Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ V erðandi sendiherra Ísraels í Danmörku á yfir höfði sér dóms- mál þegar hann stíg- ur á danska grund, sakaður um pyntingar. Sendi- herrann, Carmi Gillon, var um tíma yfirmaður ísraelsku leyni- þjónustunnar, Shabak, og hefur viðurkennt að hafa látið beita um 100 fanga „hóflegum líkamlegum þrýstingi“. Slíkt þykir ekki í frá- sögur færandi í heimalandi hans en Danir kunna hins vegar að feta í fótspor þeirra sem tekið hafa ráðin af öðrum þjóðum til að láta réttlætið ganga fram. Gillon tekur til starfa í ágúst og bíða heldur kuldalegar móttökur þótt ekki sé að fullu ljóst hvort hann verður dreginn fyrir dóm. Dönsk stjórnvöld hafa kosið að tjá sig ekki um málið en þau hafa nú þegar ver- ið sökuð um að sýna frá- farandi sendi- herra Ísraels í landinu dóna- skap með því að hunsa hann á sama tíma og Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, var tekið með kostum og kynjum í heimsókn fyrr í sum- ar. Þá hafa danskir ráðamenn ítrekað gagnrýnt Ísraela fyrir mannréttindabrot sem aftur hef- ur orðið til þess að samskipti landanna hafa kólnað verulega. Fyrrverandi varaformaður nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum er danskur og hann hefur lýst því yfir að ekki leiki nokkur vafi á því að sækja eigi Gillon til saka fyrir gjörðir sínar sem yfirmaður leyniþjón- ustunnar. Gillon gegndi embætt- inu í tvö ár og lét á þeim tíma pynta um 100 palestínska fanga. Hann hefur hins vegar einnig lát- ið til skarar skríða gegn heittrú- uðum gyðingum, auk þess sem hann hefur ítrekað lýst stuðningi við að viðræður verði teknar upp við Palestínumenn. Gillon er því óvinsæll á meðal heittrúargyð- inga og telst til hófsemdarmanna í Ísrael, jafn öfugsnúið og það nú kann að hljóma. Skoðanir Gillons á friðarum- leitunum þykja skipta litlu máli í umræðunni í Danmörku sam- anborið við gjöðir hans. Það kom berlega í ljós þegar þingmað- urinn Arne Melchior, sem er gyð- ingur, varði Gillon og lýsti því yf- ir að hann væri ekki mótfallinn því að áðurnefndum „hóflegum líkamlegum þrýstingi“ yrði beitt við yfirheyrslur í einstökum til- vikum. Melchior hefur ekki viljað skilgreina þau tilvik nánar en svo að segja að „hóflegur þrýst- ingur“, m.ö.o. pyntingar, sé rétt- lætanlegur þegar líf og limir ann- arra liggi við, svo sem þegar um yfirheyrslur yfir hryðjuverka- mönnum sé að ræða. Melchior kom af stað pólitísk- um stormi í annars viðburða- snauðu sumarfríi þingmanna og hefur verið harðlega gagnrýndur af öllum þeim sem hafa kosið að tjá sig um málið. Það kann enn fremur að verða til þess að hann missi þingsæti sitt þar sem flokk- ur Melchiors, Miðdemókratar, er ekki reiðubúinn að standa að baki honum í málinu. Svo virðist því sem Melchior verði fyrsta fórn- arlamb málsins. Verði Gillon sóttur til saka feta Danir í fótspor þjóða sem reynt hafa að koma lögum yfir erlenda afbrotamenn. Tilraunir spænsks dómara til að draga fyrir dómstóla Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð- isherra Chile, eru frægt dæmi; nýlegur dómur í Belgíu yfir tveimur nunnum sem voru ákærðar fyrir þátttöku í fjölda- morðum í Rúanda er annað. Víð- tækasta dæmið er þó líklega stríðsglæpadómstóllinn í mál- efnum fyrrum Júgóslavíu í Haag, þangað sem Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, var fluttur fyrir skömmu. Alþjóðasamfélagið