Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 51 LAUGARDAGINN 14. júlí mun Heiðrún Guðmundsdóttir líffræðing- ur ganga með gestum Alviðru og fræða þá um þá fjölbreyttu flóru sem þar er að finna. Þátttökugjald er 600 kr. fyrir full- orðna, 400 kr. fyrir 12–15 ára og ókeypis fyrir yngri börn. Innifalið er kakó og kleinur að göngu lokinni. Plöntuskoðun í Alviðru HELGINA 14. og 15. júlí verða jóla- dagar í Jólahúsinu í Kópavogi. „Jóladagar eru markaðsdagar þar sem skemmtileg jólamarkaðsstemn- ing verður á lóð Jólahússins við Smiðjuveg 23a í Kópavogi. Jólaskraut verður á markaðsverði, jólasveinninn kíkir í heimsókn og gefur krökkunum eitthvað gott og boðið verður upp á jólaöl. Þetta munu verða fyrstu jóla- dagarnir en stefnan er að gera þetta að árvissum viðburði,“ segir í frétta- tilkynningu frá Jólahúsinu. Jóladagar í júlí ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FÉLAGSLÍF Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Bergsteinn Ómarsson. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . SMÁAUGLÝSINGAR EINN liður hátíðardagskrár Egilsstaðabúa 17. júní var afhend- ing viðurkenningar Rotaryklúbbs Héraðsbúa fyrir framúrskarandi starf að menningarmálum af margvíslegum toga. Viðurkenn- ingu hlaut að þessu sinni Kristrún Jónsdóttir, fyrir ötult framlag til leiklistarmála á Héraði. Ingólfur Arnarson veitti við- urkenninguna, auk 30 þúsund króna. Hann segir það tillegg Rotaryklúbbsins til samfélagsins á Héraði að vekja jákvæða at- hygli á því fólki sem vinnur óeig- ingjarnt og fórnfúst starf hvort sem er á menningarsviðinu eða annars staðar í samfélaginu. Kristbjörg, sem ævinlega er kölluð Dúrra, hefur um langt ára- bil lagt gjörva hönd að leikhúslífi Héraðsbúa. Er þá sama hvort um er að ræða búningahönnun, leik- stjórn, sviðsgerð, aðgöngumiða- sölu eða aðal- og aukahlutverk í uppfærslum. Nú síðast kom hún að sýningu Óperustúdíós Austur- lands á Brúðkaupi Fígarós. Krist- björg er forstöðumaður Bóka- safns Héraðsbúa. KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í suðurkjördæmi standa fyrir kvöldvöku í Skógum undir Eyjafjöllum annað kvöld. Um er að ræða skemmtidagskrá þar sem opið er fyrir gesti og gangandi. Grill verður milli klukkan átta og tíu en um það sér matreiðslumaður- inn Ole Olesen frá Selfossi. Síðan verður harmonikkudansleikur með samsöng og fleiru í barnaskólahús- inu frá Litlahvammi í Mýrdal sem búið er að endurreisa á safninu í Skógum. Nikkuball með samsöng og fleiru JEPPADEILD Útivistar efnir til helgarferðar næstu helgi um Húna- þing vestra þar sem svæðið verður skoðað frá sjónarhóli heimamanna. Eknir verða fáfarnir jeppaslóðar með viðkomu á sögufrægum stöðum. Gengið verður norður Vatnsnesfjall með útsýni sunnan frá Eiríksjökli og norður Strandir. Brottför er kl. 20.00 föstudag. Fararstjóri er Hrefna Hrólfsdóttir sem þekkir svæðið vel. Tjaldað verður í Kirkjuhvammi of- an Hvammstanga og farið í göngu- ferðir, m.a. um fáfarnar slóðir. Nán- ari upplýsingar og pantanir á skrifstofu Útivistar að Hallveigar- stíg 1. Útivist með jeppa- og gönguferð SKÓGARGANGA verður í kvöld, fimmtudaginn, 12. júlí kl. 20.30, á vegum skógræktarfélaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnað- arbanka Íslands hf. Skógargöngurn- ar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og eru ókeypis og öllum opnar. Gangan er í umsjón Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Að þessu sinni er mæting við Dal, hestamiðstöð Dallandi. Fáni Skóg- ræktarfélags Mosfellsbæjar verður við afleggjarann og fánaborg við upphafsstað. Bílastæði verða við hestamiðstöðina í Dal. Gengið verð- ur um sumarbústaðalönd ofan Mið- dals og við Selvatn, auk þess sem ræktunin í Dallandi