Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 10
SIGURVEIG H. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands, af- henti í gær fulltrúum ferming- arbarna í Reykjavík árið 2001 bókina Fíkniefni og forvarnir, hand- bók fyrir heimili og skóla, að gjöf. Á allra næstu dögum mun bókin síðan verða send að gjöf í pósti til 1.500 heimila í Reykjavík, þ.e. til heimila allra barna sem fædd eru árið 1987. Í tilefni afhendingar bókarinnar, en hún kom fyrst út í febrúar á þessu ári, var boðið til blaðamanna- fundar þar sem m.a. kom fram að þetta væri leið Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands að leggja fíkni- vörnum lið. Bókin er gefin út af Fræðslumiðstöð í fíknivörnum og rituð af 30 sérfræðingum á ýmsum sviðum sem tengjast áfengis- og fíkniefnamálum. Bókin er forvarnartengd og þar er m.a. að finna ítarleg skrá yfir að- ila á Íslandi sem veitt geta ráðgjöf í forvörnum en fram kom á fundinum að þetta er fyrsta bókin sinnar teg- undar á landinu. Þá er fjallað um áhrif neyslu efnanna m.a. á líffæri, sálarlíf og samfélag og einkennum misnotkunar lýst. Bókin er samtals 320 litsíður, prýdd 120 myndum. „Það er eitt af forgangsverk- efnum Rauða kross-hreyfing- arinnar um þessar mundir að sinna forvarnarstarfi í þágu barna og unglinga, þetta verkefni er einn lið- ur í því,“ segir Ómar H. Krist- mundsson, formaður Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands, og bætti við að samkvæmt íslenskum rannsóknum hefja mörg börn hér á landi neyslu fíkniefna á aldrinum 14 til 16 ára. Sérstakrar aðgæslu væri því þörf þegar kæmi að þessu ald- ursskeiði. Hann sagði bókina vera bæði um- fangsmikla og vandaða og ætti að vera til á hverju heimili. Það væri von Reykjavíkurdeildar Rauða krossins að þetta framlag hennar til velferðar barna og unglinga kæmi foreldum að gagni í forvarnarstarf- inu og yrði þeim hvatning til ár- vekni. Markmiðið að fræða fólk um möguleika í forvörnum Í erindi Guðna Björnssonar, upp- eldisfræðings og annars tveggja rit- stjóra bókarinnar, kom fram að hugmyndin að bókinni hefði kvikn- að fyrir 5 árum hjá Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, þ.e. að tekin yrðu saman upplýsingar um fíkniefni fyr- ir almenning. Fram að því hafi ekki verið auðvelt að nálgast slíkar upp- lýsingar. Hann sagði bókina sniðna að þörfum skóla og fræðslustofn- ana, foreldra og heimila. Mikið af efni bókarinnar væri samið til leið- beiningar fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum og því ákjós- anlegt fyrir fræðslustarf í skólum. „Þekking í þágu forvarnar er grunnurinn sem við þurfum til að byggja upp forvarnarstarf. Við von- um að þessi bók sé tímabært fram- lag í forvarnarumræðu hér á landi. Hún leysir þó ekki fíkniefnavand- ann, sem er stór og mikill, heldur er hér um að ræða fyrsta skrefið í þeirri viðleitni að fræða fólk um möguleikana í forvörnum.“ Sr. Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur í Bústaðakirkju, sagði bók- ina bæði þarfaþing og fagnaðarefni en fulltrúar fermingarbarnanna sem tóku við bókinni eru úr hans sókn. „Ég kynnist því í mínu starfi að foreldrar eru oft mjög hræddir um að þekkja ekki einkenni, við- brögð og ýmislegt sem fylgir fíkni- efnaneyslu,“ segir Pálmi. „Þessi árgangur, árið eftir ferm- ingu, er sennilega hættulegasta tímabilið sem börn ganga í gegnum. Hættulegast vegna þess að það breytist svo margt á þessu eina ári,“ segir hann. Þá beindi Pálmi máli sínu til fermingarbarnanna og hvatti þau til að ræða um innihald bókarinnar við foreldra sína og for- ráðamenn. Afhending bókarinnar Fíkniefni og