Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ kvikmyndir á mbl.is Á Fólkinu á mbl.is er tenging við vefinn kvikmyndir.is þar sem má finna á einfaldan hátt umfjöllun og fréttir af nýjustu kvikmyndunum, myndböndunum og DVD diskunum. Hægt að skoða myndbrot úr kvik- myndum sem sniðin eru fyrir mis- munandi hraðar tengingar. FLESTIR kannast við öngþveitið á götum Reykjavíkurborgar og nágrannasveitarfélaga á morgnana og síðdeg- is. Fólk silast áfram á bílum sínum á leið í eða úr vinnu, röðin er löng, biðin mikil og mengun gífurleg. Athygli vekur að í flestum tilvikum er bílstjórinn einn í bíl sínum. Þetta hefur leitt til vanda á marga vegu. Götur borgarinnar eru sprungnar, þola vart álagið sem þung um- ferðin veldur. Útblást- ur frá bílunum veldur mengunarskýi yfir borginni og við sérstök skilyrði fer mengun yfir hættumörk á tilteknum blettum borgarinnar. Margir lenda í vand- ræðum með bílastæði við vinnustað, koma jafnvel of seint til vinnu vegna seinagangs í umferðinni og í ein- hverjum tilvikum streittir og pirrað- ir vegna umferðar. Margir þessara bíla eru notaðir til þess að koma fólki að heiman, til vinnu og heim aftur. Bílarnir standa oft óhreyfðir allan daginn. Og rekstur bíls er glettilega dýr. Lýsingin hér að ofan er kunn um heim allan. Á nokkrum stöðum hefur verið gripið til aðgerða gegn þessum vanda. Þannig er sérstakur skattur á bíla „einfara“ sem aka inn til miðbæjar Óslo- borgar og víðar. Í Van- couver, Kanada, stofn- aði eldhugi mikill, Jack Bell að nafni, sérstakt fyrirtæki (Vanpool and carpool) til að bregðast við vandanum. Á veg- um þess eru reknir 110 „mini-van“ og 26 fólks- bílar sem sjá um að koma um 1.000 manns að heiman, í vinnu og heim aftur að loknum vinnudegi. Í hverjum bíl eru sérstök þægindi, morgunblöðin, kaffi og góð heyrnar- tól fyrir útvarp eða geisladiska. Kostnaður neytenda er ótrúlegur, sbr. meðfylgjandi töflu: Samanburður á einka- og samkeyrslu Ferð fram Samkeyrsla Rekstur og aftur (8 manns) einkabíls 20–40 98 170,27 41–50 102 172,07 51–60 105 173,27 61–70 108 174,47 71–80 111 175,67 81–90 114 176,87 91–100 117 178,07 181–190 148 188,87 Km $ Can á mán. $ Can á mán. Af töflunni má sjá hver kostnaður einstaklinga er af því annars vegar að kaupa þjónustu af samakstri og hins vegar af rekstri eigin bíls á hverjum mánuði. Þar er eingöngu um rekstrarkostnað að ræða en ekki tekinn inn í dæmið kostnaður við kaup á bílnum. Viðskiptavinir Jack Bell greiða að meðaltali $ 2,70 fyrir hverja ferð að dyrum eða $ 1.560 á ári. Til sam- anburðar kostar $ 9.000 á ári að reka einkabílinn. Munurinn fyrir einstak- linginn er $ 7.440 á ári eða um 520.000 Íkr. Þá er um að ræða greiðslur viðkomandi af launum hans eftir skatta. Því má segja að sparnaður einstaklingsins samsvari um 800.000 króna tekjum á ári hverju fyrir skatta. Tölur þessar eru frá Kanada en þótt þær væru lækk- aðar um helming er augljóst að hér getur verið um góða sparnaðarleið að ræða fyrir einstaklinginn. Jack Bell telur að með fyrirtæki sínu spari hann ekki bara fyrir einstaklinga heldur einnig