Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 27
ERLENT HVORKI ríkisstjórn Króatíu né sak- sóknari stríðsglæpadómstóls Sam- einuðu þjóðanna í Haag hafa látið uppi hvaða tveir Króatar hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið stríðs- glæpi í stríðinu við Serba árin 1991 til 1995. Búist er við að Ivica Racan, forsætisráðherra Króatíu, vilji bíða með tilkynninguna þar til þingið hef- ur greitt atkvæði um það hvort lýsa eigi yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Atkvæðagreiðslan fer fram næst- komandi sunnudag. Racan ítrekaði í gær ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að framselja þá Króata til stríðs- glæpadómstólsins í Haag sem grun- aðir eru um að hafa framið stríðs- glæpi í bardögum við Serba árin 1991 til 1995. Sagði Racan þetta eina möguleikann í stöðunni. „Ef við höfnum beiðni dómstólsins eigum við ekki aðeins á hættu að hefja deilu við dómstólinn heldur alþjóðasamfélag- ið í heild sinni og jafnvel að þola refsiaðgerðir,“ sagði ráðherrann. Racan sagði í ávarpi til þjóðarinnar að höfnun á beiðni dómstólsins myndi „steypa Króatíu í hyldýpi óró- leika, sem meira að segja Serbía er að sleppa úr“. Króatísk stjórnvöld gera sér vonir um að fá inngöngu í Evrópusambandið á næstu árum og er ljóst að neituðu þau að framselja herforingjana færu þær vonir fyrir lítið. Yfirvofandi stjórnmálakreppa Framsalsdeilan getur haft alvar- legar afleiðingar fyrir stjórn Racans, en í henni sitja fulltrúar fimm stjórn- málaflokka. Fjórir ráðherrar sögðu af sér til að mótmæla framsalinu, en þeir eru í flokki frjálslyndra jafnað- armanna. Eru menn sammála um að ef Frjálslyndir jafnaðarmenn snúa baki við Racan í atkvæðagreiðslunni muni stjórnin falla og verður þá að boða til þingkosninga að nýju. Það er hins vegar ljóst að ekki styðja allir ákvörðun ráðherranna um að segja af sér, en mótmæli flokksmanna við afsögninni ráku formann flokksins, Drazen Budisa, til að láta af emb- ætti. Hann hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við framsalið og þykir mörgum samflokksmönnum hans nóg um. Forseti Króatíu, Stipe Mesic, lýsti yfir stuðningi sínum við áform stjórnarinnar og lagði á það áherslu að Króatar hefðu líka framið stríðs- glæpi í sjálfstæðisstríðinu. Hvorki Racan né Carla Del Ponte, yfirsak- sóknari við stríðsglæpadómstól SÞ, hafa látið uppi hvaða Króatar hafa verið ákærðir en króatískir fjöl- miðlar hafa látið að því liggja að hershöfðingjarnir Ante Godovina og Rahim Ademi verði fyrstir hinna framseldu. Þeir eru grunaðir að hafa staðið að fjöldamorðum á serbnesk- um borgurum í stríðinu 1995 og á Ademi að hafa eytt 11 serbneskum þorpum í bardögum árið 1993. God- ovina sagði í viðtali við króatíska vikublaðið Global að hann tæki ekk- ert mark á stríðsglæpadómstólnum, sem hann sagði stjórnast af pólitísk- um sjónarmiðum. „Réttarhöldin yrðu eins og ævintýri handa litlum börnum“ sagði Godovina. Lögfræð- ingur Ademis sagði hins vegar að hershöfðinginn væri reiðubúinn að gefa sig fram við dómstólinn yrði hann ákærður. Hörð mótmæli Landssamtök uppgjafarhermanna hafa lagst eindregið gegn framsalinu og sagði formaður samtakanna, Mirko Condic, að þau myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir framsal króatískra hershöfðingja. Stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, hið hægrisinnaða Lýðræðisbandalag, hefur einnig lýst því yfir að það muni berjast gegn því að stríðshetjur verði sendar úr landi. Auk þessa er ljóst að fjölmargir Króatar eru andsnúnir framsalinu. Í nýlegri könnun sem birtist í Global kemur fram að einungis 32,9% Króata styðja framsalið en 48% eru því mótfallin. Hershöfðingjarnir eru almennt álitnir hetjur í heimaland- inu og þykir mörgum óhugsandi að þeir hafi framið þá glæpi sem þeir eru sakaðir um. Ákærur vegna stríðsglæpa valda ólgu í Króatíu Meirihluti Króata mótfallinn framsali Zagreb. AP, AFP. AP Frá vinstri: Jozo Rados varnarmálaráðherra, Hrvoje Kraljevic mennta- málaráðherra, Drazen Budisa, formaður frjálslyndra jafnaðarmanna, og Alojz Tusek umferðarmálaráðherra. Þeir sjást hér ganga út af stjórnarfundi þar sem þeir sögðu af sér embættum til að mótmæla fram- sali á króatískum herforingjum. HELSTU vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum og Evrópu hafa fallist á að merkja öll létt- vopn, svo auðveldara verði að stemma stigu við ólöglegri vopnasölu, samkvæmt heimild- um AP-fréttastofunnar. Nú stendur yfir ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem rædd eru drög að ályktun um að komið verði á „lögbundnum aðferðum til að bera kennsl á og fylgjast með sölu byssa og léttvopna“, að frumkvæði Svisslendinga og Frakka. Heimildarmenn AP á ráð- stefnunni segja að margir helstu vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum og Evrópu hafi í þessu skyni samþykkt að merkja framleiðsluvörur sínar með sérstökum hætti. Yfirvöld sem gera ólögleg vopn upptæk gætu þá rakið uppruna þeirra og söluferli og ættu auðveldara með að stöðva vopnasmygl. Í Bandaríkjunum eru í gildi ströng lög um merkingu skot- vopna, en slíka löggjöf skortir víða annars staðar. Ráðstefna SÞ Minni vopn verði merkt Sameinuðu þjóðunum. AP. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.