Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 25
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 25 HÁTÍÐ var haldin í Kerlingarfjöllum kvöld eitt fyrir skömmu. Tilefnið var að fjörutíu ár eru liðin frá því þrír eld- hugar hófu að stunda skíðakennslu í fjöllunum. Þeir eru Sigurður Guð- mundsson, Eiríkur Haraldsson og Valdimar Örnólfsson. Einnig að nýir eigendur hafa nú gengið til liðs við það fólk sem hefur staðið að uppbygg- ingu og rekstrinum í Kerlingarfjöll- um í áratugi. Drjúgur hópur þessara unnenda Kerlingarfjalla, sem drifið hefur staðinn áfram, kom til hófsins svo og hreppsnefnd og fjallskilanefnd Hrunamanna ásamt mökum. Páll Gíslason verkfræðingur, frá Hofi í Vatnsdal, hafði orð fyrir at- hafnahópnum sem stendur að rekstr- inum. Hann rifjaði upp í stórum dráttum sögu skíðaskólans og upp- byggingu á staðnum. Þegar mest var umleikis hjá skíðaskólanum var starfsfólk 20 til 30 manns og um 100 nemendur. Hann sagði frá þeim fram- kvæmdum sem hafnar eru og áform- aðar eru á næstu árum. Hálendisperla Páll sagði það álit sitt að Kerling- arfjöllin væru mesta hálendisperla landsins til útivistar, þar væri hægt að gera margt til að laða þangað úti- vistarfólk. Hann sagði m.a. að draum- ur rekstraraðila væri að leiða heitt vatn ofan úr Hveradölum sem er talið eitt stærsta háhitasvæði landsins. Nýpurnar svokölluðu, sem skíða- skólanemendur gistu í á blómatíma skólans, hafa nú verið gerðar að sjálf- stæðum einingum með eldunarað- stöðu og snyrtingu. Í athugun er að stækka þau hús. Þá yrðu gerðar lag- færingar á tjaldsvæði og bætt aðstaða fyrir hestamenn en hún er nokkur fyrir. Dálítið er um að hestafólk dvelji í fjöllunum yfir nótt á ferðum sínum um hálendið. Merktar verða göngu- leiðir. Vegna snjóleysis nú í sumar verður ekki um að ræða starfsemi á skíðasvæðinu en Páll sagði að allir möguleikar yrðu reyndir í þeim efn- um næsta vor enda lyftubúnaðurinn fyrir hendi. Svæðið fagurt en viðkvæmt Loftur Þorsteinsson oddviti Hrunamanna sagði í ávarpi sínu að af- ar ánægjuleg samskipti, sem aldrei hefði borið skugga á, hefðu verið á milli þess kraftmikla fólks sem hefur séð um reksturinn í Kerlingarfjöllum undanfarna áratugi og sveitarfélags- ins sem hefur lögsögu yfir staðnum. Hann minnti á hve svæðið væri fagurt en afar viðkvæmt fyrir umferð bif- reiða, hesta og manna. Ekki mætti leyfa neins konar umferð utan við merktar brautir og engum væri betur treystandi en þeim sem hafa verið og verða við stjórnvölinn í fjöllunum að gæta þeirra. Þetta fólk ber virðingu fyrir þessu landi og dáir það, sagði Loftur. Hann sagði einnig að sveitarfélagið væri með framkvæmdum neðar á af- réttinum að reyna að opna fjöllin með vegagerð og viðhalda leitarmanna- skála. Hrunamenn virða þessa starfsemi sem fram fer í Kerlingarfjöllum og vonast til að hún eigi eftir að eflast og blómgast sagði Loftur. Hann afhenti síðan bókina Árnesingar I. Hruna- menn, tvö bindi árituð sem geyma margvíslegan fróðleik um Hruna- mannahrepp og íbúa er þar bjuggu og eru búsettir nú. Bókin er gjöf til Kerl- ingarfjallabúa frá íbúum sveitarinnar. Mikilvægur