fagnaði og sagði réttlætið hafa náð fram að ganga. Margir Serbar voru hins vegar á því að enn einu sinni hefðu Vesturlönd sýnt mátt sinn og megin með því að hóta að skera niður fjárframlög til upp- byggingar í landinu, yrði Milose- vic ekki framseldur. Honum bæri að svara til saka í Belgrad, fyrir þær þjáningar sem hann hefði kallað yfir eigin þjóð. Hætt er við að fórnarlömbum stríðsins í Bosníu og Kosovo þætti slíkt bera vott um að enn einu sinni hefði óréttlætið orðið ofan á. Á sama tíma og æ fleiri ein- staklingar eru dregnir fyrir dóm- stóla utan heimalandsins til að svara til saka fyrir afbrot sem framin voru þar, virðist alþjóða- samfélagið hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú aðferð sem dugi best til að vinna gegn mannrétt- indabrotum valdhafa sem enn eru við stjórn, sé að eiga samvinnu við þau stjórnvöld sem beita þeim og á þann hátt knýja fram um- bætur. Sú virðist að minnsta kosti ætla að verða raunin gagn- vart Kína, sem fullyrt er að muni fá að halda ólympíuleikana árið 2008. Hart hefur verið deilt um hver áhrif slíks verða á mannrétt- indamál þar í landi þar sem fang- ar eru teknir af lífi á hverjum degi, oft og tíðum fyrir smávægi- leg brot, og líffærin seld að þeim látnum. Samvinna fremur en einangrun er sú leið sem valin er þegar Kína er annars vegar. Hversu þungt hinir gríðarlegu hagsmunir, sem felast í viðskiptum við fjölmenn- asta ríki heims, vega skal ósagt látið en því miður er ekki margt sem bendir til þess að umbætur standi fyrir dyrum þegar mann- réttindi kínverskra þegna eru annars vegar. Verði Gillon sóttur til saka í Danmörku verður breyting á stefnu því Gillon er fulltrúi ríkjandi stjórnvalda, ekki leiðtogi á borð við Milosevic og Pinochet sem komið hefur verið frá völd- um. Menn geta rétt ímyndað sér fárviðrið sem slík ákæra myndi valda í samskiptunum við Ísrael. Það er hins vegar ógjörningur að sjá fyrir afleiðingar þess ef lítil þjóð á borð við Dani hættir sér út í fárviðrið. Tilraunir til þess að koma á fót alþjóðlegum glæpadómstól með aðsetur í Róm hafa gengið brös- uglega, ekki síst vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Vera kann að frumkvæði einstakra landa á borð við Danmörku og Spán til að láta réttlætið fram ganga, séu eina leiðin til að hreyfa við sam- visku umheimsins. Hreyft við samviskunni Ýmsum aðferðum er beitt til þess að hafa áhrif á mannréttindamál í ríkjum heims; samvinnu, einangrun og í æ ríkari mæli dómstólum. VIÐHORF Eftir Urði Gunnarsdóttur urdur@mbl.is LÖGÐ hefur verið fram tillaga að nýju Aðalskipulagi Reykja- víkur en endurskoðun þess hefur staðið yfir undanfarin misseri. Aðalskipulag Reykja- víkur er aðalstjórntæki borgarinnar hvað varð- ar landnotkun, land- nýtingu og samgöngur í borgarlandinu og gild- ir til 20 ára. Aðalskipu- lagið er endurskoðað á fjögurra ára fresti og breytist að sjálfsögðu í takt við breyttar for- sendur og áherslur í þjóðfélaginu, meðal annars nýjungar og þróun í tækni-, fjarskipta-, atvinnu- og samgöngu- málum. Helstu viðfangsefni aðal- skipulags Reykjavíkur eru ákvarð- anir um framtíðarbyggðasvæði fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði, stofn- brautir, hafnarsvæði, þjónustu- kjarna, hús- og byggðavernd, útivist- arsvæði, verndun grænna svæða og stefnumörkun um einstaka mikil- væga þætti í þróun og eflingu