Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LANDSMÓT UMFÍ hafafengið áhrifaríkar um-sagnir sem segja mikiðum þessa uppskeruhátíð ungmennafélaganna á Íslandi. Þau hafa verið kölluð „Ólympíuleikar ís- lenskrar íþróttaæsku“ og mótunum hefur einnig verið lýst sem fjöreggi hreyfingarinnar, vegna þeirrar miklu áherslu sem forystumenn hennar leggja á trúverðuga og glæsilega framkvæmd þeirra. Undirbúningur landsmótsins 2001 hefur staðið yfir í um fimm ár og hafa ótalmargir lagt þar hönd á plóg. Mikið hefur mætt á þeim sem sjá um fjármál og kynningarmál mótsins en að störfum hafa einnig verið íþróttanefnd sem fer með yf- irstjórn keppninnar, tjaldbúða- nefnd, umferðar- og gæslunefnd, út- gáfunefnd, fjárreiðunefnd, skrif- stofunefnd og samkomunefnd auk alls konar undirnefnda. Yfirmaður hverrar aðalnefndar situr í landsmótsnefnd en hana skipa framkvæmdastjóri landsmóts og fulltrúar frá UMFÍ, Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (ÚÍA) og sveitarstjórn Austur-Héraðs. ÚÍA hefur tvisvar áður haldið lands- mót UMFÍ, árin 1952 og 1968, í bæði skiptin á Eiðum. Björn Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs, segir Landsmótið vera mikla lyftistöng fyrir samfélagið á Héraði og sé rétt- nefnd vítamínsprauta fyrir athafna- lífið. „Þetta er jákvætt t.d. fyrir þjónustuaðila sem fá aukin umsvif í kringum svona mót. Menn fyllast bjartsýni og eiga auðveldara með að bæta sína þjónustu og jafnvel stækka við sig í fyllingu tímans.“ Björn segir mikla stemmningu vera yfir bæjarlífinu þessa dagana enda ekki á hverjum degi sem á ann- an tug þúsunda gesta heimsækja Egilsstaði um eina og sömu helgina. Landsmót eru álitin eftirsóknarverð ekki síst vegna þess félagslega átaks sem þau leysa úr læðingi í bæjar- félaginu og fylgir undirbúningi, þátttöku og allri skipulagningu þeirra. Reyndar gildir þetta ekki einungis um bæjarfélögin heldur um ungmennafélagshreyfinguna um land allt og fjölmarga samstarfsaðila sem tengjast landsmótshaldinu. Hefð er fyrir því að gestgjafarnir, þ.e. sveitarfélagið, sjái um fram- kvæmdarhlið landsmóta og nemur kostnaður bæjarstjórnar Austur- Héraðs við gerð íþróttamannvirkja að sögn Björns um 73 milljónum króna, að teknu tilliti til framlags ríkisins sem nam 35 milljónum króna. Um er að ræða endurgerð knattspyrnuvallar, 6 hlaupabrauta og frjálsíþróttaaðstöðu, æfingavöll og byggingu sem hýsir búningsað- stöðu, tækjageymslu og félagsað- stöðu Íþróttafélagsins Hattar. „Við leggjum áherslu á að íþrótta- mannvirkin muni þjóna Austfirðing- um öllum og séu einnig tæki til að draga að fólk, bæði til búsetu og í at- vinnuskyni fyrir heimamenn,“ segir Björn. „Þessi mannvirki voru á fram- kvæmdaáætlun sveitarfélagsins en var sumum flýtt vegna landsmóts- ins. Húsin og aðstaðan eru öll hugs- uð til framtíðarnotkunar og það er gaman að geta þess að eldri borgar bæjarins eru margir farnir að nýta sér frjálsíþróttavöllinn til útivistar þar sem þeir nýta sér fullkomna og örugga aðstöðu á upplýstu svæði með upphituðum brautum. Þetta er notkun sem ég held að enginn hafi séð fyrir.