Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 30
KALIFORNÍSKA listakonan Karen Kersten heldur langan veg til að kynna list sína hér á hjara ver- aldar og er þess giska meðvituð. Myndir hennar, eða eigum við að segja línuriss, sem unnin eru á arki- tektapappír eiga að marka löndin sem hún hefur heimsótt og ferðast um. Hún velur kort um það bil 60 x 80 sm að stærð og dregur með rauðu bleki í gegnum pappírinn staðina sem hún hefur komið á í hverju landi fyrir sig og þar sem spássíur kortsins ná út á brún pappírsins tákna öll auð svæði staðina sem hún hefur ekki heimsótt! Í samanburði við önnur verk fjallar þetta verkefni um samskipti, hvað er þekkt og hvað er óþekkt, - um áfram- haldandi leit hennar að því hvernig maðurinn skapar merkingu í gegnum tengslamyndun, áréttar þar með ríki- dóm hins óþekkta. Karen hefur búið til upplýsingakerfi sem segir þó ekki til um í hvaða röð hún ferðast, hvor- um megin hún var götunnar, eða hvernig henni leið andlega. Hún skráir alla þá staði sem hún hefur verið á síðan hún fæddist 3. júní 1968 til dagsins í dag. Þegar ég ferðast til staða sem ég hef ekki séð (!) skapa ég nýja teikningu sem inniheldur þessar upplýsingar. Kortinu þar á undan er þá lokið og dagsett, til að mynda 3/6/ 68. Framning sinn nefnir Karen Kerstin „Alls staðar“, er framhalds- verkefni og allt sem Karen hefur ver- ið frá því hún fæddist og útlistar í þá veru orðrétt: „Að ferðast er að kanna og öðlast þar með hugsanlega reynslu og þekkingu. Að skilgreina er að leita skýringar og einfaldleika og þar með hugsanlega öðlast visku og þekkingu. Hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki erum við alltaf að ferðast um hið hversdags- lega þótt rými okkar sé skilgreint mjög þröngt. Þetta verkefni, „Alls staðar“, hunsar vísvitandi hvers kon- ar landamæri, skilgreiningar, og hið lítilfjörlega innan hins mikilfenglega. Með þráhyggjukenndri og síendur- tekinni skipulagningu sýnir verkið, „Alls staðar“, viðkvæman fáránleika sem er hvort tveggja hverfull og stór- brotinn“. Ferðalög Karenar Kerstin eru þannig bersýnilega öðrum þræði huglægs eðlis og reynsluheimur hennar þannig meira hugsýnir og ímyndanir en að hún sjálf hafi lagt land undir fót. Hún heimsækir þann- ig vísast löndin með landakortið fyrir framan sig, en það er einnig sérstök tegund lifunar sem margir hafa yndi af einnig og þá einnig skrifari. Þær margræðu lifanir sem maður fær við þá iðju má svo vitaskuld tjá á ýmsa vegu, en eitthvað þykir mér arki- tektapappírinn staðlaður og frá- hrindandi miðill til að skila þeim af sér. Línurnar afar dauft dregnar á pappírinn og virka meir sem ákveðin sjónreynsla og skilaboð af duldu leyndarmáli landsins handan lands- ins, en raunveruleg og upplifuð ferða- lög, hvort heldur á grunnfletinum eða um fjöll og firnindi. Afar hugmynda- fræðileg sýning og einslit í framsetn- ingu, en mun kannski og öðru fremur einungis inngangur að annarri og viðameiri í Nýlistsafninu sem opnaði 23. júní. MYNDLIST M o k k a Opið alla daga á tíma veitingastof- unnar. Til 14. júlí. Aðgangur ókeypis. TEIKNINGAR KAREN KERSTEN Bragi Ásgeirsson Tengslamynstur Eitt af verkum Karenar Kersten á sýningu hennar á