Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RAPPSVEITIN XXX Rottweiler- hundar mun halda roknatónleika/teiti í Leikhúskjallaranum í kvöld ásamt Ómari Ragnarssyni, þeim eilífa grall- ara og skemmtikrafti. Að sögn Erps Eyvindssonar, Rott- weilerhunds, er tilefnið einfaldlega að minna á sveitina en í haust er vænt- anleg fyrsta breiðskífa sveitarinnar. „Plötusnúðurinn okkar, Gummo, var líka að koma til landsins,“ upp- lýsir Erpur. „Það er búið að taka upp alla plötuna og nú er bara verið að hljómjafna hana.“ Erpur segir að í kvöld verði tveir Ómarar, einn rauðhærður og annar með meira hár. „Þ.e. Ómar Ragnars- son og Ómar Suarez úr Quarashi. Ómar úr Quarashi ætlar að rappa með okkur en Ómar Ragnarsson ætl- ar að vesenast með okkur.“ Ómar R. hefur einmitt verið að vinna með Hundunum að áðurnefndri plötu og verður sjálfur með eitthvað uppistand á tónleikunum. Erpur seg- ist aðspurður að Ómar hafi gengið fast á eftir því að verða fullgildur meðlimur í XXX Rottweilerhundum. „Það myndi auðvitað hækka meðal- aldurinn í sveitinni ef það myndi ger- ast,“ segir Erpur. „Ómar er náttúr- lega snillingur,“ bætir hann við og fer fögrum orðum um samstarf sveitar- innar við þennan landsfræga skemmtikraft. Plötusnúðurinn Tommi White mun einnig koma fram og hefst það stund- víslega kl. 22. Miðaverð er 1.000 kr. XXX Rottweilerhundar og Ómar Ragnarsson spila í kvöld Rottweilerómar Morgunblaðið/Jón Svavarsson XXX Rottweilerhundar að gera allt vitlaust á Gauki á Stöng í maí í fyrra. Ómar Ragnarsson Fortíðardraugar (The Yards) S p e n n u m y n d  Leikstjórn James Gray. Aðal- hlutverk Mark Wahlberg, Joaquin Phoenix, Charlize Theron, James Caan. (115 mín.) Bandaríkin 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. HÉR ER sögð gamalkunn saga. Ungur maður snýr heim eftir að hafa afplánað fangelsisvist. Hann vill snúa lífi sínu til betri vegar en reyn- ist það illmögulegt sökum umhverfis, vina og fjölskyldu sem komu honum upphaflega í klandur. Inni við beinið er hann heiðarlegur og vill snúa frá villu síns vegar en til þess þarf hann að snúa baki við sínum nánustu, svíkja þá, og það er hæg- ara sagt en gert fyrir mann sem al- inn er upp við að vera hollur sínum, hvað sem það kostar. Þetta er myrkt og á köflum ill- skeytt spennudrama eftir James Gray, er gat sér nafn með Little Odessa, og er að hluta til byggt á eig- in reynsluheimi. Hér er mun meira drama en spenna á ferð og leikurinn er í alla staði pottþéttur. Útkoman er því öðruvísi glæpa- saga þar sem enginn er hetjan, eng- inn er sá vondi og enginn sigurvegari – rétt eins og í lífinu sjálfu. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Hver hefur sinn djöful að draga Sade (Sade) D r a m a Leikstjórn Benoît Jacquot. Aðalhlutverk Daniel Auteuil, Isild Le Besco. (95 mín.) Frakkland 2000. Góðar stundir. Bönnuð innan 16 ára. ÁRIÐ ER 1794. Allt er í lausu lofti vegna byltingarinnar frönsku og Marquis de Sade er fluttur í stofu- fangelsi ásamt öðrum aristókrötum. Samföngum hans stafar ógn af klám- fengi hans og sið- leysi en smám saman tekst hon- um að snúa þeim á sitt band með kænski og silki- mjúkri tungu. En sem ávallt hefur hann ráð undir rifi hverju, nefnilega að vinna traust og trúnað ungrar jómfrúr og sýna fram á að hægt sé að spilla henni líkt og öllu öðru – meira að segja byltarbörnunum. Þetta er önnur tveggja mynda sem komu út á síðasta ári um mark- greifann Sade, þennan ögrandi „kyn- lífsfræðing“ og skáld, og verður að segjast sem er að hin, Quills, stendur henni töluvert framar í nær alla staði; sagan sterkari, kvikmynda- gerðin ágengari og sjálfur Sade óhugnanlegri í meðförum Geoffreys Rush. Þótt Auteuil sé góður leikari þá gerir hann Sade miður góð skil – alveg bitlausan. Skarphéðinn Guðmundsson Bitlítill Sade ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.