Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í EVRÓPUFERÐ sinni fyrr í sumar reyndi George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, að sannfæra leiðtoga í álfunni um gildi gagneldflauga- kerfis til þess að tryggja frið í heiminum. Gagneldflaugakerfi þetta, sem til skamms tíma var einungis hugs- að til varnar Bandaríkj- unum, hefur í meðför- um Bush-stjórnarinnar tapað sínu þjóðlega eðli og þar á bæ segja menn kerfið geta nýst banda- mönnum Bandaríkj- anna. En væntanlega ekki án endur- gjalds af einhverju tagi. Hugmyndin um gagneldflauga- kerfi er ekki ný af nálinni. Forverar Bush á forsetastóli hafa haldið henni á lofti sl. tvo áratugi. Enginn af jafn miklum ákafa og Ronald Reagan, sem feðraði stjörnu- stríðsáætlunina svo- kölluðu á níunda ára- tuginum. En margt hefur breyst frá því að Reagan sat á forseta- stóli í Hvíta húsinu. Lok kalda stríðsins hafa skapað nýjar og um margt flóknar aðstæður í samskiptum ríkja. Gereyðing af völdum kjarnorkuvopna er góðu heilli ekki lengur mesta ógnin við frið á jörðinni. Því verður að spyrja: Hvaða nauðsyn knýr stjórnvöld í Bandaríkjunum til þess að setja gagneldflaugakerfið aftur á dagskrá alþjóðastjórnmálanna? Lít- um á staðreyndir málsins. Um aðsteðjandi hættur Bandaríkjastjórn heldur því fram að hún verði að búa yfir hernaðar- legri getu til þess að svara hugsan- legum eldflaugaárásum frá hættuleg- um einræðisríkjum, svokölluðum utangarðsríkjum, eins og Norður- Kóreu, Íran og Írak. Bent hefur verið á að margt bendi til þess að hættan sem Bandaríkjunum stafi af þessum ríkjum sé stórkostlega ofmetin. Sem dæmi má nefna að stjórnvöld í N- Kóreu hétu því fyrr á þessu ári að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn í skiptum fyrir efnahagsaðstoð. Sú yfirlýsing markaði tímamót í sögu Norður-Kóreu en þar hefur langvar- andi hungursneyð, sem rekja má beint til stjórnarhátta í landinu, geis- að um árabil. Gagneld- flaugakerfi – til hvers? Þórunn Sveinbjarnardóttir Ógnarjafnvægi Ekkert bendir til þess, segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, að slíkt kerfi efli öryggi og stöðugleika í heiminum og dragi úr hættunni á ófriði. SVO bregðast kross- tré sem önnur tré. Krabbameinsfélagið hefur selt hlutafélagi aðgang að Krabba- meinsskránni til þess að það geti samtengt skrána og ættfræði- gagnagrunn sinn og bú- ið til ættartöl fyrir alla sem hafa fengið krabbamein. Með þess- um ættartölum eða fjöl- skylduskrám á að fá upplýsingar, búa til þekkingu sem fyrirtæk- ið ætlar að hagnast á. Krabbameinsfélagið hefur þannig brugðist trúnaði við sjúklingana og þá sem lagt hafa til gögn í Krabbameins- skrána í trausti þess að þau yrðu ein- göngu notuð í vísindalegum tilgangi, en hvorki til að félagið seldi þau til að afla viðbótartekna né til þess að óvið- komandi fyrirtæki fengi upplýsing- arnar í hendur til þess að græða á þeim og samnýta þær með öðrum gögnum sínum. Krabbameinsfélagið hefur hingað til notið almenns trausts og velvilja sem hefur komið fram í miklum frjálsum framlögum og fjárveitingum frá ríkinu. Þetta fé, ásamt styrkjum frá ýmsum rannsóknasjóðum, hefur m.a. verið notað til að koma Krabba- meinsskránni á fót og reka hana. Má því með nokkrum sanni segja að félagið sé búið að tvíselja skrána með þeim samningi sem það nú hefur gert við Íslenska erfðagreiningu. Samn- ingaumleitanir félagsins og