Mokka. LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „EDDA: sögur víkinga af losta, hefnd og fjölskylduböndum“ er nýtt verk söngvarans og miðaldafræð- ingsins Benjamins Bagbys og leik- stjórans Ping Chong og var það frumflutt á opnunarkvöldi hátíðar í Lincoln Center við góðar undirtekt- ir salarins að lokinni sýningu. Á almyrku sviðinu birtist völvan. Hún er allt í senn hálfur maður og hálf skepna. Blámálaður líkaminn ber ótal spena, að hálfu úlfur og að hálfu fugl með langar rauðar klær og á höfði sér vafning sem líkist skauthúfu en gæti þó verið fugls- goggur. Um sig miðja hefur hún sauðskinn og á fótum sér ber hún klaufir. „Hlióðs bid ek allar helgar kind- ir,“ og samanhringuð skepnan rís upp og hefur frásögn sína af sköpun heimsins. Rödd hennar er sem skær og hvell köll í flutningi söng- kvennanna Lenu Susönnu Norin og Agnethu Christiansen en völvan sjálf er leikin af dansaranum Christopher Caines. Spádómur völvunar myndar um- gjörð um verkið í upphafi og enda sýningarinnar. Jafnvel línuleg hreyfing hennar á litlum fleka sem dregin er sviðsenda á milli leggur áherslu á hringform sögunar, upp- haf og endalok en síðan endurfæð- ingu og nýtt upphaf. Söngvararnir sem rekja söguna birtast hins vegar og hverfa aftur í djúp sviðsins. Flutningur verksins er á fornís- lensku. Það tekur þó nokkurn tíma fyrir Íslending, sem vanari er lestri og hörðum áherslum í framsögn, að byrja að greina orðin því þau eru fremur sungin en lesin í gullfalleg- um flutningi miðaldarsönghópsins Sequentia. Hann skipa auk Benjam- in Bagbys og fyrrnefndra söng- kvenna, fiðluleikarinn Elizabeth Ga- ver og Norbert Rodenkirchen sem leikur á flautu og líru. Nota táknmál til áhersluauka Beggja megin sviðsins eru svo skjáir með enskum texta sem í senn rekur innihald kvæðanna og bætir við, þar sem þurfa þykir, skýringum fengnum annars staðar úr kvæðun- um og sitja þá söngvararnir í þögn á meðan. Nokkuð er um að flytjendurnir noti táknmál til áhersluauka orða sinna og frekari túlkunar þeirra. Að loknum spádómi völvunnar hefst frásögnin á Reginsmálum, til- komu Rínargullsins og þeirri græðgi sem gullið kveikir meðal guða og manna. Byggir flutningur- inn síðan á sögunni af Sigurði Fáfn- isbana og Guðrúnu Gjúkadóttur, eins og hann birtist í Helga kviðu Hundingsbana, Atlakviðu og Guð- rúnarkviðu og Gróugaldri. Sigurður Fáfnisbani er einkar kotroskinn í flutningi Bagbys. Bagby er einnig sögumaður verks- ins og sem slíkur bregður hann sér á stundum í gervi glettins hirðfífls, s.s. í líflegri frásögn af því þegar Atli lokkar þá bræður og mága sína Gunnar og Högna til veislu undir fölsku yfirskini. Frásögn sögu- mannsins stendur þó nær töluðu orði en flutningur sögupersónanna sem er öllu dramatískari. Raddir söngkvennanna tveggja eru hríf- andi og sýningin nær ákveðnum há- punkti í harmi Brynhildar í flutningi Christensen. Þá nær Norin einnig að draga fram flókna persónu Guð- rúnar Gjúkadóttur í túlkun sinni. Undir lok þessa 75 mínútna langa verks birtist völvan aftur á sviðinu: „Þat man hón fólkvíg fyrst í heimi.