“ Aðspurður hvort útsvar bæjarbúa komi til með að hækka í hlutfalli við framkvæmdagleðina segir hann svo alls ekki vera. „Við höfum farið út í auknar lántökur til að mæta kostn- aði. Við gerum okkur hins vegar fulla grein fyrir að lán þarf að borga upp og höfum þegar gert ráðstafanir á framtíðaráætlunum að framkvæmdir á næstu árum tekjustofna duga fyrir fram um. Í stað þess að auka s tökur hyggjumst við lækk greiða af lánum næstu þr segir Björn. Hann segir íbúana h landsmótinu mikinn áhuga vel í hvatningu bæjaryfirv að taka til í sínum ranni, sn og híbýli, mála hús og skr hverfi sitt þannig að bærin sínu fegursta á landsmótinu „Við vinnum með það miði að Egilsstaðir séu fr íþrótta- og skólabær og la er klárlega skref í rétta át að festa okkur í sessi sem hefur verið sköpuð einstök um þetta mót bæði fyrir ke en einnig fyrir aðstandendu menn og aðra gesti. Það m lega ekki gleymast að la eru ekki bara vettvangur manna sem þar sýna þrek s heldur ekki síður eftir vegna fjöldaþátttökunnar greinum og allra landsm sem upplifa þar einstaka ingu ásamt íþróttaþáttt mótanna. Margir ungmen 23. landsmót Ungmennafélags Ísl Borgnesingar reisa fyrsta vísi að tjaldborg á tjaldbúðasvæði keppenda. Stór hluti hinna 2.000 kep Morgunblaðið/ Fánar blakta fyrir utan grunnskólann þar sem miðstöð landsmó Lyftistöng fyrir í líf og bæjarbra Landsmót UMFÍ verður sett í dag á Egilsstöðum. Mikill undirbúningu liggur að baki mótsins enda er þett stærsti einstaki íþróttaviðburður se haldinn er hér á landi. Um fimmtá hundruð keppendur eru mættir til ke og er búist við yfir tíu þúsund gestu VAXANDI ERFIÐLEIKAR GOÐI OG LANDSBYGGÐIN Það er afar upplýsandi að fylgj-ast með þeim umræðum semstaðið hafa undanfarnar vik- ur um málefni fyrirtækisins Goða hf. Augljóst er af yfirlýsingum forráða- manna fyrirtækisins að það á í veru- legum rekstrarerfiðleikum og jafn augljóst er að ungur maður, Krist- inn Geirsson, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra í nóvember á síðasta ári, er að gera allt sem hægt er til þess að snúa rekstri fyrirtæk- isins til betri vegar. Í þeirri viðleitni þarf hann augljóslega að taka sárs- aukafullar ákvarðanir. Í stað þess að veita þessum unga manni stuðn- ing í mikilvægu starfi, sem margir aðilar innan landbúnaðarins og á landsbyggðinni hafa hagsmuni af að gangi upp, standa á honum spjót úr öllum áttum. Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt þess efnis að opinn fundur bænda og áhugafólks um málefni sláturhússins á Breiðdalsvík, sem haldinn var sl. mánudag, hefði mót- mælt harðlega áformum Goða hf. um að leggja niður sláturhús á staðnum. Fyrir skömmu birti Morgunblaðið ítarlega frásögn af almennum fundi í Búðardal þar sem málefni Goða voru til umræðu en fyrirtækið hefur ákveðið að loka afurðastöð sinni þar. Í frásögn Morgunblaðsins kom m.a. fram að oddviti Dalabyggðar hefði lýst því yfir á fundinum að Dala- menn mundu ekki una ákvörðun Goða og beita öllum ráðum til þess að fá henni hnekkt. Og hvað svo? Grein af sama meiði eru mótmæli við því að Flugfélag Íslands kunni að hætta áætlunarflugi til Vest- mannaeyja. Innanlandsflugið hefur verið rekið með miklu og vaxandi tapi í mörg ár og alveg ljóst að eitt- hvað verður undan að láta. Kjarni málsins er auðvitað þessi: mótmæli af þessu tagi eða ögranir í garð forráðamanna fyrirtækja eru gersamlega tilgangslaus. Forstjórar bæði Goða hf. og Flug- félags Íslands hf. eru að leita leiða til þess að draga úr miklum