Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ OFBELDISVERK í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík voru nær því tvöfalt fleiri árið 2000 en tíu árum fyrr. Það er eink- um grófari líkamsmeiðingum sem fer fjölgandi. Þá er talið að 30–40 manns séu á vergangi í borginni. Þetta er meðal þeirra atriða sem koma fram í nýrri skýrslu samstarfshóps um miðborgarmál en hún var lögð fram í borgarráði á þriðjudag. Tilefni skýrslunnar var fundur borgarstjóra með lög- reglu, rekstraraðilum í mið- borginni, miðborgarpresti og Þróunarfélagi miðborgarinnar í kjölfar óláta og ofbeldisverka í miðborginni helgina 15.–17. júní síðastliðinn. Á fundinum lagði borgarstjóri til að fulltrú- ar hagsmunaaðila gerðu úttekt á ástandinu eins og það væri og kæmu með tillögur að úr- bótum. Skipaður var sam- starfshópur um verkefnið og hafði hann tvær vikur til verk- efnisins. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldismálum sem berast embætti lögreglustjórans í Reykjavík hafi fjölgað úr 681 árið 1997 í 831 árið 2000 og er fjölgunin einkum í alvarlegri brotum eða grófum líkams- meiðingum. Þá bendir þróunin fyrstu fimm mánuði þessa árs til að hlutfall alvarlegri líkams- árása sé enn að aukast þótt heildarfjöldinn sé svipaður. Til samanburðar er bent á að árið 1990 hafi 453 líkamsmeiðingar verið tilkynntar til lögreglu miðað við 831 í fyrra, eins og fyrr er nefnt. Átta hópnauðganir fyrstu fimm mánuði ársins Í fyrra komu 97 einstakling- ar á Neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota og eru flestir þeirra á aldrinum 15–25 ára ef marka má skýrsluna. 30 fórn- arlambanna voru í áfengis- dauða þegar nauðgunin varð, spurning var um lyfjabyrlun í fimm tilfellum og í 10 tilfellum voru gerendur fleiri en einn. Fram til fyrsta júní í ár höfðu 30 mál komið á neyðar- móttökuna og voru 11 fórnar- lambanna í áfengisdauða þeg- ar nauðgunin átti sér stað. Í átta tilfellum voru gerendur fleiri en einn. Þá segir í skýrslunni að álagið á slysadeild Landsspít- alans – Háskólasjúkrahúss hafi mikið aukist milli áranna 1999 og 2000. Segir að álagið á deildina hafi jafnast út eftir að afgreiðslutími skemmtistaða var lengdur og fólk sé að koma lengra fram eftir morgni en áð- ur. Þjónusta við geðfatlaða og óreglufólk er gerð að umtals- efni í skýrslunni en talið er að 30–40 manns séu á vergangi vegna húsnæðisleysis. Um mjög alvarlegan vanda sé að ræða hjá 10–12 einstaklingum sökum margháttaðra vanda- mála þeirra. „Er bæði um að ræða úrræðaleysi heilbrigðis- kerfisins og Félagsþjónust- unnar,“ segir í skýrslunni. Víðar í skýrslunni eru geð- fatlaðir og óreglufólk nefndir í sömu mund en í nýlegri álykt- un stjórnar Geðhjálpar lýsir hún áhyggjum sínum yfir fjölgun heimilislausra einstak- linga í Reykjavík og segir að margir þeirra séu geðfatlaðir. Hvetur stjórnin borgaryfir- völd og aðra til að líta til höf- uðborgarinnar allrar í þessu sambandi en ekki aðeins mið- borgarinnar. „Fjölgun heimilislausra í hópi geðfatlaðra hefur ekkert með aukið ofbeldi í miðbænum að gera eins og lögreglan hefur staðfest en er skömm sem yf- irvöldum og hagsmunafélög- um ber að takast á við og breyta. Í þessu sambandi mót- mælir Geðhjálp harðlega lok- unum geðdeilda í sumar sem þegar hefur valdið geðsjúkum og aðstandendum þeirra mikl- um óþægindum,“ segir í álykt- un stjórnarinnar. Lögreglan