verður skoðuð. Á þessu svæði er víða afar fallegur trjágróður, sem skoðaður verður í göngunni og kynntur fyrir göngu- fólki, segir í fréttatilkynningu. Einn- ig verða áhugaverð tré hæðarmæld. Göngustjóri verður Vilhjálmur Lúð- víksson. Boðið verður upp á rútuferð frá húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og leggur rútan af stað kl. 20.00 Nán- ari upplýsingar veitir Skógræktar- félag Íslands. Skógar- ganga við Selvatn ♦ ♦ ♦ Í SUMAR kann að ráðast hvort grundvöllur er fyrir áframhaldandi rekstri ferjunnar Lagarfljótsorms- ins og uppbyggingu á aðstöðu og þjónustu í kringum hana. Siglinga- leið ferjunnar er hringur frá Lag- arfljótsbrúnni inn til Atlavíkur og til baka. Bókanir í ferðir sumarsins eru færri en rekstraraðilar bjuggust við en selja þarf árlega um 16 þúsund miða aðra leiðina, til að reksturinn standi undir sér. Benedikt Vilhjálmsson, útgerðar- stjóri ferjunnar, segir að í fyrra hafi farþegum fækkað frá árinu áður, og megi þar mest um kenna Sleipnis- verkfalli á mesta annatíma. Hann segir slæman fjárhag eink- um vera fortíðarvanda, meðal annars til kominn vegna þess að Byggða- stofnun hafi lofað að leggja 10 millj- ónir króna í fyrirtækið. Það hafi ekki staðist. Engar endurbætur verða gerðar á aðstöðu ferjunnar í sumar, en um bráðabirgðaaðstöðu er að ræða, bæði í Atlavík og við Lagarfljótsbrú. Morgunblaðið/Steinunn Rekstur Lagar- fljótsormsins velt- ur á auknum far- þegafjölda Egilsstöðum. Morgunblaðið. SAMKEPPNISRÁÐ hefur nýlega mælt fyrir um að skilið verði fjár- hagslega á milli þess hluta starfsemi Þjóðminjasafns Íslands sem rekinn er í samkeppni við aðra aðila og hins vegar þess hluta sem ekki er rekinn í samkeppni við aðra. Á þetta að ger- ast fyrir næstu áramót. Aðskilnaður- inn felst m.a. í því að óheimilt verður að greiða niður kostnað við sam- keppnisrekstur með tekjum af þeirri starfsemi sem ekki er rekin í sam- keppni við aðra aðila. Um er að ræða úrskurð í kæru- máli sem Fornleifafræðistofan sendi samkeppnisráði en þar var kvartað yfir ójafnri stöðu við fornleifarann- sóknir. Fram kemur í kærunni að Fornleifafræðistofan vinni við skráningu fornleifa, mat á umhverf- isáhrifum vegna framkvæmda, skipulag, framkvæmd og stjórn upp- graftar og rannsókna, ráðgjöf vegna sýninga og menningartengdrar ferðaþjónustu, könnun á menningar- landslagi o.fl. Helstu samkeppnisað- ilar Fornleifafræðistofunnar séu Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifa- stofnun Íslands. Markaðurinn í máli þessu sé fornleifaskráning, mat á umhverfisáhrifum vegna fram- kvæmda, skipulag, ráðgjöf við sýn- ingar og menningartengda ferða- þjónustu, framkvæmd og stjórn uppgraftar og rannsóknir af ýmsu tagi á sviði fornleifafræði. Fornleifa- fræðistofan taldi að fyrirtækið nyti ekki jafnrar samkeppnisstöðu á framangreindum markaði og óskaði eftir að Samkeppnisstofnun kannaði hvort keppinautar hennar nytu beinna og óbeinna framlaga eða styrkja sem gerðu þeim kleift að nið- urgreiða starfsemi sína á samkeppn- ismarkaði eða skekkja samkeppnis- stöðuna að öðru leyti. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að með nýjum lögum um Þjóðminjasafnið hafi verið skilið á milli safnahlut- verks Þjóðminjasafnsins og stjórn- sýsluhlutverks þess sem hafi verið fært til sérstakrar stofnunar, Forn- leifaverndar ríkisins, og komi til með að vera óháð Þjóðminjasafninu. Forsendur íhlutunar til staðar þrátt fyrir lagabreytingu Segir samkeppnisráð að umrædd lagabreyting komi væntanlega til með að draga úr hættunni á hags- munaárekstrum milli Þjóðminja- safnsins og annarra sem stunda fornleifarannsóknir. Í ljósi þess að Fornleifavernd ríkisins sé ætlað að leitast við að bjóða út þær fornleifa- rannsóknir