Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.07.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 47 ✝ Ólöf Benedikts-dóttir fæddist hinn 16. september 1908 að Tóvegg í Kelduhverfi. Hún lést á öldrunardeild Sjúkrahússins á Húsavík 17. júní síð- astliðinn. Foreldrar Ólafar voru Bene- dikt Sigurgeirsson, f. 13.10. 1868 að Akur- seli í Öxarfirði, d. 26.2. 1915, og Abel- ína Bjarnadóttir, f. 6.8. 1875 á Ísólfs- stöðum á Tjörnesi, d. 17.9. 1948, þau bjuggu á Ingveld- arstöðum í Kelduhverfi og síðan á Tóvegg þar til Benedikt lést. Ólöf var fimmta í röð sjö systkina: Bjarni, f. 13.8. 1901, d. 12.4. 1985, hann eignaðist þrjú börn; Geir, f. 14.9. 1903, d. 19.4. 1904; Friðgeir, f. 6.9. 1905, d. 28.4. 1906; Geir, f. 19.6. 1907, d. 16.12.1962, hann eignaðist fjögur börn; Jóhann, f. 14.7. 1910, d. 27.2. 1977, hann eignaðist tvö börn. Óskírður, f. 8.10. 1913, d. 18.1. 1914. Þegar faðir Ólaf- ar dó leystist heim- ilið að Tóvegg upp og börnin fóru hvert í sína áttina. Ólöf kom barn að aldri í Fjöll og átti þar fast heimili til 22 ára ald- urs. Þar bjuggu þá hjónin Friðný Sigur- jónsdóttir og Ólafur Jónsson. Fram að miðjum aldri fór Ólöf á milli heimila í Kelduhverfi, Tjör- nesi og á Húsavík og aðstoðaði við heimilisstörf og barnaupp- eldi. Árið 1956 kom hún svo al- komin í Kelduhverfi aftur, er hún flutti í Grásíðu til Ragnheiðar Ólafsdóttur frá Fjöllum, og manns hennar Þorgeirs Þórarins- sonar. Þar átti hún heimili til árs- ins 1992 er hún var lögð inn á Sjúkrahúsið á Húsavík. Útför Ólafar fór fram frá Húsa- víkurkirkju 29. júní. Aðfaranótt þjóðhátíðardagsins, þann 17. júní, lést á öldrunardeild Sjúkrahússins á Húsavík, Ólöf Benediktsdóttir. Ólöf eða Lalla eins og hún var oftast kölluð dvaldist á þriðju hæð Sjúkrahússins á Húsa- vík síðustu níu ár æfi sinnar. Árið 1956 settist hún að á Grásíðu í Kelduhverfi, þar sem hún átti bú- setu og skjól hjá tengdaforeldrum mínum, þeim Þorgeiri Þórarinssyni og Ragnheiði Ólafsdóttur. Ólöf var þeim óskyld, en þær Ragnheiður þekktust frá fyrri tíð, þegar Ólöf var sem barn og unglingur í vist hjá foreldrum Ragnheiðar á Fjöll- um í Kelduhverfi. Á þeim tíma er Ólöf kom til dval- ar í Grásíðu, hafði hún átt við heilsuleysi að stríða til margra ára, og var því ekki heilsuhraust. Henn- ar helstu verk voru, að sjá um upp- þvott og að gæta barna. Þau 36 ár sem Ólöf bjó hjá tengdaforeldrum mínum bar aldrei skugga á í sam- skiptum þeirra á milli. Þegar Ólöf kom í Grásíðu var Friðgeir, yngsti sonur þeirra Ragn- heiðar og Þorgeirs á fyrsta árinu, en eldri drengirnir þeir Ólafur Þór og Sigurður voru 6 og 11 ára. Frið- geir, sem seinna varð eiginmaður minn varð fljótt augasteinn Ólafar því hún hafði alla tíð mikið dálæti á börnum, og hændi þau að sér á undraverðan hátt. Þeir eldri syn- irnir hafa stundum haft orð á því að Friðgeir hafi getað snúið Löllu til að gera hvað sem var. Það má sjálfsagt til sanns vegar færa, að hún hafi fært alla sína gæsku yfir á Friðgeir og öll þau börn sem hún hændi að sér. Ólöf giftist aldrei né eignaðist börn. Oft var ég að hugsa hversu sorglegt það væri, því barn- elskari manneskju hef ég ekki hitt um dagana. Árið 1977 flutti ég í Grásíðu, þeg- ar við Friðgeir hófum búskap. Við bjuggum á heimilinu hjá foreldrum hans og Ólöfu fyrstu árin. Þegar við fluttum í nýtt hús sem við byggðum, var elsti drengurinn okk- ar, hann Einar Árni fæddur. Það var eins og Lalla yngdist um mörg ár. Þarna upplifði hún gamla tíma og leit eftir honum stóran hluta úr deginum. Það voru ekki alltaf merkileg leikföng sem voru notuð til að hafa ofan af fyrir unga mann- inum. Ég man til dæmis eftir litlum járnbauk, sem í voru einhverjar kúlur og smádót. Þetta var notað sem einskonar hringla og virkaði vel. Seinna þegar við vorum komin í nýja húsið okkar, Hraunbrún, kom Lalla oft gangandi til okkar, enda ekki mjög langt að fara. Stundum var hún hjá okkur í nokkra daga eða jafnvel vikur, ef eldri hjónin fóru að heiman. Í Hraunbrún fæddust svo yngri strákarnir. Fyrst Helgi Már, en af öllum börnum sem Lalla tók ást- fóstri við, varð hann henni einna kærastur. Yngstur er svo Björgvin Óli, sem ber nafnið hennar Ólafar. Ég vil bara að leiðarlokum þakka henni vinkonu minni fyrir allt það góða sem hún hefur gefið karl- mönnunum mínum. Fyrst Frið- geiri, og síðan sonum mínum. Hún