ósammála skýrslunni Í skýrslunni er gerð úttekt á löggæslu á miðborgarsvæðinu þar sem kemur fram að mið- borgarvakt lögreglunnar að- faranótt laugardags og sunnu- dags telji 13 manns. Af þeim starfi tveir til þrír á eftirlits- myndavélum en vaktinni ljúki klukkan 5:30 og sé vaktin farin úr miðbænum um hálftíma fyrr. Bent er á að þegar lög- reglan hafi verið fjölmennust í miðborginni á árunum 1995– 1997 hafi þar verið 20–22 lög- reglumenn þegar öllum veit- ingahúsum var lokað klukkan þrjú og mannsöfnuður varð á götum og torgum miðborgar- innar. Í vettvangsferð tveggja full- trúa hópsins að morgni sunnu- dagsins 1. júlí hafi lögreglu- menn á vakt sagst ekki hafa mannskap til að sinna öðru en algjörum bráðatilfellum. Lög- reglumenn segðust ennfremur verða fyrir aðkasti fari þeir inn á þá skemmtistaði, sem talið er að neysla og sala fíkniefna og vændi sé stundað á. Athygli vekur að í bréfi Karls Steinars Valssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns kem- ur fram að embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík sjái sér ekki fært að skrifa undir efni skýrslunnar, þrátt fyrir að lög- reglan hafi átt fulltrúa í sam- starfshópnum. „Meginástæð- an er sú að af lestri hennar má draga þá ályktun að fjöldi lög- reglumanna á sérstakri vakt í miðborg Reykjavíkur um helg- ar sé orsök vandamála þar. Þó svo fjöldi lögreglumanna hafi einhver áhrif á stöðu mála þá telur embættið ekki réttlátt að það taki nánast alla ábyrgð þar sem ljóst er að mun fleiri þætt- ir hafi þarna áhrif,“ segir í bréfinu. Vilja efla löggæslu annars staðar Að sögn Karls Steinars er mjög margt í skýrslunni sem lögreglan er sammála. „Hins vegar finnst okkur skorta á grundvallaspurningar á borð við hvernig stendur á því að lögreglan þurfi að vera með allan þennan mannskap sem hún er með í dag eingöngu til þess að líta eftir ölvuðum ein- staklingum í miðbænum,“ seg- ir hann. „Önnur spurning er hversu lengi við ætlum að halda áfram að fjölga veitinga- stöðum með vínveitingaleyfi og hvort alltaf eigi að halda áfram að fjölga í lögreglunni. Við erum ekki sammála þessu og ef það yrði fjölgað í lög- regluliðinu í dag þá myndum við ekki fjölga lögreglumönn- um að næturlagi um helgar heldur myndum við mjög lík- lega fjölga að degi til í bænum og við myndum styrkja lög- gæsluna annars staðar í borg- inni.“ Hann segir vínveitingastaði í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík hafa verið 50 árið 1988 en þeir séu 190 í dag og langflestir þeirra í miðborg- inni. „Borgin þarf að setja sér mörk í þessu sambandi og meta hvort hún vilji fyrst og fremst byggjast upp sem skemmtanaborg. Þá þarf að okkar mati að koma meiri ábyrgðarþáttur hjá þeim sem hafa hag af skemmtanahald- inu, það þarf að setja þeim frekari skilyrði um starfs- mannahald, fjölda dyravarða og svo framvegis. Þetta eru hlutir sem okkur finnst að þurfi að koma betur fram í skýrslunni.“ Hann segir ýmsar skýringar á því hvers vegna löggæslu- mönnum hafi verið fækkað á miðborgarvaktinni. „Til dæmis hafa verið settar upp eftirlits- myndavélar og samhliða því höfum breytt okkar aðferðum. Við notum myndavélina sem auga og stýrum lögreglumönn- unum eftir því sem tilefni er til. Þannig teljum við að hver myndavél sé ígildi margra lög- reglumanna.