tap- rekstri þeirra fyrirtækja sem þeim hefur verið falið að stjórna. Það get- ur enginn gert kröfu til þess að hlut- hafar og eigendur þessara fyrir- tækja haldi uppi starfsemi með tapi. Það er skylda stjórnenda þessara fyrirtækja að bregðast við og gera ráðstafanir til þess að snúa rekstri fyrirtækjanna við. Það væri ástæða til að skamma þá ef þeir sýndu ekki viðleitni til þess. En það er jafn mik- il ástæða til að veita þeim stuðning þegar þeir eru augljóslega að vinna skipulega að því að snúa taprekstri í hagnað. Öll rök mæla með því að það sama eigi við um rekstur sláturhúsa og mjólkurvinnslu, að það sé hag- kvæmt að fækka einingum og stækka þær. Vilji fyrirtæki í þessari grein lifa hljóta þau að endurskipu- leggja rekstur sinn á þann veg. Auðvitað fer ekki á milli mála að það kemur við hagsmuni fólks í þeim byggðarlögum þar sem sláturhúsum er lokað. En það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta tiltekna fyr- irtæki haldi áfram taprekstri á þeim stöðum og mótmælafundir breyta engu um það. Þeir snúa ekki tap- rekstri í hagnað. Það getur vel verið að aðrir aðilar komi fram á sjónar- sviðið sem treysta sér til að reka sláturhúsin t.d. í Búðardal og á Breiðdalsvík með hagnaði. Ef svo verður væri ástæða til að fagna því. En það er liðin tíð að hægt sé að halda uppi atvinnurekstri með tapi árum saman. Hver á að borga? Hins vegar er ekkert óeðlilegt að fólkið í þeim byggðarlögum, sem verða fyr- ir áfalli af þessum sökum, komi sam- an til funda og beri saman bækur sínar um hvað sé til ráða. En það er ekki við hæfi að veitast að þeim mönnum sem eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Ef samgöngubætur á Íslandi und- anfarna áratugi hafa leitt til þess að flug til ýmissa staða á Íslandi er ekki lengur hagkvæmur ferðamáti hljóta menn að horfast í augu við það. Ef Vestmannaeyingar kjósa þúsundum saman að fljúga á 5 mín- útum á Bakkaflugvöll og keyra til Reykjavíkur er það veruleiki sem Flugfélag Íslands verður að horfast í augu við. Taprekstur fyrirtækja er ekki lengur borgaður úr opinberum sjóð- um eins og tíðkaðist alveg fram í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar. Þess vegna hætta þau starfsemi sem stendur ekki undir sér og það er rétt ákvörðun. Erfiðleikar í atvinnurekstri eruvaxandi um þessar mundir. Það er augljóst að boginn hefur verið spenntur of hátt sérstaklega tvö síð- ustu árin og við erum að taka afleið- ingum þess. Ástæður fyrir auknum erfiðleikum í atvinnulífinu eru margvíslegar. Ein er sú að launakostnaður fyrirtækj- anna er augljóslega orðinn alltof hár. Þar er ekki við einn að sakast um- fram aðra. Atvinnurekendur hafa skrifað undir þessa samninga og þetta voru frjálsir samningar. Þeir hafa í ljósi hins mikla góðæris trúað því að fyrirtækjunum mundi takast að standa undir þessum kauphækk- unum. En niðurstaðan er allt önnur. Þess vegna má búast við því að á næstu mánuðum fjölgi uppsögnum í atvinnufyrirtækjum. Ríki og sveitar- félög geta ekki horft fram hjá þessari þróun eins og áreiðanlega kemur í ljós við fjárlagagerð fyrir næsta ár og við undirbúning að fjárhagsáætl- unum sveitarfélaga fyrir árið 2002. Opinberir aðilar verða líka að draga saman seglin á sínum vígstöðvum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.