forvarnir, handbók fyrir heimili og skóla Bókin gjöf til 1.500 heimila Þeir sem að bókinni Fíkniefni og forvarnir koma afhentu fulltrúum fermingarbarna eintök. Morgunblaðið/Sverrir FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VATN flæddi um gólf í leikskólanum Kató í Hafnarfirði þegar öryggis- vörður Securitas koma þar að um há- degisbil í gær. Í ljós kom að vatns- leiðsla við salerni hafði farið í sundur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins urðu talsverðar skemmdir á hús- gögnum, hurðum og hurðarkörmum. Slökkviliðið var fengið til að hreinsa upp vatn og gert var við rörið. Engin starfsemi hefur verið í hús- inu um nokkra hríð vegna sumar- leyfa. Vatnsleki í leikskóla FREKARI viðræðum í kjaradeilu tónlistarskólakennara og launa- nefndar sveitarfélaga hefur verið frestað til 14. ágúst. Samninga- menn atvinnurekenda sýndu lítil viðbrögð við gögnum sem tónlist- arskólakennarrar lögðu fram á síð- asta viðræðufundi, að því er kemur fram á fréttavef Kennarasam- bandsins. Á fundinum fóru tónlistarskóla- kennarar yfir hvaða áhrif ný aðal- námskrá tónlistarskóla muni hafa á störf tónlistarskólakennara. Dregnar voru fram þær nýju áherslur og breytingar í tónlistar- kennslu sem kalla á endurskoðun á störfum tónlistarskólakennara. Fulltrúar tónlistarskólakennara fóru yfir þær launabreytingar sem hafa orðið hjá framhaldsskóla- kennurum og grunnskólakennur- um frá árinu 1995 og ræddu í hverju sá launamismunur sem hef- ur myndast á milli tónlistarskóla- kennara og annarra kennara fæl- ist. Ákveðið var að fresta fundahöld- um fram til 14. ágúst en taka þá góða fundatörn. Viðræðum frestað í fimm vikur Sveitarfélög og tónlistarkennarar HJÚKRUNARFRÆÐIDEILDUM Háskóla Íslands og Háskóla Akur- eyrar er báðum hrósað fyrir mik- ilvægt framlag sitt til heilsuverndar og hjúkrunarfræðistarfs á Íslandi, í niðurstöðum heildarúttektar á hjúkrunarfræðimenntun sem gerð var á vegum menntamálaráðuneyt- isins. Kemur þar fram að deildirnar bæti hvora aðra upp, þar sem Há- skólinn á Akureyri miðar að því að mennta almenna hjúkrunarfræð- inga sem eru tilbúnir að starfa í dreifbýli og Háskóli Íslands sér- hæfða hjúkrunarfræðinga sem starfa á höfuðborgarsvæðinu. Há- skólinn á Akureyri leggi áherslu á verklegt nám en Háskóli Íslands á rannsóknir og er tekið fram að deildirnar gætu haft margvíslegan ávinnig af frekara samstarfi. Úttekt þessi er sú fyrsta sem byggist á reglum um gæðaeftirlit með háskólakennslu sem settar voru árið 1999 og náði til náms á BS- og meistarastigi við báða há- skólana, þar sem lagt var mat á al- mennt nám, fjarnám og starfsþjálf- un eftir því sem við á. „Almennt er þetta frekar jákvætt mat og koma deildirnar vel út,“ seg- ir Ásgerður Kjartansdóttir, sér- fræðingur í mats- og eftirlitsdeild menntamálaráðuneytisins. Hún seg- ir að meðal þess sem bent sé á í nið- urstöðum matsins varðandi báðar deildirnar sé að auka þurfi notkun nútímatækni við kennslu hjúkrunar- fræði, sem og námsframboð og námsefni. Eins sé bent á að efla þurfi samstarf deildanna, meðal annars á sviði rannsókna og í sam- nýtingu námskeiða til dæmis með fjarkennslu. Hún segir að einnig sé hvatt til þess að deildirnar kynni fræðistörf sín og rannsóknir meira en nú er gert og að huga megi betur að þró- un deildanna og kynningu á þeim. Í úttektinni er hjúkrunarfræði- deild Háskólans á Akureyri hrósað sérstaklega fyrir framlag hennar til hjúkrunar á landsbyggðinni og er talið afar jákvætt að þar sé bæði hægt að ljúka BS-gráðu og fram- haldsgráðu til meistaraprófs. Hins vegar uppfylli það ekki almennt við- urkennda