“ Þá segir Karl Steinar skorta gögn um það að aukinn fjöldi lögreglumanna yrði til þess að ofbeldisverkum myndi fækka og öryggi myndi aukast. Útkallslið lögreglunnar mjög ungt Í skýrslu samstarfshópsins segir meðal annars: „Sökum álags, stækkandi hóps afleys- ingafólks og lakari kjara sé reynsluleysi og ungur aldur og starfsaldur lögreglumanna vaxandi vandamál.“ Karl Steinar segir að ein af ástæðum þess að lögreglan vilji ekki skrifa undir skýrsl- una sé sú að mikið sé um full- yrðingar í henni. „Það er hins vegar ekkert launungarmál að útkallslið lögreglunnar er mjög ungt og því fylgja ýmis vandamál en það er í sjálfu sér ekki hlutur sem við sjáum neina sérstaka lausn á,“ segir hann og finnst ekki rétt að blanda kjarabaráttu lögreglu- manna inn í þessa umræðu. Fram kemur í skýrslunni að í minnisblaði fulltrúa verslun- areigenda í hópnum segi að starfsfólk verslana í miðborg Reykjavíkur finni til öryggis- leysis jafnt að degi sem kvöldi. Staðhæft er að það taki lög- regluna 20–40 mínútur að bregðast við aðstoðarbeiðni þeirra þegar það ræður ekki við að vísa óreglu- og öðru ógæfufólki út úr verslunum. „Við getum alveg tekið und- ir að það væri mjög æskilegt að eftirlit væri betra að deg- inum niðri í bæ en þarna er verið að nefna einstök tilvik,“ segir Karl Steinar. Hann segir augljóst að lög- reglan verði að forgangsraða verkefnum sínum og því verði að huga að því í tilfellum sem þessum hvernig tilkynning- arnar hljóða, hvort tilkynnt sé um ölvaðan mann í verslun eða eitthvað alvarlegra. „Þannig að mér finnst þetta slitið úr samhengi og matreitt þannig að niðurstaðan verði sú að það það vanti aukna löggæslu. En hins vegar get ég tekið undir að það þurfi að bæta eftirlit lögreglu að degi til niðri í bæ.“ Auknar kröfur verði gerðar til dyravarða Í lok skýrslunnar eru rakin umkvörtunarefni þeirra aðila sem samstarfshópurinn aflaði upplýsinga hjá. Þá eru settar fram tillögur að úrbótum í 16 liðum sem komnar eru frá fulltrúum hópsins og öðrum þeim sem leitað var til. Meðal þess sem þar kemur fram er að efla þurfi löggæslu í miðborg- inni auk þess sem borgaryfir- völd þyrftu að hafa meira að segja um það hversu mikla lög- gæslu þau vilja hafa í miðborg- inni. Er jafnvel stungið upp á því að ábyrgð á löggæslu í Reykjavík flytjist frá ríki til borgar geti lögreglan ekki veitt þá þjónustu sem borgar- yfirvöld telja nauðsynlega til að unnt sé að tryggja öryggi borgaranna. Lagt er til að kannað verði hvort takmarkanir á meðferð og neyslu áfengis á ákveðnum svæðum sé leið sem fara megi hér á landi. Þá er lagt til að fulltrúar veitingastaða í miðborginni vinni í samstarfi við samstarfs- nefnd Reykjavíkurborgar áætlun gegn neyslu ólöglegra fíkniefna. Eins er stungið upp á því að auknar kröfur verði gerðar til dyravarða á veit- inga- og skemmtistöðum og að þeim verði gert að sækja nám- skeið, þar sem farið er yfir lög og reglur og aðra nauðsynlega þætti er varða starfið svo eitt- hvað sé nefnt. Skýrsla samstarfshóps um miðborgarmál sem nýlega var lögð fram í borgarráði Grófum lík- amsmeiðing- um fjölgar Morgunblaðið/Júlíus Á síðustu árum hefur lögreglumönnum á vakt í miðborginni að næturlagi um helgar fækk- að en lögreglan segir að skipulagning hafi breyst með tilkomu eftirlitsmyndavéla. Miðborgin INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir borg- arstjóri segir mikilvægt að hafa í huga varðandi skýrslu sam- starfshóps um