Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRUNNVATNSSTAÐA í Kleifar- vatni hefur lækkað mjög. Að sögn Kristjönu G. Eyþórsdóttur, sér- fræðings á vatnamælingasviði Orkustofnunar, er grunnvatns- staðan sú lægsta sem mælst hefur síðan stöðugar mælingar með sírita hófust árið 1967. Kristjana segir orsök lækkunar- innar að öllum líkindum vera hversu þurrt hefur verið á svæðinu undanfarið. Lítil úrkoma hafi verið í fyrrahaust og snjólítið í vetur, ásamt því sem sumarið hafi verið sérstaklega þurrt. Kristjana segir að vatnsból annars staðar á svæðinu beri sömu merki, en þar hafi grunn- vatnsstaða almennt lækkað líka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grunnvatnsstaða í Kleifarvatni sú lægsta sem mælst hefur TILBOÐ hafa verið opnuð hjá Landsvirkjun í undirbúningsfram- kvæmdir vegna Búðarhálsvirkjun- ar. Samkvæmt áætlun eiga þessar framkvæmdir að kosta um 750 milljónir króna. Aðalverkið í útboðinu var brú yfir Tungnaá, aðkomuvegur og gröftur á virkjunarsvæði við Búð- arháls en einnig var boðið í tvö viðbótarverk, annars vegar slóða- gerð að fyrirhuguðu stíflustæði og hins vegar gröftur að gangamunn- um. Verkin voru boðin út með þeim fyrirvara að stjórn Lands- virkjunar á eftir að ákveða hvort ráðist verði í framkvæmdina. Áætlanir miða við að hefja virkj- unarframkvæmdir vorið 2002 ef samningar takast um stækkun Norðuráls á Grundartanga og þyrftu undirbúningsframkvæmdir við Búðarháls þá að hefjast kom- andi vetur. Alls bárust níu tilboð, þar af átta frá innlendum aðilum. Öll til- boðin, utan eitt í aðalverkið, voru undir kostnaðaráætlun sem Hönn- un hf. gerði fyrir Landsvirkjun. Arnarfell hf. átti lægsta tilboðið í öll verkin. Þannig bauð fyrirtækið 216 milljónir króna í aðalverkið, sem er 58% af áætlun er hljóðaði upp á 369,5 milljónir króna. Tilboð Arnarfells í viðbótarverk I var upp á 147,6 milljónir en áætlunin nam 311 milljónum og í viðbótarverk II bauð Arnarfell 31,3 milljónir, sem er meira en tvöfalt lægra en áætl- unin sem hljóðaði upp á 69,4 millj- ónir. Hæsta tilboð í aðalverkið átti Ræktunarsamband Flóa & Skeiða, eða 393,6 milljónir, en aðrir bjóð- endur (eftir tilboðsröð neðan frá í aðalverk) voru Ístak, Højgaard & Schultz, ÍAV-Ísafl, Klæðning, Nes- ey, Suðurverk og Háfell og Eykt buðu sameiginlega. Að sögn Þorsteins Hilmarsson- ar, upplýsingafulltrúa Landsvirkj- unar, verða tilboðin nú yfirfarin af fyrirtækinu og ráðgjöfum þess. Hann segir ánægjuefni hvað til- boðin voru hagstæð og mörg en áréttaði að framkvæmdin væri háð þeim stóriðjuverkefnum sem fyr- irhugaðar væru. Stjórnarfundur Landsvirkjunar fer fram í næstu viku og þar verða tilboðin og helstu virkjunarframkvæmdir til umræðu. Undirbúningur Búðarhálsvirkjunar Langflest tilboð undir áætlun LANDSVIRKJUN hefur kynnt drög að tillögum að matsáætlunum fyrir tvær virkjanir í Þjórsá, Núpsvirkjun og Urriðafossvirkjun sem báðar eru í neðri hluta árinnar. Verði áætlanirn- ar samþykktar má gera ráð fyrir að matsskýrsla verði tilbúin í mars á næsta ári og að þá megi vænta úr- skurðar Skipulagsstofnunar í maí 2002. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, tjáði Morgunblaðinu að nýju virkjanirnar gætu hugsanlega verið komnar í gagnið árið 2006. Áhrifasvæði Núpsvirkjunar nær til tveggja sveitarfélaga, Gnúpverja- hrepps í Árnessýslu og Holta- og Landsveitar í Rangárvallasýslu. Snertir það samtals 20 jarðir. Áhrifa- svæði Urriðafossvirkjunar nær til fjögurra hreppa í tveimur sýslum. Í Árnessýslu nær það inn í Skeiða- hrepp og Villingaholtshrepp og í Rangárvallasýslu í Ásahrepp og Holta- og Landsveit. Snertir áhrifa- svæðið um 20 jarðir. Þorsteinn Hilmarsson segir að áhrifin geti verið margvísleg og nefn- ir m.a. land sem fer undir lónin, taka þurfi efni og koma fyrir útgreftri úr frárennslisgöngum. Þá þurfi að huga að vatnafari vegna laxagengdar og segir Þorsteinn margvíslegar rann- sóknir hafa farið fram á laxi í Þjórsá. Núpsvirkjun Afl Núpsvirkjunar er áætlað allt að 150 megavöttum. Settar eru fram fjórar hugmyndir um útfærslu virkj- unarinnar og er í þeim öllum gert ráð fyrir að stífla farveg Þjórsár við Núpsfjall þar sem áin er 150 m breið. Stíflan yrði hæst í árfarveginum, um 