Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 45 ✝ Guðmunda Lauf-ey Guðmunds- dóttir fæddist á Ak- ureyri 12. júlí 1941. Hún lést á gjör- gæsludeild FSA 26. apríl síðastliðinn. Guðmunda var dótt- ir hjónanna Guð- mundar Kristjáns- sonar og Guðrúnar Huldu Valgeirsdótt- ur sem bæði eru lát- in. Auk Guðmundu eignuðust þau hjón- in Öldu Sólrúnu og Guðbjörgu Stefaníu sem báðar eru búsettar á Akur- eyri, sonurinn Ingólfur Arnar lést árið 1978, hálfbræður þeirra systkina eru Guðbjörn Sölvi, son- ur Guðrúnar, búsettur í Gríms- nesi, og Guðmundur Guðmunds- son sem býr á Seltjarnarnesi. Fyrri eiginmaður Guðmundu var Arnvið Hansen frá Akureyri. Börn þeirra eru þrjú: 1) Guðrún Hulda, f. 1.7. 1960, fyrrverandi maður Hannes Sigurðarson, f. 1.11. 1960, eiga þau þrjú börn, Eyjólf, f. 9.7. 1982; Jónbjörgu Sesselju, f. 21.1. 1984 og Hannes Bjarna, f. 16.12. 1986. Áður átti Guðrún soninn Heimi Viðar, f. 12.6.1977, faðir Hermann Harð- arson, f. 1.10.1959; 2) Guðmund- ur, f. 10.8. 1961, kona hans er Stefanía Hólm Stefánsdóttir, f. 18.3. 1968, eiga þau fjögur börn, Arnar Þór, f. 5.10. 1987; Björn Ævar, f. 5.12.1989; Maríu Rún, f. 1.7. 1984 og Stefán Arnvið, f. 21.5. 1996; 3) Inga Arna, f. 27.8. 1966, maki hennar er Sveinn Steingríms- son, f. 20.1. 1956, börn þeirra eru fjög- ur, Valur Fannar, f. 21.8. 1986; Guð- munda Laufey, f. 25.4. 1989; Inga Lísa, f. 2.2. 1985 og Aldís Eir, f. 4.2. 1997. Guð- munda og Arnvið skildu. Árið 1967 kynntist Guðmunda eftirlif- andi eiginmanni sínum Heimi Að- alsteinssyni, f. 20.4. 1930, og eignuðust þau þrjú börn: 1) Heimi Frey, f. 12.6. 1969. Hann á dótt- urina Hólmfríði Brynju, f. 1.3. 1994, móðir Sif Sigurðardóttir, f. 29.6. 1973; 2) Öldu, f. 30.12.1973, maður hennar er Borgar Þórar- insson, þau eiga tvö börn, Atla Frey, f. 21.11. 1995, og Heiðmar Snæ, f. 27.5. 1997. Áður átti Alda Steinunni Laufeyju, f. 9.3. 1989, með Kristjáni Skjóldal, f. 8.11.1969; Helgu, f. 30.12. 1973, maður hennar er Guðlaugur Hall- dórsson, f. 24.5.1968, þau eiga tvö börn, Halldór Má, f. 22.7. 1996, og Viktor Bjarna, f. 27.6. 1999. Útför Guðmundu fór fram frá Akureyrarkirkju 3. maí. Elsku mamma mín, þú kvaddir þetta líf hérna megin 26. apríl síð- astliðinn. Þú fékkst að fara á þann hátt sem þú sjálf hefðir kosið. Ég veit að á þessum sólarhring sem leið frá því að pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú hefðir fengið hjartastopp, og þangað til þú kvaddir þjáðist þú ekki. Fyrir það er ég þakklát. Við ástvinir þínir fengum tækifæri þennan sólarhring til að sitja hjá þér, segja bless við þig og óska þér góðrar ferðar. Í dag, 12. júlí hefðir þú orðið sex- tug, og ég hugsa til þín með sökn- uði. Það er svo skrýtið að geta ekki tekið utan um þig, kysst þig og ósk- að þér til hamingju með daginn eins og venjulega. Veistu þú, elsku mamma, að þú varst ekki bara mamma mín, heldur líka minn besti vinur. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér þegar ég gekk í gegnum erfiðleika. Ef mér leið illa þá hugs- aði ég til þín, og það brást ekki að síminn hringdi og það varst þú til að athuga hvort ekki væri allt í lagi, þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda, þær voru margar stundirnar sem við áttum saman við eldhúsborðið síðustu árin þín. Þær eru mér afar dýrmætar. Eins og allar ferðirnar okkar í Vaglaskóg og allt annað sem við gerðum saman. Við vorum búnar að ákveða svo margt sem við ætluðum að gera saman í sumar, en sá sem öllu ræður, var búinn að ákveða annað. Hann kallaði þig í þetta óvænta ferðalag, og ég veit að engl- arnir Hans eru með þér í för. Elsku mamma: Þó að sárt sé að vera án þín, og þótt sorgin sé stór, þá hugga ég mig við það, sem þú sagðir svo oft við mig: „Öll él birtir upp um síðir.“ Sorgin er aðeins gríma gleðinnar, eins og segir í Spámanninum: „Skoða þú hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glað- an. Þegar þú ert sorgmæddur, skoða þú þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín,“ svo satt segir Spámaðurinn það. Ástkæra mamma mín, ég er að reyna að kveðja þig með þessum orðum. Þín elskaða dóttir og vinkona, Guðrún Hulda Heimisdóttir Elsku amma mín. Lífið er ekki alltaf eins og maður vill hafa það. Þú kvaddir mig 26. apríl síðastliðinn, og var mikið um sorg og sár á heimilum þinna ná- komnustu, þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér og gefa mér góð ráð, þú varst hjarta fjölskyldunnar og meira til, þú hafðir alltaf pláss í hjarta þínu fyrir einn í viðbót. Sama hvað gekk á þá varst þú þar komin til að hjálpa, eins og við sögðum alltaf: „Ef amma getur það ekki þá getur það enginn.