ferðamannastaður Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kom til hátíðarinnar ásamt eig- inkonu sinni og dóttur. Hann óskaði rekstraraðilum til hamingju með að láta drauminn rætast áfram í Kerl- ingarfjöllum. Það skipti íslenska ferðaþjónustu miklu máli að slíkri starfsemi yrði haldið áfram og sjálf- sagt og rétt að hafa sem flest net úti í þeim efnum. Það hefur lengi verið draumur margra að Árskarðsá verði brúuð og lofaði ráðherrann að það mál yrði skoðað með heimamönnum á næstunni. Áin er þó að jafnaði fær öll- um bílum en getur breytt um ham í vatnsveðrum og verið varasöm. Eiríkur Haraldsson, einn frum- kvöðlanna, sagði í skemmtilegu ávarpi að hann hefði alltaf séð mikla möguleika fyrir ferðaþjónustu í Kerl- ingarfjöllum. Nú með nýjum hópi manna sem kæmu inn í reksturinn myndi snjóboltinn stækka og staður- inn dafna. Haraldur Sveinsson, bóndi á Hrafnkelsstöðum, rifjaði upp margt frá fjallferðum og skemmtilegum samskiptum við Kerlingarfjallafólk á árum áður. Hann færði staðnum trjá- plöntur að gjöf frá sér og eiginkonu sinni Jóhönnu B. Ingólfsdóttur. Aukin ferða- þjónusta í Kerlingar- fjöllum Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.  Kerlingarfjöll eru sérstæð fjallaþyrping sem rís yfir há- sléttuna suðvestur af Hofsjökli. Flatarmál þeirra er um 150 fer- kílómetrar. Kerlingarfjöll munu draga nafn af drang einum miklum eða Kerlingu sem gnæfir upp úr ljósleitri líparít- skriðu sunnan í Kerlingartindi í vestanverðum fjöllunum. Hæstu tindar eru í 1400 til 1500 m hæð og sést af þeim í góðu skyggni til hafs fyrir sunn- an land og norðan.  Netfang www.kerling- arfjoll.is Símar: 5526500 /8524223 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hópurinn sem staðið hefur vörð um rekstur Kerlingarfjalla um árin ásamt þeim sem nýlega komu að rekstrinum. Kerlingarfjöllin hafa stundum verið kölluð hálendisperla landsins. Nýpurnar svokölluðu, sem skíðaskólanemendur gistu í á blómatíma skólans, hafa nú verið gerðar að sjálfstæðum einingum með eldunaraðstöðu og snyrtingu. DAGANA 20. til 28. júlí verða sigl- ingadagar á Ísafirði og nágrenni. Áhugi landsmanna á kajakasigling- um hefur aukist mikið undanfarið og eru siglingadagarnir hluti af Ís- landsmeistarakeppni Kajaka- klúbbsins. Stefnt er að því að gera siglingadagana að árvissum við- burði á Ísafirði. Dagskráin hefst með þriggja daga kajakanámskeiði sem fara mun fram bæði á sjó og í sundlaug- inni. Slegið verður upp bátaballi í Ögri við Ísafjarðardjúp og vænt- anlega verða skútur, hraðbátar, farþegabátar og kajakar á staðn- um. 24. júlí stendur svo Kajaka- klúbburinn fyrir þriggja daga ferð í Jökulfirði. Siglingadagarnir enda með kaj- akakeppni. Keppt verður í fimm og tíu kílómetra vegalengdum í karla- og kvennaflokkum. Lengri keppnin verður póstaleikur með léttu ívafi og keppendur látnir leysa þrautir á láði og legi á leiðinni. Að lokum verður svo baujurall á Pollinum á Ísafirði. Þar keppa allir saman á stuttri vegalengd með mörgum beygjum og má búast við miklum hamagangi og skemmtun fyrir bæði keppendur og áhorfendur. Siglingadagar fyrir vestan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.