var alltaf svo blíð og góð. Hún var hógvær og lítillát. Hún vann verk sín í hljóði. Megi guð geyma Ólöfu Benediktsdóttur. Ingveldur Árnadóttir. ÓLÖF BENEDIKTSDÓTTIR Með örfáum orðum langar mig að minnast Púlla sem varð vinur minn sumarið 1972. Ég hafði eins og fleiri kynnst Púlla sem smá pæja í Eyjum og fylgst með hon- um, en það var ekki fyrr en ég fór að vinna á Elliheimili Vestmannaeyja að ég kynntist honum. Sá hvern mann hann hafði að geyma og það var margt sem ég gat lært af Púlla. AXEL VIGFÚSSON ✝ Axel Vigfússonfæddist í Vest- mannaeyjum 16. október 1918 og lést á Hraunbúðum, dval- arheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 28. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 6. júlí. Víst fannst mér sárt að sjá hversu fatlaður hann var og ekki síst þegar ég hafði horft á það í gegnum árin hversu mikið honum gat verið strítt. En hann hafði einstaka skapgerð, hann var fljótur að afgreiða þá sem voru honum vond- ir, hann einfaldlega mundaði stafinn sinn og skaut þá og þar á eftir læddist yfir andlit hans brosið bjarta sem manni alltaf mætti. Þegar ég byrjaði að vinna þetta sum- ar var Púlli búinn að taka fyrir það að borða hafragraut á morgnana og ekki vildi hann súrmjólkina heldur, svo að minn fyrsta morgunn var heldur stirt andrúmsloft í eldhúsmálum. Hann kom á móti mér, kyssti mig og knús- aði, mér var sagt að ég mætti tjónka við hann. Ég talaði við hann góða stund en ekki vildi hann súrmjólkina sama hvað ég bauð honum út í hana, allt frá púðursykri, kókós, hnetum eða ávöxtum. Þá leit ég á hann og sagði að ég ætti Álfasúrmjólk sem ég gæfi bara einstökum vinum mínum, hún væri full af orku og vítamínum og gerði menn glaða og hamingjusama en ég benti Púlla á að hann væri alltaf glaður og hamingjusamur svo að hann gæti ekki fengið hana. Hann var nú fljótur að redda málunum, setti upp þessa líka fínu skeifu á vör- ina sem nánast lafði niður á bringu og leit á mig þessum stóru hreinu barns- augum sem glóðu af lífi og hreinleika. Og svo kyssti hann mig og með það sama bræddi hann hjarta mitt. Hann fékk eftir það á hverjum morgni sína Álfasúrmjólk og borðaði alltaf tvo diska. Það sem mér er einnig minnisstætt er að þegar ég var að steikja kleinur kom hann aftan að mér þar sem ég stóð við pottinn og laumaði lítilli kók- flösku á borðið, ég hélt ég ætti að opna hana fyrir hann en það var nú ekki. Púlli vildi ekki fá kleinur hjá mér fyrir ekki neitt, hann vildi skipta á kleinum og kóki, og hann var passa- samur alla tíð að ganga ekki of langt, hann tók aldrei fleiri en fjórar. Svo var hann farinn út að sýna sig og sjá aðra. Hann fór aldrei út úr húsi nema að líta vel út og blettalaus. Það sem ég lærði af Púlla var að þótt fólk sé eða verði fyrir einhvers- konar fötlun er lífið alveg þess virði að lifa því. Og einnig hitt að hann sýndi öllum alltaf fulla kurteisi, til- litssemi og blíðu. Hann var aldeilis ófeiminn að sýna fólki blíðuhót og það mættu aðrir taka til fyrirmyndar þar sem allt í þjóðfélaginu er að gleymast í kapphlaupinu um peningana. Ég hitti Púlla eftir að hann fór á Kópavogshæli og hann var glaður þar en saknaði Eyjanna eins og sann- ur Eyjamaður. Ég vil að lokum þakka Púlla fyrir stutta samfylgd og votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Án hans hefði ég ekki lært það sem ég nýti best í dag í starfi mínu við fatlaða einstaklinga, það er húmor, glaðlyndi, tryggð og þolinmæði. Kær kveðja, Anna Elín Steele.    ..*+:(< 8#DB  $7 3        3     ./   .0/0 *  $"" #$ " 2  $  $" . $#F1 "" +#&/ $" 5 %")'5 %"" ! !&  ! ! !& ' 1   #   '  #   %   !%!                         ,:( ( /7$ $ "3 ";; $/# ' +# 23& "  # " " $ 8 "" # 2'" "" ""G !" 23& 2'" "" 2$# $/0 " ! !&  ! ! !& '           5(H+ $7 38#  /     ! &  )  9         &  )       .6   ..00  3 5 %"" (  ' # "  # 5 %" (#8$ ,4" ! !&  ! ! !& ' 1   #   '   #   %             *             5.(5.(+ ( "40  ' )$" 4 " )#4 4 "" I # $$#  "'&$ "$ <  #0 "" : JI'&$ "$ 5"8&$ "$ .4 'I8$" 5 $#I8$" 51'&$ "$ 23  "" 27 3.!3"  #$/  "" ! !&  ! ! !& ' 8)      )         () -,+)(*.+,, *  )&/"&    .0            3 )  #   .   .600 2& $ !& ! !&  ! ! !& ' &"   +:K< *)( .+,, /7'8%""3  $  *" 8# B    ! !    &)     6          -     ./   .+00 =)     #    #       !   4  =      !3&   8#  $ 8"6 ' EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.