Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 57 DAGBÓK hefst á morgun LAUGAVEGI 1, S. 561 7760. ÚTSALAN Velkomin um borð O F S C A N D I N A V I A hefst í dag Opið til kl. 22 Snertilinsur - fyrir golfáhugamenn - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945  Innilegar þakkir til allra þeirra sem á einn eða annan hátt glöddu mig í tilefni af níræðisaf- mæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Guðbjartur Ó. Ólason, Skipholti 6. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert röskur og ráðagóður og fólk lítur gjarnan til þín um forystu. Velgengni á ekki að skemma. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt það til að segja hlutina umbúðalaust sem gerir það að verkum að þú færð fólk upp á móti þér. Söðlaðu um og fáðu fólk til liðs við þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Gakktu þó ekki fram af þér við þetta, því þú þarft að eiga orku aflögu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú lætur bókstaflega allt fara í taugarnar á þér í dag svo það reynir verulega á þolinmæðina. Þér liði betur ef þú reyndir að vera örlítið jákvæðari Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt í erfiðleikum með að tjá það sem þér býr í brjósti en þarft að leggja þig fram við það því að öðrum kosti nærðu ekki að leysa málin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef þú ert ekki ánægður með verk annarra skaltu taka þau að þér sjálfur. Þá muntu sjá að oft er betra um að tala en í að komast. Vertu sanngjarn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Gefðu þér samt fyrst tíma til að hafa samband við alla þá sem málið varðar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert vel upplagður og allt virðist ganga upp hjá þér. Vertu því til staðar til að lið- sinna þeim sem þurfa á að- stoð þinni að halda. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Komdu jafnvægi á þetta svo þú getir komið einhverju í verk. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt þú sért ekki hlynntur því sem ættingi þinn er að gera skaltu láta það afskipta- laust. Láttu hann um að standa eða falla með sinni ákvörðun. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú veist að þú ert á réttri leið og þarft því ekki að gefa neitt eftir. Haldir þú festu þinni gegnum þykkt og þunnt mun enginn reyna að andmæla. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og set- ur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú verður beðinn um að vera málsvari vinnufélaganna og þarft því að kynna þér mál- efnið vandlega áður en þú lætur nokkuð frá þér fara. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 12. júlí, verður áttræður Brynj- ólfur Árnason, bóndi, Vöðl- um, Önundarfirði. Brynjólf- ur er kvæntur Brynhildi Kristinsdóttur. Brynjólfur ætlar að taka á móti gestum í Holtsskóla á afmælisdegi sínum kl. 16-19. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun föstudaginn 13. júlí verður fimmtugur Benedikt Sveinsson, for- stjóri Iceland Seafood Cor- poration í Ameríku. Af því tilefni tekur hann og eigin- kona hans, Sif Haraldsdótt- ir, á móti gestum á morgun, kl. 18-22 í Ými, húsi Karla- kórs Reykjavíkur, Skógar- hlíð 20. 50 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 12. júlí verður fimmtugur Hall- dór Kr. Stefánsson, starfs- maður Ísals, Ystabæ 5, Reykjavík. Eiginkona hans er Þóra G. Bragadóttir, kaupmaður. LJÓÐABROT ÚR GRETTISSÖGU Gekk ek í gljúfr it dökkva, gein veltiflug steina við hjörgæði hríðar hlunns úrsvölum munni. Fast lá fram á brjósti flugstraumr í sal naumu; heldr kom á herðar skáldi hörð fjón braga kvónar. Ljótr kom mér í móti mellu vinr ór helli; hann fekkst, heldr at sönnu harðfengr, við mik lengi. Harðeggjat lét ek höggvit heftisax af skefti. Gangs klauf brjóst ok bringu bjartr gunnlogi svarta. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÞÓTT Finnar eigi ágæta og leikreynda spilara hafa þeir ekki náð að brjóta ís- inn á alþjóðamótum og taka virkan þátt í toppbar- áttunni. Oft fara þeir vel af stað, en missa þolinmæðina um mitt mót og fara þá út í ævintýralega áhættuspila- mennsku, sem kostar alltaf meira en hún gefur. Hér slapp þó einn þeirra besti spilari, Kauko Koistinen, með viðvörun. Samlandi hans og góðvinur Íslend- inga, bridsblaðamaðurinn Heinz Guthwert, skýrir frá þessu spili Kauko í móts- blaði EM í síðasta mánuði: Norður ♠ ÁD4 ♥ 9653 ♦ K106 ♣ K65 Vestur Austur ♠ G632 ♠ 98 ♥ G1072 ♥ -- ♦ ÁG82 ♦ 95 ♣8 ♣ÁDG1097432 Suður ♠ K1075 ♥ ÁKD84 ♦ D743 ♣-- Kauko var í suður en félagi hans Kiema í norður. Þetta var gegn Líbanon – enginn á hættu og norður gjafari. Kiema passaði í upphafi og austur vakti á fimm laufum. Hvað á suður gera? Pass eða dobl eru hinar rökréttu sagnir, en Kauko sagði galvaskur fimm hjörtu! Og allir pass. Vestur kom út með ein- spilið í laufi. Kauko tromp- aði, lagði niður hjartaás og sá leguna þar. Þá sneri hann sér að spaðanum, tók þrjá efstu og trompaði þann fjórða. Hann fór næst heim á hjarta til að spila tígli á tíu og aftur til að spila tígli á kóng. Vestur gaf ranglega og upp var komin þessi óvenjulega endastaða: Norður ♠ -- ♥ -- ♦ 6 ♣ K6 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ G ♥ -- ♦ ÁG ♦ -- ♣-- ♣ÁDG Suður ♠ -- ♥ 8 ♦ D7 ♣-- Kauko trompaði lauf með áttunni og vestur gat valið hvort hann gaf þar úr- slitaslaginn eða á tígul- drottningu síðar. 60 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 12. júlí er sextug Birna Óladótt- ir, Ásabraut 17, Grindavík. Hún og eiginmaður hennar, Dagbjartur Einarsson, taka á móti vinum og vanda- mönnum föstudaginn 13. júlí í Festi kl. 20. Örvar Krist- jáns og Diddú mæta á stað- inn. Staðan kom upp á EM ein- staklinga er lauk fyrir skömmu í Ohrid í Make- dóníu. Sergei Movsesjan (2661) hafði hvítt gegn ung- verska kollega sínum Zoltan Gymesi (2571). 50.Dxh5! Ein- falt og snoturt. 50...Dxh5 Ekki gekk upp að leika 50...Dxe4 sökum 51. Be6+ Kh8 52. De8+ Kg7 53. Df7+ og hvítur mátar í næsta leik. Í framhaldinu verður hvítur sælum manni yfir. 51.Rf6+ Kf7 52.Rxh5 Bd6 53.Bf5 og svartur gafst upp. Töluverður fjöldi Íslendinga er í skák- víking í Evrópu um þessar mundir. Skak.is fylgist grannt með gangi mála og geta áhugasamir fengið þar daglegar upplýsingar um nýjustu afdrif þeirra. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.       Ó nei, mig klæjar svo í nefinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.