borg- arinnar, t.d. miðborgarinnar. Samstaða um marga mikilvæga þætti Í framlagðri tillögu að nýju aðal- skipulagi Reykjavíkur er stefnu- mörkun í mörgum skipulags- og um- hverfisþáttum sem samstaða ætti að geta orðið um í borgarstjórn Reykja- víkur. Þar er lögð áhersla á áfram- haldandi aðgerðir og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum sem lagður var grunnur að með stefnumörkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984– 2004 og enn frekar í AR 1990–2010. Í þessu sambandi má nefna ákvarðanir um framtíðarbyggða- svæði í Hamrahlíðarlöndum, Úlfars- felli og Norðlingaholti, útivistar- svæði s.s. Elliðaárdal og Öskjuhlíð, þéttingu byggðar, hreinsun strand- lengjunnar, gerð göngu- og hjólreiða- stíga og göngubrúa, verndun grænna svæða og eflingu miðborgar- innar. Að vísu hafa R- listanum verið mislagð- ar hendur með fram- kvæmd ýmissa ofannefndra stefnu- mála eins og t.d. efl- ingu miðborgarinnar. Aðgerðir hafa verið fá- ar og fálmkenndar en því meir framleitt af skýrslum og greinar- gerðum um ástandið í miðborginni. Viðsnúningur í samgöngumálum Þegar fyrsta aðalskipulagið sem R-listinn bar ábyrgð á, Aðalskipulag Reykjavíkur 1996–2016, var afgreitt í borgarstjórn urðu um það miklar deilur. Þær snerust ekki síst um skammsýni meirihlutans í umferðar- og samgöngumálum borgarinnar. Þá samþykktu borgarfulltrúar R- listans að fella út úr aðalskipulaginu mikilvægar samgönguæðar sem voru Hlíðarfótur frá Hringbraut meðfram Öskjuhlíð að Kringlumýr- arbraut (norðan við Nesti í Fossvogi) og í framhaldinu Fossvogsbraut að mestu í göngum að Stekkjarbakka (norðan við Staldrið). Ennfremur var þá ákveðið að hætta við að byggja mislæg gatna- mót á Kringlumýrarbraut og Miklu- braut sem eru fjölförnustu umferð- argatnamót á Íslandi. Þetta var óskiljanleg ákvörðun en engu tauti varð komið við meirihlutann. Nú bregður svo við að R-listinn hefur fallist á sjónarmið okkar sjálfstæð- ismanna varðandi þessa mikilvægu samgönguþætti og nýja skipulagið gerir ráð fyrir þeim öllum. Fossvogs- göngin taka að vísu sveigju undir Kópavoginn, verða Kópavogsgöng, og koma upp syðst í Suður-Mjódd. Þessari niðurstöðu ber að fagna. Geldinganesið og Eiðsvík Tillögur um skipulag Geldinga- nessins og stórskipahöfn í Eiðsvík bera vott um tillitsleysi við nánasta umhverfi og skort á nauðsynlegri framtíðarsýn um mikilvægi íbúðar- byggðar meðfram ströndinni. Ekk- ert mið er tekið af breyttum viðhorf- um í umhverfismálum og þróun íbúðarbyggðar í Grafarvogi. Stór- skipahöfn skal byggð í Eiðsvík og Geldinganesið að stórum hluta nýtt undir iðnaðar-, athafna- og hafnar- svæði. Einnig verður fjörum á þessu svæði fargað að mestu vegna mikilla landfyllinga. Á sama tíma er ætlunin að byggja íbúðarhverfi á núverandi svæði Áburðarverksmiðjunnar auk landfyllingar í áttina að Viðey. Þessi íbúabyggð, ef af verður, afmarkast því af Sundabraut og hafnarsvæði í Eiðsvík. Við sjálfstæðismenn erum algjör- lega andsnúnir fyrirhugaðri nýtingu á Geldinganesinu og Eiðsvíkinni. Geldinganesið er eitt fegursta svæði í borgarlandinu undir íbúðarbyggð og þar viljum við sjá 7–8000 manna byggð rísa í nánum tengslum við Eiðsvíkina og í næsta nágrenni við Viðey og byggðina í Grafarvogi. Flugvallarmálið Flugvallarfarsinn hefur nú tekið á sig nýja mynd. Í framhaldi af gríð- arlega mikilli umræðu um stöðu Reykjavíkurflugvallar og