Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLESTIR telja þær salat- og kál- tegundir sem þeir þekkja á fingrum annarrar handar. Raunin er þó sú að fjölmargar salat- og káltegundir fást hér á markaði og þegar úrval- ið er mest, t.a.m. í Nýkaupi er hægt að fá þar á annan tug salat- og káltegunda. „Öllum salattegundum er það sameiginlegt að vera nánast fitu- lausar, hitaeiningasnauðar og næringarefnaríkar. Aðeins 10 til 25 kkal fást úr hverjum 100 g af salati og geta fáar fæðu- tegundir státað af svo lítilli orku. 20 til 50 kkal fást síðan úr 100 g af káli,“ segir Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hjá Matvælarannsóknum Keldnaholti. „Fólk getur hinsvegar fengið ým- is vítamín úr salati og má nefna fól- asín, C-vítamín og beta-karótín. Það síðastnefnda er reyndar ekki víta- mín en breytist í A-vítamín í lík- amanum. Fólasín er B-vítamín en það er meðal annars mikilvægt fyrir konur á barnseignaraldri. Grænmeti er ein mikilvægasta uppspretta fyrir fólasín í fæðunni og er salat meðal þess grænmetis sem er ríkast af fól- asíni. Ekki má láta hjá líða að nefna kalk, trefjaefni, kalíum og járn. Kalk úr jurtum nýtist þó ekki eins vel og úr mjólkurafurðum. Flestir kannast við mikilvægi trefjaefna en stór hluti þurrefnis í salati er trefja- efni.“ Þá segir Anna Sigríður Ólafsdótt- ir, matvælafræðingur hjá Manneld- isráði Íslands, að auki séu í salati, eins og í öðru grænmeti, sérstök plöntu-hollefni sem hafa andoxandi virkni, þ.e. eru sindurvarar. eins og allt annað grænmeti að það er öllum hollt að borða vel af því sama hvaða tegund er valin. Það er líka gott að blanda saman fleiri teg- undum til að auka bæði fjölbreyti- leika bragðs og bætiefna. Þrátt fyrir að salat sé alltaf hitaeiningasnautt og nánast fitulaust þá er það undir því komið hvað borðað er með því hversu heilnæm máltíðin verður og hversu margar hitaeiningarnar verða. Það þarf að gæta hófs þegar salatsósan er valin og fara sparlega með hana. Sama gildir um hnetur, ostbita og brauðteninga. Til að auka bragð og fjölbreytileika er sniðugt að krydda með ferskum kryddjurt- um og bæta í öðru grænmeti eða ávöxtum,“ segir Anna Sigríður. Salat geymist best í kæli nálægt frostmarki Að sögn Ólafs er salat það græn- meti sem hefur minnst geymsluþol. „Á Íslandi skera framleiðendur salatið að morgni og það er komið til dreif- ingarfyrirtækja sam- dægurs. Salat geym- ist best í kæli og nálægt frostmarki. Þá er hægt að geyma það í eina til tvær vikur ef loftraki er hæfilegur. Um leið og hitastigið hækkar styttist geymsluþolið veru- lega og við 12 gráður á celcíus er það líklega ekki nema um þrír dag- ar.“ Best er að þvo grænmeti ekki fyrr en stuttu áður en það er borðað að sögn Önnu Sigríðar og til að tapa sem minnst af næringarefnum út í vatnið þá er einnig betra að skera það ekki of smátt áður en það er þvegið. Blaðamaður valdi af handahófi fimmtán salat- og káltegundir sem fást hér á landi og fékk Ólaf og Önnu Sigríði til að aðstoða sig við upplýsingaöflun varðandi þær. Kom í ljós eftir að flett hafði verið m.a. í grasafræðibókum og orðabókum um heiti fæðutegunda að flokkun var nokkuð flókin þar sem heiti salata og káls reynist oft breytilegt. Ís- lensk heiti eru höfð í fyrirrúmi en önnur tungumál höfð inni í sviga til að skilgreina þau betur ef við á. Salat er næring- arefnaríkt og nánast fitulaust Hér á landi er nú hægt að fá að minnsta kosti á annan tug salat- og káltegunda. Hrönn Indriðadóttir fékk Ólaf Reykdal hjá Matvælarannsóknum Keldnaholti og Önnu Sigríði Ólafsdóttur hjá Mann- eldisráði Íslands til að segja frá fimmtán salat- og káltegundum. Dökkgrænt salat vítamínríkara en ljósara salat „Ekki er mikill munur á fitu, pró- teinum og kolvetnum í hinum ýmsu salattegundum. Það er helst að munur komi fram hvað varðar víta- mín og steinefni. Segja má að dökk- grænt salat veiti heldur meira af vítamínum en ljósara salat,“ segir Ólafur og bætir við að salat sé yf- irleitt ekki soðið þannig að vítmínin tapist ekki