15 m hærri en umhverfið og um eins km langur stíflugarður verður austan megin árinnar. Inntakslón ofan við stífluna verður fjórir ferkílómetrar. Tvær útfærslur Núpsvirkjunar gera ráð fyrir virkjun í einu þrepi og hinar tvær í tveimur þrepum. Bjarni Einarsson, bóndi á Hæli III og oddviti Gnjúpverjahrepps, segir að Núpsvirkjun komi til með að hafa mest áhrif á nytjalönd jarðanna Foss- ness og Haga. Hann segir fram- kvæmdirnar aðeins hafa fengið óformlega kynningu meðal hrepps- nefndarmanna. Bjarni á von á skipt- um skoðunum en telur margt ennþá óljóst, t.d. hvar frárennslisgöngin verða. „Landfræðilegt rask verður kannski ekki svo mikið en það mun minnka í Þjórsánni og Búðafoss nán- ast hverfa. Mín eigin tilfinning er að andstaðan við virkjuna verði mun minni en við virkjun Norðlingaöldu, en við þá framkvæmd er mikil and- staða hér í hreppnum,“ segir Bjarni. Urriðafossvirkjun Afl Urriðfossvirkjunar er einnig ráðgert 150 MW. Fyrirhugað er að virkja 40 m fall milli Heiðartanga og Urriðafoss. Stífla mun liggja yfir far- veg Þjórsár við Heiðartanga og liggja upp með ánni að vestan um 6,5 km. Stíflan mun rísa 12 m yfir umhverfið og verða hæst í árfarveginum en lækka og mjókka þegar ofan kemur á Skeiðin. Stærð lónsins verður um 7 ferkílómetrar. Ráðgert er að inntak virkjunarinnar verði við Heiðartanga skammt austan við núverandi farveg, inntakið og frárennslu verði í göngum og stöðvarhús neðanjarðar norðaust- an við Þjórsártún. Útrásaropið yrði neðan við Urriðafoss. Ábendingum og athugasemdum við drögin má koma til Landsvirkj- unar og skulu hafa borist fyrir 26. júlí. Býst við andstöðu ábúenda Jónas Jónsson, bóndi í Kálfholti og oddviti Ásahrepps í Rangárvalla- sýslu, segir jarðirnar Þjórsártún og Herríðarhól verða fyrir mestum ágangi vegna Urriðafossvirkjunar. Hann segist ekki hafa kynnt sér áætl- anir Landsvirkjunar ítarlega en hann á von á einhverri andstöðu við fram- kvæmdina meðal hreppsbúa, sér í lagi ábúendur á fyrrnefndum jörðum. „Mér skilst að hugsað verði fyrir því en nauðsynlegt er að huga að laxagegnd í Þjórsá, einni bestu lax- veiðiá landsins. Gæta þarf að því með hvaða hætti það verður framkvæmt,“ segir Jónas. Hann undrast hvað lítið hefur heyrst frá náttúruverndarsamtökum vegna Urriðafoss- og Núpsvirkjana. Þær komi til með að hafa töluverð áhrif á nytjalönd og ekki minni en t.d. Norðlingaölduvirkjun. „Það er að heyra að menn hafi meiri áhyggjur af hálendinu heldur en því að heilu túnin í eigu bænda hverfi undir vatn,“ segir Jónas. Drög að matsáætlun Núps- og Urriðafossvirkjunar í neðri hluta Þjórsár kynnt Komast hugsanlega í gagnið eftir fimm ár                             !   "#  $ $ % !  & !  '   !                 ' ( ( "  ' *      % !  +          !    " ! # %  BORGARRÁÐ hefur beint þeim tilmælum til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að leita allra leiða „til að lágmarka út- gjaldaauka vegna fæðingaror- lofs feðra“. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri, segir að í síð- ustu viku hafa verið farið fram á aukafjárveitingu við borgar- ráð vegna áhrifa nýrra laga um fæðingarorlof feðra á fjár- hagsstöðu Slökkviliðsins og að á þriðjudag hafi ný fjárhags- áætlun verið samþykkt, en með fyrrnefndum tilmælum. „Slökkviliðið er, eins og al- þjóð veit, karlavinnustaður og því hefur kostnaður sem fylgir fæðingarorlofum ekki verið til staðar fyrr en feðraorlofið kom til. Svo gerist það að við erum komnir núna í u.þ.b. 10 millj- óna króna kostnað, því þegar á þessu ári hafa 13 pabbar nýtt sér þennan rétt og stefnir í að þeir verði orðnir 20 áður en árið er úti,“ sagði Hrólfur. Hann sagði kostnaðarauk- ann helst liggja í að ákveðinn fjölda þyrfti til að manna vakt- ir. „Við megum ekki ráða af- leysingamenn enda eru þetta eru löggiltar starfsgreinar, slökkviliðsmenn og sjúkra- flutningamenn, þannig að ekki er hægt að grípa hvern sem er upp af götunni í þessi störf,“ sagði Hrólfur og bætti við að vaktirnar væru yfirmannaðar til að mæta mönnunarþörf vegna orlofa og námskeiða- halds og það hafi verið hægt að skipuleggja mjög vel hingað til. 20 slökkvi- liðsmenn í feðraorlof
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.