Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 31 Ath Sendum í póstkröfu. Laugavegi 18b Sími 562-9730 Fax 562-9731 Kringlunni Sími 568-0800 Fax 568-0880 Akureyri Sími 462-7800 Fax 462-7801 Grænt númer 800-5730 ALLAR SUMARVÖRUR MED ALLT AD 60% AFSLÆTTI Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heill- andi borgar. Þú bókar tvö sæti til Mílanó þann 27. júlí, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar mest spennandi borgar Evrópu á frábærum kjörum. Frá Mílanó liggja þér allar leiðir opnar um Evrópu og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4ra stjörnu hótela. Aðeins 28 sæti í boði Tveir fyrir einn til Mílanó 27. júlí frá 15.207 kr. Verð kr. 15.207 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 30.414.- / 2 = 15.207.- Skattar kr. 2.495 ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.- Forfallagjald kr. 1.800.- Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is MEÐ skírskotun til sögunnar um hrun borgarmúra Jeríkóborgar var Mozart hræddur við básúnuhljóm- inn og lengi vel hugðu menn básúnuna ekki henta vel í sinfóníu- hljómsveit og mun Tuba mirum þátturinn í Sálumessu Mozarts og lokakaflinn í fimmtu sinfóníu Beethovens vera með fyrstu dæmunum um notkun básúnu í sin- fónískum verkum klassískra tónskálda. Mjög snemma var bás- únan eini lúðurinn þar sem allur hinn króma- tíski tónstigi var til- tækur og hljóðfærið í margvíslegum gerðum mikið notað á 16. og 17. öld. Með þróun í smíði strengja- og tréblásturshljóðfæra vék básún- an úr forystuhlutverki sínu sem hljómsveitarhljóðfæri og átti svo ekki afturkvæmt fyrr en á 19. öld- inni og ekki vel fyrr en með risa- stórum hljómsveitum rómantíska tímans, í verkum tónskálda eins og Berlioz sem vildi hafa 16 básúnur í einu verka sinna. Sá þrumuhljómur sem framan af var helst talinn ein- kenni básúnunnar er ekki lengur ráðandi því básúnuleikur nútímans býður upp á einhvern fallegasta og þýðasta hljóm sem framkalla má á málmblásturshljóðfæri. Ungur básúnuleikari, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, hélt tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag og til aðstoðar henni var Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Tónleikarnir hófust á sónötu í c- moll eftir Telemann, sem upphaf- lega var samin fyrir flautu, og mátti greina að liðleiki tónlínunnar hent- aði ekki þungri færð- inni á básúnunni svo að leikur Ingibjargar var ekki fyllilega í jafnvægi; bæði of sterkur fyrir leikandi tónmál verksins og auk þess gætti nokk- urs taugaóstyrks. Það brá til hins betra í fantasíu eftir Zygmunt Denis Antoni Stojowskí (1869–1946), pólskan píanista og tónskáld sem lærði hjá Zelenskí og Pade- rewskí í Póllandi og Delibes og Massenet í París en starfaði seinni hluta ævinnar í New York. Þetta er moderne-rómantískt verk og þarna var tónmálið sniðið fyrir syngjandi tón básúnunnar og var leikur Ingibjargar í góðu jafn- vægi. Morceau symphonique, eftir franska flautuleikarann Philippe Gaubert (1879–1941), var næst á efnisskránni og eru þessir sinfón- ísku molar töluvert tónverk og m.a. ýmislegt að gerast í píanóröddinni, þótt merkja mætti að ekki hafði gefist mikill tími til samæfinga og samstillingar í styrk. Þetta var nokkuð áberandi í lokaverki tón- leikanna, sónötu eftir Hindemith, en þar var píanóið einum of hljóm- frekt, með á köflum mikilli notkun pedals svo að jafnvel básúnan hafði ekki í fullu tré við píanóið. Annar þátturinn, sem er sérlega falleg tón- smíð, var bæði fallega leikinn á píanóið og mjúklega sunginn á bás- únuna. Ingibjörg Guðlaugsdóttir er góð- ur básúnuleikari en leikur of sterkt og nýtir því ekki fínlegri blæbrigði básúnunnar sem þó brá fyrir í í gra- zioso þættinum eftir Hindemith og í fantasíunni eftir Stojowskí. TÓNLIST L i s t a s a f n S i g u r j ó n s Ó l a f s s o n a r Ingibjörg Guðlaugsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson fluttu tónverk eftir Telemann, Stojowskí, Gaubert og Hindemith. Þriðjudagurinn 10. júlí, 2001. SAMLEIKUR Á BÁSÚNU OG PÍANÓ Styrkur og fínleiki Ingibjörg Guðlaugsdóttir Jón Ásgeirsson SÖNGKONAN Ragnheiður Gröndal heldur tónleika ásamt hljómsveit á veitingahúsinu Vídalín (áður Fógetinn) í kvöld. Með henni spila Ómar Guðjóns- son á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Hjörleifur Örn Jónsson á trommur. Leikin verða popplög og jazzlög í útsetningum hljóm- sveitar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. Tónleikar á Vídalín Meistarafélag Bólstrara www.bolstrun.is M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.