vegna suðunnar. Einna mest járn er í hrokkinblaðssalati („Friseé“) en það sé þó ekki rauð- brúni liturinn sem hefur með það að gera, það sé því ekki rétt að tengja saman rauðbrúna litinn og járn þar sem náttúruleg litarefni í grænmeti gefi þennan lit. Þá er jafnframt mik- ið járn í grænkáli og klettasalati. „Þó nokkur breytileiki sé í næring- arinnihaldi má segja um salat og kál Litað blaðsalat („Lollo rossa“) er með dimmrauðum hrokkn- um blaðbrúnum. Þetta salat er venjulega fremur milt og er mest notað í salöt. Þá er það fallegt í skreytingar. Ef það er of beiskt þá er það orðið of gamalt. Litað blaðsalat Fremur milt Kínakál („Chinese cabbage“) er káltegund eins og nafnið ber með sér. Það er notað með svip- uðum hætti og salat og á sænsku heitir það salladskål. Kínakál myndar ílöng kálhöfuð með ljósgrænum blöðum. Bragðið er milt enda er kálið mest notað hrátt í salöt. Eins og gildir um káltegundir al- mennt, þá eru það ystu blöðin sem eru hvað næringarríkust. Þar sem kínakál er ekki eins trefjaríkt og annað kál er best að nota það hrátt. Kínakál Ystu blöðin næringar- ríkust Grænkál er harðgerð tegund sem vex vel í görðum á Íslandi. Þetta er næringarríkasta salat- tegundin en jafnframt inniheld- ur hún minna vatn en aðrar tegundir 83 g/100 g. Orkan nemur 47 kkal/100 g sem er tvöfalt á við það sem algengast er meðal salattegunda. Það ætti þó ekki að draga úr neysl- unni, þar sem grænkál er einn- ig mjög vítamín- og steinefna- ríkt. Þá er það sérstaklega kalkríkt eða 180 mg/100 g og járnríkt. Engin káltegund er jafn rík af C-vítamíni og þá er það einnig mjög A-vítamínríkt. Grænkál Engin káltegund jafn C- vítamínrík Hvítkál („Cabbage“) er sú kál- tegund sem best hefur verið þekkt hér á landi frá fyrri tíð. Rauðkál, grænkál, rósakál, spergilkál og blómkál eru skyldar káltegundir. Hvítkál er borðað hrátt í salötum og notað með margvíslegum hætti í mat- argerð. Hvítkál Borðað hrátt í salötum Hvítlaufssalat („Witloof chi- cory“) hefur einnig verið nefnt jólasalat. Það er nær alveg hvítt og svolítið beiskt á bragð- ið og því getur verið gott að nota það með appelsínum. Hvítlaufssalat ætti að geyma á dimmum stað, annars verða blöðin græn. Þetta salat hent- ar bæði með kjöti og fiski og þá er það einnig borðað soðið. Næringarinnihald þess er lægra en hjá flestum öðrum salötum. Hvítlaufssalat Lágt næringar- innihald Jöklasalat („Iceberg“) eða ís- salat myndar höfuð með ljós- grænum og stökkum blöðum. Jöklasalat er mikið notað á skyndibitastöðum. Allt jökla- salat á markaði á Íslandi er inn- flutt. Jöklasalat er vatnsmikið eða 95 g/100 g. Það er sérlega safaríkt og frískandi og það eru eingöngu 16 kkal í 100 g. Mest næringargildi er í stönglinum og ystu blöðunum. Hægt er t.d. að nota það í hrásalat, ávaxtasalat, ofan á brauð, til skreytingar og í súpu svo fátt sé nefnt. Jöklasalat Sérlega safaríkt Hrokkinblaðssalat eða tættur salatfífill („Friseé“) er með marggreindum, mjóum blöð- um. Salatið getur verið svolítið beiskt á bragðið. Inniheldur töluvert af fólasíni og er trefja- ríkt. Hrokkinblaðssalat Inniheldur töluvert af fólasíni Höfuðsalat („Butterhead“) er fagurgrænt og hefur milt og gott bragð. Það er borðað hrátt og notað í salat og til skreyt- ingar. Hér einu sinni var höf- uðsalat nánast eina tegund sal- ats sem fékkst í búðum hér á landi. Höfuðsalat er í meðallagi auðugt af næringarefnum og stór hluti næringargildisins er fólginn í stönglinum, blað- stilknum og dökkgrænum ytri blöðum. Höfuðsalat Í meðallagi ríkt af nær- ingarefnum Blaðsalat („Leaf lettuce“) er lausblaðasalat og framleitt á garðyrkjubýlinu Hveratúni í Biskupstungum undir heitinu Grandsalat og á garðyrkju- stöðinni Lambhaga við Reykjavík undir heitinu Lamb- hagasalat. Það er selt í litlum pottum. Blaðsalat er í meðallagi kalkríkt eða um 68 mg/100 g en járnið nokkuð hátt eða 1,4 mg/100 g. Þá er það ríkt af fól- asíni og beta-karótíni. Blaðsalat Í meðallagi kalkríkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.