fyrirtæk- isins munu hafa staðið á þriðja ár, enda bera reglur félagsins frá því í júlí 1999 þess merki, sbr. hér á eftir. Óheimilt að selja aðgang að Krabbameinsskránni Skipuleg skráning krabbameina á vegum Krabbameinsskrár Krabba- meinsfélags Íslands hófst árið 1955 og munu nú vera skráðir rúmlega 30.000 Íslendingar, þar af um 7.000 sem enn eru á lífi. Allgóð sátt hefur ríkt um Krabba- meinsskrána til þessa þó að gögnum í hana hafi verið safnað frá sjúkrahús- um, aðallega frá lífsýnum á Rann- sókastofu Háskólans við Barónsstíg, og úr dánarvottorðum án samþykkis eða vitundar sjúklinga og aðstand- enda þeirra. Þessari sátt reyndu for- mælendur miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði að raska með því að vísa til Krabbameinsskrárinnar til að réttlæta yfirgang sinn við að ná gögn- um um alla sjúkdóma Íslendinga. Forsenda þessarar sáttar var auðvit- að það traust sem Krabbameinsfélag- ið naut, en hefur nú fyrirgert með áð- ur nefndum samningi og raunar þegar rofið með ofangreindum reglum sem ekki hafa farið hátt, þó að þær megi finna á heimasíðu félags- ins. Í samningi milli Krabbameins- félagsins og landlæknisembættisins frá 16. sept. 1998 segir að upplýsing- ar sem Krabbameinsfélagið fái til að gera Krabbameinsskrána séu trún- aðarupplýsingar, í vörslu lækna og heilbrigðisstofnana. Samkvæmt því er Krabbameinsfélaginu óheimilt að selja öðrum aðgang að Krabba- meinsskránni. Krabbameinsfélagið selur aðgang Tæpu ári eftir að samningurinn við land- lækni var gerður setti Krabbameinsfélag Ís- lands sér eigin reglur sem m.a. virðast miða að því að réttlæta sölu á aðgangi að Krabba- meinsskránni og af- hendingu gagna úr henni. Í þessum reglum segir: „Krabbameinsfélag Íslands hagnýtir upplýsingar úr Krabbameinsskránni í þágu vísindarannsókna, heilsugæslu og almenns starfs félagsins en gætir þess, eins og við getur átt, að ein- staklingseinkenni komist ekki í hend- ur óviðkomandi aðila… Upplýsingar úr skránni, sem gefa til kynna um hvaða einstakling er að ræða, má alls ekki afhenda nema með samþykki Tölvunefndar, Vísindasiðanefndar og vísindaráðs Krabbameinsfélagsins.“ Enn fremur segir í reglunum: „Krabbameinsskráin áskilur sér rétt til að semja um takmarkanir á af- hendingu persónugreinanlegra upp- lýsinga ef umsækjendur eru starfs- menn líftæknifyrirtækja eða samstarfsmenn slíkra fyrirtækja um viðkomandi verkefni. Í stað beinnar afhendingar getur komið samvinna um úrvinnslu, þannig að Krabba- meinsskráin taki að sér ákveðinn hluta verksins.“ Og loks „Krabba- meinsskránni ber að taka greiðslu fyrir afhendingu og úrvinnslu gagna samkvæmt sérstakri gjaldskrá.“ Marklaus dulkóðun Hvað sem líður reglum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sett sér sjálft breytir það ekki skyldum félagsins til að halda trúnað við þá sem á skrám þess standa. Þrátt fyrir skýringar talsmanna Krabbameinsfélagsins á því hvernig upplýsingarnar verði fluttar til fyr- irtækisins er ljóst að verið er að mis- nota upplýsingar um einstaklinga sem eru í Krabbameinsskránni og að í raun er verið að svíkjast að fólki sem hefur sagt sig úr miðlægum gagna- grunni á heilbrigðissviði. Dulkóðun í sambandi við þennan flutning er jafn- marklaus og við flutning sjúkraskráa í gagnagrunninn. Hingað til hafa upplýsingar úr Krabbameinsskránni nær eingöngu verið notaðar til vísindalegra rann- sókna, svo