sem hún telji nauðsyn- legar á hverjum tíma megi ætla að meira samkeppnislegt jafnræði komi til með að ríkja á milli einkafyrir- tækjanna í geiranum og Þjóðminja- safnsins hvað varði aðgang að forn- leifarannsóknum og leyfisveitingum í framhaldi af því. Að mati sam- keppnisráðs megi einnig ætla að að- skilnaður á milli stjórnsýslu annars vegar og rannsóknarstarfsemi og annarra þátta á sviði fornleifastarfa hins vegar með lagabreytingunni leiði til þess að meira jafnræði verði með keppinautum á sviði fornleifa- fræða. Að því leyti stuðli lagabreyt- ingin að því að markmiði samkeppn- islaga verði fullnægt á þessum markaði. Samkeppnisráð segir að þrátt fyr- ir lagabreytinguna séu forsendur fyrir beitingu 14. greinar samkeppn- islaga þó enn til staðar þar sem Þjóð- minjasafnið verði eftir sem áður fjár- magnað af hinu opinbera, auk þess sem safnið muni selja tiltekna þjón- ustu til opinberra aðila og einkafyr- irtækja í samkeppni við aðra, m.a. kvartanda í máli þessu. Það gefi því að mati samkeppnisráðs tilefni til þess að ráðið mæli fyrir um fjárhags- legan aðskilnað á milli þeirrar starf- semi Þjóðminjasafnsins sem verður í samkeppnisrekstri og þeirrar sem ekki er rekin í samkeppni. Samkeppnisrekstur Þjóðminjasafns Íslands Samkeppnisráð mælir fyrir um fjárhagslegan aðskilnað Morgunblaðið/Steinunn Fjölvirk á fjölunum Egilsstöðum. Morgunblaðið. LANDSPÍTALI – háskólasjúkra- hús hefur endurnýjað samning um rekstur háþrýstiklefa sem hefur verið notaður til háþrýstilækninga á sjúkrahúsinu í Fossvogi og gildir samningurinn að sögn Péturs Björnssonar, ræðismanns Ítalíu á Íslandi, til næstu fimm ára. Undir háþrýstingi má auka súr- efnismagn í líkamanum og lækna ýmiskonar sjúkdóma og kvilla sem ekki er hægt að öðrum kosti, svo sem kafaraveiki, reykeitrun, slæm beinbrot og opin sár, t.d. fótasár sykursýkissjúklinga. Fótasár sem gróa seint og illa eru oft fylgikvilli sykursýki og hafa margir sykur- sýkissjúklingar fengið meðferð í klefanum sem stuðlar að bættum súrefnisflutningi til fótanna. Klef- inn er einnig notaður til að með- höndla reykeitrun og kafaraveiki. Klefinn er hugsaður sem örygg- is- og neyðartæki og er hann því í fullum rekstri allan ársins hring. Háþrýstiklefar reynast til dæmis vel til að lækna sár sem komin er eitrun í en er einnig notaður sem stuðningstæki við ýmiskonar aðrar meðferðir og þar sem meðferðin flýtir oft fyrir bata getur hún stytt sjúkrahúsdvöl. „Flugmenn sem hafa orðið fyrir þrýstingstapi hafa einnig verið meðhöndlaðir í klefanum og eins er æ ríkari þörf fyrir hann vegna aukinna vinsælda sportköfunar hjá Íslendingum,“ segir Pétur en þeg- ar meira af óvönu fólki fer að kafa eykst hættan á kafaraveiki. Átta ára reynsla á Íslandi Ítalinn Calcedonio Conzales færði Borgarspítalanum að gjöf háþrýstiklefa árið 1993 ásamt árs- starfsemi við klefann. Að þessu ári liðnu bauð hann samstarfsverkefni til þriggja ára, þar sem Íslend- ingar borguðu annan helminginn og Ítalir hinn af rekstrarkostnaði klefans. Eftir þessi fjögur ár var þörfin orðin svo mikil að Calcedon- io útvegaði stærri klefa og nýjan samstarfssamning til fimm ára. Ís- lendingar eignuðust þann klefa að þeim tíma liðnum og er rekstur hans nú að mestu í höndum ís- lenska ríkisins. Á fimmta tug ítalskra lækna og tæknimanna hefur starfað hér á landi á undanförnum árum í sam- bandi við klefann og er nú kominn á samstarfssamningur milli há- skólans í Trieste á Ítalíu og Há- skóla Íslands um háþrýstilækning- ar þar sem ítalskir og íslenskir læknanemar fá verklega þjálfun í háþrýstilækningum á Íslandi en sækja bóklegt nám til Trieste. Rekstrarsamningur um háþrýstiklefa endurnýjaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.