fyrir samfélagið. Vegna þjónustunnar séu um 1.000 færri bílar á götum Vancouver. Fyr- ir vikið er minna um slit, minni mengun og greiðari umferð. Stjórnvöld geta lagt sitt af mörkum Hugmyndin að slíkri samkeyrslu er bráðsnjöll hvernig sem á er litið. Í Vancouver hefur hún gefið góða raun fyrir frumkvæði og dugnað Jack Bell. Gaman væri að sjá dug- mikla einstaklinga hérlendis bjóða slíka þjónustu. Hér gæti t.d. verið kjörið verkefni fyrir leigubílstjóra eða aðra, sem sitja uppi með fjárfest- ingu á bílum, en takmörkuð verkefni á virkum dögum. Stjórnvöld gætu lagt sitt af mörkum með því t.d. að veita skattaafslátt fyrir greiðslur þeirra sem aka í samakstri af þess- um toga. Ekki væri útilokað að sveit- arfélög stofnuðu með einstaklingum fyrirtæki um slíka þjónustu og leggðu fé til. Þá væri ekki óskynsam- legt að fyrirtæki tækju þátt í slíkum aðgerðum með starfsfólki sínu. Hagnaður einstaklinga af slíkri þjón- ustu er verulegur og kostir þessa fyrir samfélagið eru ótvíræðir, bæði hvað varðar mengun, slit á götum, umferðaröngþveiti, minni streitu o.s.frv. Hugmyndin er tilraunarinn- ar virði. Samakstur Hjálmar Árnason Hagræðing Hugmyndin að slíkri samkeyrslu er bráðsnjöll, segir Hjálmar Árnason, og getur sparað fólki allt að 500.00 kr. á ári. Höfundur er alþingismaður. MIKIL umræða fer fram þessa dagana um sölu ríkisfyrirtækja og hvernig ráðstafa eigi söluhagnaði. Á árs- fundi Byggðastofnunar sagði viðskiptaráð- herra að verja ætti hluta verðmæta sem til yrðu með sölu ríkisfyr- irtækja til að efla byggð úti á landi. Þetta markmið getur verið gott út af fyrir sig en hvað höfum við heyrt þetta oft að nú eigi að gera átak í að efla landsbyggðina. Fyrir hverjar kosningar byrja stjórnmálamennirnir með sömu rulluna þrátt fyrir að þeir viti að þeir geti ekki mikið gert. Þegar og ef Landsbankinn, Bún- aðarbankinn og Landssíminn verða seldir er mikilvægt að hafa í huga að þessi fyrirtæki eru sameign allrar þjóðarinnar. Ráðstöfun fjármagns- ins ætti að taka mið af því og hún þarf að tryggja að öll þjóðin njóti ávinningsins. Að efla atvinnulíf á landsbyggðinni getur samrýmst þessu markmiði ef slík fjárfesting er arðbær og styrkir byggðirnar til lengri tíma. Miðað við núverandi byggðastefnu er ekki líklegt að svo verði. Íslenskt velferðarkerfi ekki lakara en á hinum Norðurlöndunum Íslenskt velferðarsamfélag hefur lengi státað af að vera í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Hér sé betra velferðarkerfi en fólk eigi al- mennt að venjast. Þetta er rétt svo langt sem það nær en þegar við ber- um okkur saman við hin Norðurlönd- in erum við nokkuð langt á eftir. Þetta á sérstaklega við um kjör elli- og örorkulífeyrisþega. Verkalýðs- hreyfingin hefur mótað sér þá stefnu að Íslendingar eigi ekki að búa við lakara velferðarkerfi en er á hinum Norðurlöndunum. Til að ná þessu markmiði er ljóst að setja verður umtalsvert meiri fjármuni til velferð- armála en nú er gert. Vissulega hef- ur styrking lífeyrissjóðanna bætt stöðu fólks og þeir munu í framtíð- inni gera enn betur. Almennt er mið- að við