Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 33 FLESTUM var ljóst að dagar krókódílamannsins Dundee, voru taldir er II. kafli leit dagsins ljós, ár- ið 1988. Þá voru tvö ár liðin frá fyrstu myndinni, sem hafði ýmislegt til að bera. Einkum frumlega hug- mynd og skemmtilega aðalpersónu, sem Paul Hogan holdi klæddi af töluverðum sjarma og léttleika, sem einkenndi myndina ásamt ýmsum spaugilegum uppákomum er tveir, gjörólíkir menningarheimar rákust á. Fimmtán árum síðar hefur krókó- dílamaðurinn (Hogan), engu við að bæta. Sögusviðið er að vísu Los Angeles, í stað New York. Það breytir litlu. Kona hans (Linda Koz- lowski) fær boð um að hjálpa fjöl- miðlakónginum, honum pabba gamla. Dundee og sonur fylgja með. Átakasenurnar og árekstrarnir á milli óbyggðamannsins og borgar- frumskógarins eru þreytulegir, þótt reynt sé að hressa upp á söguþráð- inn með því að færa tökurnar inn fyrir hlið Paramount kvikmynda- versins og Simon Wincer (Lone- some Dove), sé treyst fyrir stjórn- inni. Hápunktarnir sárafáir og til allrar ógæfu er margbúið að berja þá fasta í minni áhorfenda í sýn- ishorninu. Atriðið á trjágreininni, atlagan að plastkvikindinu í kvik- myndaverinu, o.s.frv. Mislukkuð krydd eins og George Hamilton með stólpípusögur og Mike „eyrnabítur“ Tyson í ólíklegu rólyndismóki, bragðbæta ekki neitt. Kozlowski reynir ekki einu sinni að leika, enda löggilt spúsa krókódílamannsins. Yfrið skárri er Jonathan Banks, kunnuglegt ómenni úr tugum B- mynda, og Jere nokkur Burns er merkilega brattur yfir agnarlitlu, sem höfuð kvikmyndafyrirtækis sem stundar smygl bak við tjöldin. Ekki þar fyrir, krókódíla-Dundee í Los Angeles er ekki alls varnað, Hogan getur örugglega glatt óvita og yngsta smáfólkið (heillar alltént allt kvenkyns, frá kafloðnum apynj- um til straumlínulagaðra strand- gella), og hún er aldrei beinlínis leið- inleg sem fjölskyldumynd, en því miður engan veginn skemmtileg heldur. KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n , B í ó b o r g i n , K r i n g l u b í ó Leikstjóri Simon Wincer. Handrits- höfundur Matthew Berry. Tónskáld Basil Poledouris. Kvikmyndatöku- stjóri David Burr. Aðalleikendur Paul Hogan, Linda Kozlowski, Jere Burns, Jonathan Banks, Alec Wil- son, Serge Cockburn. Sýningartími 90 mín. Áströlsk. Paramount. 2001. CROCODILE DUNDEE IN LOS ANGELES Krókódílamaðurinn í kvikmyndaborginni Sæbjörn Valdimarsson FIMMTUDAGINN 19. júlí næst- komandi standa Skálholtsskóli og Deus ex cinema fyrir sjónþingi um trúarleg stef í tónlistarmyndböndum. Sjónþingið fer fram í Skálholtsskóla og stendur frá kl. 14.00 til kl. 21.00. Á sjónþinginu munu sérfræðingar og áhugafólk flytja stutta fyrirlestra og kynningar í tengslum við sýningar á völdum tónlistarmyndböndum. Meðal þeirra sem tala eru dr. Sigvald Tveit, prófessor við Tónlistarháskól- ann í Osló, Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti, Arnfríður Guð- mundsdóttir, guðfræðingur, Ásgrím- ur Sverrisson, kvikmyndagerðar- maður, Bjarni Randver Sigurvins- son, guðfræðingur, Gunnar J. Gunn- arsson, lektor, Laufey Ásgrímsdóttir, bókasafnsfræðingur, Leifur Breið- fjörð, myndlistarmaður, Ottó Geir Borg, bókmenntafræðingur, Ólafur H. Torfason, kvikmyndafræðingur, Sigríður Pétursdóttir, kvikmynda- fræðingur og Þorkell Ágúst Óttars- son, guðfræðingur. Umræður eftir hverja sýningarlotu. Þátttöku er hægt að tilkynna á skrifstofu Skálholtsskóla í síma 486 8870 og á vef Deus ex cinema, http:// www.dec.hi.is/ Ekkert þátttökugjald er og hægt verður að kaupa máltíðir á staðnum. Trúarstef í tónlistar- myndböndum SEX myndlistarkonur, þær Dröfn Guðmundsdóttir, Freyja Önundar- dóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Jó- hanna Sveinsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir og Sesselja Tómas- dóttir, standa fyrir samsýningu að Hótel Eldborg í Kolbeinsstaðar- hreppi í sumar. Þessi sýning nefnist Náttúrusýn, en hún samanstendur af landslags- og fuglamyndum ásamt leirskúlptúrum. Listakonurnar vinna með mismunandi hætti en á sýningunni eru myndir unnar með grafíktækni, olíulitum á striga og tré, glermyndir og skúlptúrar mót- aðir með leir. Öll verkin eru til sölu. Sýningin stendur til 15. ágúst. Opið alla daga vikunnar. Samsýning á Hótel Eldborg GUÐMUNDUR Hafsteinsson trompetleikari og Kári Þormar org- anisti leika á hádegistónleikum í tón- leikaröð Listvinafélags Hallgríms- kirkju, Sumarkvöld við orgelið, í dag kl. 12-12.30. Tónlistin sem þeir félagar flytja er af ýmsu tagi. Frá barokktímanum sækja þeir m.a. hinn fræga sálmfor- leik Bachs, Vaknið, Síons verðir kalla, en einnig Fanfares eftir Mour- et. Rómantíkin verður í algleymingi þegar Svanurinn eftir Saint-Saëns hljómar. Meðal annarra verka á efn- isskránni má nefna tvö þjóðlög, ann- að frá Wales en hitt frá Svíþjóð. Trompet og orgel á hádeg- istónleikum Siglufjarðarkirkja kl. 20. Kindur og ókindur – þjóðlög í sparifötum. Þjóðlagaútsetning- ar eftir Jórunni Viðar og fleiri. Flytjendur: Sláttukvintettinn – Þórunn Guðmundsdóttir, sópr- an, Hallfríður Ólafsdóttir, flautu, Ármann Helgason, klarinett, Lovísa Fjeldsted, selló og Örn Magnússon, píanó. Nýja bíó kl. 21.30. Djasstríóið Flís og Hildur Halldóra Bjarnadóttir, söng- kona. Þjóðlaga- hátíð á Siglufirði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.