að njóta elliáranna á gefandi og innihalds- ríkan hátt. Það er hvatning fyr- ir mig að fá að kynnast Þorsteini, minnti mig á að nota tímann meðan heilsan leyfir. Þorsteinn hafði stutta sjúkdóms- legu, fékk hægt andlát. Hann fær áreiðanlega góða heim- komu þangað sem við öll förum að lokum. Votta eftirlifandi eiginkonu, Veru, sonum þeirra og öðrum ná- komnum samúð mína. Oddný Sigurðardóttir. 1   #       #   %      !%!                           +)((5 ( : / ; )/ /' &    #         )  '        -  ) #8 $" 4" 8 "" "2'" " 8 $"2'8 ""  !3& 3 "   8 "" 51< "  8 " F1  #4""  8 "" )##  % 8 " :$/ * ""  !3&8 "  "$  "" )$8 "" #$7+#&/)#&$" ! !&  ! ! !& '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.