Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árni Sigurðssonfæddist í Reykja- vík 9. desember 1915. Hann lést á líknardeild Land- spítalans, Landakoti, 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Árnason, vélstjóri í Reykjavík, f. 29. nóvember 1877, d. 18. apríl 1952, og Þuríður Pétursdóttir hús- móðir, f. 22. júní 1886, d. 15. desem- ber 1949. Systkini Árna voru 14. Þau eru: Ingveldur, f. 1905, látin; Ingibjörg, f. 1907, látin; Helga, f. 1909, látin; Bryndís, f. 1911, látin; Elísabet, f. 1912, lát- in; Þuríður, f. 1917, látin; Emelía, f. 1917, látin; Pétur, f. 1918, látinn; Erlendur, f. 1919; Sigurður f. 1921, látinn; Haraldur Örn, f. 1924; Valur, f. 1925; María, f. 1928, og Bergljót, f. 1931. Systkinahóp- urinn ólst upp á Bergi v/Suður- landsbraut. Árni kvæntist 25. maí 1940 Sigríði J. Guðmundsdóttur, f. 17. nóvember 1918, d. 19. janúar 2000. Árni og Sigríður eignuðust fimm börn: 1) Ása Auður, f. 24. júlí 1940, d. 17. júlí 1943. 2) Þuríður skrifstofumaður, f. 1. október 1946, maki Christo- pher Ian Collett, f. 20. ágúst 1948, d. 22. júní 1984, sonur þeirra er Árni James. Sam- býlismaður Þuríðar er Jakob Gunnarsson landfræðingur, dóttir þeirra er Íris Björk. 3) Sigurður kerfis- fræðingur, f. 12. des- ember 1947, maki Þorbjörg Kristjáns- dóttir, þau skildu, dætur þeirra eru Erla og Elínborg. 4) Sigur- bjarni, f. 13. júlí 1948, d. 28. ágúst 1949. 5) Valgerður kennari, f. 29. ágúst 1951, maki Jón Rúnar Sveinsson félagsfræð- ingur, börn þeirra eru Árni Freyr, Hallveig og Arnór. Árni og Sigríð- ur eiga 6 barnabarnabörn. Árni vann hjá Burstagerðinni sem ungur maður og síðan um ára- bil hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Síðustu starfsárin starfaði Árni hjá fjölritunarstofunni Letri og seinna við rekstur eigin fjölrit- unarstofu. Árni og Sigríður bjuggu lengst af í Reykjavík, en síðastliðin sex ár í Vogatungu 25a í Kópavogi. Útför Árna fór fram í kyrrþey fimmtudaginn 5. júlí. Fallinn er frá heiðursmaðurinn Árni Sigurðsson á 86. aldursári. Leiðir okkar Árna lágu saman fyr- ir rúmlega 16 árum er ég kynntist dóttur þeirra Árna og Sigríðar, Þuríði. Árni var seintekinn til kynna og talaði ekki mikið, það sem einkenndi hann öðru fremur var hógværð í orði og æði. Smám saman varð mér ljóst hversu mik- inn öðlingsmann hann hafði að geyma. Sérstaklega kom það skýrt í ljós í sambandi hans við dóttur okkar. Þolinmæði og góðvild ein- kenndi alla hans framkomu í garð hennar. Annar ómetanlegur eig- inleiki Árna var hversu auðvelt hann átti með að vera leikfélagi hennar og vinur. Þau voru ófá skiptin sem afi hafði lag á að gera gott úr öllu á sinn rólega og milda hátt ef eitthvað kom upp á og fá dóttur okkar til að brosa og hlæja á ný. Árni og Sigríður voru fasta- gestir í sumarbústaðaferðir fjöl- skyldunnar og við fráfall Árna verða þessar ferðir mun tómlegri en áður. Árni hafi yndi af sígildri tónlist, einkum og sér í lagi fiðlu- tónlist og lék sjálfur listavel á fiðlu. Þegar dóttir okkar hóf píanó- nám var það sjálfgefið að hún æfði sig á píanóið heima í stofu hjá afa og ömmu og að afi leiðbeindi henni á sinn lágstemmda og góðlega hátt. Eiginkona Árna, Sigríður Guð- mundsdóttir, lést fyrir einu og hálfu ári. Þau Árni höfðu þá verið gift í hartnær 60 ár og var missir Árna mikill við fráfall hennar. Eins og hans var von og vísa bar hann sorg sína í hljóði en við vissum að tómleikatilfinningin var mikil. Fyrr á þessu ári kenndi hans sér meins í maga en var rólfær þar til með vorinu að hann lagðist inn á sjúkrahús og lést á Líknardeild Landspítalans að Landakoti að- faranótt 27. júní. Árni minn, þakka þér fyrir góð kynni, þín verður sárt saknað. Jakob Gunnarsson. Nú er hann Árni afi dáinn, far- inn til ömmu og ég bæði sorg- mædd og þakklát. Þakklát vegna þess að hann þurfti ekki að þjást lengur og vera einn, án ömmu, ófær um að vera heima hjá sér og bjarga sér sjálfur. Ég veit að afi var sáttur við að fara og það róar mig að vita af því. Ég á margar góðar minningar af honum afa og streymdu þær í gegnum mig eftir að ég heimsótti hann á spítalann. Þær elstu eru frá því ég var fjögurra ára heima hjá ömmu og afa á Langholtsveginum og við afi í göngutúrum og hann alltaf svo þolinmóður og áhuga- samur um allt sem mér fannst vert að skoða. Hann var aldrei að flýta sér eða reka á eftir mér og ég hugsa oft til hans þegar ég bið litla strákinn minn að hraða sér aðeins og ég spyr sjálfa mig, af hverju þennan hraða? Ekki þurfti afi neinn asa. Mér er