Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 35 ÞAÐ eru ekki miklar annirsem fylgja því að veraræðismaður Íslands íChile í Suður-Ameríku, samkvæmt því sem Wilfred Hintze, ræðismaður Íslands, segir mér þeg- ar ég heimsæki hann á glæsilega skrifstofu hans í útjaðri Santíagó- borgar síðla dags fyrir skömmu. Það er bæði óvænt og notalegt, þeg- ar gengið er upp stigann í skrif- stofubyggingu Consorcio Mathie- sen, þar sem Hintze er forstjóri, að ganga fram á stóran og glæstan veggskjöld með skjaldarmerki Ís- lands, og á skildinum stendur að sjálfsögðu Lýðveldið Ísland. Consorcio Mathiesen er hópur evrópskra fjárfesta sem starfrækja fyrirtækjasamsteypu í átta löndum Suður-Ameríku. Hún hefur það meg- inhlutverk að útvega iðnfyrirtækjum í við- komandi löndum hvers konar hráefni sem þarf til fram- leiðslunnar. Hintze segir mér að hann hafi búið mestan hluta ævi sinnar í Chile. Móðir hans hafi verið þýsk og faðir hans chilenskur. Þau hafi kynnst í Þýskalandi og flutt saman til Chile þegar hann var 14 ára unglingur. Hann hafi að vísu bú- ið í nokkur ár í Arg- entínu, vegna starfa sinna, en þar fyrir utan hafi hann búið í Santíagó í Chile allt sitt líf frá unglingsárum. Hintze hefur verið ræðismaður Íslands í Chile undanfarin tíu ár. Ég spyr hann fyrst hvernig það hafi komið til að hann varð ræðismaður Íslands þar í landi. „Á árum áður var félagi minn og meðeigandi starfandi hér með mér en í dag eru nákvæmlega tíu ár liðin frá dauða hans. Við hér hjá Mathie- sen erum í mjög nánu sambandi við ræðismann Íslands í Argentínu. Hann er reyndar góður vinur okkar. Fyrir 15 árum, eða svo, hringdi þessi vinur okkar í Argentínu í félaga minn og sagði honum að Ís- lendingar hefðu áhuga á því að hafa ræðismann í Chile. Hann hefði verið beðinn um að mæla með einhverjum og spurði svo félaga minn hvort hann mætti mæla með öðrum hvor- um okkar. Við ræddum þetta okkar á milli og niðurstaðan varð sú að félagi minn, sem var sá eldri okkar tveggja, yrði ræðismaðurinn. Þegar hann dó fyrir tíu árum má því segja að ég hafi erft ræðismannstitilinn!“ – Varla fylgja því miklar annir að vera ræðismaður Íslands í Chile, eða hvað? „Nei, það er rétt hjá þér. Það er ekki mjög annasamt embætti sem ég hef með höndum, sem ræðismað- ur Íslands, enda kannski jafngott, því annirnar í starfi mínu eru mikl- ar. En ég hef mikla ánægju af ræð- ismannsstörfunum. Eins og þú veist, þá er íslenska fyrirtækið Grandi í samstarfi við Friosur, sjáv- arútvegsfyrirtæki hér í Chile. Ég hef lítið komið þar við sögu en fylg- ist þó með vexti og viðgangi þess samstarfs, sem mér skilst að sé báð- um til góðs. Ef ég man rétt, þá á Grandi 20% í Friosur. Það sem hefur verið leitað til mín, á þessum áratug, í sambandi við ræðismannsstarfið hefur helst tengst þessu hefðbundna, eins og týndum vegabréfum og þess háttar. Það hefur þó ekki gerst svo oft, ein- faldlega vegna þess að Íslendingar eru ekki mikið á faraldsfæti í þess- um heimshluta. Nú, svo hef ég komið lítillega við sögu þegar um viðskipti á milli land- anna er að ræða, eins og til dæmis nú nýverið þegar Íslendingar keyptu skip héðan. Við slík tækifæri koma Íslendingar auðvitað hingað til lands og fara í skipasmíðastöðv- arnar til þess að líta á og fylgjast með skipasmíðunum. Þá finnst þeim, held ég, ágætt að geta leitað til mín með smávægilega aðstoð sem ég veiti með gleði. Ég segi það hreinskilnislega að ég gæti vel hugsað mér að hafa fleiri skyldu- störfum að gegna sem ræðismaður. Mér finnst mjög skemmtilegt að hitta Íslendinga og hef reyndar reynt að komast í samband við þá sem eru búsettir hér í Chile, en með afar takmörkuðum árangri. Ég veit ekki nákvæmlega hve margir Ís- lendingar búa í Chile en giska á að þeir séu einhvers staðar nálægt því að vera tuttugu. Flestir þeirra búa suður frá og tengjast þá útgerð og fiskvinnslu Friosur með einum eða öðrum hætti. Ég hef heyrt að ein- hverjir Íslendingar búi hér í Sant- íagó en hef engan þeirra hitt og veit satt best að segja ekkert hvernig ég gæti komist í samband við þá.