Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ⓦ í Ytri-Njarðvík Upplýsingar veitir umboðsmaður á staðnum, Eva Gunnþórsdóttir í síma 421 3475. ÞÆR stöllur Kristjana, Thelma Dögg og Tinna Hrund voru upp- teknar í sólskininu á dögunum við að snyrta og laga blómaskrúðið sem býður gesti velkomna í Garð- inn, þegar blaðamaður átti leið hjá. Þær hafa unnið í allt sumar, og reyndar fleiri sumar, við að fegra bæinn og hefur líkað nokkuð vel. Þær sögðu að sólin skini oft í Garð- inum og því væri skemmtilegt að vinna úti. Morgunblaðið/Eiríkur P. Arfi reyttur í Garðinum Garður ENN á eftir að ráða í nokkrar kennarastöður við grunnskólann í Grindavík og segir Gunnlaugur Dan Ólafsson skólastjóri að nokkuð vanti þar upp á. Búið er að ráða þrjá kennara við skólann fyrir næsta haust en eftir er að ráða í sjö stöður. „Það vantar fjóra almenna kenn- ara. Síðan vantar í rauninni kenn- ara í heimilsfræði, líffræðikennara og tónmenntakennara í hlutastarf,“ segir Gunnlaugur Dan. Þrjátíu og fjórar kennarastöður eru við skól- ann alls. Að sögn Gunnlaugs er þegar far- ið að skoða aðra möguleika, svo sem að ráða leiðbeinendur í stað kenn- ara. Hann segir kjarasamninga við kennara ekki hafa haft tilskilin áhrif á ráðningar í skólum á lands- byggðinni. „Ég held að mjög mörg sveitarfélög hafi gert ráð fyrir því að þetta myndi auðvelda kennara- ráðningar. Kjarasamningarnir sem slíkir hafa hins vegar ekki búið til kennara.“ Gunnlaugur segir skort á kenn- urum stafa fyrst og fremst af því að kennarastéttin sé of fámenn. Sam- keppni um kennara haldi því áfram óháð nýjum kjarasamningum. Hann segir grunnskólann hafa reynt að fá til sín kennara með ein- greiðslum, flutningsstyrkjum og húsnæðisbótum en að dregið hafi verið úr greiðslunum fyrir þetta skólaár þar sem menn hefðu vonast til þess að nýir kjarasamningar myndu hafa sitt að segja. Gunnlaugur segir að reynsla sín sé sú að skriður komist ekki á mannráðningar fyrr en eftir versl- unarmannahelgi og oft hafi menn látið freistast og beðið með ráðn- ingar þar til þá. Hins vegar sé erf- iðara nú en áður að bíða með slíkt þar sem skólarnir hefjast fyrr í ár en ella. Að auki sé vont að raða kennurum niður þegar ekki er búið að ráða í allar stöður. Þá setur það strik í reikninginn varðandi greiðslur úr svokölluðum launapotti sem um var samið í nýjum kjara- samningi og dreift er á kennaralið skólans. Nýir kjarasamningar ekki auðveldað ráðningu kennara Eftir að ráða í sjö stöður í Grindavík Grindavík REYKJANESBÆR undirritaði í fyrradag, ásamt Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra, Ólafsvíkuryfir- lýsingu sveitarfélaga, en með sam- þykkt þeirrar yfirlýsingar skuld- binda sveitarfélög sig til að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróun- ar. Í því felst m.a. að virkja íbúa, félagasamtök og aðila atvinnulífsins til öflugrar þátttöku í verkefnum sem tengjast Staðardagskrá 21 og hafa markmið um sjálfbæra þróun að leið- arljósi við gerð skipulagsáætlana og aðra ákvarðanatöku varðandi mál- efni sveitarfélagsins. Við þetta tilefni undirritaði Reykjanesbær jafnframt samning við Landvernd um þátttöku í verk- efninu „vistvernd í verki“ sem snýr fyrst og fremst að almenningi. Þá af- henti Njarðtak öllum leikskólum bæjarins safnkassa sem staðsettir verða við leikskólana og verður börn- unum kennt að nota slíka kassa. Undirritun samninganna fór fram í leikskólanum Hjallatúni sem er nýj- asti leikskóli Reykjanesbæjar og var tekinn í notkun í ársbyrjun. Kjartan Már Kjartansson, formaður stýri- hóps Staðardagskrár 21 í Reykja- nesbæ, sagði undirritun samning- anna í beinu framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á dögunum á Staðar- dagskrá 21 en bærinn skipar nú hóp þeirra 11 sveitarfélaga á landinu sem undirritað hafa Staðardagskrána. Þá hafa alls 23 sveitarfélög undirritað Ólafsvíkuryfirlýsinguna sem Kjartan segir að sé