Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVALBÁTARNIR eru einmanaleg- ir á að líta þar sem þeir liggja í lygnum sjónum í Reykjavíkurhöfn á góðviðrisdegi. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Einir og yfirgefnir SAMTÖK eigenda sjávarjarða voru stofnuð í síðustu viku. Á stofnfund- inum voru flutt erindi um aðdrag- anda að stofnun samtakanna og hver helstu hlunnindi sjávarjarða séu auk þess sem lög voru sett fyrir félagið. Megintilgangur félagsins að því er segir í fréttatilkynningu er: „Að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í gildandi lögum um stjórn fiskveiða. Að auki að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða, innan netlaga, sem og tiltöluleg eign- arhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild verði virt og í heiðri höfð.“ Kosið var í stjórn félagsins á fund- inum og eru það Ómar Antonsson frá Horni í Hornafirði, Björn Erlends- son úr Reykjavík og Jónas Jóhann- esson frá Öxney á Breiðafirði sem skipa stjórnina. Dr. Ole Lindquist, sagnfræðingur, flutti erindi um frumnorrænan rétt sjávarjarða til auðlinda við strendur Íslands en hann hefur stundað rann- sóknir á þessu sviði undanfarin ár. Samtök eigenda sjávarjarða stofnuð Í ÁLITI umboðsmanns Alþingis, sem greint var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag, er komist að þeirri nið- urstöðu að dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi brotið andmælarétt á fanga sem vísað var af áfangaheimili Verndar og færður til afplánunar í fangelsi. Fanginn var talinn hafa brotið gegn útivistar- reglum heimilisins. Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði við Morgunblaðið að kæmi slíkt mál upp á ný yrðu vinnubrögð í samræmi við þær úrbætur sem umboðsmaður lagði til í áliti sínu. Atvikið átti sér stað í júlí 1999 en Björn segir að síð- an þá hefði eftirliti hjá áfangaheimili Verndar verið breytt og það sett í fastari skorður. Björn á því ekki von á að slíkt mál komi upp á ný. Hann hafði ekki upplýsingar um hvort fanginn hefði leitað eftir end- urupptöku málsins. Það væri þó ljóst að maðurinn hefði ekki farið eftir reglum áfangaheimilsins. „Skrif- finnskan var ekki í lagi en brotið var hið sama,“ sagði Björn. Guðgeir Eyjólfsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, telur ólík- legt að stofnunin eða áfangaheimilið Vernd þurfi að breyta vinnubrögð- um sínum í kjölfar álits umboðs- manns Alþingis. Það verði þó kannað nánar. Guðgeir segir að um ár sé liðið síð- an eftirlit var bætt á áfangaheim- ilinu. Þá séu ákvarðanir um hvort föngum sé vísað af heimilinu nú teknar formlega af Fangelsismála- stofnun. Þær ákvarðanir eru kæran- legar til dómsmálaráðuneytisins. „Í þeim tilfellum sem föngum er vísað af Vernd er það venjulega vegna þess að þeir hafa neytt áfengis eða fíkniefna,“ sagði Guðgeir. Slíkt sé yfirleitt auðsannanlegt. Hann tek- ur þó fram að ekki sé algengt að föngum sé vísað af Vernd, þó komi alltaf upp einhver tilvik á hverju ári. Þegar starfsfólk Verndar telur að fangar hafi brotið reglur áfanga- heimilisins eru fyllt út sérstök eyðu- blöð með atvikalýsingu. Fangarnir geta komið að sínum athugasemdum á blöðin sem síðan eru send Fangels- ismálastofnun. Stofnunin tekur síð- an formlega ákvörðun um hvort ástæða sé til að vísa fanganum frá áfangaheimilinu. „Þá fer það eftir atvikum hvort fanganum er veittur andmælaréttur eða ekki,“ sagði Guðgeir. Í áliti um- boðsmanns kemur fram að and- mælaréttur eigi ekki alltaf við. Liggi rök hlutaðeigandi aðila fyrir í málinu eða að það sé augljóslega ekki þörf á því að hann tjái sig þarf ekki að veita andmælaréttinn. Fangelsismálastofnun um niðurstöðu umboðsmanns Vinnubrögðum hef- ur þegar verið breytt SKIPUÐ hefur verið stjórn Blóðbankans samkvæmt samn- ingi um rekstur hans sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn, að því er fram kemur á fréttavef Landspítala – háskólasjúkra- húss, LSH. Samkvæmt samn- ingnum heyrir Blóðbankinn undir forstjóra og fram- kvæmdastjórn spítalans og ber hann ábyrgð á starfsemi hans. Rekstur Blóðbank- ans hefur um leið verið aðskilinn fjárhagslega frá öðrum rekstri spít- alans. Forstöðu- maður Blóð- bankans verður Sveinn Guðmundsson sem hef- ur verið yfirlæknir stofnunar- innar. Forstjóri LSH, Magnús Pét- ursson, hefur skipað tvo af fimm stjórnarmönnum Blóð- bankans, þau Friðrik Pálsson, viðskiptafræðing og stjórnar- formann Símans og SÍF, sem er formaður stjórnar, og Önnu Lilju Gunnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga LSH. Landlæknir hefur skipað Harald Briem sóttvarnarlækni í stjórnina og Halldór Jónsson, forstjóri FSA, er skipaður af Landssambandi sjúkrahúsa. Loks hefur Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, verið skipuð af Rauða krossinum í stjórnina. Hlutverk stjórnarinnar er að vera forstöðumanni Blóðbank- ans til aðstoðar um mótun stefnu í málefnum bankans, svo og að tryggja að sjónarmið hagsmunaaðila og almennings um starfsemi Blóðbankans fái komist að. Stjórnin hefur verið skipuð til tveggja ára frá 22. júní sl. og kemur væntanlega saman í fyrsta sinn í næsta mánuði, samkvæmt upplýsing- um frá Landspítalanum. Breytt rekstrarform Blóðbankans Friðrik stjórnar- formaður Friðrik Pálsson FRJÁLSLYNDI flokkurinn undir- býr nú framboð í sveitarstjórnar- kosningunum næsta vor. Ákveðið er að bjóða fram lista í Reykjavík og segir Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, að einnig sé framboð á Ísafirði í burð- arliðnum. Sömuleiðis að reiknað sé með framboði á Sauðárkróki, suður með sjó og á Norðurlandi. Aðallega sé stefnt á framboð í sjávarbyggðum og að framboð sé í undirbúningi á fimm, sex stöðum. Hún segir þó að það gæti breyst þeg- ar nær dregur, hugsanlega gæti flokkurinn farið í samstarf við aðra flokka í smærri byggðum. Margrét segir að stillt verði upp á lista. Prófkjör sé of dýrt og erfitt fyr- ir lítinn flokk. Hún segir að nokkrir hafi þegar ákveðið að gefa kost á sér til framboðs í Reykjavík, en vill ekki segja hversu margir það eru. Sjálf ætlar hún að gefa kost á sér. „Það er ekki búið að ákveða að ég verði í fyrsta sætinu en ég myndi ekki skorast undan ef menn teldu það fýsilegan kost,“ segir Margrét. „Ég kæri mig ekki um að fara sér- staklega út í baráttumálin, við erum búin að vinna drög að málefnahand- bók og það er ekki fyrr en hún er fullsmíðuð sem við gætum farið að kynna sérstakar áherslur úr henni,“ segir Margrét. Hún segir borgar- málaráð flokksins í sumarfríi en næsta haust verði aftur hafist handa við undirbúning framboðs. Sjávarútvegsmálin verða ekkert sérstaklega sett á oddinn, að sögn Margrétar. „Mér finnst hálffurðu- legt þegar ég er spurð að því. Þá mætti alveg eins spyrja hvort Fram- sóknarflokkurinn, sem oft hefur ver- ið kallaður bændaflokkur, eigi bara að sinna bændum og ekki bjóða fram í borginni,“ segir hún. Margrét segist telja að framboð flokksins eigi mikla möguleika í Reykjavík. Hún segist telja að Reyk- víkingar séu ekki eins tryggir R-list- anum og Sjálfstæðisflokki og oft er með flokka á landsvísu. „Ég held að fólk sé orðið dálítið þreytt á þessum tveimur fylkingum og að nýr listi gæti alveg náð ein- hverju fylgi. Ég veit að við höfum höfðað talsvert til sjálfstæðismanna en ég held að við gætum náð fylgi frá báðum,“ segir Margrét. Frjálslyndir undirbúa framboð í sveitarstjórnarkosningunum 2002 Ekki áhersla á sjávarútveg BORGARRÁÐ samþykkti með þremur atkvæðum á fundi sínum í fyrradag tillögu leikskólaráðs að hækka gjaldskrá Leikskóla Reykja- víkur 1. ágúst nk. um 10%. Sem dæmi um gjaldskrárhækkunina hækkar almennt gjald fyrir eitt barn í átta tíma vistun, að meðtöldum há- degisverði, úr 22.500 kr. á mánuði í 25 þúsund krónur. Námsmannagjald fyrir sömu vistun verður 18.900 kr. Í bókunum fulltrúa Reykjavíkur- listans í leikskólaráði segir að rekstrarskostnaður hafi hækkað umtalsvert vegna nýgerðra kjara- samninga og gjaldskrárhækkun því verið óumflýjanleg. Sú regla hefur verið viðhöfð að Reykjavíkurborg greiðir 67% rekstrarkostnaðar að jafnaði en foreldrar 33%. Í bókuninni segir að væri þessari reglu fylgt út árið þyrfti að hækka leikskólagjöld um tæp 16% á þessu ári og um rúm 3% næsta ár. „Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu þykir ekki æskilegt að halda sig við áðurnefnda reglu og er þess þá að gæta að svo mikil hækkun kemur illa við marga foreldra og að ekki er vert að velta henni út í verðlagið eins og málum er háttað nú,“ segir m.a. í bókuninni. Sjálfstæðismenn í minnihluta bók- uðu á móti og bentu á að gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur hefði hækk- að um allt að 44% frá 1996. Þrátt fyr- ir þessar hækkanir hefðu biðlistar lengst jafnt og þétt og hefðu aldrei verið lengri. „Ef að ná á þeim mark- miðum að minnka biðlistana verður að leggja áherslu á fjölbreyttari leið- ir en nú er gert,“ segir í bókun full- trúa Sjálfstæðisflokks. Leikskólagjöld hækka um 10%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.