Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÁGÚST Einarsson skrifaði góðan pistil um „konumál“ Ólafs Ragnars Grímsonar. Það sem er undarlegt í málinu eru viðbrögð fjöl- miðla og annarra sem tjáð hafa skoðun sína á þessu máli er; enginn virðist hafa skilið grein Ágústar Ein- arssonar. Hann var ekki að setja út á að Ólafur ætti „vinkonu“, heldur var hann að benda á það, að það væri ekki æskilegt að þessi kona kæmi fram opinberlega er- lendis og innanlands, með Ólafi Ragnari, fyrir hönd Íslands og íslensku þjóðar- innar á meðan staða henn- ar gagnvart þjóðinni er óljós. Páll. Við viljum réttlæti ÉG vil taka undir með því fólki sem skrifar í Velvak- anda, þetta var allt of væg- ur dómur yfir þessum manni, sem fór svo hræði- lega illa með þessa ungu stúlku. Ég er sammála Berglindi sem skrifar í Vel- vakanda, að stúlkan sé al- gjör hetja að vera á lífi. Ég bið fyrir henni og vil hvetja aðra til þess að gera það líka, því ekkert er sterkara en máttur bænarinnar. Ofbeldi hefur því miður aukist mikið. Ég las í blaði um konu, sem rænt var úr strætisvagnaskýli á leið úr vinnu. Það voru menn sem drógu hana inn í bílinn, helltu ofan í hana ólyfjan og hentu henni svo út úr bílnum niður í bæ. Þegar hún sagði mennina sem rændu henni og bílstjórann líka vera drukkna, sagði lögreglan það ekki geta staðist. Hún gaf lögregl- unni skýrslu, en kærði ekki eftir því sem sagt var frá í blaðinu. Hvers vegna kem- ur lögreglan svona fram við fórnarlamb? Engin kæra.Þýðir það að þeir geti haldið áfram iðju sinni án þess að þurfa að taka af- leiðingum gjörða sinna? Og á meðan svo er, stafar okk- ur hinum hætta af þeim. Litla sæta Reykjavík er orðin eins og stórborgirnar erlendis, þar sem fólki er hvorki óhættt að ganga um göturnar né heldur bíða eftir strætó. Fyrir nokkrum árum var ráðist á konu í einum af görðum borgarinnar og haft var eftir lögreglu í fréttum að konur ættu ekki að fara einar á þessa staði. En við viljum, konurnar, geta farið einar hvert sem okkur sýnist. Það er okkar réttur. Það er yfirvalda að sjá um öryggi okkar og annarra borgara. Það á að birta nöfn og myndir af stórhættulegum glæpa- mönnum, svo við getum varað okkur á þeim. Það þarf að þyngja dóma vegna ofbeldis og nauðgunar. Við viljum réttlæti og öryggi hér í samfélaginu. Konur. Dýrahald Fress vantar heimili FJÖGURRA ára geldur fressköttur fæst gefins á gott heimili vegna ofnæm- is. Hann er blanda af abyssiníu og íslenskum. Kassi og karfa fylgja með. Upplýsingar í síma 697- 9896. Læða í óskilum GRÁBRÖNDÓTT stálpuð læða er í óskilum að Fjöln- isvegi 6. Hún er með ör- mjóa svarta ól um hálsinn, en merkið gæti hafa dottið af. Upplýsingar í síma 862- 6059. Mósi er týndur MÓSI hvarf frá heimili sínu að Seylugranda 2, miðvikudagskvöldið 4. júlí sl. Hann sást síðast við Hagamel sunnudaginn 8. júlí sl. Mósi er fjórtán ára svartbröndóttur högni, mjög stór og rosalega gæf- ur. Hann er eyrnamerktur R0157. Mósa er sárt sakn- að. Upplýsingar í síma 864- 2239. Kettlingar fást gefins MJÖG fallegir, fjórir átta vikna kettlingar fást gefins á góð heimili. Kassavanir. Upplýsingar í síma 483- 4906. Tapað/fundið Færeyskir fánar tekn- ir traustataki ÞEIR, sem tóku færeysku fánana á færeysku dögun- um í Ólafsvík, eru vinsam- legast beðnir að skila þeim til Svövu Alfonsdóttur, Ólafsbraut 56, Ólafsvík. Fánanna er sárt saknað og mikill kostnaður er í gerð slíkra fána. Gullúr tapaðist GULLÚR týndist við Suð- urver sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 898-3481. Góð fundar- laun í boði. Svört plasttaska og gallajakki í óskilum SVÖRT plasttaska ásamt gallajakka með glimmers- áferð, fannst á Skugga- barnum helgina 6.-7. júlí sl. Skilríki voru í tösku á nafni Kristrúnar Eiríksdóttur. Vinsamlegast sækið töskuna og jakkann á Skuggabarinn á skrifstofu- tíma eða hafið samband við Siggu Dögg í síma 698- 4665. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Heitmey Ólafs ? Víkverji skrifar... EINU sinni sem oftar fór Víkverjiá dögunum með fjölskyldunni að borða á einum af þeim skyndibita- stöðum sem vinsælir eru meðal yngstu meðlima fjölskyldunnar. Yfirleitt er margt um litla matar- gesti á þessum stöðum og því þykir Víkverja það hvimleitt að þessir staðir skuli ekki hafa tekið upp þá fjölskylduvænu stefnu að banna al- farið reykingar við matarborðin, þar sem lítill minnihluti reykingamanna telur það sjálfsagða kurteisi að leyfa öðrum að njóta reyksins. Sem betur fer reykja þó flestir gestanna ekki, enda eiga börn ekki skilda þá með- ferð að reykt sé í sama herbergi eða á sama stað og þau eru að borða á. Þetta leiðir hugann að því hve hefðir og venjur eru sterkt afl í sam- félagi manna. Það er jafnan ákaflega erfitt og tekur langan tíma að breyta því sem hefur áunnið sér ákveðinn hefðarrétt, þótt öll góð og gild rök mæli með breytingum eða afnámi. Þannig er málum háttað með reyk- ingar sem margir virðast telja í fullri trú að sé eins og hver önnur neysla á lífsins gæðum. Það sé einfaldlega val hvers og eins að reykja líkt og hver og einn ákveður hvort hann vilji borða gróft eða fínt brauð, tómat eða gúrku eða sleppt því. Hins vegar er ljóst að ef tóbak væri nú óþekkt og einhver reyndi að koma því á mark- að, yrði sá sami líklega ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni, eða eitthvað í þá áttina. Staðreyndin er auðvitað sú að tóbaksreykingar eru hin mesta plága og líklega vildu flestir reyk- ingamenn vera lausir við þá áþján sem reykingum fylgir. Enda fylgir þeim lítið annað en óþörf fjárútlát, sóðaskapur, krabbamein og annað banvænt heilsuleysi, svo talað sé tæpitungulaust um hlutina. x x x Langt fram eftir síðustu öld vartalið sjálfsagt að reykja, jafnvel flott, og enginn maður með mönnum nema púa út í loftið og ofan í lungun. Víkverji ólst sjálfur upp það að faðir, móðir og eldra systkin reyktu öll og oft var þykkt reykjarkóf í stofunni á kvöldum þegar fjölskyldan sat sam- an við sjónavarpið, og þótti í hæsta máta eðlilegt. Þau viðhorf hafa sem betur fer breyst til betri vegar. Nú þykir á flestum heimilum og opin- berum stöðum sjálfsagt mál að loftið sé hreint og laust við tóbaksreyk, jafnvel reykingamenn sjálfir vilja helst ekki vera í herbergjum mett- uðum af reyk. Á vinnustöðum hefur orðið gerbylting til hins betra þótt ekki sé langt síðan menn höfðu ösku- bakka á vinnuborðunum. Ástæðan fyrir þessum sinnaskipt- um er ekki síst sú að fólk hefur áttað sig á réttindum þeirra sem ekki reykja, að þeir eigi kröfu til ómeng- aðs andrúmslofts á vinnustöðum og öðrum stöðum þar sem menn koma saman til leiks og starfa. Þennan rétt eiga þeir sem ekki reykja að nýta sér til fullnustu og krefjast þess að fá að vera í friði fyrir tóbaksreyk. Það er úreltur og nöturlegur hugsunarhátt- ur að einhver einstaklingur hafi rétt til að reykja þar sem aðrir eru. Þetta ættu allir að hafa í huga þegar farið er á veitingastaði. Reykingamönnum ber skylda til að taka tillit til hinna og þeir sem ekki reykja eiga að krefjast réttar síns. Vert er einnig að hafa í huga að rúmlega 75% þjóð- arinnar reykja ekki, þannig að reyk- lausir teljast vart minnihlutahópur. LÁRÉTT: 1 jurt, 4 trjástofn, 7 dánu, 8 staðfesta venju, 9 mán- uður, 11 tottaði, 13 kven- fugl, 14 ófullkomið, 15 næðing, 17 með tölu, 20 stefna, 22 lítils nagla, 23 rándýr, 24 peningar, 25 sér eftir. LÓÐRÉTT: 1 manna, 2 hljóðfæris, 3 skrökvaði, 4 einungis, 5 ládeyðu, 6 blaðra, 10 dapurt, 12 aðgæsla, 13 óhreinka, 15 gjálfra, 16 garfar, 18 líffæri, 19 lifir, 20 hæðir, 21 munnur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 Reykjavík, 8 rímur, 9 greið, 10 púa, 11 kurla, 13 ræður, 15 bugar, 18 stolt, 21 orm, 22 kjark, 23 áttur, 24 bifreiðar. Lóðrétt: 2 eimur, 3 karpa, 4 argar, 5 ígerð, 6 brák, 7 æð- ur, 12 lúa, 14 ætt, 15 bekk, 16 glati, 17 rokur, 18 smári, 19 ostra, 20 torf. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Goða- foss, Mánafoss, Árni Friðriksson, Switzer- land og Bjarni Sæ- mundsson og út fara Switzerland, Peggy, Goðafoss, Ikkamiut og Arnarfell. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær fór Selfoss frá Straumsvík. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga: til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laug- ardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13, síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstu- daga og laugardaga: Til Viðeyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sér- ferðir fyrir hópa eftir samkomulagi. Viðeyjar- ferjan, sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl.10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími 892 0099. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laugar- daga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofa og bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofa, kl. 10–16 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerðir, kl.9.30 morgun- kaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.20 leikfimi, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerðir mán. og fimmt. Uppl. í síma 565 6775. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli á morgun, föstudag, kl. 14–16. Or- lofið á Hótel Reykholti í Borgarfirði 26.–31. ágúst nk. Skráning og allar uppl. í símum ferðanefndar: 555 0416, 565 0941, 5650005 og 555 1703. Panta þarf fyrir 1. ágúst. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað vegna sumar- leyfa starfsfólks til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Dagsferð 14. júlí Gullfoss–Geysir-Hauka- dalur. Fræðasetrið skoðað. Leiðsögn Sig- urður Kristinsson og Pálína Jónsdóttir. Tak- ið með ykkur nesti. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 9. Eigum nokkur sæti laus. Eig- um tvö sæti laus vegna forfalla í 6 daga ferð um Eyjafjörð–Skaga- fjörð og Þingeyjarsýsl- ur 26. –31.júlí. Silfurlín- an er opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10 til12 f.h. í síma 588 2111. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun. Norðurbrún 1, Furu- gerði 1 og Hæðargarð- ur 31. Fimmtudaginn 19. júlí verður farið í ferð á Þingvelli og Laugarvatn. Ekið verð- ur um línuveg og Grafning til Þingvalla. Þaðan verður farið að Laugarvatni þar sem drukkið verður kaffi á Veitingahúsinu Lind- inni. Til baka verður farið um Grímsnes og Hellisheiði. Leiðsögu- maður er Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Lagt verður af stað frá Norðurbrún 1 kl. 12.30 og síðan verða teknir farþegar í Furugerði og Hæðargerði. Skráning í Norðurbrún 568-6960, í Furugerði 553-6040 og Hæðargarði 568-3132. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfing- ar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudög- um kl. 9.30. Púttvöllur- inn er opinn virka daga kl. 9–18, kylfur og bolt- ar til leigu í afgreiðslu sundlaugarinnar. Allir velkomnir. Veitingabúð Gerðubergs er opin mánudaga til föstudaga kl. 10–16. Félagsstarfið lokað vegna sumarleyfa 2. júlí–14 ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30–16. Gullsmári. Lokað vegna sumarleyfa til 7. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar í júlí vegna sumarleyfa. Vesturgata 7. Kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaað- gerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 al- menn handavinna, kl. 10 boccia, kl.11.45 matur, kl. 13–14 leikfimi, kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund og almenn handmennt, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjálst spil, kl.14 létt leikfimi, kl.14.30 kaffi. Ga-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður við Fannafold í dag kl. 10, kl. 14 við Hamravík í Grafarvogi og á morgun kl. 10 við Freyjugötu og kl. 14 við Brekkuhús. Minningarkort Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sigur- jónssyni, s. 555 0383, eða 899 1161. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlega hringi í síma 5524994 eða 553 6697, minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Háteigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, s. 520 1300, og í blóma- búðinni Holtablómið, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkj- unni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, sími 520 1300, og í blómabúðinni Holta- blómið, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67, og í Kirkjuhúsinu v/Kirkju- torg. Í dag er fimmtudagur 12. júlí, 193. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn. (Jóh. 16,24.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.