“ – Heldur þú kannski að það séu einhver falin og ónýtt viðskipta- tækifæri í spilunum á milli þessara tveggja ólíku landa? „Það er nokkuð sem ég get ekki fullyrt neitt um. En fyrir tveimur og hálfu ári kom hingað stór viðskipta- sendinefnd frá Íslandi, ég held um tuttugu manns, undir forystu utan- ríkisráðherra Íslands, Halldórs Ás- grímssonar. Ég hafði það á tilfinn- ingunni þá, að bæði íslenskir og chilenskir viðskiptamenn byndu miklar vonir við árangur af þeirri heimsókn og hefðu trú á því að við- skipti milli landanna myndu stór- aukast í kjölfar þeirrar ágætu heim- sóknar, en því miður held ég að árangurinn hafi orðið afar takmark- aður. Einu viðskiptin sem ég veit til að hafi orðið til í kjölfarið af þessari heimsókn eru skipasmíðarnar fyrir Íslendinga. Þegar þetta var, þá var hér einnig starfandi útibú frá íslenskum veið- arfæraframleiðanda (Hampiðjan) en þeir lokuðu starfsemi sinni hér fyrir ári eða svo, þannig að vart hafa þau viðskipti gengið of vel.“ – Hvað ráðleggur þú Íslendingum að gera sem koma hingað til Chile sem ferðamenn í nokkra daga? „Það er auðvitað undir áhugamál- um hvers og eins komið og jafn- framt því hversu mikinn tíma þeir hafa. Vegalengdir eru náttúrlega ótrúlega miklar hér, frá norðri til suðurs eru um 8 þúsund kílómetrar. Í norðri eru þessar gríðarlegu eyði- merkur og í suðri regnskógarnir. Maður getur varið vikum og jafnvel mánuðum í að skoða náttúru Chile sem er óendanlega margbreytileg. Hér í Santíagó er einnig ýmislegt að sjá. Þú hefur sjálf séð hversu mörgum fallegum og sögufrægum byggingum við stát- um af í miðborginni. Miðborgin, háskól- arnir, söfnin, for- setahöllin, garðarn- ir, markaðirnir, allt eru þetta staðir sem eru vel þess virði að heimsækja. Svo er borgin svo skemmti- lega staðsett að það er ekki nema um klukkustundar akst- ur upp í Andesfjöll og þá er maður kom- inn í ólýsanlega fag- urt umhverfi. Nú er haust og eftir svona tvo mánuði eða svo verður kominn vetur og þá verður hægt að skella sér á skíði hér upp í fjöllin, í klukkustundarfjar- lægð frá borginni. Svo er líka hægt að aka í austur, að Kyrrahafinu, og það tekur einnig aðeins um klukkustund, þannig að Santíagóbúar búa þannig, að á sumrin tekur það þá klukkustund að komast í strandlífið með tilheyrandi sjóböðum og á veturna tekur það líka klukkustund að komast á skíði. Mörgum okkar finnst þetta afar hentugt fyrirkomulag, því strend- urnar okkar eru margar hverjar al- veg frábærar. Vegakerfið okkar er mjög gott og það er einkar létt að skreppa í skemmtilegar dagsferðir héðan frá Santíagó. Það tekur innan við klukkustund að aka í suður að vín- ræktarbúgörðum sem hægt er að heimsækja og fá leiðsögn um og svona mætti lengi telja.“ – Ræðismaður Íslands í Chile ætti greinilega ekki í nokkrum vandræðum með að ráða íslenskum ferðalöngum í Chile heilt. En hvað með Chilebúa sem vilja heimsækja Ísland og leita ráða hjá þér? Hefur þú sótt gamla Frón heim og getur þú ráðlagt þeim eitthvað? „Já, reyndar tel ég mig ágætlega í stakk búinn til þess, núna að minnsta kosti. Mér fannst framan af eins og ég væri ekki alveg nógu vel að mér um land og þjóð. Þótt ég hefði lesið heilmikið um Ísland, Ís- lendinga, íslenska sögu og menn- ingu, þá hafði ég aldrei komið til Ís- lands, sem var