vitað sé. Nú bregður hins vegar svo við að Krabbameinsfélagið gerir samning um að selja fyrirtæki, sem fyrst og fremst er rekið í hagn- aðarskyni, upplýsingar úr Krabba- meinsskránni. Slíkt er tvöföld mis- notkun upplýsinganna. Gera má ráð fyrir að margir sem í skránni eru vilji ekki láta nota upplýsingar um sig til fjáröflunar og enn síður að þeir hinir sömu vilji að upplýsingar um þá verði seldar og afhentar fyrirtæki sem ætl- ar að nota þær til að græða á þeim, sérstaklega ekki þeir sem þegar hafa sagt sig úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Úrsögn úr gagnagrunninum og Krabbameinsskránni Það er ljóst að verið er að misnota gögn um sjúklinga sem söluvöru og að trúnaður læknis og sjúklings er rofinn eins og gert var með lögum um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði og eins og Krabbameinsfélagið hefur nú því miður gert. Það virðist því nauðsynlegt fyrir þá sem vilja að trúnaður sé haldinn að segja sig og aðstandendur sína ekki aðeins úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigð- issviði, heldur einnig úr Krabba- meinsskránni. Krabbameins- félagið bregst trúnaði Tómas Helgason Höfundur er prófessor, dr. med. Trúnaður Krabbameinsfélagið hefur nú, því miður, segir Tómas Helgason, rofið trúnað við sjúklinga eins og gert var með lögum um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. UMRÆÐAN um framtíð innanlands- flugsins hefur að und- anförnu legið niðri eftir fjörug skoðanaskipti í tengslum við atkvæða- greiðsluna um framtíð Vatnsmýrarvallarins í mars sl. Þegar drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur voru síðan kynnt á dögunum fór umræðan eðlilega aftur af stað. Ólík sjónarmið Samtökin um betri byggð og Hollvinir flugvallarins eru þau samtök sem mest hafa látið sig flug- vallarmálið varða og eftir kynn- inguna á aðalskipulagsdrögunum stóð ekki á viðbrögðum talsmanna hvorra tveggju samtakanna. Í kjöl- far þeirra yfirlýsinga lét ég hafa það eftir mér í Fréttablaðinu að ég teldi enn sem fyrr að lausn í deilunni um Reykjarvíkurflugvöll væri að finna á uppfyllingum í Skerjafirði. Aðspurð- ur hvort vilji væri innan borgar- stjórnarmeirihlutans fyrir að viðra slíkar hugmyndir í viðræðum við samgönguyfirvöld taldi ég að sjálf- sögðu að í slíkum viðræðum ætti að sýna á öll möguleg spil til lausnar deilunni. Það má vera að fyrirsögn fréttarinnar hafi gefið það tilefni að kollegi minn og formaður skipulags- og byggingarnefndar svarar því til að Löngusker komi ekki til greina og að í framtíðinni fari flugvöllurinn til Keflavíkur. Það má því með nokkr- um sanni segja að þeir séu fljótir að hnýtast hnútarnir þeg- ar umræðan um flug- völlinn fer af stað. Erf- iðar deilur þróast oftast með þeim hætti að deiluaðilar „grafa sig niður“ og togast síð- an áfram á um deilu- efnið. Niðurstaðan er oft sú að sá sterkari vinnur. Það getur ekki verið sú niðurstaða sem við viljum sjá í flugvallarmálinu að annar aðilinn, sem eins og hinn hefur mikið til síns máls, verði undir í þessu mikilvæga skipu- lags- og samgöngumáli. Við eigum frekar að svífa yfir í þessu máli heldur en að grafa okkur niður. Sjónarmiðin þarf að sætta og þau er hægt að sætta. Nokkrar staðreyndir Þótt margt sé óráðið um framtíð innanlandsflugsins er sumt þegar ákveðið. Í núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur 1996–2016 er gert ráð fyrir