“ Undir skjámyndum af því sem í fyrstu virðast ský en fær síðan á sig skýrari mynd sveppalaga bólsturs eftir kjarnorkusprengju rekur hún fyrstu styrjöld heimsins og síðan endurfæðingu en einnig skugga hins dimma dreka sem hefur snúið aftur. Drunur miklar berast frá sviðinu sem verður almyrkt. Flytj- endurnir birtast aftur á flekum sín- um úr djúpi sviðsins, þeir snúa baki í áhorfendur og rúnastafir á búning- um þeirra eru upplýstir. Úr bláum ljósastöfunum má lesa orðið: „Edda“. Hetjukvæði Eddu endurvakin í nýstárlegum flutningi í New York „Þat man hón fólkvíg fyrst í heimi“ Örlög Sigurðar Fáfnisbana, Guðrúnar Gjúkadóttur og fleiri persóna hetjukvæða Eddu spunnust frammi fyrir áhorfendum í John Jay College-leikhúsinu við Lincoln Center á Manhattan í fyrrakvöld. Hulda Stefánsdóttir var á meðal áhorfenda og lýsir því sem fyrir augu bar. Á almyrku sviðinu birtist völv- an. Hún er allt í senn hálfur maður og hálf skepna. Dansar- inn Christopher Gaines í hlut- verki sínu í verkinu. Ljósmynd/David Smith Benjamin Bagby sem Sigurður Fáfnisbani og Agnethe Christiansen sem Brynhildur í sýningunni í Lincoln Center í New York. TEIKNING af hesti og reiðmanni eftir ítalska endurreisnarlista- manninn Leonardo da Vinci (1452– 1519) seldist fyrir metverð sl. þriðjudag. Teikningin sem seldist fyrir rúmlega átta milljónir punda, eða um 1,2 milljarða króna, á upp- boði hjá uppboðshúsi Christie’s í London er þar með orðin ein dýr- asta teikning sem seld hefur verið eftir gömlu meistarana. Er teikningin, sem nefnd hefur verið Hestur og reiðmaður, að sögn AP-fréttastofunnar ein merkasta teikning endurreisnarlistamanns sem seld hefur verið á uppboði sl. hundrað ár. Metverð fyr- ir Leonardo AP BIRNA Ásbjörnsdóttir sýnir um þessar mundir helgimyndir sínar í Eden í Hveragerði. Á sýningunni sem stendur til 17. júlí eru helgi- myndir af ýmsum stærðum. Birna hefur síðustu ár stundað nám í smá- skammtalækningum, hómopatíu, ásamt því að leggja fyrir sig listsköp- un og er sýningin afrakstur þeirrar vinnu. Hún hefur frá 1999 tekið þátt í tveimur samsýningum og haldið tvær einkasýningar. Helgimynd- ir í Eden Morgunblaðið/Sig. Jónss. Birna Ásbjörnsdóttir framan við myndir af erkienglunum Gabr- íel og Mikael á sýningunni. Selfoss. Morgunblaðið. SKÁLDSAGNAKVÖLDVAKA verður á Skriðuklaustri á laugar- dag. Þar mun verða lesið úr fjórum íslenskum skáldsögum og fluttir fyrirlestrar um þær. Þessi kvöld- vaka er samvinnuverkefni Gunn- arsstofnunar og Hugvísindastofn- unar HÍ og liður í Skáldsagnaþingi Hugvísindastofnunar og Bók- menntafræðistofnunar sem haldið var í Reykjavík sl. vor og hefur í sumar farið víða um land með til- styrk Menningarborgarsjóðs, Ís- landsbanka og menntamálaráðu- neytis. Á dagskrá að Skriðuklaustri verða: Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson – fyrirlesari Jón Yngvi Jóhannsson; Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur – fyrir- lesari Garðar Baldvinsson; Djúpið eftir Steinar Sigurjónsson – fyr- irlesari Matthías Viðar Sæmunds- son; og Sú kvalda ást sem hug- arfylgsnin geyma eftir Guðberg Bergsson – fyrirlesari Birna Bjarnadóttir. Kvöldvakan hefst kl. 20 og að- gangseyrir er kr. 500. Klaustur- kaffi býður léttan kvöldverð á und- an fyrir þá sem vilja. Skáld- sagna- kvöldvaka á Skriðu- klaustri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.