“ Alltaf þegar ég kem í heimsókn til afa sé ég þig fyrir mér í sætinu þínu við eldhúsborðið með bros á vör og tókst á móti mér með nýsmurðu brauði, vöfflum, kleinum eða soð- brauði. Allar minningarnar sitja fastar í huga mínum, þegar ég fór með þér í „Hapauk“. Þegar þú baðst mig um að greiða þér eða plokka á þér augnabrúnirnar. Stundirnar sem við áttum saman eru mér mjög dýrmætar og ég mun ætíð minnast þín í hjarta mínu þar sem þú ert og munt ávallt vera. Ég bið almáttugan Guð að styrkja afa á þessum erfiðu tímum. Ég kveð þig, amma mín. Þín dótturdóttir, Jónbjörg Sesselja Hannesdóttir. GUÐMUNDA LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR Sólskinsmorgun, þegar ég beið eftir að hitta barnabörnin 5 og 7 ára, að koma einu sinni sem oftar í heimsókn til Íslands, barst mér fréttin um lát Bjarna á Egilsstöð- um. Hlýr, fámáll, prúður, léttur í lund, margt á ég Bjarna að þakka og örugglega mun meira en nokk- urn tímann verður viðurkennt. Barn að aldri, 6 ára, ámóta og barnabörnin mín núna, kom ég til Egilsstaða, til Bjarna, Jennýjar, og „ömmu“. Þau höfðu bara haft stráka áður á sumrin, þessi smá- stelpa var svolítið öðruvísi fyrir- bæri, miklu yngra og örugglega skrítnara, sérstaklega orðatiltæk- in, sem oft vöktu kátínu meðal heimilisfólksins. Bjarni, jafnt sem Jenný og „amma“, tók vel á móti mér, en fljótlega fór ég að fylgja honum eftir í útiverkunum, líkt og strák- arnir höfðu áður gert. Ekki hef ég BJARNI JÓHANNESSON ✝ Bjarni Jóhannes-son fæddist 1. október 1923 að Eg- ilsstöðum, Vatnsnesi. Hann lést á sjúkra- húsinu á Akranesi 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvamms- tangakirkju þriðju- daginn 26. júní. verið til margra verka nýtanleg til að byrja með, en aldrei nokk- urn tímann sagði Bjarni eitt einasta styggðaryrði við mig. Alltaf var vingjarnleg lundin og hlýjan ofar öllu, sem kom ekki síst fram í smöluninni á vorin þegar við fór- um fótgangandi. Þá fannst Bjarna alveg sjálfsagt að leyfa mér að hanga í beltinu hjá sér þegar á brattann var að sækja. Það hef- ur ekki alltaf verið honum jafnlétt. Handverk Bjarna var slíkt að jafnvel barnið gat ekki annað en dáðst að viðbyggingu áhaldahúss- ins ofan við bæinn. Í aðdáun fylgd- ist ég með húsinu rísa og hve vel var að öllu staðið, þótt að sjálf- sögðu gerði ég mér ekki fyllilega grein fyrir því fyrr en mun seinna. Ef til vill var þar fólginn meiri lær- dómur en í mörgum skólum. Þetta eru fátækleg orð og ef til vill ekki skýr. Þetta eru orð barns- ins, sem vill þakka fyrir að hafa fengið að vaxa úr grasi og mótast að hluta við tillitssemi Bjarna og djúprar hugsunar er fólst bak alls sem hann tók sér fyrir hendur, þótt sjaldan væri sú hugsun sett í orð. Mikilvægt var einnig hve stutt var líka í brosið, sem ætíð náði vel til augnanna. Virðing Bjarna fyrir öllu lifandi hafði örugglega sterk mótandi áhrif á alla sem voru á Egilsstöð- um á sumrin. Minningar mínar um Bjarna eru órjúfanlega tengdar náttúrunni, lífinu, grasinu, nýrækt- inni, gróandanum, lömbunum, smöluninni, rúningunni, traktorun- um, hestunum, girðingunum, hey- skapnum. Ég kveð Bjarna með þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að kynn- ast og vera samferða nokkur bernskuár jafnsterkprúðum manni og Bjarni var í hvívetna, það er og var mikil gæfa. Kristín Hildur Sætran. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.              :*-:( #8$4#  +#/"        7    ./   .600  8 "   #$"" 5#  ##>  23& 5$' ,'                     5?((* : /4;  $7 3   4   8    9  :      %   "# :064 " 8 ?$   $"" % ?$  &" " 27 "?$ )$4 4 ""  #!% ?$   $7 "" :0?$   3 $ "" 2$# ?$  +#+#/""  % ?$ *7"$ 5 ""    ?$ ! !&  ! ! !& ' ,'      )     )*@5'<-5(   (   5   #   .0  "30 <4 "" <4 "30 "" )$ A5<4 "' -       4)       + 5A&  B $"  "   -)   !  ;  #   .0   C "" "% $/0 " % "  "$ " ! !&  ! ! !& '       )    )   " ):.+ 5..+,, 6 ; )/ /      <    $/0 "" /3&#" 7#'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.