því að norðaustur–suðvestur flugbrautin verði lögð niður og æf- inga-, kennslu- og einkaflugi verði fundinn annar staður í nágrenni höf- uðborgarinnar. Það liggur því fyrir að leggja þarf nýjan flugvöll fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug. Það þarf að byggja flugstöð fyrir innan- landsflugið hvar sem það verður. Leggja þarf flugbrautir annars stað- ar en í Vatnsmýri eða í Keflavík og byggja þarf flugstöð fyrir innan- landsflugið hvar sem það verður. Ef flugvöllurinn verður áfram í Vatns- mýrinni þarf hvort sem er nýja flug- stöð og ef flugvöllurinn fer til Kefla- víkur þarf hvort sem er að byggja nýja flugstöð. Af þessu má sjá að framkvæmdir um nýjar flugbrautir og nýja flugstöð liggja fyrir. Þess vegna er svo mikilvægt að vel takist til með val á staðsetningu. Landfyllingar Í drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur eru gerðar tillögur um íbúðabyggð á landfyllingum, bæði við Eiðsgranda og í Gufunesi. Reykjavíkurhöfn hefur verið mikill frumkvöðull í landfyllingum og má segja að hugmyndir um íbúðabyggð á landfyllingum byggist á góðri reynslu hafnarinnar á þessu sviði. Með sömu rökum eigum við að hefja landfyllingar fyrir flugvöll. Landfyll- ing tengd flugvelli getur verið ódýr- ari en landfylling sem bera á þétta byggð þar sem jaðarsvæði milli flug- brautanna annars vegar og brim- garðanna hins vegar getur verið fyll- ingarefni sem grefst upp við uppbyggingu nýrra hverfa. Einnig væri skynsamlegt að nýta efni úr fyrirhuguðum jarðgöngum Skóla- vörðuholts og Öskjuhlíðar við gerð flugbrautanna. Þegar við berum saman þróun skipahafnar í Reykja- vík annars vegar og flughafnar í Reykjavík hins vegar sést hvað flug- höfnin hefur verið í mikilli kreppu á meðan skipahöfnin hefur vaxið og dafnað enda hafa verið sköpuð skil- yrði til þess. Slík skilyrði þarf líka að skapa fyrir flughöfn og það verður helst gert með landfyllingum. Rothögg að flytja innanlands- flugið til Keflavíkur Í hnotskurn snýst deilan um Reykjavíkurflugvöll milli þeirra sem flugvöllurinn veldur óþægindum og þeirra sem nota flugvöllinn. Hávaða- mengun í miðbæ Reykjavíkur vegna flugvallarins er veruleg auk þess sem fluglína yfir æðstu stjórnsýslu landsins er ábyrgðarlaus. Umgengn- in á flugvallarsvæðinu hefur verið til skammar og því hefur þetta svæði verið eins og sár í umhverfi Reykja- víkur áratugum saman og það ekk- ert smásár. Af skipulagsástæðum er líka mikilvægt að önnur starfsemi fái aukið rými á þessu svæði. En skipu- lagsmál eru í eðli sínu flókin og margbrotin og það er líka mikilvægt skipulagsmál að hafa flugvöll í höf- uðborginni. Það vita þeir sem nota flugvöllinn að það sér fólk þegar það hugsar um tengingu milli höfuðborg- ar og landsbyggðar. Það er mín skoðun að ef miðstöð innanlands- flugsins flyst til Keflavíkur muni það verða rothögg fyrir íslenskt innan- landsflug. Ef fólk vill finna lausn á flugvallarmálinu þarf að jafna ágreininginn milli andstæðra fylk- inga. Það verður ekki gert með því að slá jafnóðum út af borðinu hug- myndir sem eru fyllilega raunhæfar og sætta sjónarmið beggja. Svífum yfir í stað þess að grafa okkur niður Óskar Bergsson Reykjavíkurflugvöllur Ef fólk vill finna lausn á flugvallarmálinu, segir Óskar Bergsson, þarf að jafna ágrein- inginn milli andstæðra fylkinga. Höfundur er varaformaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.