miðborgarmál að þegar fjallað er um aukningu ofbeldisverka í Reykjavík sé ekki sér- staklega verið að tala um mið- borgina. „Þarna er verið að tala um ofbeldismál sem berast embætti lög- reglustjórans í Reykjavík, en það tekur yfir Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Reykjavík og Kjalarnes en ekki einungis miðborgina,“ segir Ingi- björg. „Hins vegar verða of- beldisverkin helst þar sem fólkið er flest eðli málsins samkvæmt. Það er nátt- úrlega mikill mannfjöldi sem kemur í miðborgina á degi hverjum eins og kemur fram í skýrslunni og miðborgin er ekki stór þannig að út af fyr- ir sig er eðlilegt samhengi þarna á milli.“ Hún segir það á hinn bóginn áhyggjuefni al- mennt að ofbeldisbrotum hafi verið að fjölga jafnt og þétt í samfélaginu, ekki síst þeim sem eru alvarleg og til- efnislaus. Skorður settar á fjölgun veitingastaða Hún segir orsakir ofbeld- isverkanna margþættar og margslungnar. „Við erum að horfa upp á harðara sam- félag og aukna tíðni afbrota af ýmsu tagi og þá er það bara spurning hvern- ig verður brugðist við því,“ segir hún. Varðandi gagnrýni lög- reglunnar á fjölgun veit- ingastaða í mið- borginni segir hún að til skamms tíma hafi borgin ekki haft mikil tæki til að koma í veg fyrir að veitinga- staðir kæmu í staðinn fyrir verslanir í miðborginni. „Menn höfðu nokkuð óbundnar hendur hvað þetta varðaði þar til þróun- aráætlun miðborgarinnar var samþykkt, en hún er heildstæð stefnumörkun fyr- ir miðborgina. Í henni eru einmitt settar skorður við því hvað hægt er að setja upp af veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur. Þar eru ákveðnar reglur um hlutfall annars konar starfsemi en verslunarreksturs á ein- stökum götusvæðum þannig að það er búið að samþykkja slíkar takmarkanir,“ segir hún. Að mati Ingibjargar er fólk á vergangi ekki nýtt fyr- irbrigði í íslensku borg- arsamfélagi. „Hinir hefð- bundnu reykvísku rónar hafa því miður aldrei átt í mörg hús að venda en það má kannski segja að vandamálið sé meira íþyngjandi núna og alvarlegra en oft áður vegna þess að það fólk sem um er að ræða hefur gjarnan verið í talsvert harðri neyslu á fíkni- efnum og hinn almenni borg- ari óttast þetta fólk.“ Hafa gert sér grein fyrir vandanum Hún segir vandamálið ann- ars eðlis þegar um geðfatl- aða einstaklinga er að ræða. „Félagsmálaráð Reykjavíkur ákvað reyndar fyrir skömmu að setja upp tvö sambýli fyrir heimilislausa í borginni þannig að það má segja að við höfum gert okkur grein fyrir þeim vanda. En það breytir ekki því að ef um er að ræða geðfatlaða ein- staklinga þá er það ekki sam- boðið neinu samfélagi að það fólk sé á götunni. Heil- brigðis- og félagsþjónustan verða að taka sameiginlega á því máli. Hvað hina varðar þá getur verið erfiðara við þá að eiga og ekki kannski hægt að þvinga þá til einhvers.“ Ingibjörg segist gera ráð fyrir að þeim tillögum sem nefndar eru til úrbóta í skýrslunni verði framfylgt. „Ég veit ekki hvort það á við um þær allar en ég býst við að reynt verði að hrinda þeim í framkvæmd eftir því sem hægt er.“ Hún nefnir í því sambandi tillögur um að koma á margvíslegu sam- starfi milli þeirra aðila sem hlut eiga að máli, meðal ann- ars milli lögreglu og veit- ingamanna. Borgarstjóri um aukningu ofbeldisverka í borginni „Horfum upp á harðara samfélag“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.