að lífeyrissjóðir eigi að tryggja fólki að lágmarki 56% af meðal- tekjum þegar það fer á eftirlaun hafi viðkomandi greitt af öllum launum í heilan starfsaldur. Íslenska lífeyris- kerfið er ungt eða um 30 ára gamalt og enn styttra er síðan almennt launafólk fór að greiða af öllum laun- um til lífeyrissjóða. Miðað við aldur lífeyrissjóðanna er ljóst að 56% markmiðinu verður ekki náð fyrr en eftir tvo áratugi eða um 2020. Velferðarsjóður Ef ekkert verður að gert er ljóst að stór hópur fólks mun búa við fremur lök kjör næstu áratugina. Eina leiðin til að brúa þetta tímabil eru auknir fjármunir til velferðar- mála. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram þá hugmynd að stofnaður verði sjóður sem hafi það hlutverk að fjár- magna auknar lífeyrisgreiðslur fram til 2020 en þá geti hann farið að fjara út. Sjóðurinn verði fjár- magnaður með sölu rík- isfyrirtækja. Sjóðurinn verði sameign þjóðar- innar og fjármagnaður af sameiginlegum eign- um. Sjóðurinn verði ávaxtaður m.a. með fjárfestingum í at- vinnulífinu bæði á landsbyggðinni og Suð- vesturlandi. Margar þjóðir standa frammi fyrir miklum vanda vegna breytinga á aldurssam- setningu íbúanna í ná- inni framtíð. Þessi þró- un á sér stað hér á landi þrátt fyrir að hún gerist mun hægar. Við því er mikilvægt að bregðast í tíma og æskilegt að hver kynslóð leggi sem mest með sér og komi þannig í veg fyrir árekstra milli kyn- slóða. Það að taka verðmæti sameig- inlegra eigna þjóðarinnar, sem kyn- slóðirnar hafa verið að eignast í gegnum tíðina og leggja í sjóð með það að markmiði að bæta lífskjör líf- eyrisþega og létta greiðslubyrði komandi kynslóða, er skynsamleg og sanngjörn aðgerð. Aðgerð sem mum létta skattbyrði komandi kynslóða og bæta lífskjör afkomenda okkar. Norðmenn hafa valið svipaða leið en þeir leggja hluta af olíugróðanum í sérstakan sjóð sem hugsaður er til að styrkja eftirlaunakerfi þeirra. Þær þjóðir sem sýna fyrirhyggju og leggja til hliðar til að mæta auknum greiðslum vegna aukins fjölda lífeyr- isþega munu er fram líða stundir hafa meiri möguleika til að skapa aukna almenna velsæld og fleiri tækifæri en þær þjóðir sem senda reikninginn beint á skattgreiðendur framtíðarinnar. Íslendingar hafa ein- stakt tækifæri til að bæta lífskjör sín til langrar framtíðar ef vel er á hald- ið. Búið er að taka ákvörðun um sölu þriggja stórra ríkisfyrirtækja. Sjóðsöfnun lífeyrissjóðanna er mikið gæfuspor. Meira þarf ef við ætlum að tryggja lífeyrisþegum sambærileg kjör og á hinum Norð- urlöndunum og koma í veg fyrir árekstra milli kynslóða. Sameigin- legur sjóður fjármagnaður af sam- eiginlegum eignum þjóðarinnar er tækifæri sem þjóðin á ekki að láta fram hjá sér fara. Andvirði ríkisfyrirtækja fjármagni velferðarsjóð Þorbjörn Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar og fulltrúi í velferðarnefnd ASÍ. Efnahagsmál Sameiginlegur sjóður fjármagnaður af sameiginlegum eignum þjóðarinnar, segir Þorbjörn Guðmunds- son, er tækifæri sem þjóðin á ekki að láta fram hjá sér fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.