töluverður ókostur, að minnsta kosti í mínum augum. Ég dreif mig því til Íslands í júlí- mánuði fyrir fimm árum. Ég hafði viðkomu í Reykjavík í einn dag en leigði mér svo bíl og keyrði hringinn umhverfis Ísland á rúmri viku. Þetta var ómetanleg reynsla fyrir mig og mér fannst ég virkilega kom- ast í snertingu við land og þjóð við þetta ferðalag mitt. Snertingu sem ég bý enn að, enda skilst mér að þið eigið orðtak á íslensku sem lýsir því í hnotskurn hversu mikilvægt það sé að kynnast hlutunum af eigin raun, ekki bara af bókum og frá- sögnum annarra: Sjón er sögu rík- ari, ekki satt?“ Sjón er sögu ríkari Wilfred Hintze, ræðismaður Íslands í Chile. agnes@mbl.is Morgunblaðið/Agnes Wilfred Hintze, ræðis- maður Íslands í Chile, hlaut embættið eigin- lega í arf frá félaga sínum fyrir áratug. Agnes Bragadóttir hitti Hintze í Santíagó og komst að raun um að hann vildi svo gjarnan hafa meira að gera í ræðismannsstarfinu. ð minnka m eða láta mkvæmd- sífellt lán- ka þær og rjú árin,“ hafa sýnt a og tekið valda um nyrta lóðir reyta um- nn skartar u. að mark- framtíðar- andsmótið tt til þess slík. Það k umgjörð eppendur ur, starfs- má nefni- andsmótin r afreks- sitt og þor rminnileg í öllum mótsgesta stemmn- takendum nafélagar um land allt eiga verðlaun og við- urkenningar frá þessum mótum og enn fleiri eiga minningar sem eru ógleymanlegar.“ Bæjarstjórinn tekur sjálfur virk- an þátt í mótinu þar sem hann keppir nú í fyrsta skipti á landsmóti í þeirri íþróttagrein sem honum er hugleiknust, bridds. Framkvæmdir og aukinn ferðamannastraumur Ingimundur Ingimundarson, for- maður landsmótsnefndar, segir Austfirðinga hafa staðið með mikl- um sóma að öllum undirbúningi enda hafi þeir staðið einhuga að því að mótið yrði sem glæsilegast og best heppnað. „Ég er sannfærður um að þetta tekst vel. Aðstaðan er frábær og íþróttavöllurinn er t.d. að mínu mati sá fallegasti á landinu öllu og það er mikill hugur í fólki,“ segir Ingi- mundur og kveður dæmin sýna að landsmótshald og framkvæmdir við þær hafi jákvæð áhrif á bæjarlífið og kostnaður við framkvæmdir skili sér með auknum ferðamannastraumi. Kostnaður við mótshaldið sjálft nemur ríflega 30 milljónum sem greiðast að hluta af styrktaraðilum mótsins. Aðildarfélög UMFÍ greiða einnig um 4.500 krónur með hverj- um einstaklingi sem þau senda til keppni á mótinu. Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, tekur undir orð Ingimundar og segir aðstæður og umhverfi allt með besta móti á Egilsstöðum. „Sólin er meira að segja farin að skína á okkur svo það er allt útlit fyrir fyrirtaks landsmót,“ segir Sæmundur og minnist í fram- haldi á það landsmót sem er öllum þeim er það sóttu enn í fersku minni – landsmótið á Laugarvatni 1966. „Fjölmennasta landsmót sem haldið hefur verið. Það voru um 25 þúsund manns sem sóttu mótið á Laugarvatni sem er besta aðsókn fyrr og síðar. Landsmótið á Húsavík 1987 er það eina sem slagar upp í með 17 þúsund gesti. Það hefur eng- inn náð að toppa þetta síðan en við horfum alltaf hugdjarfir til framtíð- ar.“ Góð aðstaða grundvöllur íþróttaiðkunar Miklar endurbætur hafa verið gerðar á íþróttamannvirkjum á Eg- ilsstöðum, m.a. vegna landsmótsins. Íþróttahúsið var stækkað um helm- ing og var jafnframt lagt nýtt gólf- efni á íþróttasal. Íþróttamiðstöð Eg- ilsstaða hefur risið í þremur áföngum og hófst bygging hennar fyrir ríflega tuttugu árum. Helming- ur íþróttahússins var tekinn í notk- un árið 1984, sundlaugin 1996 og stækkun íþróttahússins fullgerð árið 1999. Íþróttavöllurinn hefur alveg verið endurnýjaður og svokallað tartanefni lagt á sex hlaupabrautir, þar af fjórar upphitaðar. Áhorfenda- pallar voru einnig endurbyggðir. Að auki eru á Egilsstöðum 25 metra úti- sundlaug, keppnisaðstaða fyrir hestaíþróttir og skotfimi og siglinga- aðstaða. 