Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 29 VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti hefur lýst sig andvígan endurupp- töku dauðarefsinga í Rússlandi, þrátt fyrir víð- tækan stuðning við þær meðal þjóðarinnar. „Ríkið getur ekki tekið sér rétt til að binda enda á líf manna, að- eins almættið hefur það vald,“ sagði Pútín í ávarpi á fundi með evrópskum dómsmálasérfræð- ingum í Kreml. „Ég get tjáð ykkur fortakslaust að ég er andvígur því að dauðarefsingar verði teknar aftur upp í Rússlandi,“ bætti forsetinn við. 61% Rússa fylgjandi dauðarefsingum Bann var lagt við framkvæmd dauðarefsinga í Rússlandi árið 1996 en það var skilyrði fyrir inngöngu landsins í Evrópuráðið. Dómstólarn- ir dæma sakamenn þó enn til dauða enda hefur refsingin sem slík ekki verið numin úr lögum. Víðtækur stuðningur er við dauðarefsingar meðal stjórnmála- manna og þjóðarinnar allrar en sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun er 61% Rússa hlynnt þeim. Á undan- förnum vikum hafa auk þess þjóð- kunnar persónur á borð við dóms- málaráðherrann Júrí Sjaíka og Nóbelskáldið Alexander Solsjenitsj- ín hvatt til þess að dauðarefsingar verði aftur teknar upp yfir hryðju- verkamönnum. Pútín sagði í ávarpi sínu að hann skildi þennan stuðning að nokkru leyti, enda hefði öngþveiti ríkt í landinu eftir hrun kommúnismans og tilræði tsjetjsenskra hryðju- verkamanna hefðu orðið hundruðum Rússa að bana á undanförnum árum. „En þessi skoðun byggir ekki á skynsemi,“ sagði forsetinn. „Sem löglærður maður geri ég mér grein fyrir að herðing refsinga útrýmir ekki glæpum.“ Pútín kveðst andvíg- ur dauðarefsingum Moskva. AFP, AP. Vladímír Pútín FERÐAMÁLARÁÐHERRA Rúmen- íu, Matei Dan, tilkynnti nýlega að til stæði að byggja nýjan fjölskyldu- og skemmtigarð tileinkaðan Vlad Te- pes, sem er betur þekktur sem Dra- kúla. Vlad Basarab, prins í rúmenska héraðinu Vallakíu á fimmtándu öld, var sonur Vlads Dracul og kallaði sjálfan sig Vlad Draculea eða „son Draculs“. Viðurnefnið Tepes, „stjaksetjari“, fékk hann eftir að hann lést en hann var þekktur fyrir að taka óvini sína af lífi með því að stjaksetja þá. Írski höfundurinn Bram Stoker gerði nafnið Drakúla frægt með samnefndri skáldsögu sinni sem kom út árið 1897. Fyrir utan við- urnefnið Drakúla og þjóðernið er fátt sem vampíran Drakúla og Vlad Tepes eiga sameiginlegt. Prinsinn drakk ekki blóð og er álitinn þjóð- hetja í Rúmeníu vegna þess hve öt- ullega hann barðist gegn óvinum þjóðarinnar; Tyrkjum, Söxum og Búlgörum. Skemmtigarðurinn verður byggður í fæðingarbæ Vlads Tepes, Sighisoara, í Transylvaníu og búast ferðamálayfirvöld við að hann muni draga til sín milljónir túrista. Efna- hagur Rúmeníu er mjög bágborinn og vonast menn til að garðurinn muni bæta þar nokkuð úr. „Garð- urinn mun skapa um 3000 ný störf,“ sagði ráðherrann. „Goðsögnin um Drakúla er til, við viljum pakka henni fallega inn og selja túristum hana.“ Elisabeth Miller, prófessor í Dra- kúlafræðum, hefur hins vegar áhyggjur af því að garðurinn muni fórna sagnfræðilegum sannindum fyrir ferðamannafé. „Verður þetta hallærislegur skemmtigarður þar sem eyrum Mikka Músar er skipt út fyrir vampírutennur?“ Miller segist halda að hægt sé að gera þetta vel en aðstandendur garðsins verði að gera skýran greinarmun á Vlad prinsi og vampírunni Drakúla. Matei Dan segist ekki hafa áhyggj- ur af slíkum efasemdarröddum. „Ég er raunsæismaður. Þetta er frábært verkefni,“ sagði ráðherrann. Nýr skemmtigarður í Rúmeníu Drakúlaland Búkarest. AFP. Vlad Tepes, prins af Vallakíu 1456-1462 og 1476.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.