einnig minnisstætt hversu áhugasamur hann var að mæla hvað ég hafði stækkað í hvert sinn sem ég kom í heimsókn og hann krotaði alltaf strik á vegg- inn sem mér fannst vera mikill heiður, því það mátti sko alls ekki heima. Afi hafði mikinn áhuga á tónlist og kenndi mér á flautu og píanó í nokkurn tíma. Hann komst svo að því seinna að ég hafði meiri áhuga á myndlist og bauð mér á nám- skeið í Myndlista- og handíðaskól- anum. Afi vissi líka af söngáhuga Ellu systur og bað hana einn dag- inn að koma með sér niður í Söng- skóla Reykjavíkur og tala við kennarana og skoða skólann. Ella systir fór með honum og þegar þangað kom var hún dregin í inntökupróf sem hún stóðst og sótti skólann í 2 ár. Fyrir þennan einlæga áhuga á okkur og okkar áhugamálum erum við þakklátar afa. Það er skrýtin tilfinning að páska- og jólaboðin verða ekki fleiri í Vogatungunni en síðasta boðið var einmitt afmæli hjá afa. Ég á eftir að sakna þess að hitta fjölskylduna heima hjá ömmu og afa. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín sonardóttir, Erla Sigurðardóttir. Mig langar að segja nokkur orð til að minnast Árna afa. Núna, þegar hann og Sigga amma eru bæði dáin, sakna ég þeirra svo mikið. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þeirrra, þau voru alltaf í góðu skapi og svo ánægð að fá gesti. Amma var óþreytandi að bjóða okkur eitthvað gott að borða og drekka. Oftast voru þau að hlusta á einhverja góða tónlist í útvarpinu og á sumr- in þegar veðrið var gott sátu þau úti í garði, orðin brún og sælleg. Ég man mjög vel þegar þau áttu heima í húsinu á Njarðargötu. Það var algjör draumastaður fyrir mig að fá að fara upp á loft og skoða allt sem leyndist þar í skápum og skúmaskotum og eitt skiptið leyfðu þau meira að segja mér og nokkr- um vinkonum að koma og skoða. Þetta var þegar ég var svona 13 eða 14 ára unglingur, ég fann öll gömlu hippafötin sem mamma og systkini hennar höfðu átt, það var sko fjör. Það var sama hvað ég vildi eiga eða fá lánað, alltaf sögðu afi og amma: „Já Halla, auðvitað máttu fá þetta“. Ég man eitt sinn þegar amma var á spítala og við vorum á leið- inni heim að afi sagði mér frá því þegar hann hitti ömmu í fyrsta sinn. Hann var þá að labba rúntinn og sá þá undurfagra dömu í rauðri kápu standa fyrir utan skemmti- stað. Hann fór auðvitað beint til hennar og byrjaði að spjalla við hana, og þar með hófst þeirra saga. Elsku Árni afi, ég mun alltaf minnast þín með gleði, þú og amma voruð þau bestu í heimi. Hallveig. Elsku afi. Eftir að amma dó heimsótti ég afa aðeins meira til að halda honum félagsskap og til að spila fyrir hann á píanóið. Reyndar hef ég alltaf verið frekar löt við að æfa mig en afi sagði að ég ætti alltaf að spila 30-40 mínútur á dag og hvatti mig áfram. Afi fór nokkr- um sinnum með okkur í leikhús. Við sáum saman ýmis leikrit eins og Kysstu mig Kata, Landkrabb- ann, Horfðu reiður um öxl, Með fulla vasa af grjóti o.fl. Með fulla vasa af grjóti var síðasta leikritið sem afi sá og ég er ánægð með það af því að það er uppáhaldsleikritið mitt. Afi minn kallaði mig „Litla Ljósálf“ og ég kallaði afa „Kol- bein“ og enginn nema ég veit af hverju. Afi er með safn inni í íbúð- inni sinni sem heitir „Árnasafn“. Þar er hægt að finna spólur, gam- alt dót, verkfæri, bækur og margt annað. Þegar ég kom með vinkon- ur mínar í heimsókn til afa, feng- um við að fara í bakarí og í sjopp- una síðan fórum við í lautarferð í garðinum hans afa. Þar spiluðum við á fiðlur og gítar. Ég mun sakna þín afi minn og páskaboðanna og jólaboðanna sem þið amma hélduð. Það er ekki hægt að finna betri mann en þig. Íris Björk Jakobsdóttir. ÁRNI SIGURÐSSON við Nýbýlaveg, Kópavogi                                    !      "#" $   %    &    #   ' !  ! ()      ) *+  *      "  )         ! ""    " #$    % $ "" ! !&  ! ! !& ' ,' )      )        ()* +(,- *-.+,, /0$/#    )    +   ! !    &)        -    ./   .//0 %# "123 " 2 23& " 23 +4 "" ,4" ""  *#"!$$ " *  ""  !3&53 " 51 " 64  2$ $ "" ! !&  ! ! !& ' 1   #      #   %     !%!                  (*'( ( /7 4! 05 "8 # ) #"$ 9 ) #"$##' 2 #     )      3&  ()   4'   !%     !  8$ 2'   )#7  4"" ""     '  " # 3 " "#)'  " ! !&  ! ! !& ' ,' )      )     *:-2  5..+,, ) ! ;; $7 3        5)   ./   .//0 $       !   4  3  !"  ( 44      " " +#/  "   " ) #)#  " 26 +#/"" '          < ('+  1# 34$" )0 8#;=   0             &  )     .6    .600 ( '< " )& +#/"" *# ! ) )/  4 "" +#/ < )"     $#" :".&/ )'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.