9 holu gólfvöllur er í Fella- bæ handan Lagarins. Aðstaða til íþróttaiðkunar á svæðinu er því orð- in sambærileg við það sem gerist best á landinu og hefur Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands full- an hug á að fá á svæðið fleiri stór- verkefni á landsvísu sem og alþjóð- leg mót. Hreinn Halldórsson ber hitann og þungan af íþróttamannvirkjum landsmótsins. „Hér hefur verið mikil uppbygg- ing íþróttamannvirkja en góð að- staða er grundvöllur þess að hægt sé að leggja rækt við íþróttir. Það eflir áhuga og eykur möguleika þeirra sem hér búa og einnig þeirra sem koma að og stunda nám í Mennta- skólanum á Egilsstöðum,“ segir Hreinn. Þessi mikla vinna hefur m.a. skil- að því að stjórn Íþrótta- og ólymp- íusambands Íslands afhenti bæjar- yfirvöldum á Austur-Héraði nýlega viðurkenningu vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja. Stjórn sam- bandsins þótti að með uppbyggingu glæsilegs íþróttahúss, sundlaugar og íþróttavallar væri fjárfest fyrir fólkið á svæðinu og tilkoma mann- virkjanna myndi án efa efla íþrótta- lífið á Austurlandi og gera Austfirð- ingum kleift að standa fyrir mótum í hæsta gæðaflokki. Hreinn er gömul kúluvarps- kempa, var gjarnan kallaður Strandamaðurinn sterki, og marg- faldur methafi og sigurvegari á mót- um innanlands og utan. Hann keppti á landsmótinu á Sauðárkróki 1971 og á Akranesi 1975. Spurður út í íþróttaferilinn hlær Hreinn við og segist löngu hættur að keppa og horfi nú bara á aðra. „Ég hitti Jón Arnar í dag, var að- eins að skoða hann í kúlunni og hafði gaman af,“ segir Hreinn og vill engu svara þegar hann er spurður hvort hann hafi gefið frjálsíþróttagarpin- um einhverja punkta um kúluvarpið. Vilhjálmsvöllur Eitt mannvirkjanna, nýi íþrótta- völlurinn, var formlega vígður í júlí- byrjun og gefið nafnið Vilhjálmsvöll- ur, til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni Ólympíufara og íþróttakempu og fyrrum rektors Menntaskólans á Egilsstöðum. Vilhjálmur vakti fyrsti athygli 18 ára gamall á landsmótinu á Eiðum 1952 þegar hann setti drengjamet í þrístökki. Vilhjálmur segir kankvíslega að mikill munur sé á aðstöðu til íþrótta- iðkunar í dag og þegar hann æfði íþróttir við öllu frumstæðari aðstæð- ur á Egilsstöðum á æskuárum. „Þorpið var rétt að byggjast og hér stóðu aðeins örfá hús. Aðstaða til íþróttaiðkunar var engin í bænum svo maður fór bara upp í Egilsstaða- skóg þar sem var staður sem var frá náttúrunnar hendi nokkuð sléttur. Þar var sandgryfja og planki svo þar gat ég æft svolítið.“ Vilhjálmur segir hina vönduðu íþróttaaðstöðu sem nú hefur risið á Egilsstöðum eiga eftir að vera hvetj- andi fyrir æsku héraðsins og fram- tíðin leiði í ljós hvort Ólympíufarar framtíðarinnar æfi nú á nýjum frjálsíþróttavelli. Framlag Vilhjálms til landsmótsins að þessu sinni er ekki á íþróttavellinum heldur á menningarsviðinu þar sem hann opnar í kvöld málverkasýningu á Hótel Héraði. „Ég hef alltaf verið með pensilinn við höndina, líka þegar ég var á keppnisferðum,“ segir Vilhjálmur og viðurkennir að eiga ennþá vatns- litamyndir sem hann málaði rétt fyr- ir silfurstökkið fræga í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. „Þetta var mín aðferð til þess að slaka á og minnka spennuna í kroppnum. Þannig náði ég að nýta orkuna á réttu augnabliki þegar í keppni var komið.“ lands sett á Egilsstöðum ppenda á mótinu mun gista á tjaldsvæðinu. /Steinunn ótsins er. íþrótta- aginn g ur ta em án eppni um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.