atkvæða- greiðslu Reykvíkinga um framtíð flugvallarins datt allt í dúnalogn. Mörg orð féllu þegar niðurstaðan varð ljós og borgarstjóri lýsti þeirri Endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Skipulagsmál Niðurstaða R-listans eftir allt fjaðrafokið, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, er sú að festa flugvöllinn í sessi til lengri framtíðar með einni flugbraut og byggja þétta byggð allt í kringum brautina. MIKIÐ er nú rætt um gengisfall krónunn- ar og áhrif hennar á verðlag. Nokkur atriði, sem fram hafa komið í umræðunni, þurfa nán- ari skoðunar við. Áhrif gengisfalls á afkomu fyrirtækja Ef litið er á afkomu innlendra fyrirtækja af sjónarhorni útlend- inga, þ.e. með erlenda mynt í huga, sést strax að gengisfallið hefur eitt sér engin áhrif á er- lendar skuldir fyrir- tækja eða tekjur þeirra í erlendri mynt. Aftur á móti minnk- ar verðmæti innlendra eigna og tekna sem og verðmæti innlendra skulda og gjalda. Fyrirtæki, sem hafa megintekjur erlendis en gjöld, t.d. laun, innan- lands auka hagnað sinn. Þetta eru öll fyrirtæki tengd sjávarútvegi og ferðamennsku. Innlendar eignir kunna að lækka í erlendri mynt en tekjur fyrirtækja eru yfirleitt yfir- gnæfandi í afkomu þeirra til lang- frama. Það er svo bókhaldslegt atriði að öll hækkun erlendar skulda fyr- irtækja kemur til gjalda á árinu en hækk- andi erlendar tekjur koma fram á næstu ár- um. Þess vegna sýnist staða þessara fyrir- tækja versna þótt hún hafi í reynd batnað. Fyrirtæki, sem hafa innlendar tekjur en er- lendan kostnað eru hins vegar verr sett eft- ir gengisfellinguna. Þetta eru skipafélög, olíufélög, iðnaður, sem ekki flytur út, flugfélög að hluta og sveitar- félög. Þó njóta sum þeirra þess að erlendar vörur sem þau keppa við verða dýr- ari. Þessar hugleiðingar eiga eingöngu við áhrif gengisfallsins eins sér. Aðr- ir þættir eins og stórhækkun launa umfram framleiðniaukningu undan- farin ár kunna að hafa valdið það miklum erfiðleikum útflutningsfyrir- tæka og fyrirtækja í samkeppni við erlendar vörur að einhver aðlögun gengis hafi verið nauðsynleg. En lík- lega hefur gengið fallið of mikið enda er það nú aftur að rétta úr kútnum. Áhrif gengisfallsins á innlend verð- tryggð lán fyrirtækja eru ekki svo augljós eins og bent er á hér á eftir. Mörg fyrirtæki hafa tekið áhættu af erlendum lántökum vegna þess að vextir voru miklu lægri erlendis. Það er í sjálfu sér í lagi og eðlileg áhættu- stýring ef tekjurnar til að greiða skuldirnar koma erlendis frá. Stjórnendur fyrirtækja, sem eru með tekjur innanlands og hafa samt tekið erlend lán, verða núna að tapa með bros á vör eins og sönnum fjár- hættuspilurum sæmir enda margir búnir að græða vel á undaförnum ár- um. Það er svo önnur saga hvort hluthöfum þeirra fyrirtækja líkar það að hafa fjárhættuspilara við stýrið. Áhrif verðbólgu á verðtryggð lán Ótrúleg umræða á sér stað um hækkun á verðtryggðum skuldum almennings. Reiknaðir eru millj- arðatugir, sem almenningur á að tapa vegna hækkunar verðtryggðra lána. Burtséð frá því að lífeyrissjóðir landsins, þ.e. núverandi og verðandi lífeyrisþegar, eiga að mestu leyti þessar kröfur, hafa lánað þessi lán, og „græða“ því milljarðana gleymist algerlega að stór hluti verðbólgunn- ar er að þessu sinni vegna stórhækk- Gengisfall og verðbólga Pétur H. Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.