staðla, hversu hátt hlut- fall stundakennara sé við deildina og er gerð athugasemd við að kenn- arar skuli ekki allir hafa lokið meistara- eða doktorsgráðu. Samstarf við aðrar deildir á skyldum fræðasviðum verði aukið Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands er hrósað sérstaklega fyrir fræðistörf og rannsóknir sem nýtast allri fræðigreininni og er tekið fram að nemendur á öllum stigum virðist almennt ánægðir með menntun sína. Tekið er til þess að verklega námið tengist bóklega náminu vel þegar litið sé til innihalds og mark- miða, en jafnframt tekið fram að efla þyrfti formlegt samstarf við aðrar deildir sem fáist við skyld fræðasvið. Einnig er bent á í úttektinni, að auka þurfi fjármagn til hjúkrunar- fræðideildar HÍ, eigi hún að geta uppfyllt rannsóknarskyldur sínar á sama hátt og aðrar deildir háskól- ans. Aukning hafi orðið á rannsókn- um, sérstaklega í tengslum við stofnun rannsóknaneta, bæði hér- lendis og erlendis, í samstarfi við aðra háskóla og rannsóknarstofn- anir og er tekið fram að stofnun Rannsóknarstofnunar í hjúkrunar- fræði virðist hafa haft jákvæð áhrif og gert rannsóknir í hjúkrun meira áberandi. Framkvæmd úttektarinnar var í höndum matshóps sem skipaður var af menntamálaráðherra, en í honum voru Carolyn Waltz, frá School of Nursing viðUniversity of Maryland, sem jafnframt var formaður, Pia Ramhøj, rektor við Hovedstadens Sygeplejerskeuddannelse í Kaup- mannahöfn, Sigríður Snæbjörns- dóttir, fyrrverandi hjúkrunarfor- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, og Sólveig Jakobsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hjúkrunarfræðideildum HÍ og HA hrósað í úttekt menntamálaráðuneytisins Hvatt til aukins sam- starfs milli deildanna ♦ ♦ ♦ ALLS bárust níu umsagnir við matsskýrslu um hafnarframkvæmd- ir við Hraun í Reyðarfirði, en um- sagnarfrestur rann út 6. júlí sl. Valgeir Kjartansson, byggingar- verkfræðingur hjá Hönnun hf., seg- ir flestar umsagnir jákvæðar í garð framkvæmdarinnar. Tveir aðilar vilji þó frekari rannsóknir og upp- lýsingar um gróðurfar og efnistöku vegna framkvæmdanna. ,,Umsagnaraðilar telja að fyrir- liggjandi matskýrsla lýsi umhverf- isáhrifum framkvæmdarinnar að mestu leyti á fullnægjandi hátt. Tvær umsagnir telja þó að umfjöll- un skýrslunnar skorti á um viss at- riði. Landgræðsla ríkisins gagnrýn- ir umfjöllun um gróðurfar og efnistöku og Náttúruvernd ríkisins gagnrýnir umföllun um efnistöku, áhrif á lífríki sjávar og umfjöllum um til hvaða ráða sé gripið sýni vöktun hafnarsvæðis neikvæð áhrif eftir að rekstur er hafinn,“ sagði Valgeir. Ein umsögn barst frá einstak- lingi, en átta frá stofnunum. Þær stofnanir sem sendu umsagnir voru Hollustuvernd, Náttúruvernd ríkis- ins, Þjóðminjasafnið, Veiðimála- stjóri, Landgræðslan, Siglinga- stofnun og bæjarstjórn Fjarða- byggðar. Að sögn hans hefur öllum um- sagnaraðilum nú verið svarað en Skipulagsstjóri mun kveða upp úr- skurð um framkvæmdirnar í byrjun næsta mánaðar. Níu umsagnir bárust við umhverfismat KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var handtekinn í Leifsstöð á laugar- dagskvöld eftir að tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann eitt kíló af hassi á manninum. Hann hafði falið efnið innanklæða. Að loknum yfirheyrslum hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík var manninum sleppt. Hann játaði að hafa staðið að inn- flutningnum en neitaði að það hefði verið ætlað til sölu. Maðurinn mun ekki áður hafa komið við sögu fíkni- efnamála. Með eitt kíló af hassi inn- anklæða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.