nokkurs konar Kyoto- bókun Íslendinga. Fjölskylduvænt, framsækið og nútímalegt sveitarfélag Kjartan sagði að slagorð bæjarins í verkefninu væri; „því klókari, því minni slóð“ sem vísaði til speki ind- íána sem lögðu sig fram um að fela slóð sína í umhverfinu á þann hátt að ekkert minnti á veru þeirra þar. Að sögn Kjartans er samþykktin aðeins upphafið að sjálfbærri þróun og tekin verði lítil en örugg skref fram á veg- inn í umhverfismálum. Þeir þættir sem Reykjanesbær mun einbeita sér að í fyrstu eru hol- ræsi og fráveitur, úrgangur frá heim- ilum og fyrirtækjum, gæði neyslu- vatns, náttúrumengun, hávaða- og loftmengun, menningarminjar og náttúruvernd, skipulagsmál og um- hverfisfræðsla í skólum sem Kjartan sagði mjög mikilvægt í verkefninu. Hann sagði verkefnið byggja á tveimur hornsteinum, annars vegar viðbrögðum við núverandi ástandi, s.s. að bæta holræsi, flokka sorp, tryggja gæði neysluvatns o.s.frv., en hins vegar væri það menntun og fræðsla. Þar koma til skjalanna verk- efnið „vistvernd í verki“ fyrir al- menning, umhverfisstefna í skólum og kynningarfundir fyrir fyrirtæki. Markmið Staðardagskrár 21 eru þau að Reykjanesbær verði fjöl- skylduvænt, framsækið og nútíma- legt sveitarfélag og bærinn verði eft- irsóttur valkostur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagðist óska íbúum Reykjanes- bæjar til hamingju með þann merka árangur að hafa lokið við undirritun þessara yfirlýsinga, enda beri sveit- arfélög mikla ábyrgð í umhverfismál- um. „Ég hef alltaf furðað mig á því hvernig umræðan gengur stundum út á það hér varðandi Staðardag- skrána og þróun í samfélaginu varð- andi umhverfismál, hvað hún hefur oft beinst að Alþingi, ríkisstjórn, ráð- herrum o.s.frv. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin bera mjög mikla ábyrgð. Þau hafa oft á tíðum betri möguleika á að nálgast íbúana en önnur stjórnvöld hafa. Það er mjög mikilvægt hvernig almenn stjórnvöld hegða sér og hvaða ábyrgð þau leggja og stefnu, en sveitarfélög gegna þar lykilhlutverki,“ sagði Siv. Ólafur Thordersen afhenti fyrir hönd fyrirtækis síns, Njarðtaks, öll- um leikskólum bæjarins safnkassa í tilefni af 20 ára afmæli fyrirtækisins sem sérhæfir sig í sorphirðu og ann- arri þjónustu sem því tengist. Guð- ríður Helgadóttir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar, veitti gjöfunum viðtöku og sagði safnkassana dýr- mæta gjöf til leikskólanna og gerði að verkum að betur væri hægt að kenna börnunum að losna við úrgangsefni á vistvænan hátt. Reykjanesbær orðinn þátttakandi í Staðardagskrá 21 „Klókir menn skilja eftir sig litla slóð“ Morgunblaðið/Eiríkur P. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Kjartan Már Kjartansson undirrituðu Ólafsvíkuryfirlýsinguna. Reykjanesbær 27 FÆREYINGAR frá Vogi á Suðurey, sem er vinabær Sandgerðis, voru í heimsókn í Sandgerði nýlega. Að þessu sinni voru gestirnir starfsmenn og fjölskyldur Suðuroyar Sparikassa sem hefur aðsetur í Vogi. Fær- eysku gestirnir hafa ferðast um landið og eyddu einum degi í Sandgerði og skoðuðu Hvalsneskirkju, kerta- verksmiðjuna Jöklaljós, listasmiðjuna Nýja vídd, Byggðasafnið í Garði og Fræðasetrið í Sandgerði þar sem bæjarfulltrúar og makar tóku á móti gestum og skipst var á gjöfum. Sandgerði og Vogur hafa verið vinabæir síðan 1987 en upphafið má rekja til samskipta knattspyrnufélags- ins Reynis og Vogs boltafélags, sem hófust árið 1957. Upphafsmenn voru Henrik Johanesson frá Sumba á Suðurey, sem býr í Sandgerði, og Peter Vilhem frá Vogi. Fyrstu árin heimsóttu knattspyrnufélögin hvort annað en á undanförnum árum hafa heimsóknir verið frá ýmsum félagasamtökum og fyrirtækjum. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Starfsfólk og fjölskyldur Suðuroyar Sparikassa ásamt bæjarfulltrúum við Fræðasetrið í Sandgerði. Færeysk heimsókn frá Vogi á Suðurey Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.